Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 - 111. TBL. 71. ÁRG. Álafoss og Eyrarfoss undir smásjá: Flotinn skelfur af smygli Tuttugu skipverjar hafa að skjölum erlendis frá við Tímamynd: játað smygl frá því í fyrra við yfirheyrslur. Þessir skipverjar eru allir á sama skipinu, Álafossi. RLR hef- ur málið til rannsóknar og er ekki víst að öll kurl séu komin til grafar því áreiðan- legar heimildir segja að lög- reglan muni bíða eftir Eyr- arfossi þegar hann kemur til heimahafnar. Tollgæslan hér heima Pjetnr virðist hafa fengið aðgang þetta mál. Hvort fleiri skip en Eyrarfoss eru undir smásjá RLR hefur Tíminn ekki upplýsingar um, en rannsóknaraðilar hafa að- eins viljað staðfesta að Ála- foss sé til rannsóknar. Eðli málsins samkvæmt segja þeir ekki frá því hvort Eyr- arfossáhöfnin er grunuð. Þeir eru nefnilega á leið til landsins. Sjá baksíðu öis ' 188 I HHawaSalaaWsi gm HEHh Þýska sambandslýðveldið með allt niður um sig í hvalkjötsmálinu: HVALKJOT JAFNGILT HERÓÍNI í FRÍHÖFN i Þýsk stjórnvöld hafa gert hvalkjöt á leið til Japans upptækt í fríhöfninni í Hamborg, sem er einskonar alþjóðleg umskipunar- höfn, sem snertir á engan hátt Þýska sambandslýðveldið, einstaklinga innan þess eða stjórnvöld almennt. Nú hafa þýsk stjórnvöld af ótta við áhrif Grænfriðunga gengið fram fyrir skjöldu og lýst yfir með aðgerðum sínum, að fríhöfnin í Hamborg er ekki annað en nafnafals. Þar geta ofbeld- ismenn vaðið um, rifið upp varning, sem skipað hefur verið upp í friðhelgi fríhafnar og hafið upp voldug andmæli sem byggð eru á fölskum forsendum. Hvorki sam- þykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins né við- teknar reglur um fríhafnir réttlæta frekju- legan yfirgang þýskra stjórnvalda í þessu máli. Skiljanlegt er, ef um heróín eða önnur eiturlyf væri að ræða, að gripið hefði verið til ráðstafana. En hvalkjöt er ekki heróín, nema sá skilningur sé orðinn uppi í Þýska sambandslýðveldinu að svo sé. Er gott fyrir viðskiptaþjóðir að vita slíkt, og einnig að vita að fríhöfnin í Hamborg er ónothæf. Sjá bls. 3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.