Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 19
Páskablað frosti og snjókomu. í jólaleyfinu voru gerðar hér nokkrar lagfær- ingar, eins og ég sagði þér um daginn, m.a. tókst að stöðva lekann í miðstöðvarklefa mötu- neytishússins, sem orðinn var allmikill. Eins var skipt um nokkra ofnkrana sem láku, þannig að nú er hvergi sjáanleg- ur leki af miðstöðvarkerfinu og er það að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. En eftir viðgerðina brá svo við, að þeir ofnar sem áður hitnuðu, hættu því, þannig að undanfarna daga hafa allir ofnar þar verið kaldir. Strákun- um þykir þetta að vonum heldur leiðinlegt. Verst þykir þeim að fara fram úr á morgnana og eins segja þeir að það fari illa með tannburstana að frjósa í glösun- um. En ég á von á Brodda í kvöld að athuga miðstöðina, hvað sem út úr því kemur. Lekinn í „bakaríinu“ hefur aukist talsvert þótt salernin á miðhæðinni hafa enn ekki verið tengd. Ég hef sagt stúlkunum að hnoða ekki eða hræra deig undir lekanum meðan ekki er vitað hvers eðlis hann er. Næsta skref er að brjóta upp vatnsleiðslu í salernisgólfinu. Því það er nú hald manna að hún sé ryðguð í sundur. Strákarnir, tæplega 60 að tölu, þurfa því enn að komst af með tvö salerni og eru þar neðri-hæðarbúar fremur óhress- ir yfir því að þurfa að standa í biðröð uppi í risi, auk þess sem þeir kvarta sáran yfir kulda á salernunum. Sem betur fer hafa þau samt haft undan. Annað stíflaðist reyndar í dag, en ekki alvarlega og náði ég stíflunni auðveldlega úr, - en menn gæta þess vandlega þessa dagana að styggja ekki kokkinn.“ (Skýringar: Broddi er pípulagn- ingarmaður. Bakaríið á neðstu hæð er beint undir salernunum á miðhæð. Þegar salernum á miðhæð er lokað þurfa íbúar þar að fara upp í rishæð.) En auðvitað hefur margt ann- að gerst í framkvæmdamálum við stóran skóla og viðskiptum hans við ríkið og það eru ekki aðeins bilaðar leiðslur, heldur einnig nýbyggingar og aðrar framkvæmdir. Til gamans svona að lokum eru hér birtar skólareglur þær sem skrifaðar voru inn í gerða- bók eftir brunann 1960 og þar með endurnýjaðar. Þessar regl- ur eru mun frjálslegri núna. Daglegir hættir og skólareglur Virkir dagar: Kl. 07:35 Morgunhringing. Kl. 07:50 Fyrsta kennslu- stund. Kl. 08:35 Morgunverður, ræsting herbergja. Kl. 09:00-11:25 Þrjár kennslu- stundir. Nemendum er skylt að mæta í kennslustundum. Fjar- vera án leyfis viðkomandi kennara telst skróp, nema veik- indi eða aðrar frambærilegar ástæður séu fyrir hendi. Nem- endum ber að koma stundvís- lega í kennslustundir, umsjónar- menn færa bekkjarbækur, svo sem form þeirra segir fyrir um. Nemendur eiga að vera snyrti- lega klæddir og gæta þess að bera ekki for og óhreiningi inn f stofurnar. Tyggigúmmí, bréfa- skriftir og samtöl í kennslu- stundum er bannað. Of seint Tíminn 19 BORGARA FLOKKVRim STORHATID B0BBY HARRIS0N flytur lag sitt, STANDBYME, sem hann tileinkar Borgaraflokknum og Albert Guðmundssyni . á *-,*.«* Ávarp Albert BRESKA HLJOMSVEITIN Guðmundsson MARMALADE Miðaverð kr. 1.000.- Fordrykkur innifalinn. Broadway21. Vestmannaeyjum 22. Selfossi 23. april Lög aftopp 10 lista: Reflections of my life OB LA Dl. - OB LA DA - Loving things - Radancer - Rainbow og fleiri. .. telst hver sá nemandi koma, sem ekki kemur fyrr en kennsla er byrjuð. Kl. 11:40-12:15 Útivist. Nem- endum er skylt að vera úti þennan tíma hvern virkan dag, nema laugardaga, ef veður hamlar ekki. Hver nemandi fær útivistarnúmer og merkja um- sjónarmenn við inni í gamla sal um leið og nemendur koma þangað til útivistar. Nemendur eiga að hafa skjólgóð útiföt og útiskó. Kennarar líta eftir úti- vistinni, að hún sé rækt, klæðn- aði o.s.frv. Kl. 12:30 Miðdegisverður. Nemendur mæti stundvíslega til matar og mega ekki vera á útiskóm í borðstofu. Matur er borinn á eitt langborð og sækja nemendur hann þangað, einn fyrir hvert borð nema þegar skipt er í flokka, en þá sækir hver nemandi sinn mat á lang- borðið, einn flokkur í einu eftir því sem eftirlitskennari segir fyrir um. Ekki er staðið upp frá neinu borði fyrr en allir nemend- ur við það borð hafa lokið við að matast, þá ganga þeir snyrtilega frá mataráhöldum og bera þau til starfsstúlknanna í uppþvotta- herberginu. Ekki er gert ráð fyrir að skipt verði í flokka nema við kvöldmat. Kl. 13:00 Fimmta kennslu- stund. (Sleppt útlistunum á hvaða bekkir eiga að mæta í hana). Kl. 15:30 Síðdegisdrykkur. Hann er á dálítið mismunandi tímum eftir því hvernig stendur á kennslustundum. Kl: 16:30-19:00 Lestrartími. Þennan tíma eiga allir nemend- ur, nema þeir sem þá eru í kennslustundum, að nota til lestrar og heimavinnu. Piltar í verknámsdeild og eldri deild, sem flestir búa í fjölbýlisstofum, eru skyldugir að lesa í sérstakri lesstofu sem starfrækt verður á þessum tíma undir eftirliti kennara. Kl. 19:30 Kvöldverður. Kl. 21:30 Lokun húsa. Kenn- arar annast það til skiptis. Er nemendum þá skylt að vera komnir inn. Kennarar fara þá um vistir pilta og ganga úr skugga um að enginn hafi lokast úti. Gert er aðvart um lokun með hringingu. Kl. 22:30 Þá er hringt til háttatíma og talið í heimavist kvenna, en það annast handa- vinnukennari þeirra. Eftir þann tíma skal allt vera hljótt í skólan- um. Helgar: Kl. 19:00 á laugardögum. Kvöldmatur. Kl. 20:30 Kvöldkaffi. Annað- hvert laugardagskvöld verður væntanlega dansleikur frá kvöldkaffitíma til kl. 23.30 eða 24:00 ef viðkomandi eftirlits- kennarar (en þeir verða jafnan tveir á laugardagskvöldum) leyfa og fjör er í dansinum. Hitt laugardagskvöldið verði leitast við að hafa eitthvað til dægra- styttingar. Lokun það laugar- dagskvöldið kl. 23:00 eða síðar ef eitthvað það er á dagskrá sem gengur lengra fram á kvöldið. Eftir lokun verður herbergis- ganga eins og önnur kvöld. Kl. 11:00 á sunnudögum. Matur. Morgunverður enginn á sunnudögum. KaffLog kvöld- matur á sama tíma og virka daga. Kl. 20:30 (eða 21:00) Kvik- myndasýningar eða annað þess háttar. Kl. 22:00 Lokun og herbergis- ganga. Almennar reglur: 1. Heimsóknir milli kynja í her- bergi alveg bannaðar. 2. Útvarp aðeins leyft eftir kl. 16:00 á laugardögum. Sama gildir um segulbandstæki og grammófóna. Þó er nemend- um í fjölbýlisstofum (eldri deild og verknámsdeild) Úr skólalífinu heimilt að hafa útvarpstæki kl. 21:30-22:30. 3. Heimsóknir af staðnum eru háðar samþykki skólastjóra. 4. Til að taka á móti gestum þarf leyfi skólastjóra nema foreldrar séu. 5. Dvöl í aðkomubílum, enda þótt heima yið skóla sé, er bönnuð nema foreldrar séu þar. 6. Tóbaks- og áfengisneysla er bönnuð. 7. Póstur (bréf) verður jafnan afhentur í borðstofu. Böggla vitji nemendur til skóla- stjóra. Eftirfarandi reglubrot valda taf- arlausri brottvísun úr skóla: A. Brugg áfengis. B. Næturdvöl í herbergi gagn- stæðs kyns. En nú eru breyttir tíma og öldin önnur. Þróunin heldur áfram í skólamálum eins og öðru. En menntun er máttur og það er gaman að fylgjst með ungu fólki sem er að fikra sig eftir þeirri braut. S.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.