Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 23

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 23
Páskablað Tíminn 23 llllll ÚTVARP/SJÓNVARP i]|II hæðnum prófessor, sem ráðleggur nemendum sínum að taka námið ekki of alvarlega. Leikstjóri er Lewis Gilbert sá sami og leikstýrði Michael Caine í kvikmyndinni Alfie. 00.35 Svik í tafli (Sexpionage) Bandarísk sjón- varpsmynd með Sally Kellerman, Linda Hamilt- on og James Franciscus í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Don Taylor. Elena er sovósk stúlka sem er ekki ánægð með hlutskipti sitt. Henni býðst innganga í „amerískan kvennaskóla" en þegar þangað er komið fer hana að gruna að harðneskjuleg skólastýra hafi annað í huga en að útskrifa góöa þýðendur. 02.05 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok Sunnudagur 19. apríl Páskadagur 09.00-12.00 Barna* og unglingaefni. 15.00 Riddarinn hugumprúði (Don Quixote). Ballet þessi er byggður á sögu Miguel Cervan- tes. í þessari uppfærslu American Ballet The- atre í Metropolitan óperunni dansar Mikhail Braryshnikov aðalhiutverkið. 16.00 Ameríka (Amerika). Næstsíðasti þáttur um Ameríku 1990, tíu árum eftir valdatöku Sovét- manna. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Robert Urich, Christine Lathi, Cindy Pickett, Muriel Hemingway, Wendy Hughes og Sam Neill. 19.00 Tears For Fears Þessi upptaka frá 1985 hefur að geyma lög af plötunni „The Big Chair“, en sú plata seldist í 6 millj. eintaka. Einnig er fylgst með Tears For Fears á hljómleikaferða- lagi og tekin viðtöl við meðlimina.________ 20.00 Fjölskyldumynd (Family Ties) Bandarískur gamanþáttur um brösótt samskipti þriggja ung- linga og foreldra þeirra. 20.30 Halldór Kiljan Laxnes í Sviðsljósi. Halldór Kiljan Laxnes er gestur þáttarins að þessu sinni. Jón Óttar Ragnarsson ræðir við rithöfundinn í tilefni 85 ára afmælis hans. þ. 23. apríl nk. 21.05 Lagakrókar (L.A. Law). Þættirnir um lög- fræðingana hafa hlotið verðskuldaða athygli hér sem annars staðar. 21.55 Bréf til þriggja kvenna (A Letter to Three Wives). Endurgerð frægrar Óskarsverðlauna- myndar, sem leikstjórinn Joseph Makiewicz gerði árið 1949. Þrjár vinkonur leggja af stað í siglingu. Þeim berst bréf frá sameiginlegri vinkonu, en í því stendur að hún sé tekin saman við eiginmann einnar þeirra. Spurningin er: eiginmann hverrar? Leikstjóri er Larry Elikann en með aðalhlutverk fara Loni Anderson, Mic- hele Lee, Stephanie Zimbalist ofl. 23.30 Einkabílstjórinn (Sunset Limousine) Bresk gamanmynd frá 1983 með John Ritter, Susan Brey og George Kirby í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Terry Hughes. Seinheppinn ungur maður á erfitt uppdráttar sem skemmtikraftur. Til að ganga í augun á vinkonu sinni gerist hann einkabílstjóri í hjáverkum. Fyrr en varir er hann flæktur inn í glæpamál. 01.30 Myndrokk 03.00 Dagskrárlok. Mánudagur 20. apríl Annar í páskum 15.30 fþróttir. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 17.00 Ameríka (Amerika). Síöasti þáttur um Amer- iku 1990, tiu árum eftir valdatöku Sovétmanna. Aðalhlutverk: Kris Kristoffersson, Robert Urich, Christine Lathi, Cindy Pickett, Muriel Heming- way, Wendy Hughes og Sam Neill. 18.40 Myndrokk._________________________________ 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Eldlínan - Hvað er til ráða? I þessum þætti er fjallað um úrbætur í fangelsismálum, fíkni- efnamálum og hvernig skuli ráðast til atlögu gegn kynferðislegu ofbeldi. Umsjónarmaður er Jón Óttar Ragnarsson. Upptöku stjórnaði Valdi- mar Leifsson. 20.45 Steinhjarta (Heart of Stone). Itölsk mynda- röð í 6 þáttum. Glæpahringur í Napóli, sem ber nafnið Camorra, ógnar friði borgarbúa. Bon- anno fjölskyldan og Carita fjölskyldan berjast um yfirráðin á eiturlyfjamarkaðinum og fylgja hrottaleg ódæðisverk í kjölfarið. Aðalhlutverk: Sophie Duez, Claudio Amendola Larry Dolgin, Nunzio Gallo ofl. 22.15 Áhöfnin á San Pablo (The Sand Pebbles). Bandarísk kvikmynd frá árinu 1966 með Steve McQueen, Candie Bergen og Richard Crenna í aðalhlutverkum. Vegna stjómmálalegra um- brota í Kína árið 1926, er orrustuskipi banda- ríska sjóhersins siglt upp ána Yangtze, til bjargar amerískum trúboðum. Hin langa sigling reynir mjög á skipshöfnina og kemur til harðra átaka. í myndinni er sýnd ein óvenjulegasta sjóorrusta sem hefur verið kvikmynduð. Leik- stjóri er Richard Attenborough sem leikstýrði m.a. Ghandi og fékk Óskarsverðlaunin fyrir. 01.15 Dagskrárlok. Þriðjudagur 21. apríl 17.00 Minnisleysi (Remembrance). Bresk sjón- varpskvikmynd með John Altman, Martin Barrass, David John og Peter Lee Wilson í aðalhlutverkum. Hópur ungra sjóliða úr breska sjóhemum gerir sér glaðan dag áður en haldið er á sjó í sex mánaða siglingu. Á vegi þeirra verður ókunnur maður sem misst hefur minnið og enginn veit nein deili á. 18.50 Fréttahornið. Fréttatími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson._____ 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Návígi Yfirheyrslu og umræðuþáttur í um- sjón fréttamanna Stöðvar 2. 20.40 Matreiðslumeistarinn. Ari Garðar gefur sælkerum landsins bestu uppskriftir. 21.05 Húsið okkar (Our House). Bandarískur gamanþáttur með Wilford Brimley í aðalhlut- verki. 21.50 Púsluspil (Tatort) Nýr vandaður þýskur sakamálaþáttur. Lík ungrar konu finnst og allt bendir tii að um sjálfsmorð sé að ræða. Schimanski og Thanner sætta sig þó ekki við þessa niðurstöðu. 23.20 Einkatímar (Private Lessons). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með Silvia Kristel (Emanu- elle), Howard Hesseman og Erich Brown í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Alan Myerson. Myndin fjallar um fyrstu kynni fimmtán ára unglings af ástinni. 00.45 Dagskrárlok. Arnar Jónsson leikur Gísla Súrsson en fjölmargir leikarar aðrir koma fram í myndinni. ÚTLAGINN Kl. 21.05 á laugardag sýnir Sjónvarpið Útlagann, mynd Ágústs Guðmundssonar eftir Gísla sögu Súrssonar. Myndin var gerð 1981. í leikskrá með myndinni segir IGÞ m.a.: „Saga Gísla er dæmi- gerð um siðvenjur fornaldar, hin hörðu lög hefndarinnar, ætta- böndin og hetjulundina, sem menn ólu í brjósti sér og var samhljóma þeirri vitund, að vopndauðir menn einir gistu hetjuhöO annars lífs. Þessi ein- kenni koma mjög við sögu í Útlaganum. Gísli Súrsson stígur fram í myndinni búinn öllum þeim venjum, sem samtími hans setti honum. Hann er þó mann- legur og skiljanlegur hverju einu okkar, alveg eins og hver ein íslendingasaga er í dag annað og meira en fornt handrit. Hún er lifandi saga bundin okkur einni og sömu tungu." Myndin hefur nýlega verið keypt til sýninga á Norður- löndunum og er ætlunin að kynna skólakrökkum þar sögu, siði og venjur forfeðranna. SÁLUMESSA - eftir Andrew Lloyd Webber Kl. 15.45 á föstudaginn langa verður á Stöð 2 sýnd Sálumessa (Requiem) eftir Andrew Lloyd Webber, höfund frægustu söng- leikja síðustu ára s.s. Jesus Christ Superstar, Evita, Cats o.fl. Sálumessuna tileinkaði Webb- er föður sínum, Bill, sem lést 1982 og var hún frumflutt í febrúar 1985 við mikið lof gagn- rýnenda. Sjálfur segir hann: Ég veit ekki hvaða sess Sálumessan mín skipar í tónlistinni nú á dögum, en hvað mig sjálfan varðar er hún nákomnust mér af öllum mínum tónsmíðum. Aðalhlutverk syngja Placido Domingo tenór, Sarah Brightm- an sópran og Paul Miles King- ston drengjasópran. Stjórnandi er Lorin Maazel. Andrew Lloyd Webber tón- skáld stendur hér lengst til vinstri. Þá kemur Placido Dom- ingo, Sarah Brightman, Paul Miles Kingston og Lorin Maa- zel. Halldór Hansen hjá Jónínu Kl. 20.00 er Jónína Leósdóttir enn mætt á Bylgjunni og tekur á móti gesti. í þetta sinn er gestur hennar Halldór Hansen barna- læknir. . Auk þess sem Halldór hefur fylgst með heilsufari barna um langan aldur er hann mikill unn- andi klassískrar tónlistar og ætl- ar hann að leyfa hlustendum að hlusta á nokkur falleg verk á milli þess sem hann ræðir við Jónínu um líf sitt og ævistarf. Halldór Hansen hefur fylgst með heilsufari barna lengi. En hann á fleiri áhugamál. Hvernig sjá Bandaríkjamenn fyrir sér lífið í landi sínu undir stjórn Sovétmanna? Því er lýst í myndinni AMERIKA. AMERIKA Kl. 22.35 í kvöld byrjar Stöð 2 að sýna hina mjög svo umræddu og umdeildu bandarísku sjón- varpsmynd Amerika, sem er svo glæný af nálinni að hún var frumsýnd fyrir aðeins fáum vik- um í Bandaríkjunum. Myndin er feiknarlega löng og sýnir Stöð 2 hana í 5 hlutum, þann fyrsta í dag og þann síðasta á annan í páskum. 1 myndinni Amerika er því lýst hvernig lífið í Bandaríkjunum er upp úr 1990, þegar Sovétmenn hafa verið þar við völd í 10 ár. í aðalhlutverkum eru Kris Kristofferson, Robert Urich, Christine Lahti, Cindy Pickett, Mariel Hemingway og Sam Neill. Leikstjóri Donald Wrye.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.