Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Aftidc; 5 Páskáblaö UTRYMINGAR HERFERÐ GEGN • • DONSKUM BÆNDUM - þúsundaherskarar umhverfistrúboða hafa loks fundið sinn andskota - bændurna sem nú er verið að útrýma! Nýlega birtist í danska blaðinu Information grein eftir Ejnar Jensen, fyrrum skólastjóra Kjærgard land- búnaðarskóla. Þar dregur hann upp þróun og hrun dansks landbúnaðar síðustu 300 árin og skýringu á því hvernig komið er. að lítur út fyrir að vera orðin regla að afdrifaríkustu atburðir í dönskum landbúnaði eigi sér stað á níunda áratug aldarinnar. - 1682 tók Kristján V. af skarið og tryggði rétt smábýl- anna. - 1784 varð stjórnlagarof sem tryggði það að umbætur á stöðu bænda tóku rétta stefnu. - 1882 voru stofnuð fyrstu samvinnufyrirtækin. Bændur tóku sjálfir stjórnina í sínar hendur. - Á yfirstandandi áratug 20. aldarinnar eru að eiga sér stað átakanlegustu breytingar sögu- nnar í dönskum landbúnaði. f>að líður að leikslokum. Réttur bænda tryggður - og endurbætur Höfundur rekur síðan aðdrag- anda og afleiðingar áðurnefndra atburða. Eftir að einveldi komst á stefndi þróunin í þá átt að Ieggja niður smábýli og þorp bænda. Nýja aðalsstéttin átti að berast mikið á til að varpa ljóma á hirð konungs og til að hafa ráð á því greip hún til þess ráðs að stækka landareignir sínar með því að leggja niður smábændabúskap. En kóngurinn og embættis- menn hans sáu í þessu atferli ógnun gegn valdajafnvægi og matvælaöflun í landinu. Þar af leiðandi bannaði kóngur að lagður yrði niður smábúskapur- inn og gaf út þá tilskipun 1682 að þegar losnaði ábúð á leig- ujörð yrði annar ábúandi að hafa tekið við innan tveggja ára. Leigujarðir voru lagðar niður eftir 1682, en þá var líka meira land tekið til ræktunar, svo að fjöldi smábýlanna var sá sami, 60.000, og flest bændaþorpin héldust í byggð. Bændurnir á leigubýlunum nýttu 85-90% ræktaðs lands og bændaþorpin ráku landbúnaðinn í samvinnu. Kóngurinn og aðallinn áttu 98% Taflið er búið og leikurinn tapaður. Dönskum sjálfseign- arbændum útrýmt og rauð- grænn og miðstýrður sam- yrkjubúskapur tekur við. Sáðmaðurinn, málverk eftir danska kirkjumálarann Joak- im Skovgaard, málað 1918. Myndin er í eigu Búnaðar- banka íslands. Stritandi danskur bóndi sem yrkir jörð sína er hér málaður í líki Krists. jarðnæðisins en ræktuðu aðeins 10-15% landsins sjálfir með því að nýta plægingaskyldu leigulið- anna. Þetta fyrirkomulag hélst óbreytt til í kringum 1750. Þá var farið að skipta jörðunum, bændur fluttu burt og samvinnu- reksturinn lagðist niður. Ráð- gjafar konungs, sem flestir voru útlendir, fengu hann til að ganga lengra í að breyta ríkjandi kerfi. Sumir landeigendur voru því meðmæltir en fleiri voru andvíg- ir. Þeir höfðu ekki trú á því að bændur væru færir um að hafa hið minnst vit fyrir sér sjálfir, þeir væru heimskir, latir, for- drukknir og ýmislegt annað. Deilan var hörð. 1784 komast hins vegar réttir menn til valda við stjórnlagarof og bjarga enn einu sinni dönsk- um landbúnaði. Þessir menn höfðu trú á frelsi og hæfileikum frjáls fólks til að sjá sér farborða og leysa af höndum verkefni. Haldið var áfram að koma á endurbótum af enn meiri ákafa og átthagafjötrarnir leystir án mikilla deilna. Herskylda - og lausn frá henni var nú í höndum fógeta, amtmanna og heryfir- valda. Bændur vakna til vitundar um mátt sinn og megin Upp úr 1800 ríður hver ógæf- an eftir aðra yfir landið og endurbótavinnan leggst niður. Það er ekki fyrr en um miðja 19. öldina sem aftur kemst hreyfing á, en þá blása ýmsir vindar um þjóðfélagið. Trúarleg, þjóðfé- lagsleg og þjóðernisleg hreyfing á sér stað og 1849 fær bænda- stéttin kosningarétt. En aukin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.