Tíminn - 11.11.1986, Page 1

Tíminn - 11.11.1986, Page 1
HIROHITO Japanskeisari fagn- aði því í gær að sextíu ár eru liðin síðan hann settist í keisarastólinn. Þessu var einnig fagnað af almenningi í Tokyo og gengu um 25 þúsund manns fylktu liði að höll keisarans þar sem hinn 85 ára gamli Hirohito veifaði til mannfjöldans. Kallaði fólkið “Tenn- oheika Banzai“ sem útleggst á ís- lensku „Lengi lifi keisarinn". SÆNSKIR bændur féllust á i gær að fresta verðhækkunum á land- búnaðarvörum fram á næsta ár til að hjálpa stjórnvöldum við að halda verð- bólgumarkmiðum sinum fyrir þetta ár. SALA kindakjöts var 203 tonnum minni á nýliðnu verðlagsári heldur en hinu næsta á undan. Mestur hluti þessa samdráttar er vegna minni sölu á kjöti af fullorðnu fé, alls 187 tonn. Birgðir kindakjöts 1. sept. sl. voru 2387 tonn og þar af eru 1000 tonn óseld frá árinu 1985. TVEGGJA sæta eins hreyfils flugvél sem átti eftir 120 mílur til Keflavíkur bað um aðstoð vegna þess að olíumælir sýndi of mikinn olíuhita. Flugmaðurinn sem er svissneskur var einn í vélinni. Vélin komst af sjálfsdáð- um til Reykjavíkur, enda sýndi olíumælir minni hita er vélin nálgaðist land og lækkaði flugið. Þyrla Landhelgisgæslunnar, flugvél Flugmálastjórnar, tvær þyrlur frá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli og flugvél sem var 20 sjómílur á undan Pilatus vélinni voru á lofti til að aðstoða hana. KJARTAN Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason urðu efstir í próf- kjöri Alþýðuflokksins í Suðurlandskjör- dæmi nú um helgina. Kjartan fékk samtals 3.316 atkvæði þar af 2.022 í fyrsta sæti. Karl Steinar fékk samtals 3.165 atkvæði og þar af 2.351 í fyrsta og annað sætið. Kosið var um fimm sæti en átta voru I kjöri og var kosningin bindandi. Listinn verður því þannig: 1. Kjartan Jóhannsson, 2. Karl Steinar Guðnason 3. Rannveig Guð- mundsdóttir bæjarafulltrúi í Kópavogi, 4. Guðmundur Oddsson skólastjóri í Kópavogi, 5. Elín Harðardóttir Hafnar- firði. FRAMBOÐSFRESTUR fyrir prófkjör Alþýðuflokks í Vestur- landskjördæmi sem fram á að fara 23. nóvember er runninn út og gefa fjórir kost á sér. Þeir eru Eiður Guðnason alþingismaður, Sveinn Hálfdánarson Borgárnesi, og Guðmundur Vésteins- son og Hrönn Ríkharðsdóttir bæði frá Akranesi. MOLOTOV, fyrrum utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna og náinn sam- starfsmaður Jósefs Stalín um 30 ára skeið lést um helgina 96 ára að aldri. Molotov var einn af þeim síðustu eftirlifandi mönnum úrforystusveit sov- éska kommúnista sem tók þátt í októ- berbyltingunni 1917. KRUMMI Betra er einn hvalur í sjó en tveir við bryggju Sea Shepherd samtökin hafa viðurkennt að hafa sökkt báðum hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn. Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins segir að nú séu menn komnir á sporið. Myndin er tekin, rétt í þann mund sem bátarnir tveir eru að sökkva. Hvalur 8 var látinn í friði og hann síðan dreginn Iburtu. (Tímamynd Sverrir) Mikilsverðar upplýsingar fengust í gær varðandi hvalbátana: segir Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri dómsmála í gærdag voru send skeyti frá dómsmálaráðuneyti til Interpol vegna hvalbátanna sem sökkt var í Reykjavíkurhöfn. Eftir hádegi barst svarskeyti frá Interpol sem innihélt mikilsverðar upplýsingar. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði í samtali við Tímann í gær: „Þetta eru vísbendingar um útlend- inga sem tengjast samtökunum Sea Shepherd og eru grunsamlegir í málinu. Við vonumst til þcss að málið upplýsist núna næstu daga.“ Paul Watson hefur fyrir hönd „Þetta er auðvitað svo alvarlegt mál að full ástæða er til að taka . þetta fyrir innan ríkisstjórnarinn- ar. Það koma hingað inn í landið menn, sem ég vil kalla hryðju- verkamenn, og valda hér miklu tjóni hjá íslensku fyrirtæki. Það er mjög líklegt að það komi til kasta dómsvaldsins, það er okkar skylda að reyna að koma lögum yfir þessa menn,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, þegar Tíminn innti hann eftir því af hverju skemmdarverk þau, sem samtakanna Sca Shepherd viöur- kennt að samtökin standi á bak við skemmdarverkin í Reykjavíkur- höfn nú um helgina. Jafnframt hefur Watson látið að því liggja að samtökin eigi einnig þátt í þcim skemmdarverkum sem fram- kvæmd voru í Hvalstöðinni um helgina. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur farið fram á mjög ítarlega rannsókn á málinu, og verður honum gefin nákvæm skýrsla um málið í dag og málið unnin voru hjá Hval hf. verði tekin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag. „Einnig viljum við að sjálfsögðu vita, hvort þama hafi orðið einhver handvömm. Ég vona sannarlega að svo hafi ekki verið, en ef það hefur orðið viljum við vita það“. - Eru líkur á að þetta atvik hafi áhrif á þær umræður sem í gangi hafa verið að undirlagi utanríkis- ráðherra, um ráðstafanir til að efla innra öryggi ríkisins ? „Sú nefnd er að störfum og ég síðan rætt á ríkisstjórnarfundi. íslendingar eru aðilar að fram- salssamningum ríkja Evrópuráðs- ins og sagði Þorsteinn Geirsson að þess yrði freistað að fá þá sem þetta gerðu framselda, en þar eru á ýmsir vankantar vegna margbrot- inna samninga. Við umfjöllum fjölmiðla um málið hefur komið í ljós að íslend- ingar eru meðlimir í samtökum þeim sem hafa viðkennt að hafa sökkt hvalbátunum. Hvalbátarnir voru tryggðir en skipaði Baldur Möller, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, formann hennar. Það er ekkert ólíklegt að sú nefnd verði að fjalla um þetta tilfelli. Er nauðsynlegt að taka upp nánari gæslu, t.d. á Keflavíkurflugvelli, o.s.frv.? Við þurfum að svara slík- um spurningum. En ég reikna fastlega með því að við munum reyna að hafa upp á þessum mönn- um með aðstoð Interpol,“ sagði Steingrímur Hermannsson. -phh ekki er vitað um tæki þau sem skemmd voru í Hvalstöðinni. Sjá bls. 10-11 _ £s Finnur Ingólfsson og Haraldur Ólafsson Engar „blokkir" verið myndaðar - afneitafrétt Þjóðviljans Þjóðviljinn skýrði frá því á laugardag að Finnur Ingólfsson og Haraldur Ólafsson hefðu myndað „blokk“ cða kosninga- bandalag gcgn Guðmundi G. Þórarinssytii f prófkjöri Fram- sóknar í Reykjavík. Tíminn bar þessa frétt undir þá Finn og Harald. „Þessar fullyrðingar eru úr lausu lofti gripnar. Ég mun í þessu pröfkjöri fara frant á eigin vegum, óbundinn af stuðningi annarra frambjóð- enda eða þeirra manna,“ sagði Finnur. Haraldur ólafsson tók í sama streng og sagði að sér vitanlega hefðu engar blokkir verið myndaðar og það væri nijög erfitt að ntynda slíkar blokkir. „Þjóðviljann hefur sennilega vantað forsíðufrétt.“ sagði Haraldur Ólafsson. -ES Skemmdarverkin á eigum Hvals hf.: Skylda okkar að koma lögum yfir þessa menn - segir Steingrímur Hermannsson. Ríkisstjórnin fjallar um málið í dag

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.