Tíminn - 11.11.1986, Síða 19

Tíminn - 11.11.1986, Síða 19
Þriðjudagur 11. nóvember 1986 lllllli BÆKUR^-f ....... .. Tíminn 19 og deyr inní húsið“ Magnúz Gcz/on: Laug ad bláum straumi, Pumpan, Rvk. 1986. Þetta er ljóðabók, um 60 síður, og Ijóðin í henni, nánast öll fyrirsagna- laus, skiptast í fjóra kafla seni líta má á sem eins konar ljóðabálka. Bókin hefst á þessu Ijóði: Fljótandi lofttæmi þegar jörðin klofnar og símtöl spádómanna... þegar ég dey og sver eilífd skekinn af þrumu - vertu ekki hræddur. Það scm mér sýnist vanta hér, sem og í öðrum Ijóðum bókarinnar, er eitthvað af þeim stílbrögðum, skoðunum eða átökum sem ein- kenna flest góð Ijóð. Verkin hér eru hógvær, fíngerð og kannski mætti líkja þeim við gler og segja þau vera brothætt. En brothætt ljóð ná tæpast neinu umtalsverðu máli nema fleira komi til. Þau þurfa þá til dæmis að vekja hugrenningar, hafa að geyma vísanir Magnuz C .ezzon til annarra nterkingarsviða sem kveikja nýjar hugntyndir eða hug- leiðingar hjá þeim sem les, eða þá blátt áfram að búa yfir einhverri fegurð sem ein saman hrífur huga njótandans. En svo fyllstu sanngirni sé gætt þá voru þarna tvö lítil og samstæð Ijóð sem ég hafði gaman af. Þau eru svona: I Svefninn fer erindisleysu um Ijósaskiptin hardur hósti úr næstu íhúð ómar um stund milli hæða læsir sig fastan í fúna viði og deyr inní húsið. II Svefninn fer erindisleysu um Ijósaskiptin líkami í næstu íhúð hljómar milli hæða læsir sig fastan í járnhenta steypu og deyr inní húsið. Hér er á fcrðinni nýstárleg líkinga- myndun. Því er líkt santan hvernig hljóð hverfur inn í húsavið og hvern- ig fólk getur sjálft horfið inn í steinsteýpuna í húsum sínum, og geta menn síðan sest niður og hug- leitt þessa vísun að vild. Sjálfsagt er húsbyggingakapphlaup okkar ís- lendinga þá nærtækt til samanburð- ar. Mér virðist þetta sýna að höfundur geti ort vel, og mun betur en hann hefur annars gert í þessari bók. - esig Berglind Gunnarsdóttir LJÓÐSÓTT •w-'W ÓSKAR ÁRNI ÓSKARSSON HINAR ÓLAFSSON SÓLARBÁSÚNAN Þrjár Ijóðabækur Nýtt bókaforlag, Blekbyttan. hef- ur sent frá sér þrjár Ijóðabækur. Þær eru Ljóðsótt eftir Berglindi Gunn- arsdóttur, Handklæði í gluggakist- unni eftir Óskar Árna Óskarsson og Sólarbásúnan eftir Einar Ólafsson. 1 frétt frá fyrirtækinu segir að allir þessir höfundar hafi getið sér gott orð fyrir ljóðagerð. Einar hefur áður gefið út fimm ljóðabækur, Berglind eina, en Óskar Árni hefur birt Ijóð í tímaritum á undanförnum árum. Blekbyttan er nýtt forlag, stofnað nú í sumar. Þessar þrjár bækur eru hinar fyrstu sem það gefur út. Þær eru allar prentaðar í prentsmiðiunni Steinmarki í Hafnarfirði. - es'g Sögur til kvikmyndunar Graham Greene: Tíundi maðurinn, Árni Óskarsson ísienskaði, Almenna bókafélagið, 1986. Graham Greene á sér marga trygga aðdáendur og lesendur hér á landi. í þeim stóra hópi vekur út- koma nýrrar bókar eftir hann á íslensku óhjákvæmilega athygli. Þessi bók er þó vissulega nokkuð sérstæðs eðlis og úm margt ólík fyrri verkum hans. Nánar til tekið eru þetta þrjú kvikmyndahandrit, og það merkilega er að þeim öllum hefur höfundinum sjálfum tekist að steingleyma. Tilefni bókarinnar, að því er höf- undur segir f formála, er það að hjá Metro-Goldwyn-Mayer kvikmynda- félaginu í Bandaríkjunum fannst handrit sem hann hafði skrifað fyrir félagið árið 1944 en sem hafði legið þar síðan öllum gleymt. í ljós kom að þetta var í rauninni nokkuð heilleg skáldsaga, og þegar til tals kom að fara að gefa þetta út, þá fann höfundurinn í drasli hjá sér tvö önnur, en allmiklu styttri sams konar handrit. Fyrir þessu hefur hann skrif- að formála, tekið tvö stuttu handrit- in upp í hann og bætt hinu við. Og þar með er bókin komin. Þetta þykja kannski dálítið glæfra- leg vinnubrögð hjá höfundi sem við hin erum nú eiginlega helst tilbúin til að taka alvarlega. En sannleikurinn er sá að út úr þessu verður bara talsvert læsileg bók. Og meginefni hennar er stóra handritið, sem fannst vestur í Bandaríkjunum, og nafnið Tíundi maðurinn er af því. Eins og til er stofnað þá er kannski ekki við því að búast að hér sé á ferðinni bók sem jafnist á við mestu hátindana meðal verka Graham Greene. Svo er heldur ekki, þvf að sé á bókina litið í heild þá getur hún tæplega talist nema rétt ríflega í meðallagi að gæðum, miðað við það sem gengur og gerist um skáldsögur. Til dæmis fann ég þarna ekki í neinum umtalsverðum mæli þá ein- stæðu gáfu sem hann býr yfir til að láta lesendur geta í eyður í frásögn- inni, oger eitt megineinkenm ýmissa af bestu bókum hans. En þessi bók er heimild um höf- und sinn, og sem slík er hún forvitni- leg. Efnið í Tíunda manninum er sérkennilegt, sagan hefst í fangabúð- um hjá Þjóðverjum á strfðsárunum, þar sem þeir hafa ákveðið að taka þrjá af föngunum af lífi í refsingar- skyni, en fela þeim sjálfum að á- kveða hverja. Fangarnir draga um þetta, og einn þeirra, sem fá þarna dauðadóminn, kaupir annan til að skipta við sig með öllum eignum sínum, sem eru töluvert miklar. Sá er tekinn af lífi í hans stað, eignirnar renna til systur og móður hins látna, og síðan segir frá því er sá, sem keypti sér líf, heimsækir þær mæðgur að stríði loknu. Áframhaldið skal ekki rakið hér, en öll frásögnin ber þess þó merki að vera myndræn og kannski fyrst og fremst spennandi. íslenskur búning- ur sögunnar fann ég ekki heidur annað en væri vel gerður í alla staði. Eftir því sem ég fæ best séð er þarna á ferðinni efni sem ætti að geta verið vel fallið til kvikmyndunar, og kæmi mér ekki á óvart að við ættum eftir að fá að sjá það á hvíta tjaldinu fyrr eða síðar. Sjálfur hygg ég að mér muni þykja það ómaksins vert að bregða mér á bíó þegar þar að kemur. -esig ! i bilinn > i bátinn á vinnustaðhw á heimllið ^ fRitun sögu Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt, aö á næsta ári verði ráðinn maður til að annast ritun og útgáfu á sögu Akureyrar. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um starf þetta eru beðnir að senda umsókn um starfið til: Akureyrarbær, Menningarmálanefnd Geislagötu 9 600 Akureyri Með umsókn er óskað eftir, auk persónulegra upplýsinga um menntun og fyrri störf, að fylgi stutt lýsing á því hvernig viðkomandi hugsi sér að standa að væntaniegri söguritun. Nánari upplýsingar um starfið gefa: Gunnar Ragnars, formaður menningarmálanefndar Akur- eyrarbæjar, sími 96-21300, og Ingólfur Ármanns- son, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, sími 96- 21000. Umsóknarfrestur er til 31. desember 1986. Bæjarstjórinn á Akureyri Nýtt pg ódýrt. Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viitu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kc'Stir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur. St. Jósefsspítali Landakoti Ársstaða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Landakoti, er laustil umsóknar: Staðan veitist frá 1. janúar 1987. Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis lyflækningadeildar. Reykjavík 5. 11. 1986 Kennarar Vegna forfalla vantar nú þegar kennara við grunnskólann í Grindavík kennslugreinar stærð- fræði og eðlisfræði, nánari upplýsingar veitir skólastjórinn í símum 92-8555 og 92-8504. + Þaö tilkynnist vinum og vandamönnum aö eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma Guðrún ívarsdóttir Geröavegi 18, Garði lést að heimili sínu, laugardaginn 8. nóvember. Halldor Þorvarðarson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.