Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn Páskablað Marc Almond merkisberi Kl. 21.00 á föstudaginn langa er á Rás 2 þáttur Skúla Helga- sonar Merkisberar, en þar eru sem kunnugt er kynntir tónlist- armenn sem fara ekki troðnar slóðir. 1 þetta sinn kynnir Skúli merk- isberann Marc Almond og leyfir hlustendum að heyra viðtal sem hann átti við hann i London fyrir skömmu. Þriðja breiðskífa Marcs Almonds er nýkomin út en hann mun aðallega vera kunnur sem aðalsprautan í hljómsveitinni Soft Sell. Andri Már Ingólfsson ræðir við íslendinga erlendis á föstudag- inn langa. íslendingar erlendis um páska Kl. 10.00 að morgni föstudags- ins langa á Bylgjunni er Andri Már Ingólfsson sestur við hljóðn- emann og leikur þar ljúfa tónlist og spjallar við hlustendur næstu þirjá tímana. Andri Már hringir líka í Islend- inga erlendis og kannar hvernig þeir halda páska fjarri ættjörð- inni. Bergþór Pálsson barítónsöngv- ari syngur á Rás 1 kl. 17 í dag. Bergþór Pálsson syngur ljóðasöng Kl. 17.00 í dag á Rás 1 flytja Bergþór Pálsson barítónsöngv- ari og Jónas Ingimundarson pianóleikari ljóðasöngskrá. Á söngskránni eru lög eftir Schubert, Resphighi og Ravel. Bergþór Pálsson hefur verið í iöngnámi og almennu tónlistar- íámi í tónlistardeild Indiana- láskóla og er nú að ljúka MM- orófi. Jafnhliða útskrifast hann ir viðskiptadeild skólans með itjórn listastofnana sem auka- grein. Hann fékk í vetur viður- itenningu háskóla síns sem örfá- Jm nemendum er veitt árlega fyrir afburða tónlistarflutning. Bergþór er giftur Sólrúnu Bragadóttur söngkonu og syngja þau nú tvö aðalhlutverk- in í óperunni Saltanas keisari eftir Rimsky-Korsakoff í Indiana. Starfsemi prestsins stofnar öllum í hsattu og í páfagarði eru ýmsar blikur á lofti. Hempan og hervaldið Kl. 22.50 á laugardagskvöldið sýnir Sjónvarpið verðlauna- myndina Hempan og hervaldið (The Scarlet and the Black), sem gerð er í samvinnu Breta, ítala og Bandaríkjamanna. Myndin er byggð á sannsögulegum atburð- um. 1 myndinni er lýst „leik kattar- ins að músinni". írskur prestur í páfagarði virðir að vettugi fyrir- skipanir hernámsyfirvalda nas- ista í Róm. Hann hefur komið á fót flóttaaðstoð við þá sem þurfa og sleppur oft naumlega frá löngum krumlum Gestapó. Höfuðóvinur hans í herbúðum nasista er ofursti sem lætur ein- skis ófreistað til að koma hönd- um yfir þennan baldna þjón kir- kjunnar. Það er Gregory Peck sem fer með hlutverk írska prestsins Monsignor Hugh O'Flaherty og erkiandstæðinginn, þýska ofur- stann leikur Christopher Plummer. í hlutverki Píusar páfa XII er John Gielgud. Kl. 22.40 á annan í páskum verður í Sjónvarpinu sýndur franskur sjónvarpsþáttur með leikaranum og söngvaranum Yves Montand sem er á f erð um heiminn og kemur fram í ýms- um helstu stórborgum austan- hafs og vestan. 76.TÓNLISTAR- KROSSGÁTAN Kl. 15.00 á páskadag verður 76. Tónhstarkrossgátan á Rás 2 og er stjórnandi að venju Jón Gröndal. Edda Heiðrún Backman leikur Maju öskubusku en Bessi Bjarnason leikur Nikulás. Margir aðrir leikarar koma við sögu. Öskubuska og maðurinn sem átti engar buxur — eftir Gísla J. Ástþórsson Kl. 21.10 á páskadagskvöld sýnir Sjónvarpið nýtt íslenskt leikrit eftir Gísla J. Ástþórsson. Leikstjóri er Hilmar Oddsson og hann samdi einnig tónlistina og annaðist klippingu og upptöku- stjórn. Maja vinnur í öskunni og er ekki í stjörnuher nútímans. Leið- ir hennar og Nikulásar, athafna- mannsins harðskeytta sem „nennir ekki lengur að lifa“, liggja saman og þau reynast eiga býsna mikið að gefa hvort öðru. Dregin verður upp mynd af listamanninum Árna Kristjáns- syni á Rás 1 á páskadag kl. 15. Mynd af listamanni: Árni Kristjánsson píanóleikari Kl. 15.00 á páskadag á Rás 1 bregður Sigrún Björnsdóttir upp mynd af Árna Kristjánssyni pianóleikara og fyrrverandi tón- listarstjóra Ríkisútvarpsins í þáttaröðinni Mynd af lista- manni. í þættinum lætur Árni hugann reika um liðna tíð; um bernsku- árin á Akureyri, þar sem hann faldi sig uppi í brekkunni fyrir ofan Hótel Akureyri og hlustaði á Noctúrnu Chopins í Es-dúr berast út um opinn gluggann, um árin í Berlín millistríðsár- anna, og um langan starfsdag þegar heim var komið. Jón Þórar- insson tónskáld segir nokkur orð um hlut Árna- í tónlistarlífi íslendinga og Rögnvaldur Sigur- jónsson rifjar upp minningar um hann sem píanókennara. Einnig fáum við að heyra Árna leika verk eftir Brahms og Mozart í þættinum. 1 sjónvarpsþættinum verða sýndar upptökur með Mariu Callas sjálfri, þar sem hún syngur m.a. Habanera úr Carm- en eftir Bizet. MARIA CALLAS Kl. 22.30 á föstudaginn langa sýnir Sjónvarpið þátt frá tónleik- um í minningu Mariu Callas, sem haldnir voru í Alte Oper í Frankfurt í desember sl. og sjón- varpað beint víða um megin- landið. Þar flytja söngvararnir Paata Burchuladze, Anne Sophie von Otter, Thomas Hampson og Apr- ile Millo úrval atriða úr ýmsum þeim óperum, þar sem Callas vann minnisverða söngsigra. Einnig er brugðið upp gömlum upptökum með Callas sjálfri. Stjómandi á tónleikunum er James Levine.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.