Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 9
Páskablað Tíminn 9 Þessi teikning sýnir ytra útlit byggingarinnar og sést m.a. að jarðvegsf láarnir hafa verið lækkaðir. Þá sést hvar gert er ráð fyrir bílastæðum og hvernig aðkoman að húsinu verður. (Tlmamyndlr PJetur) loka þessu rými verða reistir miklir glerveggir á milli tank- anna. Þetta svæði kemur einnig til með að henta mjög vel til sýn- ingarhalds ýmis konar. í glerkúlunni sjálfri verða síð- an tvö gólf. Á því neðra er gert ráð fyrir þjónustu ýmis konar, s.s. við ferðamenn og einnig er líklegt að ferðamannavarningur ýmis konar verði þar boðinn til sölu. Þarverðaeinnigsnyrtingar og útgangar út á útsýnispallinn sem er allt í kring. Þá verður á þessari hæð eldhús fyrir veitingahúsið sem gert er ráð fyrir á efstu hæðinni. Það mun taka allt að 150 manns í sæti og mun gólfið þar sem gestir sitja snúast í hring innan í kúlunni. Þannig er hægt að njóta útsýnis til allra átta meðan veitinganna er notið. Gert er ráð fyrir að snúningshraðinn verði ca. einn hringur á klst. eða þar um bil. Það útlit sem núna er á hug- myndinni er árangur samstarfs Hitaveitu Reykjavíkur, borgar- yfirvalda, Teiknistofu Ingi- mundar Sveinssonar og verk- fræðistofunnarFjarhitunar. Það er Ingimundur Sveinsson arkí- tekt sem á hugmyndina að nú- verandi útliti byggingarinnar, en auk hans hefur Jón Olafur Ólafs- son arkítekt aðallega unnið við hönnun byggingarinnar. Að Á efri myndinni sést hvernig byggingin mun koma til með að líta út séð úr vestri. Á þeirri neðri sést meira ofan á hana og úr suðri. Fláarnir sem sjást á myndunum eiga að vera jarðvegur, en líklega verða þeir lækkaðirfrá því sem erá líkaninu, þar sem þeir draga talsvert úr útsýninu svona háir. sögn Ingimundar er byggingin öll hönnuð með það fyrir augum að fatlaðir eigi þar greiða leið um. Bæði er lyfta og stigi upp í gegnum miðju hússins. Til að halda uppi glerkúlunni > verður reist grind úr álprófílum sem glerið hvílir síðan á. Leitað hefur verið til fyrirtækja beggja vegna Atlantshafsins vegna glerkúlunnar, en endanlegu til- boði þó ekki verið tekið. Aðkoman að mannvirkinu verður úr austri og á svipuðum slóðum og sá vegur sem nú liggur að tönkunum og flestir borgar- búar kannast við. Kjallari verð- ur undir byggingunni sem mun hýsa tækjabúnað, sem er tals- verður. Þáverðurí húsinumjög öflugt loftræstikerfi en vegna hins mikla glerflatar getur orðið mj ög heitt í byggingunni, eins og nærri má geta. Þó enn hafi ekki verið gerðar neinar framkvæmdaáætlanir vegna byggingarinnar eru fram- kvæmdir í raun hafnar. Eins og áður sagði var hönnun tankanna sem í smíðum eru miðuð við það að þessi bygging myndi rísa. Byggingin mun þó ekki hvíla á tönkunum sem slíkum heldur á sjálfstæðum burðarveggjum sem steyptir verða upp meðfram tönkunum. Óhætt er að fullyrða að hér er um að ræða byggingu sem á eftir að verða eitt af táknum borgar- innar. Reyndar má segja að öll sé byggingin eitt stórt tákn - tákn þess að heita vatnið gerir þetta kalda land byggilegt og okkur fært að nj óta unaðar suð- ræns gróðurs. Um leið er hún auðvitað tákn Hitaveitu Reykja- víkur. - RR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.