Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 3
Miövikudagur 20. maí 1987 Tíminn 3 Niðurstöður þolhönnunarnefndar félagsmálaráðherra um byggingar í Reykjavík: Tíu ný stórhýsi standast ekki kröfur um burðarþol - ástæða til að framkæma skipulega könnun um allt land Dæmi frá öðrum jarðskjálftalönd- um sýna og sanna að fólk býr víða við falskt öryggi í húsurn sínum og þannig gæti því cinnig vcrið háttað hér á landi. „Óraunhæft er að ganga út frá því sem vísu, að hcr gcti ekki orðið jarðskjálftar sem lcitt geti til stórslysa. Auk fjörtjóns verður að telja öruggt að margar byggingar gætu skemmst vcrulcga eða ónýst þótt ekki yrði um hrun að ræða," segir m.a. í áliti ncfndar scm fclags- málaráðhcrra skipaði í nóvembcr 1985 til að kanna ástand þolhönnun- ar bygginga og koma með tillögur til úrbóta. Engarteikningar... Niðurstöðurnar sem kynntar voru á fréttamannafundi í gær voru óncit- anlega dapurlcgur vitnisburður um það hvernig staðið cr að ýmsum þáttum byggingamála. Ekki kemur hvað síst á óvart að dænti skuli um það að jafnvel engar teikningar af nýlega byggðum stórhýsum í Reykjavík séu handbærar hjá bygg- ingarfulltrúa. Gölluð og jafnvel óstöðug hús í niðurstöðun ncfndarinnar scgir orðrétt um fjölmörg dænti um gall- aðar og jafnvel óstöðugar byggingar: „Þessi dæmi cru sorgleg staðrcynd um ástand þcssara mála. í öllunt tilfcllum bera hönnuðirnir og við- komandi byggingarfulltrúi mikla ábyrgð. Jafnframt bcra iðnmeistarar vcrksins mikla ábyrgð í sumum til- vikum. Eftirlit það sem cigendur mannvirkjanna hafa treyst á hefur brugðist og reynst þcint dýrkeypt. Þessir aðilar hafa orðið íyrir vcru- lcgu tapi vcgna viðgcrða, cndurbóta, takmarkaðra nota og/eða lækkunar á verögildi." Skólaveggir hrundu þegar rúður brotnuðu Eitt þcssara dæma er urn skóla- byggingu í Reykjavík úr steyptum ciningum sem var vanhönnuð gagn- vart jarðskjálfta, cn hefur verið styrkt. Annað er iðnaðarbygging í Reykjavík með bitalausum plötum á súlum sem reyndist vanhönnuð og burðargcta þcss ekki meiri en svo að það ætti að standa tómt. Eigandi hússins hafi nýlega orðið af sölu vegna gallans og crfitt cða ógcrlegt sé að lagfæra húsið þannig aö það komi að fullum notum. Þriðja dæmið cr um vcrulegt ntis- sig í iönaðarhúsi úr einingum sem tæpast sé hægt aö lagfæra. Fimmta dæmið er um vanhannaða innvcggi í skóla t Mosfellssveit sent fuku um koll þcgar rúður brotnuðu í hvassviöri. Vöntun á járnum og hættuleg loft Pá eru nefnd ýmis dæmi um sig á strengjasteypubitum cftir nokkurra ára notkun, sennilega vegna þess að efnið cr ekki eins og þaö á aö vera. Sig á plötum vegna vanhönnunar og að of snemma cr slcgið undan þeim. Vöntun á járnum og rangan uppslátt, þrátt fyrir úttekt bygging- arfulltrúa. Skemmd hús eða jafnvel ónýt vegna þess að þau eru byggð á óburðarhæfum jarðvcgi. Upphengd loft sem geti vcriö vanhönnuð og hættuleg. Milljóna úttekt á nýjustu atvinnuhúsunum Með hliðsjón af því cr aö frantan grcinir tclur nefndin nauðsynlegt að skipulcg könnun fari frarn um allt land á ástandi atvinnuhúsnæðis scm reist hcfur vcrið síðustu 5-10 árin, nteð tilliti til burðarþols. Byrja ætti á forkönnun Itúsa í smtðúm cða sem tekin hal'a verið í notkun á höfuð- borgarsvæðinu frá 1985, en þar er um að ræða hús að vcrðmæti um 2.000 milljónir króna. En taliö cr ;tð forkönnunin ntuni kosta 1.5 til 2 millj. króna. Hönnuðir í aukapróf Pá telur nefndin fulla ástæðu til að auknar kröfur verði gerðar til þeirra scm æskja löggildingar á sviði burð- arþolshönnunar, að þeir hafi sér- menntun á því sviði. Ennfremur að starfsreynsla þeirra vcrði lcngd úr 2 í 4 ár og aö því loknu gangi þeir undir sérstakt próf. RB sjái um burðarþolseftirlitið Ennfremur leggur nefndin til að eftirlit byggingarfulltrúa með hönnuninni vcrði hert - cn tclur jafnframt að því markmiði verði ekki náð ncma með breyttum starfs- reglum hjá embættum byggingarfull- trúa. Pær breytingar felist í því að Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins vcrði fengið það hlutverk að veita umsögn um þolhönnun allra ciningahúsa og alls húsnæðis ylir 500 fm að grunnflcti og yfir 2.000 rm. Sú umsögn yröi bindandi fyrir bygging- aryfirvöld. Byggingarfulltrúar skuli síðan krcfjast þcss að löggiltur hönnuður fylgist mcö því að byggt sé í samræmi við uppdrætti. Ekkert af 10 nýjum stórhýsum stóðst settar kröfur Og tæpast liefur könnun á burðar- þoli I0 nýlcgra stórhýsa í Reykjavík, sem gcrð var að tillögu ncfndarinnar og framkvæmd af 6 reyndum verk- fræðingum á veguin RB, orðið til að lyfta brúnum nefndarmanna. Pví niðurstaða þcirra var sú að ckkcrt húsanna stóðst að öllu leyti settar kröfur. „Auk þess cr undrunarcfni sá skortur á gögnum hjá byggingar- fulltrúanuin í Rcykjavfk scm frain kom viö þessa athugun," segir í niðurstöðum vcrkfræðinganna. Ekki öfundsvert að vinna i kjallaranum... Af aðeins 3 þessara húsa rcyndust tiltækar vel gcrðar teikningarog af 2 engar eöa nær engar, þött þar væri í öðru tilvikinu um nær 11 þús. rúm- mctra iönaðarhúsnæði að ræöa. Um 3ja hæða 10.500 rúmmetra vcrslun- arhúsnæði segir að engar buröar- þolsteikningar hafi verið til hjá bygg- ingarfulltrúa. Erfitt sé að mcta raun- vcrulegt ástand hússins. en athugun sýni þó að stöðuglcika þcss gegn jarðskjálfta sc ábótavant og burö- argeta súlna í kjallara sé of lítil (byrjuöu raunar að brotna meðan Itúsið var enn í byggingu). -HEI Verðlaunasjóöur íslenskra barnabóka: „FRANSKBRAUD MEÐ SULTU“ - eftir Kristínu Steinsdóttur hlaut barnabókaverðlaunin 1987 Barnabókin „Franskbrauð með sultu" eftir Kristínu Steinsdóttur hlaut barnabókaverðlaun Verð- launasjóðs íslenskra barnabóka 1987 sem aÓient voru í gær. Ólafur Ragn- arsson, formaður sjóðsstjórnar skýrði frá úrslitum í verðlaunasam- keppni sjóðsins og afhenti Kristínu skrautritað verðlaunaskjal. Það var Ármann Kr. Einarsson sem afhenti Kristínu verðlaunaféð kr.50.000, cn Verðlaunasjóður ís- ítalskur smyglari Um helgina var ítalskur maður handtekinn í flugstöð Leifs Eir- íkssonar með 600 grömm af hassi og 0,8 grömm af kókaíni. ítalinn var að koma frá London, en hefur verið búsettur á íslandi í eitt ár. Hann liefur ekki komið við sögu íslensku lögreglunnar áður. þj lenskra barnabóka var stofnaður á síðasta ári í tilefni 70 ára afmælis Ármanns. Fjölskylda Ármanns og bókaútgáfan Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins. Tilgangur sjóðsins cr að örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla jafnframt aö auknu framboði ís- lensks lesefnis fyrir áðurncfnda aldurshópa á öðrum tíma árs en fyrir jól. Verðlaunasagan „Franskbrauð með sultu" er fyrsta sjálfstæða barnabók Kristínar Steinsdóttursem cr húsmóðir og kennir í Fjölbrauta- skólanum á Akrancsi. Sagan fjallar um líf, starf og ævintýri barna í kaupstað á Austfjörðum árið 1955. Söguhetjan Lilla fcr þangað frá höfuðborginni til að heimsækja ömmu sína og afa. Þar lendir hún í margvíslegum ævintýrum og öðlast nýja lífsreynslu. í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan er skrifuð á einkar fallegu, fjörlegu niáli og brcgður upp trú- vcrðugri mynd af lífi íslenskra barna á tímum síldarævintýrisins fyrir 30 árum. Lífsþróttur söguhetjunnar og jákvætt hugarfar gcrir lesandann virkan þátttakanda í atburðarásinni frá upphafi lil enda." HM Ólafur Ragnarsson afhendir Kristínu Steinsdóttur fyrsta eintak barnaverðlaunabókarinnar „Franskbrauð með sultu“. Á milli þeirra stendur Ármann Kr. Einarsson. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.