Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 10
 10 Tíminn, Páskablaö lyjjjl* Ingólfur Davíðsson: Lausaleiks barnld frá 1 aðstoðar andspymu hreyfinguna En gerðist aldrei neitt skemmtilegt á hernámsárunum? Ég veit ekki hvað segja skal, það var helst eitthvað sem snerti; hernámsliðið. Við lékum okkur að því að skrumskæla þýska söngva, ganga með prjónaðar húfur konunglega enska flug- hersins, hlógum að ef hestur foringja fældist svo foringinn datt af baki! Fyndnin var bitur og við vorum alltaf á verði. Jafnframt sendisveinsstörfunum varð hlutverk mitt að aka til Snekkersten stöðvarinnar og hugsanlega koma Gyðingum á flótta úr járnbrautarlestinni. Þetta var uppgötvað, svo ég varð að fara nokkru lengra frá Helsingjaeyri, þ.e. til Espergær- de. Nokkrir sem komu frá Hill- eröd lentu þá í hernámsgildr- unni. Ég man ekki dagsetningu eða ár nákvæmlega, þegar atburður varð sem varðaði miklu fyrir marga á Helsingjaeyri. Tveir óeinkennisklæddir Gestapó- menn komu til Ottó Biilow, sem fyrr er nefndur, drógu hann út á grasblettinn, fleygðu honum á grúfu og skutu hann til bana í hnakkann, að konu hans og lítilli dóttur aðsjáandi. Það var eins og vetur væri kominn á Helsingjaeyri, öll andlit voru sem lokuð og menn þögðu. Ekki var Ottó Búlow jarðaður með mikilli viðhöfn, en hann hlaut minningu sem aldrei gleymist, það var mikilsverðara. Stór eik- arkross var reistur á gröf hans. Hjá járnbrautarstöðinni á Helsingjaeyri hafði Dani, Gest- apó Júel kallaður, fengið skrif- stofu og þaðan gat hann séð bæði yfir höfnina, bílastöðina og járnbrautarsvæðið. Ef hann úr gluggum sínum sá nokkra Gyðinga, sem komið höfðu ein- hvers staðar að með lestinni, gekk hann niður, neyddi þá út úr taxabílnum með skammbyssu sinni og lét Gestapó sækja þá í vörubíl. Þarna gerðust mjög hryggilegir hlutir, jafnvel járn- brautarstöðin mundi hafa grátið væri það hægt. Gestapó Júel bjó á Kóngavegi 45 b í löngu tveggja hæða húsi með þrennum dyrum. Ég hafði ákveðið að drepa hann og beið við hlið trétröppu sem hann varð að nota og athugaði hvenær hann gengi helst þar niður. Dag einn stóð ég þarna vopnaður stuttu, gildu kúbeini, ég stóð bak við þyrnirunna og beið dálitla stund. Én skyndilega var ég gripinn aftan frá og gat ekki varið mig. Það var lögreglu- þjónn, sem færði mig inn til manns sem ég ætíð minnist, hann hét Dejggaard, og hann hellti yfir mig óbótaskömmum. í ljós kom að menn höfðu tekið eftir mér og grunað hvað ég hafði í huga og tóku mig. Ég má sennilega vera þakklátur, en Juel slapp burt eftir stríðið og fékk því ekki hegningu. Ekki fól andspyrnuhreyfingin mér neitt hlutverk í hendur lengi eftir þetta. Mér voru gefin fyrirmæli um að halda mér í ró og sinna aðeins sendisveinsstörf- unum, og ekki setja mig í sam- band við neinn, sem ég e.t.v. gæti þekkt aftur. hvoru í kaþólsku kirkjuna, en fannst varla lengur nein meining i því. Sumar nunnurnar voru sendar til heimalands síns, en annars var klaustrið áreiðanlega til frelsunar fyrir marga. Jafnvel Þjóðverjum, sem struku úr hernum, var hjálpað til Svíþjóð- ar. Ýmsir kunningja minna og foreldrar þeirra urðu að flýja, láta sig hverfa eða laumast með bát til Svíþjóðar. En margir voru teknir og lentu í fangabúð- um. Þáttur af Helsingja- eyrarbarni IY. Fósturforeldrar mínir höfðu lengi vitað hvað ég var flæktur í, en ég hafði þó ekki sagt þeim neitt. Ég sótti eldivið út í skóg- inn í eldavélina, hlóð upp mó og gerði hvað annað sem ég var beðinn um heima. Kom öðru Einn daginn sótti mig þýskur foringi og færði mig á varðstofu í alþjóða-Háskólanum. Engin leið var að flýja, maðurinn talaði dönsku og var frá hinum þýska hluta Suður-Jótlands. Hann hét Jóhannes Riip, en þetta vissi ég ekki þegar ég var sóttur. Ég var spurður margs um andspyrnu- hreyfinguna, en ég vissi ekki mikið og þagði um það sem ég vissi. Fyrst fékk ég kinnhest svo það söng í hausnum á mér, síðan var mér fenginn kústur og átti að sitja með hann í útréttum armi og með beygð hné. Skyndi- lega var skipt um aðferð ég fékk „bon bon“, það var brjóstsykur vafinn í glæran pappír. Svo komu spurningar og barsmíð, síðar sódavatn - og að lokum var mér fylgt heim þegar orðið var dimmt. Daginn eftir endur- tókst hið sama, en ég fékk þó að fara sjálfur heim, með skipun um að mæta daginn eftir kl. 10 árdegis. Ég vildi nú flýja, foreldrar mínir forðuðust mig, afi leit undan ef ég spurði hvort hann vildi hjálpa mér. Samt útbjó ég mér ofurlítinn fataböggul og var að fara burt, en þá stöðvaði afi mig og dró mig með sér að viðarhögginu, þar sem okkur þótti gott að sitja saman þegar ég var lítill. Síðan sagði hann: „Manstu þegar ég kenndi þér að spila á munnhörpu? Manstu gömlu söngvana og vísurnar sem ég kenndi þér? Manstu líka að þegar þú hefur lofað einhverju þá skaltu efna það? Jóhannes Riip vill þér ekkert illt, hann er þvert á móti að rétta þér bjarghring, því nú hefur þú sjálfur synt út á djúpt vatn. Þú getur ekki snúið aftur, treystu Jóhannesi Riip. Fyrir mér voru ummæli afa míns sem í þoku. En í ljós kom að Jóhannes hafði samband við andspyrnuhreyfinguna og vildi kenna mér það sem þurfti. Þegar ég kom næsta dag til yfirheyrslu fékk ég sódavatn og brauð og ögn að vita um Jóhannes Riip, en þó ekkert um samband hans við andspyrnuhreyfinguna. Ofurlítil vitneskja hafði borist að mínum bólgnu eyrum. Nokkrir dagar liðu, uns kvöld eitt þegar við sátum heima við hið litla, þefilla ljós karbídlamp- ans, var barið að dyrum, og úti fyrir stóðu tveir þýskir hermenn með kveðju frá Riip og fjóra aflanga böggla til mín. Eg átti strax að grafa þá niður í garðin- um. Þangað voru þeir seinna sóttir af manni einum, þegar gefið hafði verið loftvarnar- merki. Það komu smám saman margir pakkar. Það voru byssur, stangar- handsprengjur o.fl., líka handvarpa. Sumt varð ég sjálfur að smyrja og búa um, t.d. skammbyssur Valter 7,65, Valt- er 9 m/m, Parabellum 9 m/m o.s.frv. Ég hef falið vopn í kanínubúrum afa míns, í grjót- hrúgum, í hænsnahúsinu undir gólfinu. Manninn eða mennina ^em sóttu vopnin talaði ég aðe- ins við á dulmáli. Það gat verið ein setning eða eitt einstakt orð, sem aðeins Jóhannes Riip hvísl- aði að mér. Mennirnir voru alls þrír, þ.e. Jóhannes, Hans og sá þriðji, óbreyttur hermaður sem ég man varla eftir. Þeir komu aldrei meðan bjart var og aldrei eftir veginum. En farið var eftir stíg sem lá í gegnum garð Piss- umöllers. Þann stíg urðum við að gera við öðru hverju. Eitt kvöldið komu þrír menn og höfðu með sér kaffi. Þá talaði Jóhannes mikið við fósturforeld- ra mína. Þegar þeir fóru og kvöddu, grét fóstra mín. Mér var sagt að ganga með gegnum garðinn og fyrst þar tók Jóhann- es mig í sterkan faðm sinn og kvaddi, sama gerðu Hans og félagi hans. Nú sögðu þeir mér að næsta morgun ættu þeir að fara með hópi til austurvígstöðv- anna. Undanfarið hafði einmitt gengið svo vel, ég hafði eignast vini, menn sem treystu mér og leituðu til mín, og það þó þeir væru Þjóðverjar. Hver fjandinn! Nú hafði ég lært að gráta ekki,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.