Tíminn - 16.04.1987, Side 6

Tíminn - 16.04.1987, Side 6
6 Tíminn Páskablað Vísir að íslenskum atvinnudansflokki í listgrein sem hefur orðið útundan segir Bára Magnúsdóttir afmælishófi sem Jazzballet- skóli Báru hélt á Hótel Sögu fyrir skömmu tilkynnti Bára Magnúsdóttir formlega stofnun íslenska jazzballetflokksins. Til- gangurinn er að litið verði á jazzballet sem viðurkennda list- grein og flokkurinn geti í sam- vinnu við leikhúsin og íslensku óperuna tekið þátt í sýningum. Einnig að flokkurinn geti unnið sjálfstætt að uppfærslu söng og danssýninga svo framarlega sem hann fái aðstöðu til þess. Fram að þessu hefur jazzballettflokkur Báru sett á svið fjölda dans og söngleikja við mjög þröngar að- stæður, þá á öldurhúsum borgar- innar. Bára Magnúsdóttir hefur unn- ið ötulega að því að koma þess- ari listgrein á framfæri fyrir dauf- um eyrum ráðamanna. Það var ekki fyrr en hún skrifaði Menntamálaráðuneytinu bréf þar sem hún fékk góðar undir- tektir Kristins Hallssonar full- trúa í Menntamálaráðuneytinu að skriður komst á málið. í framhaldi af því hafði Bára sam- band við forráðamenn íslensku óperunnar og Leikfélag Reykja- víkur; Magnús Kjartansson hljómlistarmann og Hermann Ragnar Stefánsson forseta Dansráðs íslands. Allir þessir aðilar sýndu málinu áhuga og eru þessa dagana að vinna að tilnefningu fulltrúa í undirbún- ingsnefnd. Bára sagði í samtali Bára Magnúsdóttir tilkynnir formlega stofnun íslenska jazzballetflokksins. Kristinn Hallsson fulltrúi Sverris Hermannssonar sem ekkl átti heimangengt. Islenskur J azzballetflok formlega stofnaður Allir í rétta röð. Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfellssveit. Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím- Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð í Garðabæ, svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreytil Esso-stöðina við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og við Þverholt og heyrir lagstúf, veistu að þú hefur náð sambandi við í Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu. skiptiborðið og færð afgreiðslu von bráðar. Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur \ UREVFILL / 68 55 22 við Helgarblaðið að lengi hefði verið draumur sinn að koma á fót slíkum flokki atvinnudansara hér. Erlendis væru starfandi leikhús þar sem dansarar settu upp söngleiki á borð við Cats og Evitu, auk þess að setja á svið nútímadansa sem sérstaklega væru samdir fyrir viðkomandi dansflokka. Bára vildi meina að almenningur gerði sér ekki grein fyrir hvaða möguleika dans- flokkur eins og pessi hefði að bjóða; þau gætu rauninni dansað, sungið og leikið. Hún nefndi að nafnið jazzballet væri villandi og sagði í því sambandi að réttara orð væri dansleikhús sem væri bein þýðing á viðlíka list sem þrífst erlendis. í því sambandi sagði Bára að þar væru dansarar menntaðir frá skólum eins og School of Art og Musical Theather. Sjálf sótti hún skóla sem ber nafnið Art educational og sýnir að ótvírætt er litið'á þessa dansgrein sem list erlendis. Með stofnun þessa flokks sagðist Bára vera m.a. að hvetja íslenska danshöfunda til að semja verk sérstaklega fyrir flokkinn. Hvað varðar skipulag og rekstur, þá sagðist hún stefna að því að fá erlendan þjálfara og flokkurinn yrði skipaður tæp- lega 20 dönsurum. Allir dansar- ar ættu kost á að þreyta inn- tökupróf og þá að sjálfsögðu aðrir sem stunda dans ekki ein- göngu hjá sér, enda væri þessi flokkur ekki hennár séreign þó svo hún hafi verið hvatamaður að því að koma honum á laggirn- ar. Bára sagðist vera bjartsýn á hvernig til tækist og allir sem hún hefði rætt við hefðu tekið mjög vel í þetta framtak og í rauninni hefði boðsgestum hennar komið mjög á óvart hversu fjölhæfir dansararnir væru. Að lokum sagðist Bára vonast til að þetta yrði aðeins vísirinn að því að efla menning- arlíf okkar og þessi listgrein fái að dafna og njóta þeirra virðing- ar sem hún á skilið. -BD.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.