Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.04.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Páskablað Páskablað Tíminn 13 HRÆRANLEGAR HÁTÍÐIR, gleðskapur og guðsótti kringum páska Pægindi og Nú veitir VISA ÍSLAND öllum korthöfum, mökum þeirra og börnum undir 17 ára aldri ferðaslysatryggingu, viðlagaþjón- ustu og neyðarhjálp. Ef þú greiðira.m.k. helminggjaldfall- ins ferðakostnaðar með VISA fyrir brottför nýtur þú kostakjara: • SLYSATRYQQiriQ allt að 4 milljónum króna! • SJÚKRATRYGGIMG allt að 1 milljón króna! • VIÐLAQAÞJÓMUSTA allan sólarhringinn! SLYSATRYQQIMQIM gildir jafnt á ferða- lögum innanlands og utan, ekki bara í „almenningsfarartækjum", heldur allan tímann, alveg frá því þú ferð að heiman og heim aftur. Hún nær til dánarbóta, örorkubóta og er óháð því hvort þú hefur sams konar trygg- ingu annars staðar. SJÚKRATRYQQIMQIM felur í sér ókeypis Iæknishjálp, sjúkrahúsvist og með- ferð, sjúkra- og/eða heimflutning vegna veikinda eða slyss á ferðalagi erlendis. Öryggi er fyrir öllu — það veitir EUROP ASSISTAMCE ef þú verður fyrir áfalli. Með einu símtali átt þú kost á aðstoð yfir 200 umboðsmanna í 160 löndum. Ef eitthvað bjátar á em þeir sannir vinir í raun. Aukin þægindi — aukin þjónusta — og nú aukið öryggi fyrir alla korthafa VISA á ferð og flugi. Nánari upplýsingar, kynningarbæklingar og skilmálar fást á hinum 145 afgreiðslustöðum VISA-banka og sparisjóða. ÓKAKLÚBBUR Arnar og Örlygs hefur gefið út bókina. Hræranlegar hátíðir, gleðskapur og guðsótti kringum páska, eftir Arna Björnsson þjóð- háttafræðing. Þar er fjallað um þá helgidaga kirkjuársins sem tengjast páskahaldi og færast til með því. Eftir ærslatíma með bolludegi, sprengidegi og öskudegi hófst fastan með meinlæt- um, andakt og aga. Henni lauk á dymbilviku með pálmadegi, skírdegi og langafrjádegi. Eftir sjálfa upprisuhátíðina komu gangdagar og himnaför, síðan sending heilags anda á hvítasunnu og loks hátíð heilagrar þrenningar ásamt dýradegi. Leitast er við að grafa upp rætur þessara hátíða sem sumar eru miklu eldri en kristin trú. Kemur þá margt óvænt í ljós. Oft er ferlið á þá lund í aldanna rás að gamlar og árvissar alþýðuhátíðir verða smám saman að kristilegum helgidögum, en færast síðan aftur í átt til alþýðugleðskapar. Hátíðahaldið tekur á sig ólíkar myndir eftir löndum og atvinnuháttum, og íslenska þjóðin hefur sniðið það að íslenskum aðstæðum. Allt þetta rekur Árni Björnsson ýtarlega í bókinni. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur er löngu þjóðkunnur á sviði íslenskrar menningarsögu. Honum er einkar lagið að gera á skemmtileg- an og ljósan hátt grein fyrir siðum og háttum mannlífsins, fornum og nýjum. Bókin Hræranlegar hátíðir ersett og prentuð í Prentstofu G. Benediktsson- ar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. „Fátt er vitað um sérstaka skír- dagssiði utan kirkju, nema lítils- háttar varðandi mat og drykk. Þótt langaföstu lyki strangt tekið ekki fyrr en á páskamorgun, töldu flestir á síðari öldum svo vera þegar á skírdag. Því var viðeigandi að halda ofurlítið til á matborðinu. Eggert Ólafsson getur fyrstur um sérstakan skírdagsgraut í Kjósar- sýslu nálægt miðri 18. öld: Paa Skiirdag eller Skiærtorsdag skullu de have Meelgrdd, kagt med Mælk. Jón Arnason hefur svipað að segja einni öld síðar: Um páskavikuna og páskana kann ég fátt að segja, en hnaus- þykkum grjónagraut man éggjörla eftir bæði á skírdagsmorgun og páskadagsmorguninn og voru þeir kenndir við dagana og kallaðir skírdagsgrautur og páskagrautur. Vera má, að þessi grautargerð hafi verið algengari sunnan lands en norðan, a.m.k. getur Skagfirð- ingurinn Símon Eiríksson þannig um veislukost á Suðurnesjum kringum 1870: Árni (á Hvalsnesi) tók okkur mæta vel og fengum við þar alls- konar veitingar, meðal annars mjólkurgraut og þótti mér það nýnæmi; það kölluðu Sunnlend- ingar „skírdagsgraut“. Jónas frá Hrafnagili tekur nokk- urnveginn í sama streng og Jón Árnason, en gefur þó í skyn, að farið sé að draga úr grautaráti á skírdag um síðustu aldamót: Á skírdag var vant að skammta rauðseyddan, hnausþykkan mjólkurgraut að morgninum, áður en menn fóru af stað til kirkjunn- ar. Pessi siður hélst fram yfir miðja 19. öld, að minnsta kosti víða; hefir ein gömul kona sagt mér, að ekki hafi alténd þótt þefgott í kirkjunum þann dag, - grauturinn þótti auka vind. Svipaður grautur sýnist lengi hafa þótt mikið lostæti hér á landi, og er hans ósjaldan getið sem sérstaks hátíðaréttar, t.d. við töðugjöld eða á jólum. Og enn var hann alsiða í Suðursveit á öðrum áratug þessarar aldar að sögn Steinþórs á Hala: Þetta var á skírdag, og á Reyni- völlum og líklega fleiri góðum heimilum var það siður, að gera sérstakan graut á skírdag, grautur sem var þykkri helduren venjuleg- urgrautur, meira af hrísgrjónum í honum og lengur soðinn. í áðurnefndri frásögn Símonar Eiríkssonar af vertíðarlífi á Suður- nesjum kemur einnig fram, að sumir urðu alldrukknir í skírdags- Ur bókinni... veislunni á Hvalsnesi. Þessi vís- bending um sukk á skírdag kemur heim við frásögn Ólafs Ketilssonar af sjómannalífi í Höfnum um 1870-80. Hann segir m.a. Man ég að aldrei var svo seint komið af sjó á miðvikudaginn fyrir skírdag, að ekki færu fleiri eða færri af hverju skipi að sækja á páskapelann til Keflavíkur. Var mörgum ekki svefnsamt á skír- dagsnótt, en þó var það samt sjálfur skírdagur, sem setti met allra annarra hátíðardaga í Hafnar- hreppi í þá daga, í algleymisfyllir- íi, áflogum, kjaftshöggum ogkinn- hestum, glóðaraugum oggaulrifn- um (svo) flíkum. Er mér enn þá minnisstæður skírdagsmorgunn 1874, er ég ásamt fleiri strákum komum að einni sjóbúðinni, sem var einstætt hús úr timbri, og nefnt Guðnahús; bjuggu í þeirri sjóbúð hásetar Gunnars Halldórssonar, sem áður er nefndur. Löngu áður en við vorum komnir að húsinu, heyrðum við hávaðann, brakið og brestina, svo þilin, veggirnir og gaflar, gengu í bylgjum út og inn. Var nú meiri en minni hugur í okkur strákum að komast sem næst kösinni, en ægilegt var að heyra og sjá allt sem þar fór fram innan veggja, því darna (svo) höfðu safnast samán milli 30 og 40 rísar sitt frá hverju heimili, allir blindfullir og allir í einni áfloga- bendu. Kvað við íhúsinu erkjafts- höggin dundu, en orðbragðinu, öskrinu og óhljóðunum ætla ég ekki að lýsa hér. Loks barst svo leikurinn út fyrir sjóbúðardyrnar, og var þá áhrifamikil sjón að sjá þessa blindfullu jötna, meðlafandi svarta eða rauða lokkana á löðr- andi enninu, lekandi í blóði, og sumir kannské með annað augað einhversstaðar inn í höfðinu, en hitt út úr því! - eða að minnsta kosti sýndist okkur strákunum svo, um leið og við lögðum á flótta, með hjartað í hælbeini, um leið og risarnir réðust til útgöngu og enn nú meiri áfloga. Margt fleira mætti skrífa skemmtilegt um áflogin og einvígi og hólmgöngur með löngum reka- drumbum að vopnum, sem allt er tengt við skírdagshaldið, en það yrði allt of langt mál að rekja ítaríega þá sögu hér í einni blaða- grein. Enda þótt þessi gleðskapur sé kenndur við skírdag, er greinilega ekki verið að halda til hans í sjálfu sér, heldur upphaf páskaleyfis sjómanna, þar sem ekki var róið á helgu dögunum frá skfrdegi til annars í páskum. Fyrsta flokks hótel, sumarhús og íbúðir. Úrvals veitingahús og skemmtistaðir. Sólarstrendur, skoðunarf erðir og skemmtisiglingar. SJÖ LANDA SÝN í SÖMU FERÐ Búlgaría Sovétríkin Júgóslavía Ungverjaland Tyrkland Rúmenía Grikkland BETRI KJÖR BJÓÐAST EKKI FERÐIR Elenite sólarströnd við Svartahaf er nýr sumardvalarstaður í sólarparadísinni við hafið. Dvalið í nýjum legum studíó íbúðum v ströndina. FERÐAVAL býður nú Svarta hafsins sem er á sömu breiddargráðu og vinsælustu bað- strendur Miðjarðarhafsins. Sjór- inn við strendur Slunchev Bryag (sólarströndina) er ómengaður og strendurnar tandurhreinar. Boðið er upp á tveggja eða þriggja vikna ferðir og er flogið á þriðjudögum til Luxemborgar en þaðan til Varna sem er ein stærsta og elsta borgin við Svarta hafið. Síðan er ekið til íbúðarhúsanna í Elenite hverfinu sem er nýjasti hluti sumarleyfisborgarinnar Sólar- strönd. __ _ Verð: 2 vikui 3 vikur kr. 34.610.- BROTT FARIR:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.