Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 20. maí 1987 Mikilvægt skref í Rockall-málinu: Danskur yfirmaður - íslensk vinnsla Flugslysanefnd: 222 FARIST í SLYSUM FRÁ 77 í ársskýrslu Flugslysanefndar fyrir síðastliðið ár er skrá yfir flugslys og óhöpp s. I. 10 ár og rannsóknarskýrsl- ur hafa verið gerðar um. Þar er um að ræða atvik, er snerta loftför skráð á íslandi og erlend loftför, sem hlckkst hefur á í íslenskri lögsögu. Á þessum 10 árum hafa samtals 129 slys og óhöpp orðið þar af 116 á íslenskum loftförum. Slys eru skráð 75 en óhöpp 41. í yfirliti um dauðaslys á íslenskum loftförum frá 1977-1986 kemur fram að í 19 slysum sem orðið hafa á þcim tíma hafa 222 látið lífið. Af þcim létust 183 í stóra flugslysinu scm varð 1978 er DC 8 þota Flugleiða fórst í aðflugi að flugvellinum við Colombo á Sri Lanka. í skýrslunni cr einnig yfirlit um dauðaslys á íslenskum loftförum frá upphafi. Alls eru skráð 56 slík slys og í þeim hafa samtals367 látið lífið. Mannskæðustu flugslysin eru þessi: Þann 29. maí fórst Dakótaflugvcl Flugfélags íslands er hún flaug á Hestfjall í Héðinsfirði austan Sigl- ufjarðar á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Allir sem mcð vélinni voru fórust, alls 25 manns. Þann 31. janúar 1951, týndist Dakótavélin Glitfaxi undan Flekku- vík á Vatnsleysuströnd, í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli, eftir flug frá Vestmannaeyjum. Með henni fórust 20 manns. Á páskadagsmorgun 14. apríl 1963 fórst Vickersflugvélin Hrímfaxi í aðflugi að Fornebuflugvelli við Osló og með henni allir sem í henni voru 12 manns. Mesta flugslys íslenskrar flugsögu varð þann 15. nóvember 1978 er DC 8 flugvél Flugleiða, Leifur Eiríks- son, fórst í aðflugi að flugvellinum við Colombo á Sri Lanka. Um borð voru 259 manns, 246 indónesískir pílagrímar og 13 íslendingar. I slys- inu fórust 8 Islendingar. - samkomulag í Reykjavík 85 dagar í opnun stendur í glugganum í dag, en þetta stóð í honum í gær. FÓIk bíður spennt. Timamynd: Brein Síðastliðið haust voru settar á lagg- irnar vísindanefndir íslendinga. Á fundi trúnaðarmannaráðs Fé- lags bókagerðarmanna var sam- þykkt ályktun gegn hugmyndum um skerðingu verkfallsréttar. Þar segir að þau takmörkuðu verkfallsréttindi sem verkafólki og samtökum þess eru tryggð mcð lögum hafi ævinlega verið þyrnir í augum atvinnurek- enda. Mörg dæmi séu um tilraunir þeirra við að fá þessum lágmarks- réttindum hnekkt. Fundur trúnaðarmannaráðs FBM Færeyinga og Dana varðandi fram- kvæmd rannsókna á hafsbotninum á mótmælir harðlega nýjustu tillögum atvinnurekenda til þess að skerða réttindi verkafólks. Þær hugmyndir sem fram komu á aðalfundi Vinnu- veitendasambands íslands 12. maí 1987 og snerust um að réttur verka- fólks til verkfalla yrði skcrtur cru úr grárri forneskju. Verkafólk mun aldrei una því að þau mannréttindi sem það hefur áunnið sér mcð þrotlausri barátta verði af þcim tekin. hinu svo kallaða Hatton-Rockall svæði. Nefndir þessar funduðu í Reykja- vík nú í vikunni og hafa nú náð mikilvægu samkomulagi um fram- kvæmd rannsóknanna. Samkomu- lagið felst í því að yfirmaður rann- sóknanna verður danskur vísinda- maður, en Orkustofnun mun í einu og öllu sjá um tölvuvinnslu á þeim gögnum sem fyrir munu liggja í hvert skipti. íslenskir vísindamenn, ásamt dönskum starfsbræðrum sínum munu síðan sjá um frekari útfærslu og nánara skipulag varðandi rann- sóknirnar. Bretar og írar gera sem kunnugt er einnig kröfu til Hatton-Rockall svæðisins, en þetta samkomulag ís- lcndinga, Dana og Færeyinga gcrir það að vcrkum að Bretar og írar verða nú að setjast við samninga- borð og ræða málin. en þaðhafa þeir ekki viljað hingað til. -SÓL Félag bókagerðarmanna: Hugmyndum um skerð ingu verkfalls- réttar mótmælt Styttist í opnun Kringlunnar: Talið niður í gluggum Hinn nýi miðbær, Kringlan, opn- ar eftir aðeins 85 daga. Nýju ábú- endurnir eru duglegir að auglýsa þá staðreynd. Eins og lesendur Tímans muna eflaust eftir, þá birtum við heila myndasíðu af þessu glæsilega húsi í síðasta mánuði og sýndum þá hvernig byggingarframkvæmdum leið. En nú færist opnunardagurinn óðfluga nær og til að tryggja að væntanlegir viðskiptavinir muni cftir opnuninni, þá eru hengd risa- skilti í glugga hússins, sem sýna hve langt sé í opnunina. Hingað til hafa svona niðurtalningar einungis sýnt hve langt er til jóla, en það er sem sagt að breytast. Kringlan mun hýsa mörg merki- leg fyrirtæki, eins og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, BYKO, Sportval, Hard Rock Café og að sjálfsögðu Hagkaup. En sem sagt, það eru 85 dagar í dýrðina. - SÓL Steypustöðin hf.: Nýr framleiðslustjóri Haukur Helgason byggingar- tæknifræðingur hefur verið ráðinn framleiðslustjóri hjá Steypustöð- inni hf. Auk framleiðslustjórnunar mun Haukur hafa á hendi gæðaeft- irlit og rannsóknir á steypu. Haukur er fæddur í Hveragerði 20. febrúar 1948. Hann lauk prófi í byggingartæknifræði frá TÍ 1977, með rekstur og stjórnun sem val- grein. Haukur var bæjartæknifræðing- ur á Siglufirði 1978-1980 og tækni- fræðingur hjá Hitaveitu Suður- nesja 1980-1982. Stundaði kennslu við Iðnskólann og Meistaraskólann í Reykjavík 1983. Frá 1983 hefur Haukur starfað hjá byggingarfull- trúanum í Reykjavík, einkum við steypueftirlit. Haukur er giftur Eyrúnu Kjart- ansdóttur og eiga þau þrjá syni. Lista- og menningarráð Kópavogs: Bæjarlistamenn Kópavogs útnefndir í fyrsta sinn Björgvin Pálsson og Björgvin Gylfi Snorrason fá 6 mánaða starfslaun Lista- og menningarráð Kópavogs útnefndi þá Björgvin Pálsson mynd- asmið og Björgvin Gylfa Snorrason myndhöggvara sem fyrstu bæjar- listamenn Kópavogs nú fyrir stuttu. Auk þess var Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi og listmálara veitt sérstök heiðurslaun, en hann hefur verið búsettur í Kópavogi um árabil. Kópavogur er fyrsta bæjartelagið utan Reykjavíkur sem velur bæjar- listamenn og veitir þeim laun í ákveðinn tíma. Miðað er við eitt stöðugildi á ári skiptast þau að þessu sinni í tvo hluta. Björgvin Pálsson er 32 ára og starfar sem Ijósmyndari á Ríkissjón- varpinu. Hann hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Þess má geta að sendi- herra Bandaríkjanna færði Reagan forseta mynd eftir Björgvin að gjöf meðan á leiðtogafundinum stóð. Björgvin Gylfi Snorrason er 35 ára gamall hefur haldið eina einka- sýningu ásamt fjölda samsýninga. Hann hefur stundað nám m.a. við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Sigfús Halldórsson er landsþekkt- ur fyrir lög sín, en héfur einnig haldið myndlistarsýningar víða um land. Eins og áður segir er það lista- og menningarráð sem úthlutar starfs- laununum, en það var stofnað á síðastliðnu ári með sameiningu þeirra nefnda er áður unnu að menn- ingarmálum í Kópavogi, þ.e. stjórn bókasafns, stjórn Náttúrufræðistofu og stjórn Lista- og menningarsjóðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.