Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 20. maí 1987 FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - I gær var tala látinna af völdum flug- skeytaárásar Iraka á banda- rísku freigátuna USS Stark komin upp í 37. Ronald Reag- an Bandaríkjaforseti skipaöi bandarískum herskipum á þessu svæöi aö nota varnar- kerfi sín yrði þeim ógnað. PARÍS — Frönsk stjórnvöld sögöu loftárás íraka á banda- ríska herskipið USS Stark sýna hversu nauðsynlegt væri aö binda enda á Persaflóa- stríöið. Þau sögöust hins vegar ætla aö halda áfram aö selja í rökum vopn en þaö var einmitt flugskeyti af franskri gerð sem hitti freigátuna. HÖFÐABORG - PW Botha forseti Suöur-Afríku gaf ekki í skyn aö endurbætur yrðu gerðar á aöskilnaöar- stefnu stjórnar sinnar í setning- arræöu sinni á hinu nýja þingi landsins i gær. Þetta var fyrsta mikilvæga ræða forsetans síö- an harðlínumenn unnu mikinn sigur í kosningum hvítra fyrr í þessum mánuöi. V|N — Franz Vranitzky kansl- ari Austurríkis flaug í gær til Bandaríkjanna í opinbera heimsókn. Hann fór þó ekki fyrr en hann hafði sannfært stjórn sína um aö senda ekki mótmæli til Bandaríkjastjórnar vegar ákvörðunar hennar aö banna Kurt Waldheim forseta Austurríkis aö koma í ó berum erindagjöröum landsins. TOKYO — Yasuhiro Nakas- one forsætisráðherra Japans neyddist til að lægja mótmæ- laöldur innan sjálfrar ríkis- stjórnarinnar vegna efnahags- stefnu sinnar. MANILA — Hæstiréttur á Filippseyjum sagðist ætla að rannsaka sum kærumálanna sem risiö hafa óbreytt vegna kosninganna í síðustu viku. Stjórnarandstaöan, sem beið mikinn ósigur í kosningunum, segir þær hafa einkennst af svindli og svínaríi. PEKING — Slökkviliösmenn gátu ekki komið í veg fyrir að tvennir miklir skógareldar í [ norðausturhluta Kína næðu saman. Þar hefur 191 maður látist og um 50 þúsund misst heimili sín síðan eldarnir kvikn- uöu fyrir tveimur vikum. LJTLÖND Stríð írana og íraka: Sest að samninga- borði? Frá útrýmingarbúöum nasista í síðari heimsstyrjöldinni: Barbie er sakaður um að bera ábyrgð á dauða mörg hundruð gyðinga Nasisti í nauðum: Byssumaður í gervi læknis reyndi að ráða Barbie af dögum -handtekinn áðuren hann komst í námundavið Gestapóforingjannfyrrverandi Kuwait - Reuter í gær var haft eftir Fahd konungi Saudi Arabíu að stríði írana og íraka, Persaflóastríðinu svokallaða, færi senn að Ijúka. Þá sagði Rónald Reagan Banda- ríkjaforseti í viðtali að stjórnin í Washington ynni nú í samstarfi við önnur ríki að því að fá hina stríðandi nágranna að samningaborðinu. „Stríðslokin virðast vera að nálgast... sagði Fahd konungur í samtali við dagblaðið Al-Seyassah sem gefið er út í Kuwait. Hann bætti þó við að lokin nálguðust ekki hægt og hljótt heldur kæmi afturkippur við og við og drægi á langinn hinn óhjákvæmilega endi. Ekki gat konungurinn þess hvort stríðinu, sem staðið hefur hátt á sjöunda ár, lyki á vígvöllunum eða við samningaborðið. Reagan Bandaríkjaforseti lét hins vegar að því liggja í samtali við annað dagblað í Kuwait, Al-Qabas, að Washingstjórnin ynni ásamt fleir- um að því að skapa þannig aðstæður að íranar og írakar gætu sest sitt hvoru megin við samningaborðið. „Við.. viljum binda enda á þetta hræðilega og kostnaðarsama stríð með samningum". Lyon - Reuter Byssumaður sem klæddist búningi læknis var handtekinn af lögreglu í gær eftir að hann reyndi að komast inn í Sankti Jósef fangelsið í Lyon í þeim tilgangi að ráða Klaus Barbie, fyrrum Gestapóforingja, af dögum. Hinn 43 ára gamli byssumaður, sem kom með lest til Lyonborgar í fyrrakvöld og dvaldi á hóteli í grenndinni, kornst inn í fangelsið á þeim forsendum að hann þyrfti að taka þvagsýni hjá Barbie. Hann var síðan handtekinn og í gær var lög- reglan að rannsaka mál hans. Atvik þetta átti sér stað á sama Stéttleysi í Svíþjóð -segjaSvíarog veifa rannsóknarskýrslu Stokkhólmur-Reuter í Svíþjóð, sem er þekkt fyrir félagsleg réttindi, er stéttlausasta þjóðfélag í heimi. Þetta kom fram í rannsókn sem ríkisstjórn landsins lét gera. Það var hagstofa þessara frænda okkar sem vann að rann- sókninni og gerði það með því að skrásetja þjóðfélagslegar aðstæð- ur, stéttaskiptingu og jöfnuð milli áranna 1975 til 1985. Niðurstöð- urnar voru birtar í skýrslu þar sem Svíar voru sagðir hafa komist lengst allra í að brjóta niður múra stétta- og kynjaskiptingar. í skýrslunni var hreyfing á milli þjóðfélagshópa sögð meiri í Sví- þjóð en í öðrum löndum. Tekið var þó fram að erfitt væri að gera samanburð “,.en okkur sýnist að ójöfnuður sé minna áberandi í Svíþjóð en í öðrum löndum“. Þá voru sænskar konur sagðar hafa náð miklum árangri í barátt- unni við að fá vinnu sína metna til jafns við karla, þótt menntaðar konur ættu þó undir högg að sækja í þessum efnum. tíma og tveir þýskir rannsóknardóm- arar, sem kafað hafa ofan í mál er tengjast stríðsglæpum nasista, tóku sér sæti í vitnastúkunni í dómshúsinu í Lyon til að vitna í réttarhöldunum yfir Barbie. Barbie sjálfur neitaði að mæta í réttarsalinn fyrir viku og hefur hald- ið sig við þá ákvörðun. Hann hefur neitað að hafa ofsótt gyðinga á árunum milli 1942 og 1944 þegar hann var yfirmaður Gestapó, þýsku leynilögreglunnar, í Lyonborg. Hann segist aðeins hafa tekið við skipunum að ofan. Vestur-þýsku sérfræðingarnir tveir sögðu hins vegar fyrir réttinum í gær að ekkert væri hæft í frásögnum fyrrum hershöfðingja þriðja ríkisins að þeirra hefði beðið dauðadómur ef þeir hefðu ekki farið að fyrirmæl- um að ofan. Annar sérfræðinganna, Alfred Streim, sagðist vita um fjölmörg dæmi þess að herforingjar í þýska' hernum hefðu neitað að fylgja skipunum um að taka gyðinga af lífi. Ekki hefði þeim verið refsað með dauða heldur settir af og sendir til víglínunnar. Verði Barbie fundinn sekur um glæpi gagnvart mannkyninu bíður hans lífstíðardómur í fangelsi. Með- al þeirra mála sem Gestapóforinginn fyrrverandi þarf að svara fyrir er dauði 44 gyðingabarna sem tekin voru höndum í bænum Izieu í ná- grenni Lyon og létust síðar í gasklef- um nasista. Albanía: tengsl Vínarborg-Reuter Kommúnistaríkið Albanía hef- ur tekið upp stjórnmálasamband við Jórdaníu. Það var hin opin- bera fréttastofa landsins ATA sem frá þessu skýrði í gær. Þetta ríki á Balkanskaganum hefur lagt mikið kapp á að við- halda sjálfstæði sínu og stjórn þess hefur aldrei tekið upp mikla efnahagssamvinnu við önnur ríki. Albanir hafa neitað að taka upp stjórnmálasamband við stór- veldin Bandaríkin og Sovétríkin en Jórdanía er þó eitt rúmlega hundrað landa sem eru í stjórn- málasambandi við kommúnista- ríkið. Aðeins sautján erlend ríki hafa hins vegar sendiráð í höfuð- borginni Tirana. ísrael: Lítil eining innan þjóðeiningarstjórnar Jerúsalem-Reuter Shimon Peres utanríkisráðherra ísraels kom til síns heima í gær úr heimsókn til Bandaríkjanna. Til- raunir hans til að koma á friðarráð- stefnu um málefni Mið-Austurlanda hafa valdið sundrungu í ísraelsku stjórninni og í gær voru lagðar fram þrjár tillögur um vantraust á stjórn- ina á þingi. Það voru þingmenn vinstriflokka sem eru í stjórnarandstöðu er lögðu fram vantrausttillögurnar, þreyttir á ósamkomulagi innan samsteypu- stjórnarinnar í sambandi við friðar- ráðstefnuhald. Samkvæmt heimildum stjórn- málamanna í ísrael gæti staða stjórn- arinnar enn versnað ef margir þing- menn Verkamannaflokksins, sem á sæti í ríkisstjórninni, greiddu at- kvæði með þessum tillögum. Yitzhak Shamir forsætisráðherra og leiðtogi Likudbandalagsins sagð- ist vonast til að Verkamannaflokkur- Shimon Peres utanríkisráðherraísraels: Heim í sundrunguna inn, flokkur Peresar, myndi ekki reyna að sundra þjóðeiningarstjórn- inni sem mynduð var eftir kosnin- garnar 1984. Hið hægrisinnaða Likudbandalag. er mjög á móti tillögum Peresar um ' friðarráðstefnu þar sem fulltrúar ísraelsmanna og Arabaríkjanna myndu eiga beinar viðræður hvorir við aðra. Leiðtogar Likudbandalags- ins telja að með slíkum viðræðum væri hægt að neyða Israelsmenn til að skila aftur landsvæði sem þeir unnu í sex dága stríðinu árið 1967.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.