Tíminn - 08.11.1986, Síða 12

Tíminn - 08.11.1986, Síða 12
12 Tíminn Boðum stefnu nýs tíma... vopnakapphlaups. Það getur skipt sköpum fyrir heiminn. A það verð- um við að þrýsta ásamt öllum öðrum hugsandi þjóðum heims, að slíkt samkomulag verði hið fyrsta gert. Ekkert má standa t vegi fyrir því að svo verði. Okkur ber jafnframt að fordæma stéttaskiptingu og aðskilnað, hryðju- verk og ofbeldi, en styðja af alefli sjálfsögð mannréttindi og frelsi ein- staklinga til að tjá sig og ferðast og kynnast. Engu máli skiptir hver á í hlut. Þjóðir sem slíka stefnu hafa ber okkur að leita eftir samstöðu við án tillits til þess hvaða stjórnskipulag þær kunna að hafa kosið sér eða hvar þær eru staðsettar í heiminum. Framboðsmál flokksins Innanflokksmálin mun ég að mestu láta ritara flokksins eftir að ræða. Þó vil ég stuttlega nefna fáein atriði. Landssamband framsóknar- kvenna og kvenfélög í flokknum hafa unnið afburða vel undanfarin ár. Ungir framsóknarmenn hafa sömuleiðis jafnt og þétt hert sóknina og héldu meðal annars glæsilegt ársþing að Hrafnagili nú í haust. Hvorttveggja er þetta ákaflega mikilvægt fyrir flokkinn. Úr röðum ungra manna og kvenna kernur fyrst og freinst sú endurnýjun, sem er flokknum nauðsynleg. Nú ákveða kjördæmi hvert af öðru frambjóðendur á vegum flokksins enda verður kosningabar- áttan að hefjast án tafar. Við frani- sóknarmenn ákváðum fyrir allmörg- um árum að viðhafa skoðanakann- anir við ákvörðun um framboðslista. Að vísu er það algjörlega á valdi einstakra kjördæma en víðast hefur sá háttur verið á hafður, þegar aðstæður hafa leyft. hess var vænst að með skoðanakönnun yrði á lýð- ræðislegan hátt stuðlað að eðlilegri endurnýjun á framboðslistum flokkins. Að sjálfsögðu geta niðurstöður skoðanakannana valdið einstökum áhugasömum frambjóðendum og kappsfullum stuðningsmönnum þeirra vonbrigðum. Mér er hinsveg- ar ekki kunnugt um annað en að skoðanakannanir hafi ætíð verið á- kveðnar og farið fram á lýðræðisleg- an hátt. Við niðurstöðurnar verða menn því að una. Annað sæmirekki félagshyggjumönnum. Sérframboö þeirra, scm bíða lægri hlut, eiga að sjálfsögðu ekki að koma til grcina. Mér þykir leitt að heyra gefið í skyn og jafnvel fullyrt að forusta flokksins og formaður hafi eða muni beita sér fyrir einstaka frambjóðend- ur. Það er alrangt. Ég hef kvatt unga menn og konur til þess að gefa kost á sér til framboðs og það mun ég gera áfram. Hinsvegar hcf ég ætíð tckið það skýrt fram, að flestir þeirra, sem fyrir eru, munu cðlilega berjast áfram fyrir síftum sætum, og nýliðar munu margir þurfa að sætta sig við að verða undir, a.m.k. í fyrstu atrennu. Dreifbýli • þéttbýli Á undanförnum árum hefur fylgi flokksins mjög hrakað í þéttbýlinu suðvestanlands. Áróður gegn flokknum á þessu svæði hefur verið skcfjalaus og haft mikil áhrif. Getur jafnvel svo farið að í næstu kosning- um ákveðist hvort Framsóknar- flokkurinn verður tiltölulega lítill flokkur dreifbýlisins cða áfram al- hliöa þjóðmálaflokkur. Sumum ein- sýnum mönnum, sem telja sig harð- svíraða fulltrúa dreifbýlis, kann að þykja fyrri kosturinn vænlegur. Ég er ekki í þeim flokki. Ég sé ekki þau hörðu átök á milli dreifbýlis og þéttbýlis, sem sumir sjá í hverju máli. Hin athyglisverða skoðana- könnun, sem fram fór á vegum Sambands ungra framsóknarmanna, gaf ekki slíkt til kynna. Stcfna Framsóknarflokksins á ekki síður erindi til þéttbýlis en dreifbýlis. Ef flokkurinn á að hafa þau áhrif, sem honum ber, ogbæði dreifbýli og þéttbýli þarnfast, verður hann að vera stór og sterkur. Til þess að undirstrika þessa óbif- anlegu sannfæringu mína ákvaö ég að verða við áskorunum og gefa kost á mér til framboðs í Reykjaneskjör- dæmi. Sú ákvörðun var ein sú erfið- asta, sem ég hef tekið. Sem einstakl- ingur hefði ég ekkert annað kosið en að Ijúka mínum þingmannsferli hjá mínum fjölmörgu vinum á Vest- fjörðum. Ég komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu, að sem formanni flokksins beri mér skylda til að sýna og sanna að hugur fylgi þeirri áherslu, sem ég hef lagt á fylgisaukn- ingu í þéttbýlinu, sanna að Fram- sóknarflokkurinn á erindi til lands- manna allra. Við þá Vestfirðinga, sem eru ósáttir við ákvörðun mína, vil ég segja þetta. Ég met mikils ykkar stuðning, en vona að þið metiðþessa ákvörðun mér til betri vegar. A það vil ég jafnframt leggja áherslu, að ég mun að sjálfsögðu verða reiðubúinn eftir sem áður til að aðstoða þá Vestfirðinga og Strandamenn, sem til mín vilja leita. Ég vona, að sem flestir geri það. Stjórnarmyndun Um stjórnarmyndun eftir kosn- ingar er þegar spurt. Ekki verður því svarað hér og nú. Því munu engir fordómar ráða eins og því miður virðist cinkenna einstaka andstæð- inga Framsóknarflokksins. Úrslit kosninganna munu ráða miklu, en þó fyrst og fremst hvort samstaða næst um stefnu og þau grundvallar- atriði, sem við framsóknarmenn leggjum áherslu á, heilbrigt efna- hagslíf, lækkun erlendra skulda, jöfnun, öryggi og velferð, framfarir og sókn til nýsköpunar atvinnulífs og bættra lífskjara. Á ársþingi sínu að Hrafnagili völdu ungir framsóknarmenn kjör- orðið „afl nýrra tíma“. Þaö líkar mér vel. En til þess að Framsóknar- flokkurinn geti verið afl nýrra tíma, verða framsóknarmenn að skilja hina nýju tíma. Menn verða að skilja, að við lifum á tímum, þcgar breytingar gerast með ógnvekjandi hraða. Tækninni fleygir áfram, til góðs fyrir þá sem breytingarnar skilja og kunna að notfæra sér þær, en til ills fyrir liina, sem daga uppi sem nátttröll. Ég nefni fjarskiptin sem dæmi. Fyrir tuttugu árum hófst sjónvarp. Það þótti gífurleg breyting. Nú get- um við setið heima í stofu og horft á heimsmcistarakeppni í knattspyrnu í Mexíkó. Nú geta menn náð tug eða fleiri útsendingum frágervihnöttum, sem yfir okkur sveima. Ég man þá tíð, þegar gamli hand- virki síminn þótti hiö besta tæki, jafnvcl þótt stundum tæki fleiri tíma að ná sambandi. Núer síminn orðinn sjálfvirkur um land allt, kominn í bifreiðina og jafnvel í hendi þína hvar sem þú ert. Ég sat fyrir skömmu ákaflega fróðlega ráðstefnu í París, þar sem voru mættir fremstu menn á ýmsum sviðum líffræði, þjóðfélagsfræði og tækni, og báru saman bækur sínar um framtíðina. Þeirri niynd. scm þar var upp dregin verður ekki lýst í örfáum orðum. Ég hef reyndar ekki yfirsýn til þess að lýsa svonefndri 5. kynslóð tölvunnar og þeim áhrifum, sem hún mun hafa á mannkynið. Pað hafa í raun fáir. En allir eru sammála um, að framundan séu enn stórkostlegri breytingar en heimur- inn hefur kynnst til þcssa. Ég get tckið undir það með ýmsurn, að mannkvnið getur vcl verið án þessara hröðu breytinga. Hætt er við að sálin verði skilin eftir. En þær verða, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Flokkurinn, sem vill vera afl nýrra tíma, verður að skilja þetta og leitast við að undirbúa manninn fyrir breytingarnar og stýra þeirn eftir mætti eins og best hentar íslenskri þjóð. Ný öld í augsýn Pað er ný öld í augsýn. Ef rétt er á málum haldið, getur það orðið öld meiri framfara, betri lífskjara og betra mannlífs, en við höfum áður kynnst. Grundvöllurinn hefur verið lagður með endurreisn hins íslenska efnahagslífs. Framundan er mark- viss og skipuleg vinna. Framsóknarflokknum er best treystandi til að hafa forustu um það verk. Það sýnir sagan. Afl nýrra tíma Laugardagur 8. nóvember 1986 SKAK Umsjón: Helgi Ólafsson ÞEIR SIÐUSTU VERDA FYRSTIR Einhver brokkgengasti stórmeist- ari síðari ára, Sovétmaðurinn Alex- ander Beljavskí var efstur á Inter- polis mótinu í Tilburg í Hollandi er ein umferð var eftir. Hann hafði þá skotist fram úr Jógóslavanum Lu- bomir Ljubojevic, sem leitt hafði mótið lengst af. Beljavskí hefur sýnt aðdáunarverða staðfestu því hann tapaði tveimur fyrstu skákunum en hefur síðan teflt eins og engill og sigurinn blasir við. Hann komst á bragðið er hann vann jafnteflislega biðskák gegn Ljubojevic í fyrri um- ferðinni, af þeim tveimur sem þessir stigahæstu skákmenn tefla. Síðan vann hann Ljubojevic aftur og kórónaði svo glæsilegan árangur með því að leggja sjálfan Anatoly að velli með svörtu í 11. umferð. Þetta var þó engin trygging fyrir efsta sætinu en nú kom doctor Miles til skjalanna og vann Ljubojevic í 12. umferð og á meðan vann Beljavskí Viktor Kortsnoj sem tapað hefur hverri skákinni á fætur annarri eftir góða byrjun, alls fimm skákum í röð og skipar „heiðurssætið" með litlum sóma, V/2 vinningi á eftir Miles og Húbner. Miles komst í heimsfrétt- irnar í fyrra þegar hann tefldi í Tilburg í fyrra liggjandi á sjúkrabekk sakir þursabits í baki sem Ljubojevic telur ekkert hafa verið og gaf Miles því læknisnafnbótina. Kvaðst hann hafa séð Miles sitjandi syngjandi glaðan á veitingastað og greinilega kennt sér einskis meins. Karpov hefur unnið í Tilburg fimm sinnurn og komst um stund á toppinn er hann sigraði Viktor Kort- snoj í 10. umferð. Á sama tíma vann Beljavskí Ljubojevic. En ellefta um- ferðin gerði út um sigurvonir Karpovs. Úrslit níu fyrstu umferð- anna voru rakin í Tímanum um síðustu helgi og við höldum áfram þar sem frá var horfið. Biðskákum níundu umferðar lauk á þann veg að Karpov og Portisch gerðu jafntefli en Miles vann Timman: 10. umferð: Portisch-Miles 1:0 Timman-Húbner xAVh Beljavskí-Ljubojevic 1:0 Kortsnoj-Karpov - 0:1 11. umferð: Kortsnoj-Portisch 0:1 Karpov-Beljavskí 0:1 Ljubojevic-Timman Vi'.Vi Húbner-Miles lA:Vi 12. umferð Portisch-Húbner WM. Miles-Ljubojevic 1:0 Timman-Karpov Vr. Vi Beljavskí-Kortsnoj 1:0 13. umferð: Beljavskí-Portisch 1/i:Vi Kortsnoj-Timman 0:1 Karpov-Miles W.Vi Ljubojevic-Húbner 1:0 Staðan fyrir síðustu umferð var þá þessi: 1. Beljavskí 8 v. 2. Ljubojevic 7!/>v. 3. Karpov 7. v. 4.-5. Timman og Portisch 6!ó v. 6.-7. Húbner og Miles 6 v. 8. Kortsnoj 4!ó v. Fjölmargar athyglisverðar skákir hafa verið tcfldar þessa daga í Til- burg og þeir baráttuglöðustu vitan- lega í stóru hlutverki. Karpov tefldi litlaust að þessu sinni, dálítið niðri sennilega eftir ósigurinn fyrir Kasparov. Hann vann enga skák á hvítt en sveið Portisch á afar fróðleg- an hátt í jafnteflislegri stöðu. Viðburðarík þótti skák Miles og Timmans en þeir fylgdu einvígisskák Kasparovs og Timmans fram í 22. leik: Hvítt: Tony Miles Svart: Jan Timman Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 10. bxc3 d6 2. c4 e6 11. Bd3 f5 3. Rf3 b6 12. d5 Rc5 4. Rc3 Bb4 13. h4 g4 5. Bg5 Bb7 14. Rd4 Df6 6. c3 h6 15. 0-0 Rba6 7. Bh4 g5 16. Rxe6 Rxe6 8. Bg3 Re4 17. Bxf5 Rg7 9. Dc2 Bxc3t 18. Bg6t Kd7 19. f3 Haf8 20. fxg4 De7 21. e4 Kc8 22. Dd2 #1 ■ iii IB! £ 1 ■ * 1 il||| lllll A III 1111 l ™ 1 AII 111A 1111A IBI 11 H ■ s A lllllill A 101 illl sH (Ég hef farið hratt yfir sögu af ásettu ráði þó baráttan hafi verið bæði flókin og skemmtileg. En þetta hefur allt sést áður eða í 4. einvígisskák Kasparovs og Timmans í Hollandi í fyrra. Skákinni lauk með jafntefli en Kasparov taldi sig hafa misst af vinningi. Taflmennska hans í byrj- uninni þótti svo athyglisverð að í ■nýjasta hefti Lnformants hlaut skákin hæstu einkunn yfir val á fræðilega mikilvægustu skákunum. Timman þekkir þessa stöðu auð- vitað vel og bregður út af tafl- mennsku sinni. Hann lék 22. - Kb8 sem Kasparov átti að svara með 23. Dd4.) 22. .. Rc5 24. Dxh6 23. Hxf8t Hxf8 (Hvítur hefur fjögur peð fyrir mann- inn sem samkvæmt almennum regl- um á að vera kappnóg. En peð hans á drottnmgarvængum eru skorðuð svo hann má gæta sín.) 24. ..Df6 25. Bf5t (Sennilega hefur Timman vanmetið færi hvíts eftir þennan leik sem þvingar fram drottningaruppskipti.) 25. .. Rxf5 28. Bf2 Bxc4 26. Dxf6 Hxf6 29. Bd4 Hf7 27. exf5 Ba6 30. f6 Hh7 (Ekki gengur 30. - Bxd5 31. g5 Be4 32. h5 o.s.frv.) 31. Bxc5 dxc5 32. Hdl! (Þessi hljóðláti leikur er jafnframt sá besti frá hendi Miles í þessari skák. Hvítur hamlar á móti því að biskup- inn nái að skerast í leikinn með árangursríkum hætti. Nú strandar 32. - Hxh4 á 33. f7! Hh8 34. Bxc5 dxc5 35. g5! og vinnur. Staða svarts er sennilega þegar töpuð.) 32. .. Bb5 37. Kh3 b4 33. g5 Be8 38. cxb4 axb4 34. Hel Kd7 39. g4 Hh8 35. g3 b5 40. h5 Kd6 36. Kg2 a5 Hér fór skákin í bið en Timman gafst upp án frekari taflmennsku. Einfaldast er 41. Kg3 og síðan sjá frípeðin um vinninginn. Lubomir Ljubojevic sem teflir á IBM-mótinu í febrúar er manna fljótastur að leika og gefst það honum misvel. Hann tók Kortsnoj aldeilis í bakaríð og það á mettíma. í franskri vörn dustar hann rykið af fáséðu afbrigði sem Fischer notaðist við um tíma og kom að tómum kofanum: Hvítt: Lubomir Ljubojevic Svart: Viktor Kortsnoj Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3f 5. Bxc3 dxe4 6. Dg4 Rf6 7. Dxg7 Hg8 8. Dh6 Rbd7 9. Rh3 c5 10. Be2 Da5 11. Bd2 Hxg2 12. Rg5 cxd4 13. Dg7 Hxg5 14. Dxg5 Dxg5 15. Bxg5 dxc3 16. 0-0-0 a6 17. Hhgl b5 18. Hg3 Rd5 19. Hh3 f6 20. Be3 Rxe3 21. fxe3 Rf8 22. Bh5t Ke7 23. Hg3 Bd7 24. Hg7t Svartur gafst upp. Eftir 24. - Kd8 vinnur hvítur með 25. Hdxd7t Rxd7 26. Hg8t Tími: Hv.: 0.41 Sv. 2.02! P.S. Beljavskí einn efstur Síðustu umferð Tilburg - mótsins lauk í gær, föstudag. Úrslit urðu þau að Miles vann Kortsnoj en jafntefli gerðu Portisch og Ljubojevic, Hú- bner og Karpov og Timman og Beljavskí. Lokaniðurstaðan varð því þessi: 1. Beljavskí 8 Vi v. 2. Ljubojevic 8 v. 3. Karpov 7>/i v. 4.-6. Timman, Miles og Portisch 7 v. hver. 7. Húbner 6!4v. 8. Kortsnoj 4'h v. OLVMIMUSKAKMOt IO fí7 ; Visa styrkir S ( Skáksambandið iTUONINGSAÐILI ISL í upphafi vikunnar afhenti Einar S. Einarsson forstjóri VISA á íslandi stjórn Skáksambands fslands mynd- arlega upphæð samtals 150 þús. krónur fyrir hönd fyrirtækisins. Þessi upphæð mun renna til styrktar þátt- töku íslenska olympíuliðsins í skák á Olympíumótinu sem hefst eftir viku í Dubai í Sameinuðu arabisku- furstadæmunum. Jafnframt færði Einar liðsmönnum skyrtur með merki mótsins og er nafn VISA ísland þar greypt í. Meðfylgjandi mynd var tekin við athöfn í húsa- kynnum fyrirtækisins: Aftari röð frá vinstri: Margeir Pétursson, sem tefl- ir á 4. borði, Guðmundur Sigurjóns- son 1. varamaður, dr. Kristján Guðmundsson liðsstjóri, Karl Þor- steins. 2. varamaður og Þráinn Guðmundsson forseti Skáksam- bandsins. Fremri röð frá vinstri: Jón L. Árnason sem teflir á 3. borði, Helgi Ólafsson á 1. borði og Jóhann Hjartarson sem teflir á 2. borði. Jafnframt veitti Einar Skáksam- bandinu styrk til prentunar skák- skriftareyðublaða. Hann mun verða viðstaddur þing FIDE sem ritari Norræna Skáksambandsins en þing- ið fer fram samhliða Olympíumót- inu. Þráinn verður fulltrúi Skák- sambands íslands á þinginu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.