Tíminn - 11.11.1986, Síða 5

Tíminn - 11.11.1986, Síða 5
Þriðjudagur 11. nóvember 1986 Tíminn 5 Miðstjórnarkjör: Landsbyggðin kom sterkt út - í kosningu til miðstjórnar Framsóknarflokksins Nokkur skjálfti var í þingfulltrú- um eftir að niðurstaða í kosningu 25 fulltrúa í miðstjórn Framsóknar- flokksins lá fyrir að morgni sunnu- dags. Kom þá í ljós að landsbyggðin, þ.e. kjördæmin utan Reykjavíkur og Reykjaness, höfðu fengið 15 af 25 miðstjórnarmönnum þeim sem kosnir voru. Var því fleygt manna á meðal að þarna væri landsbyggðin að rétta hlut sinn frá flokksþinginu 1982 þegar 20 af miðstjórnarsætunum 25 fóru til Reykjaness og Reykjavíkur. Úrslit kosninganna urðu eftirfar- andi: Valur Arnþórsson Norðurl- andi eystra (288), Dagbjört Hösk- uldsdóttir Vesturlandi (284), Hrólf- ur Ölvirsson Suðurlandi (269), Haf- steinn Þorvaldsson Suðurlandi (252), Jón Sveinsson Vesturlandi (251), Þóra Hjaltadóttir Norðurl- andi eystra (249), Bolli Héðinsson Reykjavík (232), Magnús Ólafsson Norðurlandi vestra (225), Bogi Sig- urbjörnsson Norðurlandi vestra (224), Sveinn Bernódusson Vest- fjörðum (218), Þórdís Bergsdóttir Austfjörðum (212), Ólafur Ragnars- son Austfjörðum (204), Gunnar Hilmarsson Norðurlandi eystra (200), Sigurgeir Magnússon Vest- fjörðum (195), Ólafía Ingólfsdóttir Suðurlandi (185), Guðlaug Björns- dóttir Norðurland eystra (184), Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Reykjanesi (177), Helga Jónsdóttir Reykjanesi (172), Jónas Jónsson Reykjavík (168), Kristinn Finnboga- son Reykjavík (167), Drífa Sigfús- dóttir Reykjanesi (166), Hilmar Þ. Hilmarsson Reykjanesi (137), Ásta R. Jóhannesdóttir Reykjavík (132), Markús Á. Einarsson Reykjanesi (130), Þráinn Valdimarsson Reykja- vík (129). LANDSBANKINN HÆKKAR VEXTI Endurkjöri Steingríms Hermannssonar sem formanns fagnað á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Tímamynd-Pjétur Þing Framsóknarflokksins: Oflug samstaða um forystu flokksins Landsbanki íslands hefur nú ák- veðið að hækka innláns- og útlán- svexti frá og með deginum í dag, 11. nóvember. I frétt sem bankinn sendi frá sér í gær kemur fram að bankinn taldi ekki ástæðu til þess að hækka vexti eftir að þeir voru gefnir frjálsir um síðustu mánaða- mót og í samræmi við það voru þeir ekki hækkaðir þann 1, nóvember. í frétt bankans segir hinsvegar. „Með tilliti til þeirra breytinga sem þá urðu á innlánsvöxtum telur bankinn nú óhjákvæmilegt að hækka suma þessara vaxta. Munu vextir á Kjörbók bankans hækka úr 14% í 15%, sem felur í sér 15,6% ársávöxtun. Innlánsvextir á tékkareikningum hækka úr 4% í 6%. Þá verður ekki hjá því komist að vextir af útlánum hækki um leið og vextir af inniánum. Vextir af almennum víxlum munu hækka úr 15,25% í 15,75% og vextir af óverðtryggðum skuldabréfum úr 15,5% í 16%. Vextir innlendra afurðalána hækka einnig um 1/2%, eða úr 15% í 15,5%. Þá munu vextir af verð- tryggðum skuldabréfum hækka um 1%, eða úr 4% í 5% og úr 5% í 6% eftir lengd lánanna. Ávöxtun- arkrafa viðskiptavíxla og við- skiptaskuldabréfa lækkar um 4%.“ Steingrímur Hermannsson var nær einróma endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþing- inu. Steingrímur hlaut 366 af alls 381 greiddu atkvæði. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherrá var endurkjörinn varafor- maður, Guðmundur Bjarnason al- þingismaður ritari og Finnur Ingólfs- son aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra gjaldkeri og fengu þeir allir kosningu með um 90% atkvæða. Þá var Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Reykjanesi endurkjörin vararitari og Sigrún Magnúsdóttir Reykjavík varagjaldkeri nreð sama atkvæða- hlutfalli. Ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins: JAFNADARSTJÓRN Á ÓSKALISTANUM - áfangaáætlun í hermálinu og „þjóðhagsáætlun" helstu málin. Útilokar ekki Framsókn frá stjórnarsamstarf Aðalfundur miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins var haldinn um síðustu helgi. Helstu atriði sem athygli vekja í stjónmálaályktun þeirri sem þar var samþykkt, eru þau að stefna beri að nýju stjórnarmynstri eftir næstu kosningar, jafnaðarstjórn, auk áherslubreytinga sem boðaðar eru varðandi þá stefnu flokksins að koma hernum úr landi. Jafnaðarstjórn samanstæði af AI- þýðuflokki og Kvennalista undir for- ystu Alþýðubandalagsins, og stefndi að því meginmarkmiði að sameina þjóðina um jákvæða stefnu jafnaðar, framfara og friðar. Eru talin upp tíu meginatriði sem flokkurinn mun leggja til grundvallar í kosningabar- áttunni og óhjákvæmilega mynda forsendur af hálfu flokksins fyrir nýrri stjórn. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins sagði á blaða- mannafundi þar sem niðurstöður aðalfundar voru kynntar, að hér væri í raun verið að útiloka hugsan- legt stjórnarsamstarf með Sjálf- stæðisflokknum eftir næstu kosning- ar. Hins vegar sagði Svavar það ekki útilokaðan möguleika að leitað yrði samstarfs við einstaka þingmenn Framsóknarflokksins, ef þess væri talin þörf, og eins væri bent á að „hefðbundið vinstristjórnarmynst- ur“ væri enn opinn möguleiki. Áfangaáætlun í herstöðvarmálinu er annar af kjarnapunktum stjórn- málaályktunarinnar. Þessi áfangaá- ætlun feli það í sér að „varnarsamn- ingnurn" verði sagt upp. og hann endurskoðaður. Síðan kæmi til greina að gera uppsegjanlegan samning til eins til fjögurra ára, en jafnframt yrðu öll samskipti hersins tekin til endurskoðunar. Dregið yrði úr umsvifum hersins og hann ein- angraður efnahagslega og menning- arlega. Lögðu forystumenn Alþýðu- bandalagsins, sem ásamt Svavari voru þau Kristín Ólafsdóttir, Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar Grímsson, áherslu á að hér væri ekki um stefnubreytingu að ræða hjá flokknum. Hér væri hins vegar lagt raunsætt mat á hvernig best væri að koma hermálinu inn í þjóðfélagsum- ræðuna með það að markmiði að koma honum úr landi. Ekki væri hins vegar búið að taka ákvörðun um það í flokknum hvort þessi áfangaáætlun yrði gerð að úrslita- atriði þegar og ef kæmi að stjórnar- myndunarviðræðum. „Þjóðhagsáætlun Alþýðubanda- lagsins“ sagði Svavar Gestsson vera þriðja kjarnaatriðið í stjórnmála- ályktun flokksins. Væri það merkt plagg, en yrði væntanlega ekki til- búið til afgreiðslu fyrr en á mið- stjórnarfundi, sem haldinn verður í febrúar eða mars á næsta ári. Því hefðu litlar umræður farið fram um það á aðalfundinum. Þó hefði komið fram viss ágreiningur, t.d. varðandi kvótamálið. -phh Það er því ljóst að Framsóknar- ingabaráttu undir leiðsögn forystu- flokkurinn gengur til komandi kosn- sveitar sem alger eining er um. -ÞÆÓ Stórfjölgun ferðamanna íslenskra sem erlendra - um 15 þús. fleiri hingað og um 11 þús.fleiriút Erlendir ferðamenn hingað til lands voru orðnir um 104.300 í októberlok, en það er um 14.700 fleiri en á sama tíma í fyrra og um 25 þús. ferðamönnum fleira en í októberlok 1984. íslenskum ferða- löngum til útlanda hefur sömuleið- is fjölgað stórlega - voru orðnir rúmlega 94 þús. í októberlok, sem er um 11 þús. manns fleira en á sama tíma í fyrra og rúmlega 16.100 fleiri en í októberlok 1984. Um 7.750 útlendingár komust’á skrár Útlendingaeftirlitsins í októ- bermánuði, eða 1.914 fleiri en í' sama mánuði í fyrra. Líklegt er að fundur stórveldaleiðtoganna eigi þar stóran hlut að máli. Mestu munar þar um 590 fleiri Banda- ríkjamenn nú. En þaðan kom nær helmingur allra erlendra ferða- manna í mánuðinum. Sovétmenn, sem aðeins komu 22 í október í fyrra voru nú 302 og Bretar voru nú 607, sem er yfir tvöfalt fleiri en í október 1985. Sem fyrr eru það Bandartkin og Norðurlöndin sem eiga lang stærst- an hluta af þeim ferðamönnum sem leggja leið sína hingað. Aðeins 5 aðrar þjóðir áttu yfir 100 ferða- menn hér hver í október: Bretar, :Sovétmenn, V-Þjóðverjar, Frakk- ,ar og Japanir. Yfir 90% allra útlendinga sem hingað komu í október voru frá þessum 10 ílöndum. Islenskir ferðamenn sem skiluðu sér heim frá útlöndum voru einnig tæplega 2 þús. fleiri nú en í október í fyrra, eða 8.940, sem er 28% fjöígun milli ára. Þótt íslenskir utanfarar verði ekki fleiri síðustu tvo mánuði árs- ins en í fyrra verða íslenskir utan- landsfarar hátt í 107 þús. þetta árið, samanborið við um 95.700 á síðasta ári. En það samsvarar því að 44 af hverjum 100 landsmönn- um bregði sér út fyrir landsteinana í ár. Með sömu viðmiðun ætti tala erlendra ferðamanna hingað að verða um 112 þús. í ár, sem er fjölgun úr um 97.440 í fyrra eða í kringum 15% milli ára. -HEI *.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.