Tíminn - 20.05.1987, Side 19

Tíminn - 20.05.1987, Side 19
Miðvikudagur 20. maí 1987 Tíminn 19 Skipting út á við Joan Collins og Peter Holm hafa bæði fundið sér nýja ást Þ JCau ■AU Joan Collins og Peter Holm virðast vera farin að jafna sig eftir öll illindin í sambandi við skilnaðinn. Nú hefur Joan verið að skemmta sér í London og orðið þar ástfangin af fertug- um breskum fjármálamanni, Bill Wiggins að nafni, en Peter er bálskotinn í hávaxinni sýningar- dömu, Pucci Jhones. „Hún hefur meiri kynþokka í litla fingri en flestar aðrar í öllum kroppnum!" sagði Peter við blaðamenn, sem voru að spyrja hann um ástamálin. Pucci er 34 ára (Peter er 39) og á sitt eigið fyrirtæki (umboð fyrir model og ljósmyndafyrirsætur) í Los Angeles. Joan hefur orðið þaulsetin í London, en hún varð að snúa aftur til Bandaríkjanna vegna upptöku á Dynasty-þáttum. Hún segist hafa boðið Bill sínum að heimsækja sig tii Hollywood - og hann hafi lofað að láta verða af heimsókninni fljótlega. „Ekki minnast á giftingu við mig“, sagði Joan Collins við blaðamenn við heimkomuna. „Ég fæ útbrot og grænar bólur aðeins við að heyra orðið ! Við BUl erum skotin og eigum okkar ástarævintýri saman, en í fram- tíðinni verður mottóið hjá mér „Ást - en frelsi". Ég lít nú björtum augum fram á veginn, og vonast tU að við BiU verðum mikið saman í framtíð- inni," sagði Joan glaðleg í bragði. Margir höfðu orð á því, að hún hefði yngst um 10 ár i Englandsferðinni. Nýja ástin hans Peters Holm, Pucci Jhones sem á og rekur model-umboðsskrifstofu í Los Angeles hand heirr- ° hjona- PöJrra stóð T HHl •> * -J Candy situr fyrir á spegli í London með Bill Wiggins, hinum nýja vini sínum og vinkonu, - sem situr á milli þeirra Joan og Bills Verðlaunaköttur H og fyrirsæta ■ UN Candy kann svo sannarlega að sitja fyrir eins og aðrar atvinnufyrirsætur. Samt er hún aðeins 2ja ára! Persneska læðan hún Candy þykir algjör fegurðardrottning í sínum hópi, enda hefur hún fengið verðlaun og hrós hjá ljósmyndurum. Það sérkennUega við þessa faUegu hvítu læðu er að augu hennar eru ekki samlit, — annað augað er gult en hitt skærblátt! Þetta kemst víst því miður ekki til skila á myndinni. Sagt er að þessi sérkennUegi augnlitur sé ekki óalgengur hjá hvítum pers- neskum köttum, en sjaldgæfari hjá köttum af öðrum ættflokkum. Miðvikudagur 20. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynning- ar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku kl.8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ottó nashvrn- ingur“ eftir Ole Lund Kirkegárd. Valdís Osk- arsdottir les þýðingu sína (3). Veröldin er 9.20 Morguntrimm. Lesið úr for- ustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ. Stephens- en. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 íslenskt mál Endurtekinn þáttur frá laugar- degi sem Ásgeir Blöndal Magnússon flytur. 11.20 Morguntónleikar Oktett op. 3 eftir Johan Svensen. Arve Tellefsen. Leif Jörgesen, Trond öyen, Peter Hindar, Johannes Hindar, Sven Nyhus, Levi Hindar og Hans Christian Hauge leika á fiðlur, víólur og selló. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.301 dagsins önn - Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fallandi gengi“ eftir Er- ich Maria Remarque Andrés Kristjánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (20). 14.30 Segðu mér að sunnan Ellý Vilhjálms velur og kynnir lög af suðrænum slóðum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. a. Sónata í F-dúrop. 26 eftir Johann Ludwig Dussek. Edith Henrici og Hans Helmut Schwartz leika á tvö píanó. b. Prelúdía og fúga í d moll og g moll eftir Johann Sebastian Bach í útsetningu Wolfgangs Am- adeus Mozarts fyrir strengjatríó. Gérard Jarry, Serge Collot og Michel Tournus leika. c. Sinfónía nr. 2 í oc moll eftir Jean Baptiste Cupin de Cambargo. Sinfóníhljómsveitin í Liege leik- ur; Gerard Cartigny stjórnar. 17.40 Torgið Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. (Þátt- urinn verður endurtekinn nk. laugardag kl. 9.15). Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Fjölmiðlarabb Gunnar Karlsson flytur. 19.45 Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins. I. Hljóðrit- un frá tónleikum Kvartetts Síbelíusar akadem- íunnar í Norræna húsinu 5. apríl s.l.: Flytjendur: Seppo Tukiainen, fiðla, Erkki Kantola, fiðla, Veiko Kosonen lágfiðla, og Arto Noras selló. a. Kvartett op. 76 nr. 1 eftir Joseph Haydn. b. Kvartett op. 59 nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven. c. Kvartett op. 56. „Voces intimae", eftir Jeaan Sibelius. II. Strengjatríó í útvarpssal. Flytjendur: Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bryndís Pálsdóttir, fiðla og Svava Bernharðsdóttir lágfiðla. a. Terzetto op. 74 eftirAntonín Dvorák. b. Seren- aða op. 12 eftirZoltan Kodály. Kynnir: Sigurður Einarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. . wa Miðvikudagur 20. maí 00.10 Næturútvarp Gunnlaugur Sigfússon stend- ur vaktina. 6.00 í bítið. Erla B. Skúladóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar og Kollbrúnar Halldórsdóttur. Meðal efnis: Plötupotturinn, gestaplötusnúður og miðviku- dagsgetraun. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög viö vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Ingólfur Hannesson og Samúel örn Erlingsson íþróttafréttamenn taka á rás. 20.30 í gestastofu. Elín Þóra Friðfinnsdóttir og Sigriður Halldórsdóttir taka á móti gestum. 22.05 Perlur. Jónatan Garðarsson kynnir sígilda dægurtónlist. (Þátturinn verður endurtekinn n.k. sunnudagsmorgun kl. 9.03). 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Hjörtur Svavarsson stendur vaktina til morguns. 2.00 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Endurtekinn þáttur frá gær- degi). ^ Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 9.00, 10.00, 11.00 12.20,15.00,16.00,17.00,19.00,22.00 og 24.00. 22.00 og 24.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Fjallað um sveitarstjórn- armál og önnur stjórnmál. Umsjón: Erna Indr- iðadóttir. Miðvikudagur 20. maí 18.30 Úr myndabókinni - Endursýndur þáttur frá 17. maí. Umsjón: Agnes Johansen. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Hver á að ráða? (Who's the Boss?) - Níundi þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur um einstæðan föður sem vinnur eldhússtörfin fyrir önnum kafnamóður. Aðalhlutverk:Tony Danza, Judith Light og Katherine Helmond. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Spurt úr spjörunum - Fimmtándi þáttur Spyrlar: Ómar Ragnarsson Kjartan Bjar- gmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 21.10 Kane og Abel. Fimmti þáttur. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í sjö þáttum gerður eftir skáldsögu Jeffrey Archers. Aðalhlutverk: Peter Strauss og Sam Neill. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Sjötta skilningarvitið s/h. 3. Hugboð Endursýndur þáttur frá árinu 1975. Rætt er við Jakob Jakobsson fiskifræðing, Stefán Stefáns- son skipstjóra, Guðjón Ármann Eyjólfsson kennara, Erlend Haraldsson sálfræðing og Sigurjón Björnsson prófessor. Umsjónarmaður Jökukll Jakobsson. Stjórn upptöku Rúnar Gunn- arsson. 23.50 Fréttir í dagskrárlok. 23.20 Flækingurinn frá hásléttunum (High Plains Drifter). Bandarísk kvikmynd frá 1973 með Clint Eastwood og Verna Blom í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Clint Eastwood. Útlagar, sem eru nýsloppnir úr fangelsi, herja á smábæ og skelfa íbúana. ókunnur og heldur undarlegur flækingur kemur ríðandi á hesti sínum inn í bæinn og ráða íbúarnir hann til að hafa hemil á hefndarþyrstum útlögum. 01.00 Dagskrárlok. 6 <3 STOÐ2 Miðvikudagur 20. maí 17.00 3 konur (3 Women). Athyglisverð og frumleg, bandarísk mynd frá árinu 1977. Leik- stjóri er Robert Altman og með aðalhlutverkin fara Sissy Spacek, Shelley Duvall og Janice Rule. - Sérkennileg, ung kona fær vinnu á heimili fyrir aldraða. Hún myndar fljótlega náið samband við samstarfskonu sína sem lifir eftir forskriftum kvennablaða. Inn í myndina bætist dularfull listakona og mynda þessar þrjár konur óvenjuleg tengsl sín á milli. ________________ 19.05 Spæjarinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Viðskipti. I þessum viðskipta- og efnahags- þætti er víða komið við í athafnalífi landsmanna. Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl. 20.20 Allt í gamni. Háalvarlegur rabbþáttur rmeð lauflettu ívafi. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Júlíus Brjánsson taka á móti gestum, sem leika við hvern sinn fingur svo og aðra líkamshluta. 21.00 Matreiðsla. Ari Garðar kennir áhorfendum Stöðvar 2 matargerð.__________________________ 21.25 Listræningjarnir (Treasure Hunt). Italskur spennumyndaflokkur í 6 þáttum. 4. þáttur. Listaverkum er stolið víðs vegar um Ítalíu. 22.25 Lúxuslíf (Lifestyles Of The Rich And Fam- ous). Ný bandarísk sjónvarpsþáttaröð. Eins og nafnið bendir til fjalla þættir þessir um ríkt og frægt fólk. I þáttunum er að finna viðtöl og frásagnir af því fólki sem oft má lesa um á síðum slúðurdálkanna. 20. maí 7.00- 9.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskrift og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00,11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi, Fréttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgj- unnar fylgjast með því sem helst er í fróttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík síðdegis. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttirkl. 18.00. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóamark- aðl Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttirkl. 19.00. 21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á miðvikudags- kvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá í umsjá Arnars Páls Haukssonar fróttamanns. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Þor- steinn Ásgeirsson Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. Fréttlr kl. 03.00.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.