Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Páskablað
4 ^
;>♦ - *
og Bjarni
Thorarensen
Dr. Eysteinn Sigurðsson, bókmenntagagnrýnandi Tímans
með meiru, hefur skrifað bók um Bólu-Hjálmar, sem kemur
út hjá Menningarsjóði núna síðar á árinu. Þetta er allmikið
verk, hátt á þriðja hundrað blaðsíður. í því er rakin ævisaga
Hjálmars, en áherslan er þó á skáldverkum hans, Ijóðum,
rímum og lausavísum. Verkin eru þar flokkuð í sundur eftir
tilurðartíma og yrkisefnum, og einnig er fjallað allrækilega í
sérstökum köflum um form Hjálmars og stíl.
Hjálmar var fæddur 1796 og lést í hárri elli 1875. Nú orðið
eru allir, sem til þekkja, sammála um að hann hafi verið eitt
af mikilhæfustu skáldum íslendinga á nítjándu öld, en
samtímamenn hans voru síður en svo allir á þeirri skoðun.
Haustið 1838 urðu Hjálmar og Guðný Ólafsdóttir kona hans
þannig að þola ákæru um að hafa framið sauðaþjófnað. Varð
af því töluverður málarekstur heima í héraði, og í því sambandi
eru sagnir um að Hjálmar hafi leitað stuðnings hjá Bjarna
Thorarensen skáldi, sem þá var amtmaður nyrðra og sat á
Möðruvöllum. Ýmsir hafa þó verið vantrúaðir á sannleiksgildi
þeirra sagna, en um þetta mál er fjallað í kaflanum úr bókinni
sem hér fer á eftir.
agnir eru um það að í sam-
bandi við málareksturinn út af
sauðaþjófnaðarmálinu hafi
Hjálmar lagt leið sína til Bjarna
Thorarensens skálds og amt-
manns á Möðruvöllum til að tala
máli sínu við hann, og eiga þeir
að hafa kveðist á við það tæki-
færi. Elsta heimild um þetta er í
Kvæðum Bjarna frá 1884, en
þar segir svo:
Bjarni kvað:
Margur heimsins girnist glys
og gálaust eftirlæti.
Bólu-Hjálmar svaraði:
Hæg er leið til helvítis,
það hallar undan fæti.
Bjarni kvað:
Vondir menn með véla þras
að vinum drottinsgjöra brigsl.
Bólu-Hjálmar svaraði:
Kristur stóð fyrir Kaífas,
klögumálin ganga á víxl.
Um tildrög vísnanna er sagt
þannig frá í þessari sömu heim-
ild:
„Margur heimsins girnist glys
o.s.frv. Sumir segja að Bjarni
hafi gjört seinni partinn, og
sögnum ber eigi saman um til-
Hjálmar Jónsson, hugmynd Ríkharðar Jónssonar myndhöggvara.
efni vísunnar. Sumir segja að
þeir Bjarni og Hjálmar hafi hist
uppá Yxnadalsheiði, og hafi
með Bjarna verið ýmsir heldri
menn og allir vel búnir, og hafi
þeir verið stignir af baki og setið
og verið að fá sér hressingu og
verið glaðir. Hafi þá Hjálmar
komið þar að á einni bikkju og
kastað fram fyrri hlutanum, og
Bjarni þá svarað, og segja menn
að svarið lúti að því að Hjálmar
ætlaði þá að fara að leggja ofan
af heiðinni.
Aðrir segja að þeir hafi mæst
í gili, og hafi Bjarni verið að fara
ofan en Hjálmar upp. Með
Bjarna var glæsimanna föru-
neyti. Hafði Hjálmar verið að
tuldra, svo að lagði í eyru
hinum, að þessir létu ekki lítið
yfir sér og bærust á einhverja
ögn eða því um líkt. Þá hafði
Bjarni átt að kasta fram fyrri
hlutanum og Hjálmar að svara.
Enn aðrir segja að vísan sé gjörð
heima á Friðriksgáfu, er Hjálm-
ar hafi verið þar gestkomandi.
Seinni vísan... Vondir menn
með véla þras o.s.frv., er prent-
uð eftir því sem Ólafur stud.
mag. Davíðsson hefir hana, og
segir hann tildrög þau til hennar
vera að Hjálmar hafi komið að
Friðriksgáfu og hafi vinnumenn
Bjarna staðið úti og horft á
kallinn og hafi verið að gjöra gys
að honum. Bjarni hafi séð það
og hafi kastað fram fyrri hlutan-
um þegar Hjálmar kom, en
Hjálmar þá þegar svarað."
Önnur útgáfa af þessari sögu
er hins vegar í Kvæðum og
kviðlingum Hjálmars frá 1888,
en þar segir að hann hafi dottið,
er hann gekk út úr búðinni í
Grafarósi, og kveðið:
Oft hefur heimsins gálaust
glys
gjört mér ama úr kæti,
hæg er leið til helvítis,
hallar undan fæti.
Einnig er þar tekið fram beinum
orðum að þetta sé ekki rétt í
kvæðum Bjarna Thorarensens.
Þriðja útgáfa sögunnar er svo
í frásögn af sauðaþjófnaðarmál-
inu sem Einar Hjörleifsson, síð-
ar Kvaran, skráði eftir Guðrúnu
Hjálmarsdóttur og birtist um
aldamótin í blaðinu Sunnanfara.
Þar segir að Hjálmar hafi farið
til Möðruvalla og hitt Bjarna
fyrir. Hafi þeim lent saman í
skammarimmu, sem lengi hafi
orðlögð verið, og í þeirri deilu
hafi Bjarni kastað fram svo-
hljóðandi fyrriparti:
Vondir menn með vélaþras
að vinum drottinsgera brigsl.
Hjálmar hafi svarað:
Kristur stóð fyrir Kaífas,
klögumálin gengu á víxl.
í þessari heimild er hins vegar
ekki minnst á hina vísuna
(Margur heimsins o.s.frv.).
Loks er þessi sama saga sögð
svipuð í Bólu-Hjálmarssögu
Símonar Dalaskálds, en öllu ýt-
arlegri þó. Hjálmar á að hafa
komið að Möðruvöllum
snemma vors 1839, gert boð
fyrir Bjarna og hann komið út.
Bjarni hafi verið drukkinn og
hafi hann vaðið upp á Hjálmar
með svæsnustu skömmum og
síðan neitað að sinna máli hans
frekar og farið inn við svo búið.
Pá hafi Hjálmar kveðið:
Ó þú hrip í syndasjó,
sálarskipið manna,
undan gripið allri ró,
ills til lipurt jafnan þó.
Síðan hafi hann aftur gert boð
fyrir Bjarna sem þá hafi tekið
honum skaplegar og boðið hon-
um gistingu. Um kvöldið hafi
síðan báðir fyrrgreindir sam-
kveðlingar þeirra orðið til. Eru
þeir sem hér segir í þessari
heimild:
Margur heimsins girnist glys
og gálaust eftirlæti.
Hæg er leið til helvítis,
hallar undan fæti.
Vondir menn með vömm og
þras
vænumgrönnum auka brígsl.
Kristur stóð fyrir Kaífas,
klögumálin gengu á vfxl.
Á Bjarni í báðum tilvikum að
hafa gert fyrri helminginn en
Hjálmar þann seinni. í viðauka
við bókina er síðan greint frá því
að „fyrri helming síðari vísunnar
hafa margir þannig":
Vondir menn með vélaþras
(aðrir: vél og þras)
vinum drottins auka brígsl.
Um þetta mál fjallaði Jón
Helgason prófessor sérstaklega
í seinna bindinu af útgáfu sinni
á Ljóðmælum Bjarna 1935.
Eysteinn Sigurðsson:
Bólu-Hjálmar