Tíminn - 16.04.1987, Side 18

Tíminn - 16.04.1987, Side 18
18 Tíminn Páskablað Fréttaritari vor, Svanfríður Hagwaag, var á ferð austur á Eiðum fyrir skömmu og skýrir hér frá skólahaldi og skólalífi á staðnum. aö er allt annar bragur yfir heimavistarskóla. Til dæmis er áldrei hringt í tíma eða vakið upp með hringingu á morgnana. Telja margir að það sé til bóta því þá verður hver að treysta á sjálfan sig. Þetta er þröngt samfélag þar sem mun meiri samskipti eru á milli nemenda og kennara en venjulegt er í heimangönguskól- um. Það sem stingur einna mest í augun svona við fyrstu sýn er hvað krakkarnir eru frjálsleg og eðlileg í samskiptum sínum við hvort annað og við kennara sína. Að sögn Kristins Kristjáns- sonar skólastjóra þá þarf að vera gott samband á milli nem- enda og kennara. Sagði hann að álag á kennara væri mikið í skóla sem þessum þar sem þeir þurfa að sinna mikilli gæslu ofan á kennslu. Kennarar fá greitt aukalega fyrir gæslu, en í samtali við þann kennara sem var með daggæslu sagði hann að þeir fengju ekki greitt fyrir það sem kennslu, þó þeir þyrftu til dæmis að sitja yfir nemendum í lestrar- tímum og leiðbeina þeim. Það væri í rauninni hrein kennsla. Það kom einnig fram að kenn- arar eru óánægðir með þann kvóta sem skammtaður er á gæslu og finnst hann allt of lítill. Þessi börn eru heiman frá sér í 8 mánuði á ári. Þarna finnst þeim að skólinn veiti ekki nóga þjón- ustu. Þetta gengur aðeins upp vegna þess að kennarar sinna verkefnum án þess að hugsa um borgun. Kristinn skólastjóri sagði að þeir hefðu verið heppnir með kennara og frekar lítil breyting verið á kennaraliði. Sagði hann að þeir hefðu samt misst fólk sem ekki hefði sætt sig við þá ábyrgð sem það hefði á nætur- vöktum. Kennaraíbúðir eru flestar í tengslum við vistir og þarf sá kennari sem býr við hverja vist að bera ábyrgð á henni á nóttunni. Síðan þarf hann að vakna hress til kennslu að morgni. Að sögn Kristins er lítið um agavandamál í kennslustundum og það megi heita óþekkt fyrir- bæri í skólanum. Sagði hann að þeir þyrftu frekar að glíma við önnur mál, sem heyra frekar undir heimavistir. Þar kæmu stöku sinnum upp mál sem þyrfti að sinna. Það væri þó alls ekki algengt. Kristinn Kristjánsson er búinn að vera skólastjóri við Eiðaskóla síðan hann réðst að staðnum 1973. Nemendatalan hefur alltaf verið nokkuð jöfn eða þetta 100-120 nemendur. Til dæmis voru í ár 113 nemendur fyrir jól, en nú eftir jól eru þeir 100. Skiptingin á milli bekkja er þannig að 42 nemendur eru í 9. bekk og 58 nemendur eru í framhaldsdeild. í skólanum er áfanga- og einingakerfi og það er hægt að ljúka þar 2 árum í framhaldsdeild. Skólinn hefur 8 stöðugildi, en vantar kennara. Það er leyst með stundakennurum. Á staðn- um eru skipaðir 7 kennarar, en það eru ekki allir í fullu starfi. Þá eru 4 stundakennarar og kenna mismikið. Eiðaskóli er eins og reyndar fleiri skólar ekki öfundsverður af fjárveitingum frá ríkisvaldinu og sagði Kristinn skólastjóri að þeir gætu ekki einu sinni haldið í horfinu. En þetta virðist ekki vera neitt nýtt ef marka má bréfkorn frá skólastjóra sem dagsett er 11. janúar 1977, stílað til einstaklings í ráðuneytinu og byrjar þannig: „Kæri Magnús.“ Þetta eru fréttir af hversdags- leika sem gekk svolítið úrskeið- is: „Héðan er frekar fátt að frétta nema hvað veður hefur verið leiðinlegt undanfarna daga, norðaustanátt með talsverðu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.