Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 9. september 1987
Fullvirðisréttur sauðfjárafurða 1988 til 1989:
Reglugerðin komi áður
en sauðfé er sett á
Aöalfundur Stcttarsambands
bænda scm haldinn var á Eiðum í
síöustu viku gerði tillögur varðandi
rcglugcrð um fullvirðisrétt til fram-
lciðslu sauðfjárafurða verðlagsárið
1988 til 1989.
í tillögunum er að finna nokkrar
óskir um breytingar frá rcglugcrð-
inni sem í gildi er fyrir þctta
vcrðlagsár scm hófst nú í scptem-
bcr, þrátt fyrir að gcrð sc tillaga
um að hún verði að stofni til byggö
á henni.
Aðalfundurinn tclur æskilcgt að
hægt sc að samcina búmarkssvæði
innan hvcrs búnaðarsambands.
tclji stjórn viðkomandi búnaðar-
sambands æskilcgt að gcra svo og
að ósk um það komi fram fyrir 30.
október á viðkomandi vcrðlagsári.
Óskað var eftir því að 4% fullvirð-
isrcttar hvcrs framleiðanda sc hægt
að færa til milli tvcggja ára í scnn
og að scð yrði til þcss mcð rcglu-
gcrðarákvæðum að fullvirðisréttur
scm framleiðandi leigircða fullnýt-
ir ekki, tapist ckki frá viðkomandi
býli.
Fundurinn bendir cinnig á að
mjög mikilvægt sc að reglugerðin
vcrði sctt fyrir 15. scptcmbcr næst-
komandi og að útreikningur á full-
virðisrétti hvcrs framleiðanda liggi
fyrir eigi síðar en 25. september,
en þá cr sláturtíð fyrir nokkru
hafin og sá tími kominn scnr bænd-
ur ákvcða bústofn sinn fyrir vcrð-
lagsárið 1988 til 1989. Fyrirutan þá
útrcikninga cr þriggja prósenta
fullvirðisréttur af heildarréttinum
sem búnaðarsamböndin ráðstafa
til einstakra framleiðenda innan
síns sambands.
Ennfrcmur var samþykkt að
nota Framleiðnisjóð sem tæki til
að opna möguleika á því að frarn-
leiðcndur gcti selt fullvirðisrétt
sinn í mjólk gcgn því að fá rétt í
sauðfé sem sjóðurinn hefur áður
keypt og cinnig öfugt gegn því að
viðkomandi búnaðarsambönd séu
samþykk viðskiptunum. Mcð slíku
ákvæði opnuðust lciðir til þess að
koma á skiptingu fullvirðisréttar
milli landshluta eins og viðkom-
andi búnaðarsambönd tcldu heppi-
legt.
Gcrðar voru tillögur samþykktar
um að í lok sláturtíðar vcröi unnið
skipulcga að slátrun fullorðins
sauðfjár tveggja vetra og eldra og
kjöti af því fé eytt á scm ódýrastan
hátt til að koma í vcg fyrir geymslu-
kostnað af því kjóti. ABS
Húsnæðis-
miðlunin
í gegnum
Félags-
stofnun
Félagsstofnun stúdenta hefur tek-
ið við rekstri Húsnæðismiðlunar
stúdenta af Stúdentaráði Háskóla
Islands. Félagsstofnun hefur ráðið
fastan starfsmann sem sér um dag-
legan rekstur stofnunarinnar, þar á
nreðal húsnæðismiðlun.
Fyrirhugað er að bjóða leigusölum
upp á nýja þjón'ustu í næsta mánuöi,
scm cr fólgin í innheimtu húsaleigu
af námsmönnum.
Um þcssar mundir cru um 50
námsmenn á biðlista eftir íbúðum
hjá húsnæðismiðlun stúdenta.
Fræðsluráö Vestfjarðaumdæmis:
Ungt fólk hættir að
sækja í kennarastétt
Fræðsluráð Vestfjarðaumdæmis
hcfur lýst ylir áhyggjum sínum vcgna
þráláts kcnnaraskorts á landsbyggö-
inni, þrátt fyrir að í rétta átt hafi mið-
að með launamál kcnnara.
Fræðsluráðið heldur því fram aö
neikvæð umræða um kennarastarfið
hafi dregið úr sókn ungs fólks í stétt-
ina og þeirri þróun vcrði að snúa við.
Svcitarstjórnir á Vestfjörðum hafa
ákveðið aö gera átak í skólamálum á
næstunni og skora jafnhliða á yfir-
völd menntamála að auka vcg
kennarastarfsins svo eðlilegar fram-
farir í skólastarfinu gcti orðið. Þær
geti ckki orðið þegar kennarar fáist
ckki til kcnnslu á landsbyggðinni.
Leiðrétting á „Um konsúla-
brennivín og fleiri syndir“
Föstudaginn 28. ágúst birtist grein
í Tímanum undir haus: Lesendur
skrifa, en höfundurer Kristján Jóns-
son frá Snorrastöðum. í blaðinu var
greinin nefnd „Um konsúlabrenni-
vín og fleiri syndir".
Lciðrétta þarf á einum stað einn
staf, sem breytir mcrkingu setning-
ar. Setningin er í ncðstu línum 2.
dálks greinarinnar og efstu línum 3.
dálksins. Rétt verður setningin
þannig: „Ósköp cr ég samt hræddur
um aö drykkjan úr léttvínsglasinu,
og ckki síst cf fleiri verða, geti rutt
svo og heflað niður hallann, að hann
verði ákjósanleg rennibraut ofan að
brennda ruddanum."
í prcntun varð ... ofan af brennda
ruddanum. Þetta leiðréttist hérmeð.
SNORRAHUS RIFIÐ
Snorrahús á Akureyri er ekki lengur til. Síðustu daga hefur verið unnið að því að rífa húsið og flytja hurtu
brakið. A föstudaginn leit húsið svona út. „Húsinu" var ntokað upp á vörubíla og ekið með það burtu.
Dagblaðið Dagur hyggst nú byggja ný húsakynni á lóðinni ístað Snorrahúss undirstarfsemi sína. Tímamyndabs
Frá samæflngu hjálparsveitanna og annarra björgurnarsveita af öllu landinu, sem haldin var á Hólsfjöllum um síðustu
helgi. Ljósmynd Vala Dröfn.
Samæfing LHS á Hólsfjöllum:
Hörkuæfing og
fjöldi slysa
Um síðustu helgi var haldin
samæfing Landssambands hjálpar-
sveita skáta og annarra landssam-
banda á Hólsfjöllum, eins og til-
kynnt var í Tímanum fyrir helgi.
Heppnaðist hún í alla staði mjög
vel og tóku um 120 manns þátt í
ýmsum atriðum og sviðsettum
slysurn. Fyrri daginn var cfnt til
hópslysaæfingar og cftir langar og
strangar leitir var hlúð að sjúkling-
um. Þann daginn fengu þátttak-
endur að fást við 105 slysatilfelli ef
með er talið óvænt flugslys á svo-
kölluðu svæði fimm.
Síðari daginn voru allir kallaðir
út kl. 9 og var tilefnið sviðsettar
náttúruhamfarir í þéttbýlinu í
Reykjahlíð. Heilu göturnar voru
þar undirlagðar og fjöldi íbúa hafði
lagt til húsin sín. Á stöku stað
höfðu götur verið merktar þannig
að þar áttu þær að vera kross-
sprungnar eftir jarðskjálfta.
Reyndi þá mjög á tækjabúnað og
mannskap. Um tíu lcytiö voru
allar björgunarsveitirnar komnar
niður í Reykjahlíð. Um ellefu
lcytið hafði almannavarnanefndin
og leitarstjórn tekist að skipuleggja
allt svæðiö og síðustu björgunar-
hóparnir voru þá komnir á svæði
sín. Um 13.30 var lokið við að
kanna allt svæðið og koma öllum
slösuðum í skjól og umönnun.
Urðu margir gáttaðir á því hversu
vel gekk að koma öllum til hjálpar
og hversu gott og æft skipulag er til
í landinu. Greining slasaðra og
skyndihjálp við þá var með sér-
stakri prýði.
Þegar frekara myndefni hefur
borist Tímanum verður reynt að
gera æfingu þessari einhver skil hér
á síðunum. KB