Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 20. maí 1987 FJÖLBRAIJTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 10—12, 105 R. SÍMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla: Einkunnir veröa afhentar föstudaginn 22. maí kl. 11-13.00, og þá skulu nemendur jafnframt velja sér áfanga fyrir næstu önn. Brautskráning stúdenta og skólaslit verða í Langholts- kirkju laugardaginn 23. maí. Athöfnin hefst kl. 13.00. Innritun nýnema fyrir haustönn er hafin, en skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Félagsfræðibraut, hagfræðibraut, heilsugæslubraut, þjálfunar- og íþróttabraut, náttúrufræðibraut, nýmála- braut og viðskiptabraut. Skrifstofa skólans er opin kl. 8-15, sími 84022 Bókbindarar Óskum eftir að ráða bókbindara. Upplýsingar hjá verkstjóra. Prentsmiðjan Edda Smiðjuvegi 3, Kópavogi Sími 45000 Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Vorfundur félagsins veröur í Nóatúni 21, mánudaginn 25. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Formaður L.F.K. Unnur Stefánsdóttir segir frá störfum Lands- sambandsins. 2. Sigríður Hjartar formaður Garðyrkjufélags íslands rabbar við okkur um vorið og garðinn og sýnir okkur myndir. 3. Tveggja saga flutt af Valborgu Bentsdóttur og Áslaugu Brynjólfs- dóttur. Kaffi, mætið vel. Stjórnin Hafnarfjörður Almennur félagsfundur verður haldinn hjá Framsóknarfélögunum í Hafnarfirði fimmtudaginn 21. maí n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Þingmennirnir Steingrímur Hermannsson og Jóhann Einvarðsson koma og ræða stjórnmálaástandið og félagsstarfið. Félagar fjölmennið. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Fjölskylduferð í Þórsmörk Framsóknarfélögin í Árnessýslu efna til skemmtiferðar í Þórsmörk laugardaginn 20. júní n.k. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 1247 milli kl. 10 og 12 og 14-16 virka daga. Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar. Nefndin SUÐURLAND Enn er I gangi fjáröflun vegna kosningabaráttunnar á vegum kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Velunnar- ar og stuðningsmenn sem vilja styrkja kosningasjóðinn geta lagt peninga inná gíróreikning í hvaða banka sem er, reikningsnúmer og banki er 2288 í Landsbankanum Hvolsvelli. Þakkir eru sendar þeim fjölmörgu sem þegar hafa styrkt kosningabar- áttuna. Stjórnin Suðurland Skrifstofur Þjóðólfs og kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurlandskjördæmi Eyrarvegi 15, Selfossi eru opnaralla virkadaga frá kl. 9.00 til 12.00 og 14.00 til 16.00. Símar 99-1247 og 99-2547. Lítið inn. lllilllllHI: LESENDUR SKRIFA Dálítið skrítinn draumur: Hvað byggja Hriflu- Jónas og Guðmunda góðbóndi? Ungan dreymdi mig oft og margt - og mundi oft draum að morgni. Líklega dreymir mig enn margt, en oftast gleymt er eg vakna. En í morgun mundi eg þenna draum: Eg var kominn einhversstaðar þar í sveit, sem margra herbergja stein- hús var í smíðum - Veggir komnir í stofuhæð, en vantaði bæði loft og yfirgerð. Eg virti fyrir mér bygging- una og kom í hug að mæla lengd og breidd en sýndist það ekki alls kostar auðvelt - Enda hvarf eg frá því. Þá sá eg mann í vinnufötum, sem stóð innan við vesturvegg og virti hann fyrir sér. Eg þóttist sjá, að þar væri smiður hússins - En nú sá eg að það var Jónas Jónsson frá Hriflu, ekki eldri en á miðjum aldri. Eigi sá eg þarna annað fólk. Næst var eg kominn inn í húsið, undir steinsteyptu loft. Eg var þar í rúmri stofu, óhreinni og ópússaðri, með meðalstórum einnar rúðu glugga á vesturvegg. I því bili varð dálítil sprenging þarna inni nærri mér. Hún snerti mig ekki, en þeytti tveimur smásteinum út um llllllllllllllllllllllll BÆKUR lllllllllllllllllll gluggann. Þeir létu eftir sig efst á rúðunni hreinbrotin, jafnstór kring- lótt göt - 7-8 cm í þvermál - samhliða með nokkru millibili. Að öðru leyti var rúðan óbrotin. Þó sýndist mér vart sýnilegur brestur upp frá syðra gatinu. En úr börmum þess virtist vætla rauður vökvi líkur blóði, sem hafði ýrst á vegginn neðan gluggans. Smiðurinn Jónas frá Hriflu var þar og velti fyrir sér hvernig best mundi að bæta götin. Eg sagði honum - og hélt mig vita - að til væri mjúkt, glært fljótharðnandi plast- efni, sem renna mætti í götin. Svo hvarf eg snöggvast frá, en leit inn aftur. Þá var búið að troða í rúðugöt- in óhrjálegum ljósgráum kíttisköggl- um. Svo gekk eg austur með suðurhlið hússins og sá þá, að austan þess var í smíðum snoturt lítið steinhús - ein rúmgóð stofa. „Hver á að búa hérna?“ spurði eg. „Það ætla eg að gera“, svaraði Guðmunda góðbóndi og einbúi, fyrrum sveitungi minn. Næst var eg kominn á æskustöðvar - reið upp sléttur vestan gamla túns - og sýndist þær miklu stærri og fegri. en eg minntist þeirra frá unglingsár- um. Svo hélt eg áfram austur Holtið ofan við gamla túnið - Og allt í einu var þar kominn til mín ungur maður - mér fannst: niðji minn. Þá minntist eg þess og sagði honum, að eg hefði plægt Holtið með hestum - og Sig- urður bróðir minn breytt því síðan í tún. Áður var það forn uppblástur - illa gróinn sára magur mói. Nú sýndist mér skákin mörgum sinnum stærri en hún er. Öll var hún vafin fullsprottnu töðugrasi. - Frá þessu vaknaði ég. Kannski þykir það kjánalegt, að taka mark á - og segja frá draumi sínum - og margir draumar sýnast ómerkilegir. Þessi draumur um Jónas smið frá Hriflu, Guðmundu góðbónda og hálfbyggðu húsin þeirra, er varla með öllu marklaust rugl. Vill nú ekki einhver reyna, að ráða hann fyrir mig? 27. apríl 1987 Helgi Hannesson Erlendar bækur Mynd Ulf Aas af höfundinum er hann las úr Ijóðum sínum í hátíðasal Oslóarháskóla 1950. Myndin árituð af Wildenvey. Herman Wildenvey. Samlede dikt 1 & 2. Gyldendal Norsk Forlag. Oslo 1986. 368 + 390 bls. Með þessari heildarútgáfu Ijóða Wildenvey, hefir Gyldendal gert hinum geysimörgu aðdáendum hans stóran greiða, að geta eignast öll ljóð hans, eða eins og hann sjálfur segir í stysta formála höfundar sem yfirleitt getur um: „Þessi tvö bindi sem hér eru lögð fram, eru Ijóðasafn mitt, fyrst og fremst eins og ég óska að það geymist." Að þetta er þriðja útgáfa ljóðasafnsins þarf engan að undra, svo dáður er Wildenvcy með- al landa sinna. Ég minnist þess að hlusta á blaðamann frá Drammen lesa upp úr ljóðum hans, en sá kann mikinn hluta þeirra utan að og les þau af sli'kri tilfinningu að stein- hjörtu ein eru ósnortin. Og það er líklega einkunnin sem hægust er að gefa ljóðunum. Fimmtíu árum eftir að fyrsta bók hans kom út (Nyinger - 1907) valdi hann sjálfur Ijóðin í þetta safn, eða 1957. Þetta er þriðja útgáfa verksins. Um Ijóð eins og „Harmsol" og „De ensomme ting" hefir verið sagt að þau séu í visku sinni og innsæi, guðsgjöf til skáldsins. Auk hins stór- kostlega orðaforða og orðaleiks, sem skáldið sýnir, svo erfitt er að þýða hann á önnur mál, nema endur- yrkja (gjendikte) eins og Norðmenn segja, hefir hann svo fullkomin tök á sambandi efnis og hrynjandi að jafnvel lítt ljóðelskir menn hljóta að hrífast. Þannig má í raun tala um hið sérstaka orðalandslag sem hann byggir í ljóðum sínum. Hann er eins og arkitekt, sem semur hæðir fjöll og jafnvel skóga, auk húsanna og bæj- anna, inn í huga lesandans. Miklu fremur byggir hann líka ákveðinn tilfinningaheim hjá lesandanum, sem ósjálfrátt fer að sjá yrkisefnið með augum skáldsins og finnst það harla gott. Kímni hans fellur svo vel að ljóðinu og raunar allt er hann vill tjá, að vesalings bókmenntagagnrýn- endurna skortir hugmyndaflug og orðaforða til að lýsa því. Það er aðeins ein leið til að kynnast Herman Wildenvey og það er að lesa hann aftur og aftur, en til þess þarf viðkomandi að vera vel að sér í norsku. Það er út af fyrir sig tilgangs- lítið áð fara að telja hér upp einstök ljóð, en „Koral" hef ég alltaf gaman af, af hverju? Þú verður að lesa það lesandi góður til að skilja það. Sigurður H. Þorsteinsson. fÚTBOÐ ipastofnun Reykjavíkurborgar f.h. bygginga deildaróskar eftir tilboöi í framkvæmdir í byggingu 1. hæöar og þaks heilsugæslustöðvar við Hraun- berg 6 í Reykjavík, um er að ræða uppsteypt einingarhús. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. júlí n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKlAVÍKURBORGAfL Frtkirkjuvcgi 3 — Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.