Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn GRAT- MESSA Átjándu aldar klerkurinn Tómas Sigurðsson lýsir ævidögum fátæks Guðs þénara Grátmessu mína byrjaði ég undirskrifaður, Tómas Sigurðsson, á Oddsstöðum í Vestmannaeyjum, nótt þess 14. maí 1768, þá móðir mín, Ásta Sigurðardóttir frá Holti í Önundarfirði, fæddi mig á skaut manni sínum, mínum sáluga föður, Sigurði sýslumanni, sama stað. Hjá móður minni lifði ég á þriðja ár, þá hún deyði þann 11. marz, og hafði kvatt mig þeim orðum, þá ég síðast var af skauti hennar tekinn: „Það mun sannast, guð mun verða með þessu barni.“ Man ég enn legstað hennar í þeirrar gömlu Vestmannaeyja Landakirkjugarði. Frá miðju ári 1985 hafa tveir framleiðendur landbúnaðardráttarvóla, J. I. CASE og international Harvester verið sameinaðir í einu fyrirtæki sem heitir CASE-intemational. Með samrunanum náðist það takmark að endurskipuleggja framleiðslu, markaðssetningu og þjónustu þannig að hagur viðskiptavina beggja fyrirtækjanna er tryggður um langa framtíð. Vélar & Þjónusta hf. hafa ástæðu til að fagna góðum árangri sem náðst hefur í sölu CASE-lnternational dráttarvéla undanfarin misseri. Af V-Evrópu vólum eru CASE- International þær mest seldu á íslandi árið 1986. Ástæður Iþess eru meðal annars: — Vandaðar dráttarvélar. — Hagstætt verð. — Tveggja ára ábyrgð í landbúnaðarstörfum. — Varahluta- og viðgerðarþjónusta í sórflokki. i — Greiðslukjör við allra hæfi. Stærðirnar eru: 385 47 hestöfl. 485 54 hestöfl. 585 62 hestöfl. 685 72 hestöfl. 1394 77 hestöfl. 1494 85 hestöfl. 1594 97 hestöfl. Það tekst með VÉEAIS& IWRHF Járnháls 2 Pósthólf 10180 110 Heykjavík Sími 83266 Hvernig vsri að skoða þessar vélar, verðið og kjörin? Ólst ég svo upp í téðum eyjum, án mikillar umhirðingar, með miklu fjörlífi. En minn elskulegi faðir var oft í ýmsum ferðum milli Danmerkur og íslands. Ævi mín fram leiddist undir guðs sérdeilislegri að- gæzlu, því ég minnist þess, að ég einu sinni í flasfjörvi mínu fór með Vestmannaeyingum í þar svonefnda Elliðaey að rýja kind- ur og taka bjargfuglaegg, hvar ég í fjarveru þeirra gekk uppá hæsta gafl eyjarinnar, er heitir Háubæli, leit ofan í bjargið, hvar svo nefnd langvía (á vestan- máli svartfugl) verpir, langaði að ná egginu, seildist ofan fyrir og fram af hillunni í bjarginu og festist á snaga sauðgrá peysa ný, er ég var í, svo ég hékk þar fastur, hljóðandi og spriklandi af ofboði dauðans tilhugsunar, í langan tíma, þar til maður kom ofan til mín í vað og hafði með sér annan vað lausan, hverjum hann hnýtti um mig, svo ég varð upp dreginn af mönnum þeim, er á bjarginu, brúninni, stóðu. Var ég þá tólf ára gamall. Árið 1784, að mig minnir, kom faðir minn mér til læringar að Flókastöðum í Fljótshlíð, til núverandi prests að Holti undir Eyjafjöllum, prófasts séra Þor- valds Bjöðvarssonar. Dvaldi ég hjá honum til eftirkomandi hausts, og var af honum kon- firmeraður 16da sunnudag eftir trinitatis. Það haust fór ég aftur til Vestmannaeyja. Næsta vorflutt- ist ég með föður mínum til Hvanneyrar í Borgarfjarðar- sýslu, seint á þorra. Veturinn eftir þáði ég fyrstu tilsögn í þeim latínsku artibus (listum) af prestinum séra Arngrími á Melum. Svo aftur á V/i vetri naut ég upplýsingarkennslu hjá hinum mannorðsgóða, lipra gáfumanni, séra Sigurði Jóns- syni á Ökrum, hvaðan ég fyrir beztu umönnun míns móður- bróður, lögmanns Björns Markússonar, fékk Yz ölmusu (12 bankóseðla) við Reykjavík- ur latínuskóla. Velnefndur lögmaður burt- kallaðist í marzmánuði þennan vetur, en hafði áður deyði undir- búið við stiftamtmann Ólaf Stephensen, á hverju tímabili hann dó, að ég fengi alla skóla- ölmusu framvegis, hvers ég naut mína þarverutíð á eftir, í fimm ár, til vorsins 1796, á hverjum tíma ég erfiðaði í kaupavinnu á sumrum, mér til léttis að vetrin- um, því bankóseðlarnir, sem í ölmusuna gáfust, urðu mjög ó- nógir til forsorgunar, fata, þjón- ustu, húsaleigu og lærdóms- bókakaupa skólapiltunum. Síðastnefnt vor var ég af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.