Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 5
. Mðvikudagur 20. maí 1987
Tíminn 5
Sendiráðunautur Þýskalands spurður um hvalamálið:
- vega áhrif Grænfriðunga þyngra en samþykktir Þjóðverja í Hvalveiðiráðinu?
Hvalskurður í Hvalfirði.
Ef marka má framkomu sendi-
ráðnautar Þýskalands hér á landi
gagnvart blaðamanni Tímans,
virðist samstarfsviiji Þjóðverja
varðandi iausn hvalamálsins í
Hamborg, vera í lágmarki. Þegar
blaðamaður Tímans hafði í gær
samband við dr. Shanz, sem er
sendiráðunautur og gengur næst
sendiherra Þýskalands hér á landi,
og viidi fá almennar upplýsingar
um hvaða reglur giltu um innflutn-
ing á hvaiafurðum til Þýskalands,
voru svörin heldur snubbótt. Sagði
sendiráðunauturinn að hann hefði
slæma reynslu af að veita slt'kar
upplýsingar, óskaði biaðamanni
pent góðs gengis og lagði tólið á,
áður en blaðamanni gafst ráðrúm
til að kveðja. Er vonandi að slíkur
hroki verði ekki hafður að leiðar-
Ijósi í þessu máli í framttðinni.
Þau viðbrögð þýskra stjórnvalda
að gera upptækt íslenskt hvalkjöt í
fríhöfninni í Hamborg á leið þess
til Japans, hafa óneitaniega vakið
furðu. Reglur um frthafnir eru
aðrar en gilda öðru jöfnu í hverju
landi fyrir sig og mun frjálslegri og
fara þar flestar vörur um, utan
eiturlyf og önnur . lífshættuleg
efni,án afskipta yftrvaida. Ástæða.
þess að hvaikjötið vargert upptækt
af yfirvöldum fríhafnarinnar í
Hamborg nú, en ekki hleypt í gegn
eins og áður hefur tíðkast, er
samkvæmt blaði Grænfriðunga út-
gefnu í Svíþjóð, að þeir hafi bent
yftrvöldum fríhafnarinnar á að ný
þýsk lög um dýraverndun nái einnig
til fríhafna.
Samkvæmt túlkun Grænfrið-
unga, sem frthafnaryfirvöld í
Hamborg virðast hafa failist á,
banna þessi lög verslun og innflutn-
ing á hvalafurðum í Þýskalandi. í
sama blaði Grænfriðunga er því
einnig haldið fram, að hvalafurð-
irnar hafi verið fluttar út undir
vöruheitinu „frosinn fiskur".
Við þetta er eitt og annað að
athuga. { fyrsta lagi er hér ekki um
að ræða verslun né innflutning á
hvalafurðum til Þýskalands, heidur
er Hamborg notuð sem umskipun-
arhöfn á leið vörunnar til Japans. f
öðru lagi er Þýskaland aðili að
stofnsáttmála Alþjóða hvalveiði-
ráðsins frá 1946 og hefur sem slíkt
heimilað hvalveiðar í vísindaskyni.
í þriðja lagi er vísindanefnd AI-
þjóða hvalveiðiráðsins eini alþjóð-
legi aðilinn sem fjallar um hvaða
tegundir hvala eru í útrýmingar-
hættu og þá hvaða hvalategundir
eru það ekki. Langreyður og sand-
reyður cru ekki á lista vísinda-
nefndarinnar um hvali í útrýming-
arhættu, en það eru þær tegundir
.sem veiddar eru hér og afurðir af
þcim fluttar út. Þessir stofnar eru
hins vegar skilgreindir sem nýtan-
legir stofnar. Eðlilegt er að gera þá
kröfu að iistar yfirvalda í Þýska-
landi yfir hvalategundir t' útrýming-
arhættu samrýmist lista Álþjóða
hvalveiðiráðsins, sem landið er að-
ili að.
Hvað varðar ásökun Grænfrið-
unga um að hvalafurðirnar hafi
verið fluttar út undir föisku flaggi,
staðfesti Sveinn Björnsson skrif-
stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu,
að ráðuneytið hefði geftð tilskilin
útflutningsleyfi og hafi þar verið
tekið skýrt fram að um hvalkjöt
hafi verið að ræða, en alis ekki
„frosinn fisk“.
Eftir þrýsting frá Grænfriðung-
um í Þýskaiandi, sendu þarlend
yfirvöld menntamálaráðuneytinu,
sem fer með dýraverndunarmál
hér á landi, beiðni um vottorð þar
sem kveðið væri á um hvort útflutn-
ingur þessi væri löglegur. Mennta-
málaráðuneytið sendi svar þann
24. aprt'l sl. þar sem staðfest er „að
afurðirnar séu af hvölum sem
veiddir hafa verið í vísindaskyni í
íslenskri lögsögu samkvæmt sér-
stöku leyfi íslensku ríkisstjórnar-
innar og veiði þessi stofni ekki
hinum tilteknu hvalastofnum í
hættu. Þá er enn fremur staðfest að
veiði og meðferð á dýrunum hafi
verið í samræmi við íslensk iög.“
Það ætlar hins vegar að vefjast
fyrir þýskum stjórnvöldum að gera
upp við sig, hvort það eigi að taka
þessa yfirlýsingu íslenskra stjórn-
valda gilda og hafa Þjóðverjar
jafnvel hótað að hvaikjötinu verði
cytt. Eins og kemur fram hér á
síðunni í viðtölum við tvo ráð-
herra, þá snýst málið ekki lcngur
um söluverðmæti viðkomandi
hvalafurða í Japan, heldur fram-
komu þýskra yfirvalda gagnvart
íslendingum.
Mætti helst halda að þýsk yfir-
völd vilji meðhöndla hvalafurðir á
sania hátt og heróín, eða önnur
lífshættuleg eiturlyf og hafa að
engu rök vísindamanna í Aiþjóða
hvalveiðiráðinu um að vissar hvala-
tegundir megi nýta á skynsamleg-
an hátt. -phh
Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra
um upptöku hvalafurða í Hamborg:
Um mjög alvar-
legt prinsipp’
mál að ræða
-ef þýskyfirvölddraga íslenskyfirvöld í efa
„Ef þýsk yfirvöld ætla að fara að
draga í efa vottorð frá íslenskum
yfirvöldum, okkar yfirlýsingar og
vilja til að vernda okkar lífríki, er
það að sjálfsögðu mjög alvarlegt
mál. Við hljótum að sjálfsögðu að
meta þessa hluti fyrst og fremst þar
sem það er okkar hagsmunamál að
engu sé útrýmt í íslenskri náttúru.
Við getum líka efast um vilja Þjóð-
verja til að vernda sitt eigið lífríki
þar sem þeir eiga sín vandamál sem
aðrir, en gerum það hins vegar ekki
og látum okkur ekki detta það í hug.
Þeir sem sjálfstætt ríki hljóta að
leggja til grundvallar sitt eigið mat
sem við virðum, eins og við virðum
sjálfsákvörðunarrétt annarra ríkja.
Þannig að hér gæti verið um mjög
alvarlegt prinsipp-mál að ræða,“
sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra þegar Tíminn innti
hann eftir áliti á framkomu þýskra
yfirvalda, en þau hafa gert upptæka
sendingu af hvalaafurðum í fríhöfn-
inni í Hamborg.
Sagði Halldór að Þjóðverjar væru
aðilar að Alþjóða hvalveiðiráðinu
og hefðu undirritað stofnsamning
þess. „Þar, samkvæmt áttundu
grein, er þjóðum heimilað að stunda
vísindalegar rannsóknir og taka dýr
í því skyni. Við höfum ekki undan
neinu að kvarta í samskiptum við
Þjóðverja á þessu sviði og þeir hafa
virt þennan sáttmála á allan hátt að
mínu mati og við höfum átt við þá
ágæt samskipti.
Eitt aðalatriði ályktunar þeirrar
sem samþykkt var á fundi Alþjóða
hvalveiðiráðsins í Malmö í fyrra, var
að þar var staðfestur réttur þjóðanna
sem skrifuðu undir, að nýta sér þann
rétt sem stofnsáttmálinn gefur.
Viðbrögð þýskra yfirvalda núna
koma okkur algjörlega á óvart, enda
ætti þetta mál ekkert að koma inn á
svið Þjóðverja. Hér er um vanalega
flutninga að ræða, en ekki sölu eða
innflutning til Þýskalands," sagði
Halldór Ásgrímsson. -phh
Sverrir Hermannsson um Hamborgarhvalinn:
Áframhaldandi
málarekstur
- ef Bonn-stjórnin foraktar okkur sem sjálfstætt ríki
og okkar lög. Utanríkisráðherra hefur mótmælt við
sendiherra Vestur-Þýskalands
„Þetta er mjög undarlegt mál og
satt að segja alveg óskiljanleg máls-
meðferð. Það er verið að senda vöru
í gegnum fríhöfn. Þeir beita eitthvað
lögum sínum en okkur var reyndar
ekki kunnugt um þau. Við áttum að
hafa rétt þetta af með yfirtýsingum
menntamálaráðuneytisins. Þar gefur
ráðuneytið sínar skýringar og yfirlýs-
ingu. Mér er óskiljanlegt ef þeir taka
ekki mark á því og það hlýtur að
leiða framhald málareksturs af sér,
ef Bonn stjórnin foraktar þannig
sjálfstætt ríki eins og okkur og lög
þess,“ sagði Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra þegar Tíminn
ræddi við hann í gær.
Sagði Sverrir að Matthías Á. Mat-
hiesen utanríkisráðherra hafi kallað
sendiherra Vestur-Þýskalands til sín
og mótmælt „þessum aðferðum
öllum.“ „Það verður ekki á það sæst,
að við verðum þannig leiknir í
samskiptum þjóða. Að hinir form-
föstu Þjóðverjar taki ekki mark á
okkar plöggum, frá ráðuneyti hér
heima er mér óskiljanlegt. Það er
eitthvað nýrra sem bregður við, ég
kann ekki að ráða þá gátu. En það
verður sótt fast fram í þessu máli,“
sagði Sverrir Hermannsson að
lokum. -phh/SÓL