Tíminn - 30.05.1987, Side 20

Tíminn - 30.05.1987, Side 20
£0 Tí/ninn Laugardagur 30. maí 1987 DAGBÓK Steindór Hjörleifsson og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í Óánægjukómum Leikfélag Reykjavíkur: Síðasta sýning á ÓÁNÆGJUKÓRNUM Breski gamanleikurinn Óánægjuk- órinn ef Alan Ayckbourn verður sýnd- ur í Iðnó i allra síðasta sinn föstudaginn 5. júní n.k. kl. 20:30. Leikritið hlaut verðlaun breskra gagnrýnenda sem besta leikrit ársins 1985. f verkinu segir frá því er áhuga- leikhópur æfir Betlaraóperuna eftir John Gay og frumsýnir eftir storma- samt æfingatímabil. Sigurður Sigur- jónsson leikur feiminn og hlédrægan skrifstofumann, en Kjartan Ragnars- son leikur hávaðasaman leikstjóra. Margir leikarar eru í þessari sýningu og inn í leikinn er fléttað fjölda söngva og fjörugri tónlist. Þrjár sýningar eftir á DEGI VONAR Nú eru aðeins þrjár sýningar eftir í vor á leikriti Birgis Sigurðssonar, en líklega verður það tekið til sýningar að nýju í haust. Persónur í leiknum eru: ekkjan Lára og þrjú börn hennar uppkomin, sam- býlismaður Láru og grannkona. Mar- grét Helga Jóhannsdóttir leikur Láru, Sigurður Karlsson leikur sambýlism- anninn, SigríðurHagalín grannkonuna og börnin þrjúeru leikin af Guðrúnu S. Gísladóttur, Valdimar Erni Flygenring og þresti Leó Gunnarssyni. Þórunn S. Þorgrímsdóttir gerir Ieik- mynd og búninga, Gunnar Reynir Sveinsson semur tónlist og leikstjóri er Stefán Baldursson. Næsta sýning á DEGI VONAR er á sunnudag 31. maí kl. 20:00 í Iðnó. t Laugardalsgarðinum er gott að vera. Útivistardagur aldraðra Sunnudaginn 31. maí kl. 13.30 efnir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra til útivistar í trjágarðinum í Laugardal. Far- ið verður í „ratleik". Skemmtilegur leikur sem allir geta tekið þátt í. Stjórnandi er Anton Bjarnason, íþróttakennari. Klæð- ist hlýjum fötum og verið í þægilegum skóm. Takið lesgleraugun mcð. Ath.: Ekið frá Suðurlandsbraut niður Holtaveg eða Múlavcg. Allir velkomnir. Fjölskylduferð í Þórsmörk Framsóknarfélögin í Árnessýslu efna til skemmtiferðar í Þórsmörk laugardaginn 20. júní n.k. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 1247 milli kl. 10 og 12 og 14-16 virka daga. Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar. Nefndin SUÐURLAND Enn er í gangi fjáröflun vegna kosningabaráttunnar á vegum kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Velunnar- ar og stuðningsmenn sem vilja styrkja kosningasjóðinn geta lagt peninga inná gíróreikning í hvaða banka sem er, reikningsnúmer og banki er 2288 í Landsbankanum Hvolsvelli. Þakkir eru sendar þeim fjölmörgu sem þegar hafa styrkt kosningabar- áttuna. Stjórnin Suðurland Skrifstofur Þjóðólfs og kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurlandskjördæmi Eyrarvegi 15, Selfossi eru oþnar alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00 og 14.00 til 16.00. Símar 99-1247 og 99-2547. Lítið inn. Guðsþjónustur í Reykjavíkur* prófastsdæmi sunnudaginn 31. maí 1987. Árbæjarprestakall Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11:00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Breiðholtsprcstakall Guðsþjónusta kl. 11 í Bústaðakirkju (Ath. breyttan messustað). Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. Breyttan messu tíma). Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson messar. Sóknarnefnd- Digranesprestakall Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. Að beiðni verður endurflutt predikun frá í vetur um trúartáknin í Dómkirkjunni. Organleikarinn leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarnefnd Hóla- brekkusóknar .boðin velkomin til starfa. Meðlimir sóknarnefndanna í Fellasókn og Hólabrekkusókn flytja ritningarlestur og bæn. Organisti Guðný Margrét Magn- úsdóttir. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Fríkirkjan í Keykjavik Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarna- söngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja. Safnaðarferð í Borgarfjörð. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 09:30 árdegis. Tekið þátt í messu í Reykholtskirkju kl. 14. Skoðunarferð um héraðið með leiðsögu- mönnum. Komið til Reykjavíkur kl. 18. Allir velkomnir með. Sóknarnefndin. Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Sr. RagnarFjalarLárusson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn Messakl. 10. Sr. RagnarFjalarLárusson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Kársnesprcstakall Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Sig. Haukur Guðjóns- son. Organisti Violetta Smidova. Sóknar- nefnd. Laugarneskirkja Engin messa sunnudag. Sóknarprestur. Neskirkja Sameiginleg guðsþjónusta Nes- og Sel- tjarnarnessafnaða í Neskirkju kl. 11. Kór Seltjarnarnessafnaðar syngur. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Seljasókn Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11. árdegis. Altarisganga. Aðalsafnaöar- - fundur Seljasóknar verður í Tindaseli 3, mánudaginn 1. júní kl. 20:30. Sóknar- prestur. Seltjarnarnesprestakall Sameiginleg guðsþjónusta Nes- og Sel- tjarnarnressafnaðar í Neskirkju kl. 11. (Ath. breyttan messustað). Kór Seltjarn- arnessafnaðar syngur. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Stokkseyrarkirkja Messa kl. 14. Sóknarprestur. Kirkja óháða safnaðarins Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Þórsteinn Ragn- arsson. Árbæjarsafn opnað Árbæjarsafn verður opnað almenningi á sunnudag, 31. maí. Meðal nýjunga er sýning á gömlum slökkviliðsbílum. sýning um fornleifauppgröft í Reykjavík og sýning á Reykjavíkurlíkönum. Opið er alla daga - nema mánudaga - kl. 10:00- 18:00. feEEBir mte'fe Norski myndlistarmaðurinn Yngve Zakarias sýnirí Norræna húsinu Nú stendur yfir sýning á verkum norska myndlistarmannsins Yngve Zakarias í sýningarsölum Norræna hússins. Á sýningunni eru bæði mál- verk og grafík. Yngve Zakarias fæddist í Þránd- heimi árið 1957, stundaði nám við grafík- og málaradeild Listaskólans þar og hélt sína fyrstu einkasýningu í gall- eríi skólans 1977. Yngve hefur að undanförnu búið í Berlin og haft þar vinnustofu. Hann hefur unnið með tréristur, teikningar og málverk, m.a. málað á tré. Yngve Zakarias hefur haldið einka- sýningar á Norðurlöndum og í Þýskal- andi og tekið þátt í samsýningum í Finnlandi, Júgóslavíu, Þýskalandi og Italíu. Sýningin verður opin kl. 14:00-19:00 alla daga fram til 14. júní. . Listamaðurinn við nokkur verk sín. Listsýning á Selfossi 1 dag, laugardag 30. maí kl. 14:00 opnar Elfar Guðni Þórðarson sýningu í Listasafni Árnessýslu á Selfossi. Á sýn- ingunni verða 40 olíumálverk. Þetta er 15. einkasýning Elfars Guðna. Sýningin er opin um helgar kl. 14:00-22:00 og virka daga kl. 20:00-22:00. Sýningunni lýkur annan í hvítasunnu, 8. júní. Frá Þjóðfræðafélaginu Aðalfundur Þjóðfræðafélagsins verður haldinn laugardaginn 30. maí í stofu 201 í Odda og hefst kl. 17. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Frosti Jóhannsson flytja erindi um nýjan bókaflokk, fslensk þjóðmenning - markmið og uppbygging. 9. Göngudagur F.í. á morgun í ár efnir Ferðafélag Islands til „Göngu- dags“ í 9. skipti og hefur Blikdalurinn orðið fyrir valinu í ár. Lagt verður upp í gönguna frá bílastæði sunnan Ártúnsár. Gangan tekur um 2 'h klst. Þátttakendur í göngunni fá afhentan bækling um „Esju og Mosfellsheiði". Brottför er kl. 13:00 frá umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl (200 kr.). Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Fólk á eigin bílum er velkomið í gönguna. Frá Hússtjórnarkennarafélagi íslands Aðalfundur Hússtjórnarkennarafélags íslands verður haldinn 2. júní n.k. í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Sólvalla- götu 12. Lítið á dagsicrá í síðasta Frétta- bréfi. Skólagarðar Reykjavíkur Skólagarðar Reykjavíkur hefja starf- semi sína nú eftir helgina. Skólagarðar cru reknir á sex stöðum í Reykjavík, í Skerjafirði, við Ásenda, í Laugardal, við Stekkjarbakka og Jaðarsel í Breiðholti og Ártúnsholti í Árbæ. Innritun hefst mánudaginn 2. júní kl. 8.00-lb.00. Þátttökugjald er kr. 300.00. Öllum börnum á aldrinum 9-12 ára er heimil þátttaka. I Skólagörðum Reykjavíkur fá börn leiðsögn við ræktun á grænmeti og plöntum, auk þess að fara í leiki ogstuttar gönguferðir í nágrenni við garðana til náttúruskoðunar og fræðslu um borgina. Kvöldferðalag Kvenfélags Óháða safnaðarins Farið verður í „Kvöldferðalagið" næst- komandi mánudag, 1. júní. Farið verður frá Kirkjubæ kl. 20:00. Fríkirkjan í Hafnarfirði skoðuð. Kaffi í Veitingahúsi Hansens. Heimilisfólk að Sólheimum 7. Flóamarkaður Uppeldis- og meöferðarheimilið Sól- heimum 7 heldur hinn árlega flóamarkað sinn sunnudaginn 31. maí kl. 15:00-19:00 í safnaðarheimili Langholtskirkju. Flóamarkaðurinn er liður í fjáröflun ferðasjóðs heimilisins,er stefnt að ferð til Englands í sumar. Heimilið er ætlað 7 unglingum á aldrin- um 12-16 ára og hefur nú verið starfrækt í tæp tvö ár. Heimilið rekur langtíma meðferð fyrir unglinga sem þurfa á aðstoð að halda vegna félagslegra eða sálarlegra vandamála. Auk flóamarkaðarins verður tómból- uborð og uppboð á gömlum munurn. Helstu vextir við banka 09 sparisjóði (% á ári) 11. maí 1987 (Ein ’ merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum Lands- banki Útvegs- banki Búnaðar- banki Iðnaðar- banki Verslunar- banki Samvinnu- banki Alþýðu- banki Spari- sjóðir Vegin metaltol Dagsetmng síöustu breytingar 1/5 21/4 11/5 1/5 11/5 1/5 11/4 1/5 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 5.00 7.00 5.20 Ávisanareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 7.00 10.00 7.00 5.50 Alm.sparisj.bækur 12.00 10.00 11.00’ 10.00 10.00 10.00 10.00 10.00 10.90’ Annað óbundiðsparifé1) 7-22.00 10.-21.72 7-20.00 10.0-19.00 11-20.00 10-16.00 3.50 7-19.50 Uppsagnarr.,3mán. 13.00 14.00 11.00’ 13.50 15.00 14.00 12.00 12.70’ Uppsagnarr.,6mán. 15.50 12.00’ 20.00 19.00 17.00 17.00 13.00 15.00’ Uppsagnarr., 12mán. 14.00 17.00 19.00 25.50''2* 15.00 Uppsagnarr.,18mán. 24.50'> 22.00 24.00"3' 23.80 Verðtr. reikn. 3 mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 1.50 1.90 Verðtr.reikn.6mán. 3.50 4.00 3.50’ 2.50 3.50 3.00 4.00 3.50 3.40 Ýmsineikn.1* •B) 8-9.00 5-6.506' Sérstakarverðb.ámán. 1.083 1.00 1.00 0.75 1.00 0.83 1.00 0.83 0.90 Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandarikjadollar 5.50 5.50 6.00’ 6.25 5.50 5.50 5.75 5.25 5.60’ Sterlingspund 8.50 8.75 8.00’ 8.75 10.00 9.00 10.25 9.00 8.70’ V-þýskmörk 2.50 3.00 3.00 3.00 3.50 3.50 4.00 3.50 3.00 Danskarkrónur 9.50 9.50 9.25’ 9.25 9.00 9.50 10.25 9.50 9.4’ Utlánsvextir: Víxlar(forvextir) 20.50 20.0 21 004*' 21.00 23.00’ 20.00 21.00 24.00 "' 21.20’ Hlaupareikningar 21.50 21.50 22.50’ 22.50 24.00’ 22.00’ 22.00 24.50 22.40’ þ.a.grunnvextir 9.00 9.00 10.00 10.00 12.00’ 10.00 10.00 12.00 10.00’ Alm. skuldabréf5* 22.00 20/21.25 71 23.00’ 22.50 24.00’ 22.00 22.00 24/25.07'- 22.70’ þ.a. grunnvextir 9.00 11.50 10.00’ 10.00 10.00 10.00 9.50 12.00 10.10’ Verðtr.skbr.að2.5árS) 6.00 6.5/7.071 7.00’ 7.50 7.00 7.00’ 7.00 6757.07' 6.60’ Verðtr. skbr>2.5árS) 6.50 6.5/7,07* 7.00’ 7.50 7.00 7.00’ 7.00 6.757.0 7' 6.80’ Afurðalánikrónum 20.00 19.00 20.00’ 16.25 20.00 20.00 18.50 26.00 20.50’ Afurðalán i SDR 7.75 7.75 7.75 8.25 8.00 8.00 8.00 7.80 Afurðalán í USD 8.75 8.25 8.00 7.75 8.75 8.00 7.50 8.20 Afurðalán i GBD 11.50 11.50 11.25 13.00 11.25 11.50 12.75 1180 Afurðalán i DEM 5.50 5.50 5.50 6.50 5.50 5.75 6.25 5.70 II. Vanskilavextir (ákveðnir a( Seðlabanka) frá 1. desember 1986:2.25% (2.01%) fyrir hvem byrjaðan mánuð. Frá 1. mars 1987 2.50% (2.21%) fyrir hvem byrjaðan mánuð. III Meðalvextir 21.03.1987 (sem geta gilt í apr. 1987): Alm skuldabréf 21.0% (9.5+11.5), verðtr. lán að 2.5 árum 6.4% og minnst 2.5 ár 6.6%. Meðatvextir 21.03.1987 (sem geta gitt i mai 1987) AJm.skbr. 21.3% (9.5+11.8), verðtr lán að 2.5 árum 6.5% og minnst 2.5 ár 6.6% 1) Sjá meðfylgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vélstj. 3) Aðeins hjá SPRON, Sp. Kópav., Hafnarf)., Mýras.. Akureyrar, ötafsfj, Svarfd., Stglufj.. Norðfj., i Kefl.. Árskógsstr & Eyrar. 4) Viðsk. vixlar keyptir m.v. 22.5% vexti hjá Bún.banka, 23.0% hjá Samv. banka og 26.0% spansj. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári. Verzlunar- og Alþýðubanki beita þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. Bolungarvikur. 7) Lægri vextimir gilda ef um fasteignaveð er að ræða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.