Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 20. maí 1987 Einar S. Einarsson fyrrum forseti Skáksambands íslands: Hlýtur Collijn skákorðuna - fyrstur íslendinga Sænska skáksambandið hefur ný- lega samþykkt að veita Einari S. Einarssyni, fyrrverandi forseta Skáksambands íslands og núverandi aðalritara Skáksambands Norður- landa, Collijn-skákorðuna úr gulli. Einar er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur þessa orðu og mun hún verða afhent á þingi Skáksambands Norðurlanda sem haldið verður í Þórshöfn í Færeyjum í sumar. Einar S. Einarsson hefur verið ötull baráttumaður fyrir því að Norðurlönd yrðu viðurkennd sem sjálfstætt skáksvæði innan FIDE. Það skref náðist á þingi FIDE í Dubai sl. haust og eykur það mjög áhrif Norðurlanda innan FIDE og er norrænum skákmönnum mjög til hagsbóta. Átti Einar mikinn þátt í að svo fór. Þess má geta að Einar gekkst fyrir skákkeppni fremstu skákmeistara Norðurlanda og Bandaríkjanna í Reykjavík og vakti sú keppni heims- athygli. Einar er nú ritari Skáksambands Norðurlanda og var forseti þess árin 1979 og 1981. Jakob Kristinsson hjá Pegasus færði RLR nýtískulegt telexkerfi að gjöf, sem lögreglan hefur þegar sett í samband við pésatölvur sínar. Þessi myndarlega gjöf er metin á tæpar 300.000 krónur, sem telst þó ekki stórkostlcgt verð fyrir öryggið sem gjöfinni fylgir. RLR loks í samband við Interpol: Nýja laugarhúsið við Gvendarlaug. Bjarnarfjörður: NY SUNDSKYLIVIGD VID GVENDARLAUG Laugardaginn 9. maí sl. voru vígð ný sundskýli við Gvendarlaug hins góða við Laugarhól í Bjarnar- firði á Ströndum. Vígsluathöfnin hófst með kaþólskri messu í sal Klúkuskóla, en þar messaði sr. Hjalti Þorkels- son prestur í Kristskirkju í Landa- koti. Var messan helguð minningu Guðmundar biskupsgóða, en hann vígði hina eiginlegu Gvendarlaug, sem er skammt frá sundlauginni. Eftir messu var gengið út að laugar- húsinu og það vígt. Nýja húsið kemur í stað gamals húss, sem orðið var úr sér gengið eftir mikla notkun. Stendur nýja húsið á grunni þess gamla. Með tilkomu nýja hússins batnar að- staða við sundlaugina verulega og má gera ráð fyrir að hún njóti mikilla vinsælda ferðamanna í sumar. Ekki er ljóst hver heildarkostn- aður við laugarhúsið verður, enda er það ekki fullfrágengið enn. Hús- ið er byggt fyrir framlög ríkissjóðs og Kaldrananeshrepps, cn Hólma- víkurhreppur og Lionsklúbbur Hólmavíkur hafa einnig lagt fé til byggingarinnar. en hin er í Krossnesi í Árnes- Sundlaugin í Bjarnarfirði er önn- hreppi. ur tveggja sundlauga á Ströndum, Stefán Gíslason. Sr. Hjalti Þorkelsson (t.h.) og sr. Baldur R. Sigurðsson sóknarprest- ur á Hólmavík (t.v.). Pegasus gefur RLR telextæki Iðntæknistofnun íslands: Fyrirtækið Pegasus hefur gefið Rannsóknarlögreglu ríkisins ný- tískulegt telexkerfi, sem gerir RLR kleift að taka á móti skeytum frá Interpol. Eins og menn rekur kannski minni til, átti RLR í stríði við dómsmála- ráðuneytið vegna þess að í ráðuneyt- inu er staðsett telexkerfi tengt við Interpol. Ráðuneytið lokar hins veg- ar klukkan 5 á daginn og frá þeim tíma til klukkan 9 morguninn eftir, var ísland því einangrað frá skeytum Interpols. RLR lagði fram þá kröfu að tækið yrði geymt í húsnæði hennar í Kópa- vogi, ekki síst af öryggisástæðum, en því hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að eftir 5 á daginn væri tækið tengt fjarskiptastöð lög- reglunnar. Þetta mikla deilumál RLR og Þetta er „töfraboxið“, telexkerfi sem Pegasus gaf RLR. Með gjöfínni leysist sá hnútur sem kominn var á samskipti RLR og Interpol. FYRIRLESTRAR UM ÚTFLUTNING dómsmálaráðuneytisins er nú loks- ins leyst með gjöf Pegasus. Tækin eru metin á rúmar 300.000 krónur. - SÓL „Þekking á erlendum framleiðslu- kröfum- skilyrði fyrir árangri í fram- leiðslukröfum", og Folke Herman- son Snickars frá staðlastofnuninni í Svíþjóð heldur fyrirlestur sem nefn- ist “Samræming á framleiðslukröf- um í Evrópu með vísun í staðla- Hvað hefur hún í för með sér fyrir viðskipti innan Evrópu?“ Fundurinn er hugsaður fyrir þá sem ætla að flytja framleiðslu sína út eða standa í útflutningi. Áhersla er lögð á að menn fái traustar upplýs- ingar um gildandi staðla og reglu- gerðir í viðkomandi markaðslönd- um. Reynt verður að svara spurning- um eins og hvernig og hvar er hægt að fá þessar upplýsingar?, hvaða upplýsingar eru þetta?, hvaða mögu- leikar eru tengdir stöðlum?, hvað er í húfi og hvaða afleiðingar getur það haft að taka ekki mið af stöðlum og reglugerðum?. Fyrirlestrarnir verða haldnir á ensku og er aðgangur ókeypis. Þátt- taka tilkvnnist til Iðntæknistofnun- ar. Iðntæknistofnun Islands mun halda fund um útflutningsmögu- leika, markaðssvæði og aðlögun framleiðslu að Evrópustöðlum, fimmtudaginn 21. maí nk. Á fundinum mun Erik Sparre Petersen frá dönsku staðlastofnun- inni halda fyrirlestur sem nefnist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.