Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 20. maí 1987 MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarféiögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Hvers vega tapaði Alþýðubandalagið? Alþýðubandalagið varð fyrir miklu áfalli í alþingisk- osningunum og gengur nú í gegnum slíka uppgjörshríð gagnvart sjálfu sér að fádæmi mega teljast. Einn af blaðamönnum Pjóðviljans orðar það svo í grein í blaði sínu, að flokkurinn hafi verið í taugaáfallsástandi síðan um kosningar. Helsta úrræði alþýðubandalagsmanna í því að losa um taugaspennuna er að tala og skrifa um sjálfa sig, leita að ástæðum fyrir tapinu, ef ekki málefnalega, þá persónulega. Hámarki þessarar málgleði alþýðubanda- lagsmanna varð náð á miðstjórnarfundi þeirra á Varma- landi í Borgarfirði, þó með þeim árangri einum að sögn Þjóðviljans, að umræðurnar lentu mikið til út um holt og hæðir og botninn í þeim er enn suður í Borgarfirði að sögn Þjóðviljans. Út af fyrir sig er það eðlilegt að flokkur sem verður fyrir slíku áfalli sem Alþýðubandalagið nú, reyni að gera sér grein fyrir ástæðum þess að hann tapar fylgi. En segja verður eins og er að margt af því sem fram hefur komið sem skýring á óförunum á við lítil rök að styðjast. Það má helst ætla af því sem alþýðubandalagsmenn eru sjálfir að segja um sjálfa sig, að kjósendum þyki Alþýðubandalagið alltof sáttfúst og meðgjörlegt í kjaramálum og berjist með sljóum vopnum gegn andstæðingum sínum. Þá er sérstaklega átt við það að forysta Alþýðusambands íslands undir stjórn Ásmundar Stefánssonar hafi haldið þannig á málum í kjarabaráttu að verkafólkið fráfælist Alþýðubandalagið sem stjórn- málaflokk þess vegna, eða eins og þeir segja sjálfir, - verkafólkið setur samasemmerki milli launastefnu ASÍ og flokksstefnu Alþýðubandalagsins. Því er svo bætt við, að vera Ásmundar Stefánssonar á framboðslistan- um í Reykjavík hafi fælt fólk frá því að kjósa Alþýðubandalagið. Állt er þetta hinn mesti misskilningur. Alþýðubanda- lagið tapaði ekki fylgi verkafólks vegna vondrar launa- stefnu ASÍ, sem Ásmundur Stefánsson ber sína ábyrgð á, heldur af hinu gagnstæða, að Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn snerust gegn þessari stefnu Ásmundar, gegn honum sjálfum, gegn forystu Dagsbrúnar í Reykjavík og öðrum frammámönnum verkalýðshreyfingarinnar, sem sjálfir vildu ráða því hvaða launastefnu þeir rækju gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldi. Hafi verkafólk snúið baki við Alþýðubandalaginu þá er það vegna þess, að Alþýðubandalagið snerist gegn hagsmunum verka- fólks í kjaramálum og gegn ýmsum kjörnum forystu- mönnum verkafólks, bæði Ásmundi Stefánssyni og Guðmundi J. Guðmundssyni og hefur reynt að gera þá að einhverjum sérstökum syndahöfrum í ósigrum Alþýðubandalagsins. Ástæðan fyrir tapi Alþýðubanda- lagsins er sú, að verkafólk tekur ekkert mark á yfirboðum Þjóðviljans í kjaramálum, verkafólkið treystir forystumönnum sínum og hefnir fyrir þá, ef að þeim er vegið af einhverjum pólitíkusum úti í bæ. ‘GARRI Ríkisútvarpið á allt gott skilið Ekki alls fyrir löngu ákvað Sverr- ir Hermannsson, menntamálaráð- herra að hækka afnotagjald ríkisút- varpsins um ein 60 eða 70% í einu stökki. Þessa ákvörðun tók hann einn og sjálfur eins og hans er von og vísa. Þessi ákvörðun ráðherrans var hárrétt og á hann þakkir skildar. Ríkisút varpið hefur verið dyggur þjónn allra landsmanna í hálfa öld. Þaðan hafa borist fréttir af innlend- um og erlcndum vettvangi, það hefur flutt okkur gleðiefni og alvar- leg mál og það hefur veitt þjóðinni ómetanlengar upplýsingar líðandi stundar. Þessu hlutverki þjónar ríkisútvarpið enn og er svo sannar- lega einn af föstu punktunum í tilverunni. i Auk útvarpsins hefur ríkisút- varpið séð okkur landsmönnum fyrir sjónvarpsdagskrá í 20 ár. Hér er vísvitandi rætt um hljóðvarpið sem “útvarpið“ enda hefur það gengið undir því nafni lengst af sinni æfl. Menn gleyma „Gufunni" Sú hækkun sem menntamálaráð- herra heimilaði hefur mælst mis- jafnlega fyrir og til eru þeir sem telja að ríkisútvarpið eigi að fjár- magna sig sjálft jafnvel að leggja það niður. Einn ágætur maður fullyrti að hann væri hættur að horfa á ríkissjónvarpiö og þar af leiðandi ætti hann ekki að borga afnotagjald þess. Aðspurður játaði hann að hins vegar að ríkisútvarpiö myndi hann hlusta mikið á. Þegar betur var að gáð játaði maöurinn því að hann hefði ekki áttað sig á í fljótu bragði að það afnotagjaid sem hann greiddi ríkisútvarpinu væri einnig ætlað að standa undir rekstri hljóðvarpsins. Svo virðist stundum sem menn gleymi bless- aðri „Gufunni“. Að sjálfsögðu þarf hún einnig á tekjum að halda. Tekjuliður afnuminn Hér skal síst kastað rýrð á nýjar útvarpsstöðvar eða Stöð 2. Þær stöðvar hafa sannað ágæti sitt og hleypt nýju blóði í íslenska fjöl- miðlun. Vonandi mun þeim ganga vel í framtíðinni og viðtökur al- mcnnings bera þess Ijósan vott aö þær eru á réttri leið. Þar með er ekki sagt að við eigum að vanrækja eitt af óskabörnum þjóðarinnar, ríkisút- varpið. Það hefur eins og áður er vitnað til verið ómissandi þáttur í okkar h'fl og mcnningu og þannig á það að starfa áfram. Lengst af hefur það verið fjár- vana og hér skal á það minnt að þrátt fyrir að í nýju útvarpslögun- um hafl verið brennimerktar á þær tekjur, þá var sú lagagrein dæmd dauð og ómerk á síðasta Alþingi. Við það missti ríkisútvarpið einn af sínum tekjustofnum sem það þó síst mátti við. Fólkið greiðir Auðvitað viðurkenna allir að hvert fyrirtæki eða stofnun þarf tekjur til að standa undir rekstri. Þótt teknanna sé aflað með mis- jöfnum hætti er það þó staðreynd að þær koma úr vasa almennings fyrr eða síðar. Afnotagjöld ríkisút- varpsins greiðir fólk beint og svo er með áskrift að Stöð 2 einnig. Það sem á vantar til að reksturinn geti borið sig er fengið með auglýsinga- tekjum. Enda þótt þær auglýsingar séu fyrsta kastið greiddar af versl- unum eða fyrirtækjum þá verða menn að gera sér Ijóst að fyrr eða síðar er það almenningur í landinu sem borgar þær. Ákvörðuninni er fagnað Því verður ekki á móti mælt að skyldur ríkisútvarpsins eru miklar og umfram það sem ætlast er til af hinum svonefndu frjálsu útvarps- stöðvum. Til að sinna þessum skyldum verður það að hafa fjármagn. Svo cinfalt er málið. Ákvörðun Sverris Hermanns- sonar er því rétt. Þrátt fyrir að með henni sé verið að,hækka skatta á iandsmenn mætir hún skilningi hjá lang flestum og er í raun fagnað. Garrí. VÍTTOG BREITT ll OHREINU BORNIN HENNAR EVU Borgaraflokknum var skutlað saman í miklum flýti, rétt tíman- lega til að bjóða fram í öllum kjördæmum áður en framboðs- frestur rann út fyrir kosningarnar. Hálfgerð afturfótafæðing varð á framboðunum þar sem leita varð á náðir yfirkjörstjórnar til að lög- gilda framboðið í einu kjördæm- anna. Flokkurinn var myndaður án stefnuskrár og sá hún fyrst dagsins Ijós í sjálfri kosningahríðinni og skýrði í engu sérstöðu eða tilgang flokksins. Flokkurinn grundvallast á umdeilanlegu siðgæðismati for- ystu Sjálfstæðisflokksins. En hvað um það. Borgaraflokk- urinn náði góðri fótfestu og kjós- endur skiluðu honum sjö mönnum á þing. Svo virðist sem enginn vilji viðurkenna kosningasigur Borg- araflokksins, ekki einu sinni hann sjálfur. Sérkennileg stjórnmálaumræða í þeirri sérkennilegu stjórnmála- umræðu sem tröllriðið hefur þjóð- inni frá því að fyrstu tölur og meðfylgjandi spár voru birtar að kvöldi kosningadags, gapir hver vitsmunaveran upp í aðra að stjórnmálasamtök femínista hafi sigrað í kosningakappleiknunt. Kvennaflokkurinn bauð nú fram í átta kjördæmum í stað þriggja áður. Með þessu jök flokkurinn fylgi sitt um rúm 4% á landsvísu og þingmannatöluna um helming. Þar sem úrslit kosninganna virðast hafa farið fram hjá flestum stjórnmála- skýrendum er rétt að benda á að femínistar fengu 6 þingmenn af 63. Kjörfylgi þeirra er um 10%. Láta mun nærri að konur séu helmingur kjósenda. Augu og eyru alheimsins hafa í þrjár vikur beinst að sigurvegurun- um og hinir hógværu fjölmiðlar skýra frá upphefðinni, rétt eins og að þjóðarstoltið hefði komist niður í fimmtánda sæti í Eurovision. Alþýðuflokkurinn er svo upp- veðraður af sigri femínista, að hann hefur ekki enn komist að því, að kratar juku fylgi sitt um þriðj- ung og þingmannatöluna um 4. Alþýðuflokkurinn heldur að hann 'hafi tapað af því hann miðar sínar prósentur við skoðanakannanir en ekki kosningar. Borgaraflokkurinn, með sína 7 þingmenn, féll í skuggann af sigur- vegurum kosninganna. Hann var þegar í stað settur út í horn og látið var eins og tilvist hans væri öll í plati. Jörð til að ganga á Þar sem flokkurinn var fyrst og fremst siðgæðisvandamál er von að honum hafi gengið illa að fóta sig á hálu svelli stjórnmálanna. Hann tók því þá stefnu að skipta sér ekki af þeim og þóttist ekkert erindi eiga til valda og áhrifa. En nú virðist Borgaraflokkurinn vera að vakna til vitundar um tilverurétt sinn og mun kannski einhvern tíma komast að því að kjósendur skiluðu honum fleiri þingsætum en stórsigurvegurum kosninganna. En það verður ekki fyrr en drýldnir sérfræðingar í útleggingum kosningaúrslita eru hættir að kveða upp dóma um „vísbendingar" og hjáfræðiþrugl um „dóm kjósenda", sem hver leggur út eftir eigin höfði. Augu þingflokks Borgaraflokks- ins hafa nú upplokist fyrir því að hann var kosinn til að taka sæti á Alþingi. Hann er meira að segja reiðubúinn að taka þátt í stjórnar- störfum og þingmennirnir virðast ekki lengur líta á sig sem óhreinu börnin hennar Evu, sem enginn mátti heyra eða sjá. Kviknar á týrunni Þingflokkurinn hefur nú ályktað að hann sé reiðubúinn til stjórnar- samstarfs með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, að því tilskildu að hinn síðarnefndi hafi stjórnar- forystu á hendi, sem í sjálfu sér er ekki óskynsamlegt. Þetta þýðir auðvitað að sama stjórn sitji áfram, en nú með til- styrk Borgaraflokksins. Þrátt fyrir margrómaðan stórsig- ur feminista og ómeðvitaða aukn- ingu á kjörfylgi krata, er ljóst að ekki var kosið á móti stjórnarstefn- unni í aprílkosningunum. Þetta virðast fáir gera sér ljóst nema nokkrir sárir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, eins og Hjörleifur Guttormsson og Guðrún Helga- dóttir. Og nú er að kvikna á týrunni hjá Borgaraflokknum. Hér skal enginn dómur lagður á hvort það stjórnarmynstur sem boðið er upp á er fýsilegt. Þor- steinn Pálsson, sem nú er handhafi umboðs til stjórnarmyndunar, á engan veginn gott með að mynda ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar með tilstyrk Alberts & Co. Og vel má vera að æskilegri stjórn- arsamvinna líti dagsins ljós. En það er varla sæmandi í þing- ræðisríki að afneita 7 manna þing- flokki eins og óhreinu börnunum hennar Evu. Ekki einu sinni þótt tilvera hans byggist á siðgæðismati, sem talið var setja blett á fáða ásjónu Sjálfstæðisflokksins. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.