Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Miðvikudagur 20. maí 1987 lllllllllllllllllliillllll TÍMARIT DAGBÓK lllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllii FREYR Búnaðarblað Þetta er 8. tölublað þessa árgangs af Búnaðarblaðinu Frey, en 83. árgangur. ( þessu blaði má nefna efni eins og Loðdýrarækt á íslandi, þar sem sagt er frá nýlegri skýrslu Byggðastofnunar. Þá er þarna viðtal við Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, sem tekið var þremur mánuðum fyrir andlát hans:Vinna við Flóaáveituna var þrældómur en bar ríku- legan ávöxt. Friðrik Pálmason, plöntunæringar- fræðingur á Rala skrifar um áburðarnotk- un á tún o.fl. en Gunnar Guðmundsson, fóðurráðunautur hjá B.í. skrifar um vot- heysverkun. Birt eru launakjör lausráðinna starfs- manna á bændabýlum. Grein er um fenjabjór eftir Örn K. Þorleifsson. Sagt er frá tjóni vegna garnapestar á Norðaust- urlandi, frærækt á tilraunastöðinni á Sámsstöðum, Smithfield landbúnaðar- sýningunni 1986. Birtur er samningur landbúnaðarráðherra og Stéttarsam- bands bænda um magn mjólkur og sauð- fjárafurða. Forstðumynd cr fossinn Gljúfrabúi undir Eyjafjöllum (Ljósm. Jón Frið- björnsson) Málfregnir I. tbl. 1. árgangur íslensk málnefnd hefur hafið útgáfu á tímariti sem nefnist „Málfregnir" og á það að flytja hvers konar efni sem varðar íslenska málrækt. Þeir, scm hafa áhuga á að gerast áskrifcndur hafi samband við (slenska málstöð, Aragötu 9, 101 Reykj- avík. Sími (91) 28530. Þetta tímarit á að gegna svipuðu hlut- verki og Fréltabréf Islenskrar málnefnd- ar. sem kom út á árunum 1982-1984. Meðal efnis í þessu fyrsta hefti Mál- fregna er grcin um nýja stafrófsröð í símaskrá og þjóðskrá. Eftir henni er farið í nýju símaskránni, sem kcmur út á næstunni. Þá er greinin „Mál og útvarp" , þar sem rætt er m.a. um ný laga- og reglugerðarákvæði sem varða meðferð máls í útvarpi, og birt er málstefna Ríkisútvarpsins. Sagt er frá störfum þriggja nefnda sem ráðherrar hafa skipað til að gera tillögur um málvöndun og framburðarkennslu. Ennfremur er í Málfregnum yfirlit yfir FORD Varahlutir í FORD og MASSEYFERGUSON dráttarvélar ágóöu verði VÉLM3& MÉWUSTAHF Járnhálsi 2. Sími 673225110 Rvk. Pósthólf 10180. íslenskar íðorðaskrár og starfandi orða- nefndir, grein um íslensk heiti yfir AIDS, ritfregnir og fleira. Ritstjóri er Baldur Jónsson. i ! * Nýttlíf Tískublað Forsíðumyndin á Nýju lífi cr af Höllu Margréti Árnadóttur, fulltrúa Islands í Eurovision söngvakeppninni 1987, en það er Grímur Bjarnason Ijósmyndari sem tók myndina, en Halldóra Sigurdórs- dóttir tók viðtal við söngkonuna. Þá er langt viðtal sem Gullveig Sæm- undsdóttir ritstjóri tók við Helgu Jó- hannsdóttur. „Undir snúru- yfir skurð" nefnist viðtalið, en þar er vitnað í fyrsta bíltúr Helgu með Ómari Ragnarssyni sem svo síðar varð eiginmaður hennar. „Ég var bara að njósna!" er fyrirsögn á viðtali sem Þorsteinn G. Gunnarsson tók við sr. Önund Björnsson. Margar greinar eru í ritinu, t.d. Afríka í hringrás tímans, Af hverju eignumst við ekki fleiri börn? eftir Ragnheiði Davíðs- dóttur, og í þættinum Líf og list skrifar Þorsteinn G. Gunnarsson um kvikmynd- ir: Eftir vor kom hrímkalt haust. Annar þáttur er um Börn - bækur og mcnningu o.fl. er tekið fyrir undir samheitinu Líf og list. “Þrjá daga á bak við myndavélina" nefnist spjall við Dönu F. Jónsson, myndatökum- ann hjá sjónvarpinu. Einnig er rætt við Kristján Franklin Magnús leikara og Gunnar Leif Jónasson, níundabekking, áhugaljósmyndara og félagsmálafrík. Myndir eru af stúlkum sem taka þátt í Elite - keppninni í ár. Tískuþættir eru margir í blaðinu, sömu- leiðis matreiðsluþáttur, ýmislegt þýtt efni og Nýjasta nýtt, þar sem kynntar eru ýmsar nýjungar, helst í snyrtivörum. Útgefandi er Frjálst framtak hf. Haíia Margrót *t v<6 tttyw okkur- Af hverju vtfc tam? Aldrei hrædd wófiw ■ i hr*ki*fijtnu Helgislepjan • ««11 *6 # tymt »»n» i t>i>A (irnsnatx 6jów**on VIKAN í 19. tölublaði Vikunnarer Viku-viðtal- ið við Hallgrím Thorsteinsson, frétta- stjóra Bylgjunnar og forsíðumyndin er af Hallgrími. Dr. Svcrrir Ólafsson segir frá rannsóknum á suðurheimskautssvæðinu. Viðtöl eru við Sverri Guðjónsson, kennara og söngvara , einnig við Kristínu Jónsdóttur, útibússtjóra Alþýðubankans á Akureyri, en hún segir m.a. frá æskudögum sínum í Kleppsholtinu. Við- talið við Kristínu nefnist „Ég ætla og ég skal“. Mykenea heitir grein með mörgum Gjöf afhent Lionsklúbburinn Baldur hefurum langt skeið veitt dvalarheimili aldraðra að Hrafnistu í Hafnarfirði stuðning. Fyrir nokkru afhenti klúbburinn forráðamönn- um Sjómannadagsráðs að gjöf tæki til heilsuræktar og endurhæfingar fyrir Hrafnistuheimilið. Er hér um að ræða meðferðarbekki og hátíðninuddtæki og hefur tækjunum verið komið fyrir á endurhæfingardeild Hrafnistu. Skólaslit og tónleikar í Söngskólanum Fjórtánda starfsári skólans er nú að ljúka, og hafa um 150 nemendur stundað nám við skólann í vetur, 110 fullt nám, en um 40 sótt hlutanám í kvöldskóla. Próf- dómari í vor var Margaret Carthew. Um 100 nemendur luku stigprófum í söng i og/eða pínóleik. Skólinn útskrifar að þessu sinni þrjá söngkennara: DúfuS. Einarsdóttur, Frið- rik S. Kristinsson ogTheodóru Þorsteins- dóttur, og tvo einsöngvara, Ásdísi Krist- mundsdótturog Ingibjörgu Marteinsdótt- ur. Sex nemendur luku VIII. stigi, sem er lokapróf úr almcnnri deild. myndum eftir Guðmund J. Guðmunds- son, þar sem sagt er frá ýmsu úr grískri goðafræði og sögu þessa forna staðar. Þá eru matreiðslu- handavinnu- og popp- þættir, Pósturinn og margt fleira í þessu blaði. ABC Barna- og tómstundablað Forsíðumyndin á 3. tölublaði ABC er af Jason Ólafssyni og viðtal er við hann í blaðinu. Þá eru í blaðinu smásögurnar Marhnútarnir, Borgarbóndi og „Ekki fá lánað, björn!“ Margs konar föndurefni og þrautir er að venju í blaðinu. Umferðargetraun Umferðarráðs og ABC er þarna líka fyrir krakka að spreyta sig á. Þá eru það myndasögur, póstkassinn, pennavinir o.fl. Opnumynd er af tveimur landsliðs- mönnum í handbolta og kynning á þeim. Það eru þeir Atli Hilmarsson og Kristián Arason. Útgefandi er Frjálst framtak hf. en ritstjóri er Margrét Thorlacius. Innkaupsverð tækjanna var um 840 þús. kr., en vegna niðurfellingar á opin- berum gjöldum var kaupverð þeirra 460 þús. kr. Lionsklúbburinn Baldur aflar fjár til líknarstarfs síns með sölu á Ijósaperum til almennings og fyrirtækja og sölu lagmetispakka til gjafa erlendis. Mcðfylgjandi mynd var tekin við af- hendingu tækjanna. Eru þar fulltrúar frá Baldri og Sjómannadagsráði og sjúkra- þjálfarar á endurhæfingardeild Hrafnistu. Vortónleikar á vegum skólans verða sem hér segir: VIII stigs tónleikar: Miövikudaginn 20.5. kl. 20.30 í tónleikasal Söngskólans að Hverfisgötu 45, Guðrún Jónsdóttir, Ásdís Benediktsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Laugardaginn 23.5. kl. 16.00. 1 Tónleikasal Söngskólans, Sigur- björg Hv. Magnúsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir og Andrea Gylfadóttir. Út- skriftartónleikar söngkennara: Sunnudaginn 24.5. kl. 16.00. (tónleikasal Útivistarferðir í dag, miðvikud. 20. maí kl. 20.00. Óttarsstaðir-Lónakot. Létt ganea vestan Straumsvíkur. Brottför frá BSI, bensín- sölu. Farmiðar við bíl (350 kr.) Frítt fyrir börn með fullorðnum. Helgarferðir 22.-24. maí: 1 )yjafjallajökull-Seljavallalaug. Geng- ið frá Pórsmörk yfir að Seljavallalaug. Gist í Básum. Góð jöklaferð. 2) Þórsmörk-Goðaland. Gönguferðir við allra hæfi, ásamt skoðunarferð að Eyjafjöllum (Seljavallalaug). Gist í Úti- vistarskálanum Básum. Munið sumardvöl í heila eða hálfa viku í Pórsmörk. Helgarferð Ferðafélags íslands Þórsmörk-Eyjafjullajökull - Gist í Skagförðsskála/Langadal. Gengið yfir Eyjafjallajökul frá Þórsmörk og komið niður hjá Seljavallalaug. Dvöl í Þórsmörk fyrir þá sem vilja. Upplýsingar og far- miðasala á skrisftofu F.I. Öldugötu 3. Ath. Greiðslukortaþjónusta. Ferðafélag íslands. Ráðstefna um hjúkrunar- málefni á vegum Geðdeildar Landspítalans Væntanleg er hingað til lands Dr. Hildegard Pcplau, prófessor í hjúkrunar- fræðum. Hún heldur fyrirlestra á ráð- stefnu um hjúkrunarmálefni, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum dagana 1.-3. júní n.k. á vegum hjúkrunarsviðs geð- deildar Landspítalans. Dr. Hildegard Peplau er kanadísk. Hún var prófessor við Rutgers University í Kaliforníu, en er nú komin á eftirlaun. Hún heldur þrjá fyrirlestra á ráðstefn- unni: „Að tala við sjúklinga" (Sjúklinga- viðtöl), „Hugtök í hjúkrun" (Notkun kenninga í hjúkrun) og „Stefnur í hjúkrun og hjúkrunarmálefni“ (Skilgreining á hjúkrun). I fylgd með dr. Peplau er Nancy Reppert öndunarþjálfi og heldur hún fyrirlestur um öndunarerfiðleika hjá sjúklingum. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. söngskólans, Theodóra Þorsteinsdóttir, Friðrik S. Kristinsson og Dúfa S. Einars- dóttir. Útskriftartónleikar einsöngvara: Mánudaginn 25.5. Id. 20.30 í Norræna húsinu, Asdis Kristmundsdóttirog þriðju- daginn 26.5. kl. 20.30 í Norræna húsinu þar er verð aðgöngumiða kr. 2 00.00. Skólaslit og lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík verða í íslensku óperunni fímmtudaginn 28. maí, skólaslitin kl. 15, og lokatónleikarnir kl. 16.00. Aðgöngu- miðasala er við innganginn, en styrktar- félögum hafa þegar verið sendir miðar. Að tónleikunum loknum er boðið upp á kaffiveitingar í Söngskólanum í Reykja- vík að Hverfisgötu 45. Daginn eftir, 29. maí, fara síðan fram inntökupróf í skól- ann fyrir næsta vetur. Skólastjóri Söngskólans í Reykjavík er Garðar Cortes. Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári) 11. maí 1987 (Ein * merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveönir af bönkum og sparisjóðum Lands- banki Utvegs- bankl Búnaðar- banki Iftnaðar- banki Verslunar- banki Samvinnu- banki Alþýðu- banki Spari- sjóftir Vegin meftaltól Dagsetning siðustu breytingar 1/5 21/4 11/5 1/5 11/5 1/5 11/4 1/5 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 5.00 7.00 5.20 Ávisanareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 7.00 10.00 7.00 5.50 Alm.sparisj bækur 12.00 10.00 11.00* 10.00 10.00 10.00 10.00 10.00 10.90* Annað óbundiðspanfé1) 7-22.00 10.-21.72 7-20.00 10.0-19.00 11-20.00 10-16.00 3.50 7-19.50 Uppsagnarr.,3mán. 13.00 14.00 11.00* 13.50 15.00 14.00 12.00 12.70* Uppsagnarr.,6mán. 15.50 12.00* 20.00 19.00 17.00 17.00 13.00 15.00* Uppsagnarr.,12mán. 14.00 17.00 19.00 25.50’,2> 15.00 Uppsagnarr., 18mán. 24.5011 22.00 24.00'131 23.80 Verðtr, reikn. 3 mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 1.50 1.90 Verðtr.reikn.6mán. 3.50 4,00 3.50* 2.50 3.50 3.00 4.00 3.50 3.40 Ýmsirreikn.11 •8) 8-9.00 5-6.506* Sérstakarverðb amán. 1.083 1.00 1.00 0.75 1.00 0.83 1.00 0.83 0.90 Innl. gjaldeyrisreikn.: Ðandar í kjadol lar 5.50 5.50 6.00* 6.25 5.50 5.50 5.75 5.25 5.60* Sterlingspund 8.50 8.75 8.00* 8.75 10.00 9.00 10.25 9.00 8.70* V-þýskmörk 2.50 3.00 3.00 3.00 3.50 3.50 4.00 3.50 3.00 Danskarkrónur 9.50 9.50 9.25* 9.25 9.00 9.50 10.25 9.50 9.4* Utlansvextir: Vixlar (forvextir) 20.50 20.0 21 .OO4*' 21.00 23.00* 20.00 21.00 24.004* 21.20* Hlaupareikningar 21.50 21.50 22.50* 22.50 24.00* 22.00* 22 00 24.50 22.40* þ.a. grunnvextir 9.00 9.00 10.00 10.00 12.00* 10.00 10.00 12.00 10.00* Alm. skuldabróf5) 22.00 20/21.25 71 23.00* 22.50 24.00* 22.00 22.00 24/25.0 7>' 22.70* þ.a.grunnvextir 9.00 11.50 10.00* 10.00 10.00 10.00 9.50 12.00 10.10* Verðtr.skbr.að2.5ár5) 6.00 6.5/7.071 7.00* 7.50 7.00 7.00* 7.00 6.75/7.07* 6.60* Verðtr. skbr > 2.5 ár5) 6.50 6.5/7.071 7.00* 7.50 7.00 7.00* 7.00 6.757.0 71 6.80* Afurðalánikrónum 20.00 19.00 20.00* 16.25 20.00 20.00 18.50 26.00 20.50* Afurðalán i SDR 7.75 7.75 7.75 8.25 8.00 8.00 8.00 7.80 Afurðalán 1USD 8.75 8.25 8.00 7.75 8.75 8.00 7.50 8.20 Afurðalán i GBD 11.50 11.50 11.25 13.00 11.25 11.50 12.75 11.80 Afurðalán í DEM 5.50 5.50 5.50 6.50 5.50 5.75 6.25 5.70 II. Vanskilavextir (ákveönir af Seðlabanka) frá 1. desember 1986:2.25% (2.01%) fyrir hvern byrjaðan mánuð. Frá 1. mars 1987 2.50% (2.21%) fyrir hvern byrjaðan mánuð. III Meðalvextir 21.03.1987 (sem geta gilt i apr 1987): Alm skuldabfóf 21.0% (9.5+11.5), verðtr. lán að 2.5 árum 6.4% og minnst 2.5 ár 6.6%. Meðalvextir 21 03.1987 (sem geta gitt i mai 1987) Alm.skbr. 21.3% (9.5+11.8), verðtr. lán að 2.5 árum 6.5% og mmnst 2.5 ár 6.6% 1) S|á meðfylgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vélstj. 3) Aðeins hjá SPRON, Sp. Kópav., Hafnarlj.. Mýras., Akureyrar, Ólafsfj., Svarfd., Sigluf|., Noröfj.. iKell.. Árskógsstr & Eyrar. 4) Viðsk. vixlar keyptir m.v. 22.5% vexti hjá Bún.banka. 23.0% hjá Samv. banka og 26.0% sparisj. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgiörs vanskilalána er 2% á ári, Verzlunar- og Alþýðubanki beita þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp Bolungarvikur. 7) Lægri vextimir gilda ef um fasteignaveð er-að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.