Tíminn - 11.11.1986, Page 10

Tíminn - 11.11.1986, Page 10
10 Tíminn Þriðjudagur 11. nóvember 1986 -i Nítiánda flokksþing Framsóknarflokksins: Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Bjarnason ritari Framsóknarflokksins í þungum þönkum við almennar umræður á þinginu. (1 ímamynd Pjélur) Samstaða í verki og leik einkenndi þing framsóknarmanna A JL JL fjölmennasta þingi Framsóknarl'lokksins, sern haldið var í Reykjavík um helgina, var alvöru og ánægju hæfilega blandað saman eins og vera ber á slíkri samkomu. Flokksmenn ræddu um málefnin af einurð og festu í nefndum og í ræðustól, en í lokahófi þingsins var slegið á léttari strengi. Það staðfesta meðfylgjandi myndir af þinginu svo ekki verður um villst: Á lokahóflnu var stiginn SIGURMARSINN og að sjálfsögðu voru þar í fararbroddi fyrrverandi formaður flokksins Eysteinn Jónsson og dóttir hans Sigríður ásamt Steingrími Hermannssyni núverandi formanni. (Tímamynd Pjelur) Sterkur kjami Reyknesinga var að sjálfsögðu á þinginu. I hópi þeirra má kenna Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur, Guðmund Einarsson, Má Pétursson og Níels Árna Lund. (Tímamynd Sven-ir) Blandaður kvintett úr Norðurlandi eystra þandi raddböndin svo listavcl að allar prófkjörsáhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sól. Vestfirðingar mættu glaðbeittir til þings undir forystu þingmanns síns Ólafs Þ. Þórðarsonar. (Tímamynd Sverrir) >

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.