Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 20. maí 1987 Akureyri: Reiðhjólakeppni grunnskólanna Flugfélagið Ernir á Vestfjörðum: Lars Marcus á langan starfsferil að baki í sænsku samvinnuhreyfing- unni, fyrst hjá kaupfélaginu í Stokk- hólmi og síðan hjá sænska samvinnu- sambandinu KF, þar sem hann gegn- ir nú starfi framkvæmdastjóra. Hann er þriðji forseti ICA sem heimsækir ísland. Fyrstur var Harry Gill sem kom hingað í tilefni af 50 ára afmæli Reiðhjólakeppni 12 ára nemenda úr grunnskólum á Norðurlandi - allt frá Hvammstanga til Húsavík- ur - var haldin í blíðskaparveðri við íþróttahöllina á Akureyri sl. laugardag. Að sögn Guðmundar Þorsteinssonar var þetta úrslita- keppni milli þeirra 25 einstaklinga á Norðurlandi sem bestum árangri náðu í spurningakeppni 12 ára nemenda um umferðarmál. Sú keppni var haldin í öllum grunnskólum landsins í marsmán- uði. Guðmundur Þorsteinsson sagði keppendur í verklega hlutan- um hefðu allir náð yfir 8,5 í einkunn í bóklega prófinu og væri fjöldi stelpna og stráka mjög svip- aður í úrslitakeppninni. Stúlkurnar virtust þó vera öllu naskari hjól- hestastjórar og skipuðu sér í 3 efstu sætin. Sigurvegari varð Guð- rún M. Örvarsdóttir Glerárskóla, Akureyri, og hlaut hún reiðhjól að launum. Eva Jónasdóttir Glerár- skóla varð önnur og fékk hún í verðlaun skíðanámskeið í Kerl- ingarfjöllum. í þriðja sæti varð Steingerður Sigtryggsdóttir Barna- skóla Ólafsfjarðar og verðlaun hennar voru sambyggt útvarps- og segulbandstæki. HÍA-Akureyri Á myndinni má sjá einn keppanda í úrslitakeppni 12 ára nemenda á Norðurlandi. Timamynd: HÍA Hálfrar milljónar tap á innan- fjórðungssamgöngum Flugfélagið Ernir á ísafirði á í verulegum erfiðleikum með að halda uppi eðlilegum flugsamgöngum inn- an fjórðungsins. Áætlunarflug fél- agsins innan Vestfjarða er t.d. rekið með halla og er flogið þangað fimm daga í viku og tapast nær hálf milljón á mánuði í þessu áætlunarflugi. „Á meðan við getum haft nóg að gera í leiguverkefnum og öðru slíku, þá náum við að halda uppi sjúkra- flugi og innanfjórðungssamgöngum. Ákvörðun um hvað gera skuli hefur enn ekki verið tekin, enda getum við ekki tekið hana einir. Þessar sam- göngur eru lífsnauðsynlegar, því þær eru oft eina leiðin milli staða á veturna. En til að mæta því tapi sem er, þá verður að skera niður þá þætti sem ekki borga sig. Það er ljóst,“ sagði Hörður Guðmundsson hjá Erni á ísafirði í samtali við blaðið. -Hvað með ríkisstyrki? „Ég á ekki von á þeim. Við höfum ekki notið þeirra hingað til, nema að mjög óverulegu leyti. Það var veittur styrkur til sjúkraflugs hér á sínum tíma, en hann var afnuminn á síð- ustu fjárlögum. Málið er að flugið er nútímasamgöngur og það virðist vera erfitt hjá stjórnmálamönnum að átta sig á því. Á sama tíma eru aðrar samgöngur ríkisstyrktar og má þar nefna Akraborg, Herjólf, Drang og Fagranes." -Hvað með endurnýjun á flugvéla- kosti félagsins? „Við höfum ekki svigrúm til þess ennþá. Ferðafjöldi hér á Vestfjörð- um er alveg geysilegur og flutningar miklir, en þetta er yfirleitt mjög stutt flug. Við höfum tvær vélar í gangi núna. Við fengum fugl í gegnum gluggann á TF-ORF nú fyrir stuttu, en vélin var komin í gagnið skömmu seinna. En við þyrftum að hafa þrjár, þó tvær sé algert lágmark,“ sagði Hörður að lokum. -SOL Kokkteilkeppni Barþjónaklúbbsins: RAGNAR ÖRN VANN AFTUR Ragnar Örn Pétursson barþjónn og eigandi veitingastaðarins Glaumbergs í Keflavík sigraði í kokkteil-keppni Barþjónaklúbbs ís- lands á sunnudag. Keppt var í þurr- um kokkteilum. Drykkur Ragnars dæmdist ljúffengastur og jafnframt sá útlitsfegursti, af dómendum sem til voru kallaðir úr hópi áhorfenda í salnum. Drykkur Ragnars heitir Mo- onlight. Er þetta annað árið í röð sem Ragnar ber sigur úr býtum í keppninni. í fyrra reyndist Ragnar Örn eiga besta sæta kokkteilinn. Einu sinni á þriggja ára fresti fara fulltrúar íslenska barþjónaklúbbsins á alþjóðlegt mót, þar sem besti drykkurinn er valinn. Þrír drykkir fara frá íslandi sem og flestum öðrum löndum. Það eru verðlauna drykkir í flokkunum sætir og þurrir kokkteilar og „long drinks". Slík keppni verður í haust og á Ragnar Örn rétt á að fara með tvo drykki. Þráinn Sverrisson fer með drykk Samvinnumál: Forseti ICA á íslandi Heimsækir íslenska samvinnumenn Haraldur Bessason Háskóli á Akureyri: Haraldur Bessason forstöðumaður Menntamálaráðherra hefur sett Harald Bessason, prófessor í ís- lenskum fræðum, forstöðumann háskólans á Akureyri. Haraldur er prófessor við Manit- obaháskóla í Winnipeg í Kan- ada.þar sem hann hefur starfað og byggt upp íslenskudeild skólans í um þrjá áratugi. Haraldur hefur ritað fjölda rita og greina um íslensk fræði og getið sér alþjóðleg- an orðstír fyrir. Þá hefur hann gegnt lykilhlutverki í varðveislu og söfnun upplýsinga um Vestur-ís- lendinga, vestur-íslensku og vest- ur-íslenska menningu. Hann mun vera sá maður sem þekkir málefni Vestur-íslendinga best. Haraldur kemur til landsins í sumar, en hann mun ekki taka til starfa fyrr en um næstu áramót. Haraldur er fæddur 1931 í Kýr- holti í Skagafirði og útskrifaðist frá M.A. 20 árum síðar og lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1956. Eiginkona Haraldar er Margrét Björgvins- dóttir. Tveir umsækjendur voru um starfið, auk Haraldar, en hinir voru Stefán Jónsson og Hermann Óskarsson. Menntamálaráðherra hefur einnig skipað skrifstofustjóra há- skólans og er það Bárður Halldórs- son. -SÓL/BG Lars Marcus, forseti Alþjóðasam- vinnusambandsins, er nú í stuttri heimsókn hér á landi. Hann er Svíi og hefur gegnt þessu starfi í tæp þrjú ár. í heimsókninni hingað ræðir hann m.a. við ýmsa af forystumönn- um íslensku samvinnuhreyfingarinn- ar. Alþjóðasamvinnusambandið, sem venjulega er skammstafað ICA (International Co-operative Al- liance), var stofnað 1895 og er eitt af elstu fjölþjóðasamtökum heimsins sem nú starfa. Aðild að því eiga samvinnusambönd í öllum heims- hlutum, sambönd í líkingu við Sam- band ísl. samvinnufélaga hér á landi. Núna eru innan vébanda þess 166 slík sambönd í 74 löndum, og er félagsmannafjöldi þeirra samanlagð- ur rétt yfir 500 miljónir manns. Miklu munaði í því efni þegar kín- versku samvinnufélögin gengu í ICA fyrir tveimur árum, en innan þeirra eru um 135 miljónir félagsmanna. ICA er fyrst og fremst umræðu- og samstarfsvettvangur fyrir aðildar- samböndin. Það rekur enga verslun- arstarfsemi, þótt margoft hafi verið stofnað til nýrra viðskiptasambanda á vettvangi þess. Málum þess er stýrt af fjölmennri miðnefnd (Central Committee) sem kemur saman ár- lega. Af hálfu Sambands ísl. sam- vinnufélaga á Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri sæti í miðnefnd- inni. Stærsti hlutinn af starfsemi ICA fer fram í starfsnefndum og vinnu- hópum sem starfa innan vébanda þess að einstökum málaflokkum, svo sem sjávarútvegsmálum, land- búnaðarmálum, bankamálum, tryggingum o.s.frv. Einnig skipu- leggur ICA margs konar aðstoð við samvinnufélög í þróunarlöndunum og hefur gert um langa hríð. Mikið af því starfi er unnið í gegnum sérstakar skrifstofur sem það rekur í því skyni í Indlandi og á ýmsum stöðum í Afríku, auk þess sem ICA á einnig fulltrúa í nokkrum Suður- Ameríkulöndum. Sambandsins árið 1952. Á 75 ára afmæli Sambandsins 1977 kom hing- að Roger Kerinec, Frakki sem þá gegndi forsetastarfinu. Lars Marcus er ellefti maðurinn sem gegnir starfi forseta ICA. Hann var kosinn í það embætti á þingi þess í Hamborg 1984. -esig Lars Marcus (annar frá vinstri) með þeim Val Arnþórssyni, Erlendi Einarssyni og Guðjóni B. Ólafssyni. (Tímamynd: brein.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.