Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.05.1987, Blaðsíða 20
1987 1 / . IV1/AI\0 Tíminn mmmmmmsmmmm mmmmmBmmammm RLR rannsakar smygl með Álafossi: T uttugu skipverjar játa smygl frá því í fyrra Tuttugu skipverjar á Álafossi hata viðurkennt smygl á um 1500 áfeng- isflöskum í fyrra. Heimildir sem Tíminn telur vera áreiðanlegar segja' að Eyrarfoss sé einnig til nákvæmrar athugunar Rannsóknarlögreglu ríkisins og segja sömu heimildir að þar geti smyglið verið um 5000 flösk- ur á sama tímabili. Einhverju hefur verið smyglað af tóbaki, en ekki er vitað hversu mikið magn er um að ræða. Tveir skipverjar af Álafossi voru úrskurðaðir í stutt gæsluvarðhald vegna málsins og þrír aðrir hand- teknir. Endanlega var gengið fráj málinu í gær og fyrradag þegar Ála-j Enn stendur styr um Sturlu:< Dettur ekki í hug að ráða Sturlu - segir Sverrir Hermannsson, Fræðsluráð Norðurlandskjör-' dæmis eystra fundaði í vikunni ogj var hann í lengra lagi. Fólk undraðist; þessa lengd og taldi að nýtt stórmál, væri í uppsiglingu. Svo reyndist þó ekki vera, því Fræðsluráð mælti enn með Sturlu Kristjánssyni, fyrrverandi fræðslu-' stjóra, í embættið. Sverrir Hermannsson sagði í sam-, tali við Tímann að hann hefði ekki1 enn fengið samþykkt Fræðsluráðsinsj í sínar hendur. Æn ég hef ekkert um þetta að segja.j Þeir hafa tekið sína afstöðu, vitandii að það verður ekkert gert með hana. I Það blasir við og dettur engum heilvita manni neitt annað í hug. En þeir verða sjálfir að gera grein fyrir sinni afstöðu. Ég bíð eftir þeirra greinargerð," sagði Sverrir. Bókun þess efnis að Sturla yrði endurráðinn var samþykkt með sex atkvæðum, en einn sat hjá. -SÓL Lánskjaravísitalan: Mælir 20% verðbólgu Lánskjaravísitaian 1987 gildir fyrir júní samkvæmt útreikning- um Seðlabankans og þýðir það um 1,5% hækkun hennar frá maímánuði. Umreiknað til árs- hækkunar verður útkoman tæp- lega 20% hvort sem miðað er við síðasta mánuð, síðustu 3 mánuði eða síðustu 6 mánuði, þannig að segja má að við höfum verið í stöðugri 2Ö% verðbólgu síðasta hálfa árið. IJrá júní í fyrra hefur lánskjaravísitalan og þar með allar upphæðir sem við hana eru bundnar hækkað um 16,5%.- HEI foss kom til landsins. Ljóst er að Rannsóknarlögreglan mun hafa hug á að yfirheyra skip- verja af Eyrarfossi þegar skipið kem-' ur til landsins á næstu dögum. Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri vildi ekki staðfesta! hvort verið væri að rannsaka mál Eyrarfoss, eða hvort verið væri að, kanna enn fleiri skip. Hinsvegar sagði Þórir að mál Álafoss væri nú1 svo að segja fullrannsakað. Við rannsóknina kom einnig í Ijós, smygl á 90 flöskum á þessu ári. Þrátt fyrir að RLR vildi ekki stað- festa að Eyrarfoss væri undir smá- sjánni hefur Tíminn áreiðanlegar| heimildir fyrir því að svo sé. Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri vildi ekki ræða málið við Tímann í gærkvöldi og sagði það ekki tíma- bært. Aðspurður hvort þetta mál væri merki um hert eftirlit tollgæsl- unnar, sagði Kristinn að um eilífa, skák væri að ræða. „Við erum alltaf > að leita að nýjum leiðum til þess að koma í veg fyrir smygl. Sama er að segja um þá. Þeir leita sífellt nýrra leiða, til að snúa á okkur. Stundum erum við heppnir en oftar sennilega þeir,“ sagði Kristinn. Óvíst er hvaða gögn hafa komist í hendur tollgæslunnar sem leiddu til þessarar rannsóknar RLR og upp- Ijóstrun á þessu máli. Hinsvegar er| það þekkt staðreynd að tollgæslan hér á landi hefur oft samstarf við yfir- völd erlendis. Þar er hægt að komast í gögn frá höndlurum, sem segja til, um hvað fór í skipið, hvenær og kvitta þarf fyrir móttöku á vörunni. Af þeim tuttugu mönnum sem þegar hafa játað aðild að smyglinu eru nokkrir hættir á skipinu. Alls eru 24 í áhöfn Álafoss, en í hverjum túr eru 18 manns um borð. Aðrir eru í fríi. Rannsókn mun halda áfram hjá RLR á næstunni. -ES Sendinefnd frá Æðsta ráði Sovétríkjanna, f.v.: Égor Alexandrovitj Isajev þingmaður og skáld, Jan Janovitj Vagris varaforseti Æðsta ráðs Sovétríkjanna og Roald Zinnúrovitj Sagdeev þingmaður. (Tfmamynd Pjeiur) Sovésk þingmannanefnd heimsækir ísland - kynntu íslenskum kollega viöhorf Sovétríkjanna til afvopnunar- mála Undanfarna daga hefur verið í heimsókn hér á landi nefnd þriggja þingmanna frá Æðsta ráði Sovétríkj- anna. Nefndin er skipuð þeim Jan| Janovitj Vagris varaforseta Æðsta ráðs Sovétríkjanna og forseta Æðsta ráðs Lettneska sósíalíska sovétlýð- veldisins, Égor Alexandrovitj Isajev þingmaður, meðlimur í Löggjafar- nefnd þjóðernisráðs, sem jafnframt' er skáld og ritari Rithöfundasam- bandsins sovéska og loks Roald Zinnúrovitj Sagdeev þingmaður og framkvæmdastjóri Geimrannsókna- stofnunar Sovétríkjanna. Nefndarmenn eru hingað komnir til að skýra og upplýsa íslenska kollega sína á Alþingi um afstöðu; Sovétríkjanna til afvopnunarmála og hafa þeir þegar átt fund með þeim. Einnig voru viðskiptamál ríkj- anna nokkuð rædd á fundi þessara. aðila. Kom fram í máli Sovétmann- anna að þeir væru ánægðir með Byggingarvísítalan: hækkað 17% f rá áramótum Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 2,16% milli apríi og raaí. Þar af stafar 1,3% vegna hækkunar ákvæðisvinnutaxta múrara og málara. Athyglisvert er að um sjöundi partur hækkun- arinnar nú stafar af 8% verð- hækkun innihurða, en í febrúar- vísitölu kom einnig inn 8% verð- hækkun innihurða. Sýnist m.a. merkilegt með tilliti til frjálsrar álagningar ef innihurðir eða aðrir byggingarhlutar hækka um fastar prósentur á nokkurra mánaða bili, eins og meðan um verðá- kvarðanir Verðlagsstofnunar var að ræða. Síðustú 3 inánuði hefur bygg- ingarvísitalan hækkað um 5,4%, sem jafngildir23,4% verðbólgu á heilu ári. Af þessari 5,4% hækk- un eru 3,2% vegna launahækk- ana, en annað vegna hækkunar innihurðanna og annars bygg- ingarefnis og gatnagerðargjalda. Undanfarna 12 mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 18,3%. - HEI heimsóknina og hversu vel íslenskir þingmenn væru að sér um þessi málefni. Þá lýstu þeir einnig því viðhorfi Sovétríkjanna að alla áherslu ætti að leggja á að ná samningum um meðaldræg kjarn- orkuvopn á þessu ári, því slíkur samningur mundi opna leiðina fyrir frekari viðræður á sviði afvopnunar- mála. Nánar verður komið inn á heimsókn nefndarinna síðar í. Tímanum. ÞÆÓ' Þorsteinn ræðir við Kvennalista: Aðeins eitt skref í einu - yfirlýsing Borgara- flokks kemur full seint, segir Þorsteinn Þorsteinn Pálsson ræddi við full- trúa Kvennalista í nokkrar klukku- stundir síðdegis í gær og í gærkvöldi. Að sögn talsmanna flokkanna voru þetta könnunarviðræður „þar sem farið var yfir málin“. Þorsteinn Páls- son sagði í gær að hann hygðist í dag ræða við fulltrúa Borgaraflokksins og með því hefði hann rætt við alla flokkana. „Það er aðeins tekið eitt skref í einu og þegar þessum viðræð- um við Kvennalista lýkur eigum við aðeins eftir að tala við Borgara- flokk,“ sagði Þorsteinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að yfirlýsing þingflokks Borgaraflokks- ins sem greint var frá í Tímanum i gær breytti engu um gang þeirra viðræðna sem hann stæði nú fyrir um stjórnarmyndun, þar sem Borgara- flokkurinn vildi fá Steingrím sem forsætisráðherra. „Þessi yfirlýsing hefði átt að koma fram þegar Stein- grímur Hermannsson hafði stjórn-1 armyndunarumboð," sagði Þor- steinn. - BG ■ KRUMMI „Skyldu þeir ætla að nota hvalkjötið í hamborgara. “ „Svo uppsker hver sem sáir“ Gullbók og Metbók rísa báðar undir nafni BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI ^SAM 'S BANDS FÓÐUR 0 £

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.