Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 5
Pá$kablað réttindi þeirra vekja ótta ráð- andi stétta og stjórnarskránni er breytt, almúganum í óhag. Þá vaknar bændastéttin til vitundar um mátt sinn og megin, tekur upp baráttu gegn ríkjandi yfir- stétt og nýtur þar stuðnings nýstofnaðra verkalýðsfélaga. 1882 stofnuðu bændur fyrstu samvinnufyrirtækin og tóku kaupfélagahreyfinguna upp á arma sína. Sjálfseignarbændur mynduðu sveitarfélög sem sinntu hlutverki sínu. Hugsjónir og kröfur um frelsi fengu sterkan hljómgrunn. í Ijós kom að hæfi- leikar til stjórnunar og fram- leiðslu, gáfurnar og mannlegu eiginleikarnir sem umbótasinn- arnir höfðu fullyrt 100 árum fyrr að væru fyrir hendi, voru þar. í samvinnufyrirtækjunum fengu bændurnir uppfylltar hin- ar pólitísku kröfur sínar um jafnan kosningarétt og rétt til að hafa áhrif á gang mála. Menn- ingarmál skipuðu stóran sess í þorpssamfélögunum. Lýðhá- skólar voru stofnaðir, einkaskól- ar sem foreidrar réðu kennara að, fríkirkjur, félagsheimili, trúboðshús, og fólk flykktist á fundi í ungmennafélögum og til að hlusta á fyrirlestra um hin margvíslegust.u efni. Það fór vakning um landið. Hin svokall- aða hámenning fyrir fáa varð að lúta í lægra haldi fyrir „almenn- ingsmenningu". Það er varla hægt að finna hliðstæðu í nokkru öðru bændasamfélagi. Á næstu áratugum varð land- búnaður aðalatvinnugreinin. Mikill hluti iðnvæðingarinnar í upphafi var í tengslum við land- búnaðinn. „Þegar bóndinn fékk peninga fengu allir peninga." Og þetta er ekki einu sinni lygi! Síðan um síðustu aldamót allt til dagsins í dag hefur fram- leiðsla landbúnaðarvara verið í svo miklum mæli að hún hefur ekki einungis dugað til að fæða Dani vel og ríkulega, heldur hafa 60-70% hennar verið seld til annarra landa. Á fyrstu ára- tugum aldarinnar færðu land- búnaðarvörur okkur 75% út- lendra gjaldeyristekna. Nú er hlutfallið 25%, sem þó nemur 40-45 milljörðum danskra króna á ári. Barátta frjálslyndra afla gegn afturhaldinu stóð í 30 ár en leiddi til sigurs 1901. Síðan hefur höfuðandstæðingur bænda verið hin sósíaliska verkalýðshreyf- ing. Það er reyndar nokkuð einstök barátta sem hefur leitt til óvináttu í garð bænda, sem ekki á sinn líka í Evrópu. Sorgarleikurinn eftir 1980 Sorgarleikurinn sem er að ger- ast þessi árin, eftir 1980 liggur í því að sú vörn sem bændur hafa skýlt sér á bak við síðustu 300 árin hefur nú aftur verið rofin með nýjum efasemdum um að bændastéttin sé fær um að sinna starfslegum og manneskjulegum verkefnum sínum. Margir utan stéttarinnar eru reiðubúnir að taka að sér stjórnina á málum þeirra. Þegar Evrópubandalagið var stofnað fyrir 30 árum var höfuð- vandamálið að sjá hinum svelt- andi íbúum álfunnar fyrir næg- um mat, að koma landbúnaðin- um og matvælaframleiðslunni af stað aftur eftir heimsstyrjöldina. Og það tókst í Evrópubanda- lagslöndunum 6 sem hétu þegn- um sínum betri lífsskilyrðum og meira öryggi. Á sama tíma og danskir bændur, sem stóðu utan bandalagsins, áttu í erfiðleikum með að selja afurðir sínar, fengu starfsbræður þeirra í Mið-Evr- ópu, og þá sérstaklega í Hol- landi, dyggan stuðning bæði tæknilega, fjárhagslega og pólit- ískt. 16 árum síðar, þegar Dan- mörk gerðist aðili að Evrópu- bandalaginu, var það ákvæði í Rómarsáttmálanum að tryggja neytendum nægar matvörur á sanngjörnu verði, uppfyllt, þó að aftur á móti hefði reynst ógerlegt að uppfylla loforðið til matvælaframleiðendanna um nógu hátt verð fyrir afurðir þeirra. Vonir dönsku þjóðarinnar 1973 um fjárhagslegan ávinning við inngöngu í bandalagið voru alltof miklar - í öllum þjóðfél- agshópum. Og afstaðan var sú að bændur ættu ekki að sitja einir að hitunni. Reyndin varð líka sú að það voru „hinir“ sem báru mest úr býtum. - Þarna hófst niðurlæging landbúnaðar- ins. Kaupmátturinn hefur stór- aukist síðan 1973 en okkar eigin framleiðsla hefur ekki getað fylgt þeirri þróun, og ekki heldur gjaldeyrisöflunin. Innflutningur hefur stöðugt aukist og allt bruðlið hefur gert Danmörku að heimsmethafa í erlendum skuldum. Innlendar atvinnugreinar hafa sogað til sín vinnuafl og fjár- magn frá landbúnaðinum. Flótt- inn úr starfsgreininni er orðinn að mestu fólksflutningum danskrar sögu, og það án þess að því sé veitt hin minnsta athygli. Fjöldi bænda er ekki nema þriðjungur af því sem hann var 1955 og þeir sem eftir sitja eru láglaunastétt sem í auknum mæli verður að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Flóttinn úr stéttinni heldur áfram og „nýgræðingurinn“ er gisinn. Aðeins 1,25% í hverjum árgangi ungs fólks leggur stund á nám í landbúnaði. Það er líka met. Með útrýmingu bændastéttar- innar sjá nýir valdahópar nú svigrúm til mikilla þjóðfélags- breytinga. Pólitíska baráttan milli fylgjenda frelsis og einka- framtaks á annan bóginn og þeirra sem aðhyllast sósíalisma og miðstýringu á hinn bóginn harðnar. Það lítur út fyrir að marxiski draumurinn um sósíal- iseringu og samyrkju sé að rætast. Fámenn yfirstétt verkalýðs- samtakanna hefur nú yfirráðin yfir mjög stórum hluta fjárfest- ingarfjárins og stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafa í raun tekið völdin frá ríkisstjórninni, sem lætur ýta sér út í áhættusöm verkefni og gefur loforð, sem stöðugt kalla á að hún grípi sífellt meira og dýpra inn í mál og gerir nýjar og nýjar lagasetn- ingar nauðsynlegar. Vinstri-byltingarmönnunum lukkaðist ekki að taka völdin 1968, en þeir hafa komið sér fyrir í lykilstöðum þar sem myndaðar eru skoðanir og af- staða. Og þeir fundu vopn, sem öðrum hafði yfirsést: hræðslu um umhverfið. Það var hægt að ná til allra með því að hræða þá með því að umhverfið væri í hættu. Núna vita allir, ungir og gamlir að vatn, loft og matvörur eru eitraðar og mannkynið er að drukkna í óhroða. Það liggur í augum uppi að þessa þróun verður að hindra og varnarað- gerðum verður að stjórna - með miðstýringu! Herskari þúsunda umhverfis- trúboða sendir frá sér skýrslur í stríðum straumum um raun- verulegar og ímyndaðar skelf- ingar, og fjölmiðlarnir koma þeim á framfæri. Síendurteknar ímyndaðar framtíðarsýnir magna upp hræðsluna. Um að gera að smyrja nógu ríkulega á. Slík frelsunarherferð verður að eiga sinn andskota. Hann fannst í landbúnaðinum. Bænd- ur eru svo fáir að þeir geta ekki beitt pólitískum áhrifum. Það er allt í lagi að ráðast að þeim, og það er líka gert. Tíminn' 5 Enginn sem nokkur ábyrgð er í vogar sér að mæla gegn þessari rauð- grænu móðursýki, sem dag eftir dag vellur út úr fjöl- miðlunum. Þvert á móti. Um- hverfismálaráðherrann á að leggja fimmta hluta ræktaðrar jarðar í órækt til að þóknast öllum. Sumir vilja að afgangur- inn komist á sama afurðastig og fyrr á tímum. Það er ekkert rætt né reiknað út um afleiðingar þessa á efnahag þjóðarinnar. Áhrifin sem þetta myndi hafa á efnahag einstaklinganna eru vatn á myllu sósíalistanna, því að í þeirra augum hafa sjálfs- eignarbændur alltaf verið til vandræða. Nú standa sósíalist- arnir tilbúnir með fyrirmynd að lausn: landbúnað í sameiginlegri eigu samfélagsins. Hringurinn virðist nú vera að lokast, frá algerum eignarrétti kóngs og aðals á jörðinni og skilyrðislausri hlýðniskyldu bóndans - um frjálsa, ábyrga sjálfseignarbændur - til nýrrar sameignar þjóðfélagsins og hlýðniskyldu samkvæmt lögum. Það myndi leysa vandamálið um offramleiðslu matvæla. En er það raunverulega sú þróun sem fólk óskar eftir á næstu árum? FJORHJOLADRIFINN NISSAIM SUNNY WAGON 5 v Æm »« . \ • J // 1957-1987 Ny % 30 M Eigum SUNNY WAGON 4WD. SGX með luxus innréttingu, til afgreiðslu strax. Verð kr. 515.000.- 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma IMI55AN SUNIMY BÍL ÁRSINS 1987 Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni INGVAR HELGASON HF, Syningiirsalurinn Riiuðiigerði, simi 33560.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.