Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 3
Páskablað Tíminn 3 Bjarni Thorarensen amtmað ur og skáld. ósköpum sem Símon og Guðrún Hjálmarsdóttir vilja vera láta. Þeir mega sem best hafa hist þannig að minna færi fyrir því, og þá án þess að heimilisfólki Bjarna þyrfti að verða það sér- staklega minnisstætt, enda hafa vafalaust margir gestir sótt heim amtmanninn á Möðruvöllum. Enn fremur er naumast hægt að ganga þegjandi fram hjá frásögn Guðrúnar Hjálmars- dóttur í þessu efni. Hún ólst upp með föður sínum og dvaldist með honum þar til hann lést, og var hún þá komin hátt á fertugs- aldur. Að vísu hefur hún ekki munað þetta sjálf, því að hún fæddist ekki fyrr en 1839, en vegna hinna nánu kynna hennar af föður sínum er mjög ósenni- legt að hún hefði sagt svo afdráttarlaust frá för hans til Möðruvalla á fund Bjarna ef hún hefði ekki haft fyrir sér einhver ummæli hans sjálfs þar að lútandi. Þó að veigamiklar skekkjur séu í frásögn hennar þarna af sauðaþjófnaðarmálinu, ef borið er saman við málskjölin, eru þær þó þess eðlis að þar eru eingöngu á ferðinni atriði sem annað tveggja hafa auðveldlega getað brenglast í minni hennar, eða þá þeirrar tegundar að hvorki er hægt að sanna þau né afsanna. Það er líka athyglisvert í frásögn hennar að hún segir aðeins frá öðrum samkveðlingi þeirra (Vondir menn með véla- þras...), en getur hins ekki. Eftir stendur þá sú röksemd Jóns Helgasonar að í þeim sam- kveðlingi sé augljóst að gert hafi verið ofan við en ekki neðan við, sem dugar þó ekki ein sér til að hrinda öllum heimildunum. Það verður að hafa hugfast að hér voru engir venjulegir rím- skussar að verki, heldur hvorki meira né minna en tvö af mestu skáldum þjóðarinnar. Niðurstaða þessara athugana verður því sú að nægilegar heim- ildir séu fyrir hendi til að álíta að vísan Vondir menn með vél- aþras o.s.frv. geti verið orðin til við fund þeirra Bjarna og Hjálmars. Hvort þeir hafa hist á Möðruvöllum eða einhverjum öðrum stað, og með hve miklum ósköpum fundur þeirra kann að hafa orðið, verður hér hvort tveggja að láta liggja á milli hluta. Hins vegar má telja það líklegt að Hjálmar hafi leitað til amtmanns um það að fá réttan hlut sinn af sauðaþjófnaðar- ákærunni, en árangurslaust. Hann dró fram heimild sem sýnir að síðari helmingur fyrri samkveðlingsins (þ.e. Hæg er leið til helvítis, hún er undan fæti) er sannanlega eldri en frá þessum tíma, því að hann kemur fyrir í bréfi frá Bjarna til Gríms Jónssonar frá 1836 og er þar sagður vera þýðing Björns Jóns- sonar í Lundi á latnesku vísu- orði, „facilis descensus Averni.“ Telur Jón Helgason þetta sýna að bæði sögurnar um tilorðningu fyrri vísunnar, sem þeir eiga að hafa kveðið saman, og vísunnar, sem Hjálmar á að hafa kveðið í Grafarósi, séu tóm endileysa. Sömuleiðis ályktar hann að í síðari vísunni sé augljóst að gert hafi verið ofan við en ekki neðan við; hún geti því ekki verið fram komin á þann hátt sem munnmælin hafi viljað vera láta. Þá vitnar hann líka í um- mæli Steinunnar dóttur Bjarna, þar sem hún segist aldrei hafa vitað til þess að Hjálmar kæmi að Möðruvöllum. Kemst hann síðan að þeirri niðurstöðu að allar þessar sagnir séu markleysa ein. Einnig hefur Sigurður Guð- mundsson skólameistari vikið að þessu og haldið fram sömu skoð- un (í Samtíð og sögu, 3. bindi). Bætir hann við þeim upplýsing- um að Hildur dóttir Bjarna hafi líka látið hafa eftir sér að Hjálm- ar hafi aldrei að Möðruvöllum komið. Hér kann þó að vera fulldjúpt í árinni tekið, því að eins og komið er fram hér að framan er vitað með vissu að Bjarni hefur haft bein afskipti af máli Hjálmars. Líka gætir Jón Helga- son þess ekki að vísurnar eru eftir sitt hvorri heimildinni í útgáfunni frá 1884. Sömuleiðis má ekki láta frásögn Símonar villa fyrir sér, því að allur blær hennar ber það með sér að hún er mjög munnmælakennd. Þess vegna er sennilega óhugsandi að treysta því sem hann segir þar að þeir Hjálmar og Bjarni hafi setið saman kvöldstund á Möðruvöllum við hávaðasamar umræður um skáldskap Hjálm- ars og samkveðlingagerð. En á hinn bóginn er á það að líta að við vitum að Hjálmari hefur af einhverjum ástæðum verið mjög í nöp við Bjarna. Sést það af því hve hörðum orðum hann fer um Bjarna og skáldskap hans í kvæðinu Amt- mannavísur, sem virðist ort við andlát hans 1841. Hið eina, sem kunnugt er um og hægt er að giska á að hafi getað orðið til að valda þessari óvild, eru ummæli Lárusar Thorarensens sýslumanns Skag- firðinga í stefnu hans frá 14. sept. 1839, en þar kemst hann svo að orði að amtmaður hafi boðið sér að höfða lögsókn gegn þeim Hjálmari og Guðnýju. Yrði þá að ætla að Hjálmar hafi skilið þau ummæli svo að Bjarni hafi ráðið því að dómur var kveðinn upp yfir honum. Heldur virðist þó vafasamt að útskýra óvild Hjálmars í garð Bjarna með þessu atriði einu saman, og auk þess er á það að líta að margsinnis kemur fram að Hjálmar hefur verið höfð- ingjadjarfur að eðlisfari og ó- feiminn við þá sem voru hærra settir í mannfélagsstiganum. Er raunar fátt líklegra en að hann hafi getað tekið það upp hjá sér að halda á fund Bjarna til að tala máli sínu við hann. Og þó að Bjarni sé víðast talinn hafa verið svarinn and- stæðingur allra sakamanna, þá má eigi að síður vel vera að hann hafi vitað einhver deili á Hjálm- ari og kveðskap hans, og því hafi hann verið fús til að reyna í honum þolrifin á því sviði. Heimildin um að dætur Bjarna hafi ekki vitað til þess að Hjálmar kæmi að Möðruvöllum sker heldur ekki úr í þessu efni þegar betur er að gáð. Bæði hafa þær verið ungar á þessum tíma (Steinunn f. 1824 og Hildur 1835), og einnig er með öllu óvíst að fundur þeirra Hjálmars og Bjarna hafi orðið með þeim Landeigendur smáir og stórir GIRÐING ER VÖRN FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓÐUR Pú færð allar tegundir af GIRÐINGAEFNI í BYKO Járnstaurar, tréstaurar, gaddavír og girðinganet af öllu tagi. Motio® Hcxagonal BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO SKEMMUVEGI KÓPAVOGS VEGI 2 SÍMI:41000 Lux Ursus®

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.