Tíminn - 20.05.1987, Page 9

Tíminn - 20.05.1987, Page 9
Miðvikudagur 20. maí 1987’ 19miljóna hagnadur Afkoma Kf. Héraösbúa góö á síðasta ári Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöð- um var gert upp með 19 miljóna króna hagnaði í ár, samanborið við 28 miljóna króna tap í fyrra. Fjárm- unamyndun í rekstrinum var núna 21,6 miljónir. Heildarvelta félagsins á síðasta ári var 1.120 miljónir og jókst um 20%. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Vala- skjálf á Egilsstöðum nýlega. í skýrslu sinni til fundarins rakti Þor- steinn Sveinsson kaupfélagsstjóri fimm atriði sem hann taldi að réðu mestu um þessa hagstæðu útkomu. I fyrsta lagi nefndi hann olíuverð- lækkun um 40% á árinu, ásamt fjármagnskostnaði sem minnkaði mikið frá árinu á undan. í öðru lagi var tíðarfar austanlands með ein- dæmum gott, og í þriðja lagi var fallþungi dilka tæpu kílói meiri en árið áður. í fjórða lagi varð aukning á sjávarafla sem olli því að aukning varð í vinnslu hjá frystihúsum félags- ins á Reyðarfirði og Borgarfirði. í fimmta lagi er svo söluaukning í verslunum félagsins, sem varð um 25% eða nokkurn veginn í samræmi við verðhækkanir sem talið er að hafi orðið á árinu. Landbúnaðarafurðir Samtals var slátrað hjá félaginu rúmlega 60 þúsund fjár, og varð heildarkjötmagnið rúm 900 tonn. Meir en helmingur af þessu kjöti var fluttur út til Færeyja, nánar til tekið 550 tonn af framleiðslu haustsins 1985, og frá s.I. hausti og til áramóta um 300 tonn. Einnig var töluvert selt til Færeyja af innmat og sviðum. Til Japan var selt töluvert af úrbeinuð- um frampörtum, og einnig talsvert magn af hryggjum og lærum til Svíþjóðar, sem fallið hefur vel hvort að öðru. Mjólkursamlag KHB tók á móti 2,9 miljónum lítra á árinu sem leið. Samtals greiddi félagið fyrir land- búnaðarvörur á liðnu ári 286 miljón- ir króna. Verslun Samanlögð vörusala félagsins nam 444,3 miljónum á síðasta ári. Sölu- hæsta verslunin var kjörbúðin á Egilsstöðum með um 141 miljón og 33% aukningu frá árinu á undan. Aukningin varð hins vegar mest á Reyðarfirði, í kjörbúðinni og bygg- ingarvörum þar, eða 35%. Þá varð einnig veruleg söluaukning í verslun- um félagsins á Seyðisfirði og Borgar- firði eystri. Þegar upp er staðið er kaupfélagið með rúmar 12 miljónir í hagnað af versluninni. Tíminn 9 Söluskáli Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Þar að auki rekur fclagið tré- smiðju og brauðgerð á Egilsstöðum. Á Reyðarfirði rekur það olíuversl- un, fóðurblöndunarstöð, gistihús og skipaafgreiðslu. Á Borgarfirði rekur það einnig skipaafgreiðslu. Sjávarafli í frystihúsinu á Reyðarfirði voru framleiddir um 34 þúsund kassar og veltan þar varð rétt rúmar 100 milj- ónir. Er þetta það mesta sem fram- leitt hefur verið í húsinu á einu ári. I húsinu á Borgarfirði voru fram- leiddir um 15 þúsund kassar, og framleiðsluverðmætið þar var 41 miljón. Síldarsöltun á Borgarfirði gekk einnig mjög vel á síðasta ári. Fjárfestingar Kf. Héraðsbúa á liðnu ári voru 23 miljónir, þar af 9,6 miljónir í fasteignum. Útistandandi skuldir viðskiptamanna félagsins voru 75 miljónir um áramót, en inneignir þeirra hjá félaginu voru 92 miljónir. Bæði inneignir og skuldir viðskiptamanna hækkuðu um rúm- lega 15% á árinu. Innistæður í innlánsdeild félagsins voru 77 milj- ónir í árslok og hækkuðu um 21% á árinu. Greidd vinnulaun hjá félaginu voru 120 miljónir og hækkuðu um 28%. Þau voru greidd til rúmlega 900 einstaklinga. Eigið fé félagsins í árslok var 237 miljónir, af 830 miljón króna niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Á aðalfundinn mætti Magnús G. Friðgeirsson framkvæmdastjóri Bú- vörudeildar Sambandsins. Flutti hann þar erindi um sölu- og mark- aðsmál landbúnaðarins. Stjórn Stjórn Kf. Héraðsbúa er óbreytt, en hana skipa Jón Kristjánsson, Egilsstöðum, formaður, Sigurður Baldursson, Sléttu, varaformaður, Bragi Hallgrímsson, Holti, ritari, Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, og Þórdís Bergsdóttir, Seyðisfirði. Varamaður er Krafnkell Björgvins- son, Víðivöllum, og fulltrúi starfs- fólks er Ásgeir Metúsalemsson, Reyðarfirði. Kaupfélagsstjóri er Þorsteinn Sveinsson. -esig það veitingahús. Á fundinum var m.a. samþykkt að leggja 200 þús. kr. í Menningar- sjóð KB, að verja 75 þús. kr. til skógræktar og að leggja 48 þús. kr. fram til reksturs Byggðasafns Borg- arfjarðar. Fyrir þá, sem kunnugir eru í Borgarnesi, má geta þess að lagt var til á fundinum að sú breyting yrði gerð á aðalverslun KB þar að hún yrði flutt niður á jarðhæðina, með aðalinngangi frá bílastæðinu sem þar er og margir þekkja. Stórgripakjöt Þá samþykkti fundurinn sérstaka ályktun þar sem skorað er á stjórn KB að gera nú stórátak í sölu á stórgripakjöti. Benti fundurinn á eftirfarandi atriði til úrbóta: „1. Hafa alltaf á boðstólum ferskt kjöt af nýslátruðu, með því að skipuleggja slátrun fram í tímann í samráði við bændur. 2. Nýta betur þá góðu aðstöðu sem félagið hefur til hvers konar vinnslu á kjöti. 3. Huga að stofnun markaðar, sem starfræktur yrði yfir sumartím- ann og byði upp á borgfirskar land- búnaðarvörur. 4. Auglýsa nautgripakjöt á áber- andi stöðum í verslunum KB og í fjölmiðlum, og bjóða fólki upp á að fá kjötið úrbeinað og unnið eftir óskum hvers og eins. í þessu sambandi yrði reynt sér- staklega að ná til þess mikla fjölda ferðamanna sem um Borgarnes fara á hverju ári.“ Stjórn Stjórn Kf. Borgfirðinga skipa nú þessir menn: Bjarni Arason ráðu- nautur í Borgarnesi, formaður, Davíð Aðalsteinsson á Arnbjargar- læk, varaformaður, Erlendur Hall- dórsson bóndi í Dal, ritari, Kristján Axelsson bóndi í Bakkakoti, Guð- mundur Ingimundarson deildar- stjóri í Borgarnesi, Jón Blöndal bóndi í Langholti og Magnús B. Jónsson kennari á Hvanneyri. Full- trúi starfsmanna í stjórn er Kristín Halldórsdóttir skrifstofumaður í Borgarnesi. Kaupfélagsstjóri er Ólafur Sverrisson. -esig Kaupfélag Borgfirðinga í Borg- arnesi var gert upp með 7,9 miljón króna tekjuafgangi nú í ár. Er það mikill bati frá síðasta ári þegar halli á rekstrinum var rúmar 25 miljónir króna. Heildarveltan var 1.561 miljón, samanborið við 1.318 mil- jónir árið á undan. Af veltunni voru 44,3% í landbúnaðarvörum, 35,7% í verslun, 14,0% í iðnaði og 6,0% í þjónustugreinum. Félagsmenn voru um 1300 í árslok og fastir starfsmenn um 240. Þetta var meðal þess sem fram kom á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í Borgarnesi fyrir skömmu. Fundinn sóttu um 100 manns, þar af 76 kjörnir fulltrúar frá 18 félags- deildum, en af þeim eru 5 í Borgar- fjarðarsýslu, 8 í Mýrasýslu og 5 í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum. Fundurinn t' ár var frábrugðinn fyrri fundum um það að nú hafði fáum dögum fyrr verið haldinn sér- stakur aðalfundur fyrir mjólkursam- lagið, sem nú starfar sem sérstök deild innan kaupfélagsins. Var það í fyrsta skipti sem slíkur aðalfundur MSB var haldinn, en á honum var m.a. gengið frá sérstökum sam- þykktum fyrir Mjólkursamlag Borg- firðinga, eins og það nefnist núna. Þeir Bjarni Arason stjórnarfor- maður og Ólafur Sverrisson kaupfél- agsstjóri fluttu skýrslur á fundinum. Þar kom m.a. fram að fjármagns- kostnaður hjá félaginu hefur minnkað, en er þó enn mikill og þarf að lækka. Þar er þó erfitt um vik vegna þröngrar lausafjárstöðu, og er því nauðsynlegt að losa um fjármuni eins og kostur er, draga úr fram- kvæmdum og útlánum, innheimta skuldir, halda vörubirgðum í lág- marki og reksturskostnaði niðri. Þá versnaði hagur viðskiptamanna nokkuð á árinu gagnvart kaupfélag- inu, og m.a. höfðu bændur allveru- lega lakari stöðu gagnvart því í árslok en í byrjun árs. Hins vegar hækkuðu innistæður f innlánsdeild félagsins um 28% á árinu og voru 61 miljón í árslok. Til fjárfestinga var nær 25 miljónum varið á árinu hjá félaginu. Eigið fé í árslok var 368 miljónir, af 1.140 miljóna niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Aðalstöðvar Kaupfélags Borgflrðinga í Borgarnesi. Góð afkoma í Borgarnesi Nær átta miljón króna tekjuafgangur hjá Kaupfélagi Borgfirðinga Landbúnaðarafurðir Samtals var tæplega 67 þúsund fjár slátrað hjá Kf. Borgfirðinga á síðasta ári. Meðalþyngd var 13,97 kg, samanborið við 14,42 kg árið á undan. Þá var slátrað um 2.800 nautgripum, 270 hrossum og um 1.800 svínum. Auk þess tók félagið á móti tæplega 4.800 löxum á árinu, um 46 þúsund kílóum af ull og nær 20 þúsund kílóum af kartöflum. Hjá Mjólkursamlagi KB var tekið á móti rúmlega 10 miljónum lítra af mjólk frá 182 framleiðendum. Samtals greiddi félagið til búvöruframleið- enda á árinu 1986 um 519 miljónir króna. í Borgarnesi er félagið einnig með margs konar aðra starfsemi. Þar má nefna brauðgerð, kjötiðnaðarstöð, kjötmjölsverksmiðju og pizzugerð, sem er ung starfsgrein hjá félaginu, hófst á síðasta ári, og hefur aðsetur í' mjólkursamlagsbyggingunni. Þá rekur félagið bifreiða- og trésmiðju í Borgarnesi, einnig bifreiðastöð og frystihús, og að Vegamótum rekur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.