Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 7
Miövikudagur 20. maí 1987
Tíminn 7
Skipastóll heímsins
Bandaríkin eiga sitt „Hafskip". í
greiðsluþrot komst í fyrra U.S.
Lines, sem Malcolm McLean stofn-
aði. Umbreytti hann bandarísku
tankskipi svo 1956, að vörubílum
með bakvögnum varð fyrir komið á
þilfari þess, og er þá sagður hafa
hafið gámaflutninga. Upphaf vanda
þessa mikla skipafélags er sagt vera,
að það lét smíða 12 risastór flutn-
ingaskip á síðasta áratug, þótt í álinn
hefði þá þegar syrt. Kostuðu þau $50
milljónir hvert og hafa ekki borið
sig. Þegar U.S. Lines fór fram á
greiðslustöðvun, munu skuldir þess
hafa numið um $ 1 milljarði.
Fleiri bandarísk skipafélög eru í
vanda stödd, Óttast bankar mjög
um $ 20 milljarða f lánum til banda-
ríska kaupskipaflotans, og þykir
fyrirsjáanlegt, að þeir verði að af-
skifa a.m.k. $ 3 milljarða þeirra. En
bandarísk skipafélög hafa samflot.
Á Bretlandi hafa tvö af stærstu
skipafélögunum, British and Com-
monwealth Shipping og Ocean Tran-
sport and Trading, að nokkru tekið
að fást við önnur verkefni. Og í vöxt
hefur enn færst, að vestur-evrópsk
kaupskip séu skráð í Panama og
Liberfu, jafnvel svo, að breska ríkis-
stjórnin sá sig knúna til þess í fyrra
að setja nokkrar skorður við fjar-
skáningu breskra kaupskipa.
Svipaða sögu er að segja frá
Austur-Asíu. í hitteðfyrra vakti
gjaldþrot Sanko-skipafélagsins í
Japan mikla athygli, og í fyrra
greiðslustöðvun Wah Kwong-skipa-
félagsins í Hong Kong. Og af 6
stærstu skipafélögum Japans skiluðu
aðeins 3 hagnaði í fyrra.
Ástæðan fyrir þessum vanda
skipafélaganna er sá, að dregið hefur
úr eða tekið fyrir vöxt verslunar á
milli landa frá 1975, en þá hafði hún
tvöfaldast frá 1965. Umfang hennar
1985 var litlu meira en 1975. Allt til
1980 voru skipasmiðar þó miðaðar
við fyrri öran vöxt hennar. Af þeim
sökum hefur æ fleiri kaupskipum
verið lagt. Hefur tonnatala þeirra, í
milljónum, numið.
1970 0,6
1983 195,8
1985 161,8
og hafði 24,3% af kaupskipaflota
heims verið lagt 1985.
Skipafélög og skipasmíðastöðvar
hafa með sér alþjóðleg hagsmuna-
samtök, International Maritime
Forunt, og segir forseti þeirra, Jim
Davis: „Taka þarf vandann sam-
ræmdum alþjóðlegum tökum. Einir
sér leysa skipasmíðir ekki vandann,
né reiðarar né bankar né ríkisstjórn-
ir.“
Stígandi
Slæmar atvinnuhorfur
Mannaflaspár eru ýmist settar
saman eftir svörum við fyrirspurnum
til fyrirtækja eða eftirforsögnum unt
framvindu atvinnulífs, hvernig sem
þær eru unnar. í fyrra gerði Institute
of Manpower Studies á Bretlandi
spá af fyrra taginu, um notkun
mannafla þarlendis í atvinnulífi til
1990 og á hún það sammerkt með
slíkum spám, að hún er að miklu
leyti framreikningur hneigða í at-
vinnulífi á síðasta áratug eða svo.
Forvitnileg þykir hún samt um ýmis-
legt. Þannig er í henni gert ráð fyrir,
að i vöxt færist, að stór fyrirtæki
bjóði verk út til smærri, sem af þeim
sökum m.a. muni hafa fleira fólk í
þjónustu sinni. Mesta athygli vakti
spáin þó fyrir þær sakir, að megin-
niðurstaða hennar er sú, að færra
fólk verði að störfum á Bretlandi
1990 en 1979. Af þeim sökum gerir
spáin ráð fyrir, að tala atvinnulausra
hækki enn, upp í 3,9 milljónir 1990.
á Bretlandi
Spá um mannafla í bresku atvinnulífi til 1990 Tölur merkja þúsund. Breytingar eru í % Brevting Breyting 1979 1979-1985 1985 1985-1990 1990
Undirstöðu-atvinnuvegur Landbúnaður 699 -6.3 655 -8,7 598
Kolanáni.annarorkuiðn 712 -16,3 596 -11,7 526
Idnframleiðsla Málmiðn. ogefnaiðn. 1,182 -34,1 799 -6,5 728
Vélaiðnaður 3.338 -23,6 2.549 -9,6 2.305
Vefn. iðn., matvælaiðn. 2.666 -23,4 2.042 -8,4 1.871
Byggingaiðnaður Bvccinuar oc ntannvirki 1.599 -12,4 1.400 -3,6 1.350
Þjónusta Verslunogviðskipti 5.454 + 11,9 6.104 +6,2 6.485
Samgöngur 1.539 -11,0 1.369 -5.5 1.293
Tómstundaiðn. 2.290 + 16,3 2.663 +11,0 2.957
Opinberþjónusta 4.966 +0,9 5.010 -1,2 4.950
BrctlandogUlster 24.800 -4,4 23.700 -0,4 23.600
Heimild: lnstitutc of Manpower Studies og Financial Timcs. Fáfnir
Kjarnorkuvá:
Flóknari tölvutækni eykur
hættu á kjarnorkustyrjöld
Flestir þekkja hryllingssöguna um
hvernig kjarnorkustyrjöld brýst út
vegna bilunar í tölvubúnaði eða
mannlegra mistaka. Þemað er yfir-
leitt þannig að Sovétríkin gera árás
og Bandaríkin svara með langdrægu
sprengjuflaugunum sínum. Svepp-
urinn frægi rís upp af kjarnorku-
sprengingu og allt fer til fjandans.
Frægar kvikmyndir eins og Dr.
Strangelove túlka slíka atburðarrás.
í raunveruleikanum er þó gert ráð
fyrir að hættan á atburði sem þessum
sé ekki umtalsverð. Stórveldin hafa
komið sér upp ýmsum tækjum til að
fást við slík „slys“. Frægast þessara
forvarnartækja er „rauða línan" á
milli Moskvu og Washington. Fleiri
samningar í þessa veru hafa verið
gerðir. Nú síðast ákváðu stórveldin
að koma upp eins konar upplýsinga-
miðstöð til að minnka hættuna á
styrjöld fyrir slysni (risk reduction
centers).
Ýmsir hernaðarsérfræðingar
halda því fram að þessar aðgerðir
stórveldanna leiði til að hættan á
kjarnorkusprengingu fyrir slysni sé
nánast úr sögunni. Máli sínu til
stuðnings benda þeir á reynslu síð-
ustu 40 ára, þar sem ekkert hefur
látið undan þrátt fyrir endurtekið
hættuástand, bæði í Mið-Evrópu og
Mið-Austurlöndum. Ný tækni hefur
gert tækin fullkomnari og nýjar tölv-
ur eru mun sneggri að flokka og
meta rétt hvers kyns boð.
Bandarískir og sovéskir vísinda-
menn hafa undanfarið gagnrýnt
þetta viðhorf og eru algerlega á
öndverðum meiði. Þessir vísinda-
menn halda því fram að þeir 50
þúsund kjarnaoddar, sem til eru í
veröldinni, séu nú mun næmari fyrir
fölskum hættumerkjum, bilun í
tölvubúnaði og mannlegum mistök-
um en nokkru sinni fyrr. Tæknin
hafi í raun aukið frekar en minnkað
líkurnar á kjarnorkustyrjöld vegna
slyss.
Bæði stórveldin nota feiknar stór
tölvukerfi til að greina og flokka þær
upplýsingar sem aflað er með
njósnagervihnöttum og ratsjám.
Dæmi eru til að mistök eða bilun
tölva hafi leitt til þess að fölsk
hættumerki hafa verið gefin. Á árinu
1983 áttu sér stað í Bandaríkjunum
tvö tilfelli þar sem fram komu falskar
viðvaranir um að eldflaugaárás væri
um það bil að hefjast. Nokkru fyrr
eða 1980 gaf tölva til kynna að
sovésk eldflaugaárás væri yfirvof-
andi og sama ár lá nærri við að
bandarískri kjarnorkueldflaug af
Titan gerð væri skotið á Sovétríkin
vegna mistaka. ÖII þessi mistök
voru uppgötvuð í tíma en spurningin
er hvort svo vel tekst til næst.
Kunnur eðlisfræðingur við Har-
vard háskólann í Bandaríkjunum,
Ashford Carter, segir að stærsta
vandamálið felist í því að tæknin sé
orðin slík að hún sé ofvaxin skilningi
einstaklingsins. Hann kallar þessi
tölvunet eða kerfi „spaghetti flækj-
una“ þar sem enginn skilur hvernig
kerfið virkar eða þá hvernig skal
stjórna því. Nefnir hann sem dæmi
slysið í kjarnorkuverinu á Three
Mile Island fyrir nokkrum árum. Þar
hafi aðvörunarkerfið verið mjög full-
komið, hins vegar hafi það sífellt
verið að gefa frá sér aðvörunarmerki
út af minni háttar atriðum. Að
endingu hafði starfsliðið hætt að
taka eftir þeim, því það skildi hvort
scm er ekki hvað var að.
Þá hefur tækniþróunin á tölvu-
sviðinu haft í för nteð sér að starfs-
fólkið, sem við þær vinnur, hefur
sífellt minni tíma til að finna mistök-
in. Snemma á fimmta áratugnum
höfðu Bandaríkin 12 klukkustundir
til að bregðast við yfirvofandi árás,
en nú er sá tími sem gefst til
umhugsunar innan við hálf klukku-
stund.
Carter þessi hefur bent á það í
nýlegri bók, að of miklum tíma sé
eytt í að spekúlera í því hvernig
kjarnorkueldflaugar geti fælt frá
árás. Hins vegar sé alltof litlum tíma
varið til þess að meta hættuna á því
að kjarnorkustyrjöld geti hafist fyrir
mistök eða vanhugsun.
Svipaðar skoðanir komu fram á
fundi sovéskra og bandarískra vís-
indamanna nýlega. Þeir komust að
þeirri niðurstöðu að umtalsverðar
líkur væru fyrir því að kjarnorku-
styrjöld gæti hafist fyrir slysni ef
tækninni sem stjórnar vopnabúnað-
inum yrði ekki breytt. Stjórnkerfin
eru sérstaklega viðkvæm á hættutím-
um þegar mikið af andstæðum upp-
lýsingum berast. Á meðan hinn
mannlega stjórnun hefur forðað ger-
eyðingu fram til þessa þá vex hættan
með minnkandi hlutverki mann-
eskjunnar við stjórnun á stríðstólun-
um.
Því telja þessir vísindamenn nauð-
synlegt að koma upp öðru og örug-
gara stjórnkerfi, ef við ætlum ekki
að sprengja okkur til fjandans. ÞÆÓ