Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. maí 1987 Tíminn 15 MINNING Friðrik Kárason símaflokksstjóri Fæddur 5. febrúar 1959. Dáinn 10. maí 1987. Já, hann erdáinn, stóri bróðirsem ég kallaði alltaf bróa. Hann varð veikur í haust og var skorinn upp, en eftir áramót varð hann svo frískur að allir héldu að hann væri kominn yfir veikindin. Hann fór að vinna og leit björtum augum fram á sumarið. Hann ætlaði að aka alla Vestfirðina í sumarfríinu á bílnum sínum, og taka okkur mömmu og pabba með og skoða allt sem hægt væri að skoða. Brói hafði mikið dálæti á bókum og átti stórt og mikið bókasafn. Hann hafði sérstakan áhuga á ætt- fræði og sat stundum dögum saman með margar bækur opnar fyrir fram- an sig og gruflaði í nöfnum og tölum. Hann vann alltaf hjá Pósti og síma og ferðaðist mikið um landið vegna vinnu sinnar hjá Landsímanum. Hann fór eitt sumar á Vestfirði að tengja sjálfvirkan síma og þræddi þar alla firði. Annað sumar vann hann á Austfjörðum og víða um Suðurland og þekkti þar af leiðandi mikið af landinu. Brói keypti 3ja herbergja íbúð að Rauðási 23 sem var tilbúin undir tréverk, og þegar hann hafði tíma og pening fór hann alltaf og vann við að fullgera íbúðina sem honum entist svo ekki aldur til. Brói var 13 árum eldri en ég, og svo langt sem ég man dekraði hann við mig. Þegar hann byrjaði að vinna og fékk fyrst útborgað, keypti hann handa mér stóran kassa af kubbum sem mér þótti mjög gaman af. Þegar ég varð eldri gaf brói mér stórt hjól og seinna kassettutæki. Á jólunum síðustu gaf hann mér Ensk-íslensku orðabókina og í fermingargjöf gaf hann mér stór og mikil hljómflutn- ingstæki. í páskafríinu fór hann á spítala og var þar sem eftir var. Við systkinin vorum orðin mjög samrýmd nú síðustu ár. Hann var góður bróðir sem ég mun aldrei gleyma. Guð veri með honum. Systir. Dáinn horfinn harmafregn hvílík orð mér dynur yfir. En ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn. (J.H.) Dáinn í blóma lífsins. Dauðinn er grimmur það finnst okkur oft, en þó er hann í sumum tilfellum miskunn- samur. Við eigum að minnast orða meistarans: Ég lifi og þér munuð lifa, ég fer til míns föður og yðar föður. Þetta er dýrlegt fyrirheit. Minningin um þennan elskulega mann er svo björt, að á hana fellur enginn skuggi. Ég man hann Friðrik sem lítinn dreng með afa sínum og frændum í leik og starfi. Við lambfé á vorin og heyvinnu á sumrin, en þó kannski best í alls konar leikjum með öðrum börnum á heimilinu. Hann átti gott með að læra og hafði mikla löngun að kaupa bækur og var sífellt að lesa þegar hann var ekki að vinna. Hann keypti heil ritsöfn og veggirnir inni hjá honum voru þaktir bókum. Hann sagði stundum við mig: Amma fáðu þér bók að lesa, það er nóg til þarna í hillunum. Hann vissi hvað hann sagði, bækurn- ar voru vinir hans. Það væri hægt að segja svo margt, því við eigum svo margar bjartar minningar sem eru eins og sólargeislar, sem enginn getur tekið frá okkur. Það er gott að geta minnst þess þegar lífið er dimmt og dapurt. Ef til vill stendur hann á ströndinni hinum megin og tekur brosandi á móti ástvinum sínum þegar þeirra stund er komin, hver veit? Þetta er aðeins stundar bið, þó við teljum tímann í árurn þá er það örlítið brot af eilífðinni og þó við skiljum ekki af hverju þessi sorg er lögð á foreldra og systur, þá trúurn við samt að guð er miskunnsamur, guð er kærleikur. Kærar þakkir fyrir samveruna. Ainina. Hildur Pálsdóttir frá Brautarholti Fædd 11. júlí 1906 Dáin 22. apríl 1987 Skammvinn er okkur œvistund enginn það lögmál brýtur þú flytur að vori á vinafund í vorið sem aldrei þrýtur Ég lít yfir það sem liðið er Ijúfar minningar gleðja hvern dag, hverja stund ég þakka þér. Það er min vinarkveðja Svana llllllilllllllllllllllllli! BÆKUR Vopnin kvödd enn á ný Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Vopnin kvödd eftir Ernest Hemingway í þýðingu Halldórs Laxness. Er þetta í þriðja sinn sem verkið kemur út hjá félaginu, en það var fyrst gefið út 1941 og aftur 1977. Vopnin kvödd er ein þekktasta skáldsaga Ernest Hemingway; hún vakti mikla athygli þegar hún birtist fyrst árið 1929 og aflaði höfundi sínum heimsfrægð- ar. Sagan gerist á Ítalíu á árum fyrri heimsstyrjaldar, og er í senn beisk úttekt stríðsins og mögnuð ástarsaga. Halldór Laxncss segir í eftirmála að frásögn höfundar einkcnnist af „hinum áhyggju- lausa anda lciks og skemmtunar mitt í hörmungunum; barnslega hugarheilum heiðarleik samfara kaldri ófyrirleitni stigamannsins; hnitmiðuðu og hlutstæðu mati raunsæismannsins á staðreyndum. þótt allt sé í uppnámi í kringum hann, samfara takmarkalausri fyrirlitningu á málæði og tilfinningaeðju". Vopnin kvödd er fjórða bókin í þeirri ritröð sem tileinkuð er 50 ára afmæli Máls og mcnningar. Hún er 325 bls. að stærð. Mínútustjórnun - komin út sem kiija Mínútustjórnun, bók um stjórnunarað- ferð sem farið hefur sigurför um allan hinn vcstræna heim, er nú komin út í kiljuformi hjá Vöku- Helgafelli. í bókinni er efnið er sett fram í söguformi sem sýnir á einfaldan og læsilegan hátt á hvaða meginatriðum aðferðin byggist. Mínútu- stjórnun einskorðast ekki við atvinnulífið heldur má nota hana með góðum árangri til dæmis í skólum og á heimilum. Margir þeirra, sem keypt hafa þessa bók og kynnt sér efni hennar, telja hana bestu fjárfestingu sína um langt skeið. Hún hafi kynnt þcim leiðir til að auka stórlega árangur sinn og samstarfsmanna sinna á skömmum tíma, og hafi þá engu máli skipt hvort vinnustaðurinn væri stór eða lítill. Afköstin hafi aukist og starfs- menn orðið ánægðari en áður. Ástæðurnar fyrir því, hve mikilli út- breiðslu mínútustjórnunin hefur náð, eru M'S&S.á einkum taldar tvær, annars vegar hve þessi stjórnunaraðferð er einföld og hins vegar hve hún ber árangur á skömmum tíma. Þegar hafa fjölmörg fyrirtæki hér á landi keypt bókina handa starfsmönnum sínum í ábyrgðarstöðum. Þá hefur hún verið notuð sem kennslubók á fjölmörg- um námskeiðum, þar á meðal á vegum Stjórnunarfélags íslands og Iðntækni- stofnunar. Bókin Mínútustjórnun hefur verið upp- seld hjá Vöku-Hclgafelli um nokkurt skeið. Ætti þessi endurútgáfa að vera fengur þeim sem vilja hagnýta sér þcssa stjórnunaraðferð. Útsöluverð bókarinnar er 986 krónur með söluskatti. Lausar stöður 1. Kennarastaða. Kennsla yngri barna. 2. Forstöðumaður mötuneytis. 3. Húsvörður. 1/2 staða. íbúðir á staðnum. Nánari upplýsingar hjá skóla- stjóra, sími 96-43325 og formanni skólanefndar, sími 96-43308. Umsóknarfrestur til 5. júní. Námsbraut í iðnrekstrar- fræði á Akureyri Kennsla í námsbraut í iönrekstrarfræöi á háskólastigi hefst á Akureyri á hausti komanda. Námsbrautin verður rekin í nánu samstarfi viö hliðstæða námsbraut í Tækniskóla íslands og eru inntökuskilyrði þau sömu. Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúdentsprófsskír- teini skulu sendar fyrir 1. júlí n.k. til Bernharðs Haraldssonar, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, sem veitir nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 18. maí 1987 Námsbraut í hjúkrunar- fræði á Akureyri Kennsla á námsbraut í hjúkrunarfræði á háskólastigi hefst á Akureyri á hausti komanda. Námsbrautin verður rekin í nánu samstarfi við hliðstæða námsbraut í Háskóla Islands og eru inntökuskilyrði þau sömu. Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúdentsprófs- skírteini skulu sendar fyrir 1. júlí n.k. til Ólínu Torfadóttur, hjúkrunar- forstjóra, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sem veitir nánari upplýs- ingar. Margrét Tómasdóttir, M.S., námsbrautarstjóri, verður til viðtals í Fjórðungssjúkrahúsinu mánudaginn 1. júní og skv. samkomulagi. Menntamálaráðuneytið, 18. maí 1987 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI45000 ddddi Cl H F. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Jónsson frá Efra-Lóni á Langanesi, síðar búsettur að Lokastfg 4 í Reykjavík, lést á Landakotsspítala aðfararnótt 15. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju 26. maí n.k. klukkan 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Guðrún Ólafsdóttir Sigríður Sigurðardóttir Skjöldur Vatnar Þóra G. Sigurðardóttir Gunnar Jóhannesson Jónína S. Sigurðardóttir Rúnar Sigurðsson Unnur Sigurðardóttir Bernhard Svavarsson Anna Björk Sigurðardóttir Erlingur Sigtryggsson og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.