Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. september 1987
- Tíminn 13
AÐ UTAN
mósnavegna ástar
Ljóskan með tælandi
brosið, sem nú blasir við á
auglýsingaspjöldum um alla
veggi í skrifstofum yfirvalda
um gjörvallt Vestur-Þýska-
land, gerir mörgum starfs-
manninum lífið leitt strax í
upphafi vinnudags. Myndin
af ónafngreindum ritara,
sem greinilega er ekki á
vinnustað, er ekki til þess
fallin að bæta vinnuandann
á skrifstofunni. Á henni
stendur: „Njósnabros?“
Þar fyrir neðan er skráð
símanúmer þar sem tekið er
við upplýsingum í trúnaði.
Hegðar samstarfskonan
sértortryggilega?
Gefið þá upplýsingar.
Algertrúnaður!
Yestur-Þjóð-
verjar í auglýs-
ingaherferð til
að fletta ofan af
kvennjósnurum
- einstæðir
einkaritarar
fengnir til
njósna af
rómantískum
KGB-mönnum
Þessi auglýsingaher-
ferð, sem á að hvetja
opinbera starfsmenn til
að skýra frá tortryggi-
legri framkomu - sér-
staklega hjá kvenritur-
um og ógiftum starfs-
stúlkum - hefur vakið
mikla reiði. Kvenritarar
kvarta undan því að þær
séu tilneyddar að vinna í
„andrúmslofti stöðugrar
tortryggni og van-
trausts".
Símanúmerið er í
beinu sambandi við
njósnaveiðarana í Vest-
ur-Þýskalandi, sem sitja
á „Skrifstofu til varnar
stjórnarskránni'" (OPC),
sem er til húsa í sex hæða
byggingu úr steypu og
gleri í niðurníddu út-
hverfi í Köln.
Á þessari skrifstofu
var háttsettur Hans Joac-
him Tiedge, skuldum
vafinn drykkjubolti sem
tók það til bragðs í ágúst
1985 að flýja í fang vina
sinna í Austur-Þýska-
landi sem hann hafði
þjónað vel og dyggilega
um langa hríð, og hefur starfsliðið
enn ekki jafnað sig eftir þau ósköp.
í kjölfar þess hneykslis voru dregn-
ir fram í dagsljósið 6 meintir njósn-
arar. Þrír þeirra voru konur, einka-
ritarar sem unnu í þeim deildum
stjórnarráðsins sem hvað mesta
ábyrgð hafa: Sonja Lunburg, sem
í 12 ár var aðalritari Martins
Bangemann efnahagsmálaráð-
herra; Herta- Astrid Willner, sem
lengi hafði verið ritari á skrifstofu
núverandi kanslara, Helmuts
Kohl; og Margaret Höke, sem
hafði unnið í 21 ár á skrifstofu
forseta Vestur-Þýskalands. Tvær
þessara kvenna komust undan til
Austur-Þýskalands, en Margaret
Höke var tekin höndum nokkrum
vikum eftir að Tiedge flúði land og
hefur nýlega hlotið 8 ára fangelsis-
dóm fyrir að hafa í meira en 15 ár
afhent ríkisleyndarmál, sem hún
hafði aðgang að vegna vinnu
sinnar, elskhuga sínum, sem
reyndist vera starfsmaður KGB,
sovésku leyniþjónustunnar.
Margaret Höke var
nýlega dæmd í 8 ára
fangelsi fyrir njósnir.
Hún er ein hinna „gráu
músa“ sem austur-
þýskir karlmenn vefja
um fingur sér, en þykir
ekki eiga margt sam-
eiginlegt með tælandi
brosinu á auglýsinga-
spjaldinu.
„Njósnabros?“ Auglýsingaherferðin til að fá starfsfólk hins
opinbera í Vestur-Þýskalandi til að njósna hvað um annað
hefur mætt mikilli andúð
„Gráu mýsnar“ og
hættulegu elskhugarnir
Það voru hinar vandræðalegu
upplýsingar sem fram komu við
réttarhöldin yfir Margaret Höke,
margar fengnar með leynilega
teknum myndum, sem ráku OPC
út í auglýsingaherferðina með
myndinni af tælandi njósnabros-
inu. En það er ákveðin kaldhæðni
fólgin í þessari aðferð. Stúlkan á
myndinni er glæsileg og aðlaðandi
þar sem aftur á móti konurnar,
sem eru auðveldasta bráð austan-
tjaldsnjósnaranna, eru kallaðar
„gráu mýsnar“. Þær eru hundruð
einmana ógiftra ritara, sem búa í
eins herbergis íbúð í höfuðborg
Sambandslýðveldisins, Bonn, sem
hefur ekki orð á sér fyrir að vera
sérlega fjörugur og skemmtilegur
staður.
Glæsilegir austur-þýskir karlar
eru sagðir á sveimi á kaffihúsum og
börum borgarinnar í leit að þessum
einstæðu konum í viðkvæmum
störfum, sem þeir gætu fengið til
fylgilags til að annast njósnir fyrir
sig. Margaret Höke varð einmitt
fórnarlamb slíks bragðs.
Saksóknari í máli hennar heldur
því fram að elskhugi hennar, Franz
Becker, sem lét sig hverfa eftir að
Margaret var handtekin, sé liðs-
maður KGB. Höke, sem nú er 53ja
ára, heldur því fram að hann hafi
sagt sér að hann væri meðlimur
hægrisinnaðra samtaka í Suður-
Ameríku, en síðar hafi hana farið
að gruna að hann væri á snærum
kommúnista. Hún viðurkennir að
hafa verið látin sjá kvikmyndir sem
gerðar hafa verið á vegum vestur-
þýskra yfirvalda til að vara ógifta
kvenritara við því að lenda í klón-
um á njósnurum kommúnista.
Hins vegar hafði henni aldrei dott-
ið í hug að hún sjálf kynni að falla
í þá gildru.
Störf vestur-þýska forsetans eru
fyrst og fremst að koma fram sem
fulltrúi lands síns, en skýrslur frá
öllum sendiráðum Vestur-Þýska-
lands, þ.á m. í höfuðstöðvum
Natós, fara um borð ritara hans.
Og Margaret hefði líka haft aðgang
að leynilega jarðhýsinu í Eiscl
hæðum, í grennd við Bonn, þar
sem æfð eru viðbrögð og stjórn-
kerfi yfirvalda ef styrjöld brytist út.
Því hefur verið haldið fram að
Austur-Þjóðverjar hafi boðið 12
dæmda vestur-þýska njósnara, sem
þar afplána fangelsisvist, í skiptum
fyrir Margaret og bendi það til þess
að þeim sé sérlega annt um að fá
hana í sínar hendur.
„Hripleka sigtid“
í Nató fylgist nú
vel með konunum
OPC, sem nýtur almennt þess
vafasama álits að vera „hripleka
sigtið" í Nató, heldur því fram að
allt öryggi og eftirlit með starfsfólki
hins opinbera hafi verið stórlega
hert eftir Tiedge-Höke njósna-
hneykslið. Yfirmaður skrifstofunn-
ar hefur verið rekinn og trúnaðar-
orðsendingu þess efnis að ritarar
skuli engan aðgang hafa að þýðing-
armiklum skjölum sem varði Nató
hefur verið dreift til þeirra sem
málið varðar.
En auglýsingaherferð OPC nteð
„njósnabrosinu" hefur leitt til þcss
að konur í opinberri þjónustu liafa
gripið til gagnárásar. Þar hefur
komið upp á yfirborðið langvar-
andi óánægja sem hefur til þessa
legið í láginni. Sumir ritaranna
halda því fram að símarnir þeirra
séu hlcraðir óg fylgst með einkalífi
þeirra út í ystu æsar. „Það er miklu
betur fylgst með öllum okkar gerð-
um en því hvað yfirmenn okkar
hafast að,“ segja þær. „Það er
sjálfkrafa gengið út frá því að ef
kona er ekki gift og vinnur hjá því
opinbera, sé hún ógnun við öryggi
ríkisins,“ segir 35 ára kona sem
vinnur sem túlkur hjá hinu opin-
bera í Köln. Hún bætir því við að
einstæðum konum sé skipað í sama
áhættuhóp og hommum og
skuldurum.
- Auglýsingarnar
verði teknar niður
- „engin kynferðisleg
mismunun“ segir OPC
Starfsmannafélag hins opinbera
hefur nú lagt fram tilmæli um að
auglýsingarnar verði teknar niður.
En OPC vísar á bug öllum ádeilum
um kynferðislega mismunun og
heldur því fram að „það sé vel
þekkt aðferð sovéskra njósnara að
tæla konur til liðs við sig“. Nýlegar
tölur um líklegan fjölda austur-
þýskra njósnara að störfum í Vest-
ur-Þýskalandi eru 3000, auk 10.000
„smáseyða“.
í tvískiptu Þýskalandi eftirstríðs-
áranna eru margir sem varla vita í
hvorn fótinn þeir eiga að stíga
þegar til þess kemur að sýna landi
sínu hollustu. Stefna vestur-þýskra
stjórnvalda sem kennd er við „Ost-
politik" er sú að veita Austur-Þjóð-
verjum móttöku, hvort heldur er
til lengri eða skemmri dvalar. Og
það eru engin hámarksaldursmörk
á starfsmönnum hins opinbera.
Ekkert þessara atriða er þó ritur-
um hins opinbera né yfirmönnum
þeirra til neinnar huggunar. Rit-
aranjósnararnir, sem voru aftur-
kallaðir til Austur-Berlínar, yfir-
gáfu oft skrifstofur sínar með þeirri
skýringu að þær væru að fara í
hárgreiðslu eða til tannlæknis.
í hv?rt skipti sem slík skýring er
gefin á • fjarvist af skrifstofunni
þessa dagana fylgjast augu starfs-
systranna vel með því að klukku-
stund síðar sitji viðkomandi aftur í
stól sínum og beri með sér að
skýringin hafi verið rétt.