Tíminn - 17.09.1987, Síða 6

Tíminn - 17.09.1987, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 17. september 1987 UMFERÐARLAGABROT UMFERÐARLAGABROT UMFERÐARLAGABROT UMFERÐARLAGABROT UMFERÐARLAG Smábrot geta kostað mikið: Árekstraröldunni linnir seint. Keyrt á vegfarendur, utan í bíl, framan á bíl, aftan á bíl, ofan á bíl, á Ijósastaur, umferðareyjur, stöðv- unarskylda ekki virt, ekki rautt Ijós, tekið framúr á blindhæð, með sumardekk í hálkunni, og svona mætti lengi telja. En hverjar eru raunverulegar sektir fyrir brot í umferðinni? Hvað kostar að keyra yfir á rauðu? Eða svína á strætó? Tíminn hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu, að fyrir utan þær skemmdir sem gáleysisleg- ur akstur veldur, þá eru fjárútlátin mikii. Miklu meiri en margur heldur. Tökum Þorvald sem dæmi. Hann á heima í Breiðholtinu. Hann fer alltaf í sund í sundlauginni á Sel- tjarnarnesi á hverjum degi. Það er heillangur spölur fyrir hann, en gamli skrjóðurinn hans er vanur að komast alla leið. En þennan mánudagsmorgun fór Þorvaldur öfugumegin fram úr rúm- inu. Þrátt fyrir vont skap og syfju, hélt hann af stað. Hann hafði fengið sér neðan í því um nóttina, en það var runnið af honum núna. Hann ók götuna til suðurs og sá að hann var að verða of seinn, svo hann gaf vel í, þegar hann sá að komið var gult Ijós. Hann rétt smaug yfir á rauðu, eða „appelsínugulu" eins og hann orðar það. Skyndilega sá hann rauð blikkandi Ijós elta sig. Það var að sjálfsögðu lögreglan. Hann gaf í og þóttist ekki taka eftir þeim, en þeir náðu honum. Lárus lögreglumaður gekk yfir að bílnum hans Valda og dró upp sektarbókina. „Heyrðu vinur, ertu með öku- skírteinið?“ „Gjörðu svo vel.“ „Það er 3.000 kall fyrir að fara yfir á rauðu, 1.500 krónur fyrir óhlýðni gegn fyrirmælum lögregluþjóns, þú ert ekki með gleraugu, eins og þér ber að gera samkvæmt ökuskírteini, það eru 500 krónur, það er nú reyndar óendurnýjað, það er 1.000 kall, og hljóðkúturinn er greinilega handónýtur, það er 1.000. Þetta eru 7.000 krónur allt í allt“ sagði Lárus lögregluþjónn. Valdi var ekki hress með þetta, en skrifaði ávísunina og hélt af stað. Valdi leit á úrið og sá að þessi leiðindaatburður hafði tafið hann heilmikið. Hann steig pinnann í botn og þaut áfram. Stuttu seinna sá hann rauð, blikkandi ljós fyrir aftan sig. „Ó, nei, ekki aftur“ hugsaði Valdi, en andaði rólegar þegar hann sá að þetta var bara sjúkrabíllinn. Hann hélt bílnum fyrir aftan sig á rúmlega 90. Skyndilega sá hann rauð, blikkandi ljós fyrir framan sig. Þetta var löggan og hann var stopp- aður. f þetta sinn fékk Valdi 1.500 fyrir að víkja ekki fyrir sjúkrabifreið, 6.000 krónur fyrir of hraðan akstur, 3.000 fyrir að hafa ekki hægt á sér, eða numið staðar við merkta gang- braut og 1.000 krónur fyrir að hafa ekið um með háu ljósin að óþörfu. Við nánari skoðun kom í ljós að bíliinn var óskoðaður, það var 2.000, smááfengi var enn í bióði Valda, það var 1.000, fyrir minnsta skammt, tveir hjólbarðar bifreiðarinnar voru handónýtir, það var 1.000, stýris- búnaður var í ólagi, það var 2.000, Valdi hafði ekki tilkynnt eigenda- skipti á bifreiðinni, það var 1.000, auk þess hafði hann ekið fram úr þar sem bannað er, og það var 3.000. Valdi tók tékkheftið upp. 21.500 krónur, stílað á handhafa. Valdi var sem betur fer með bankakortið sitt. Hann reiknaði í huganum. 21.500 + 7.000 = 28.500 krónur, og Valdi var bara búinn að vera á ferðinni í klukkutfma. Enn hélt Valdi af stað og nú skyldi hann passa sig. En hann var orðin fullseinn. Og hver heldurðu að keyri lúshægt fyrir framan hann? Gamall maður með hatt á utanbæjarnúmeri! Hann fór ekki hraðar en 35 km. á klukkustund. Valdi gaf í, tók glæsilega framúr honum á gatnamótunum og sveigði aftur yfir á hægri akrein. Strætó var að reyna að komast út frá stoppistöð- inni. Valdi ætlaði sko ekki að gefa honum séns. Hann gaf í og svínaði ískyggilega fyrir strætó. Þá sá hann lögguna. „Ekki í þriðja sinn“ hugs- aði Valdi og tók snögga hægri Vissir þú að viðurlög við þvi að virða ekki rétt strætisvagna er krónur 1000? Tímtmynd Pjetur beygju. En þá sá hann að þetta var einstefnugata, og hann keyrði í vit- lausa átt. Eftir smástund var allt stopp. Uppfórsektarbókin. Framúrakst- ur á gatnamótum, 3.000 krónur, 1.000 krónur fyrir að víkja ekki fyrir almenningsvagni sem gefur merki um akstur frá auðkenndri biðstöð, 1.500 fyrir að aka gegn einstefnu. tækið skilið eftir á alfaravegum til trafala fyrir umferð, 1.000 krónur, 2.000 krónur fyrir að aka á vitlausum vegarhelmingi og annar 3.000 kall fyrir að hægja ekki á sér við gang- braut og 1.000 kall fyrir að virða ekki biðskyldu. Samtals 12.500 krónur. Og enn þurfti Valdi að draga upp heftið. Valdi hafði á einum og hálfum tíma pungað út 41.000 krónum! Og enn hélt hann áfram. Hann keyrði rólega. Þá sá hann Badda frænda með kerruna sína í eftirdragi. Valdi stoppaði bílinn og spjallaði við Badda frænda. Eini gallinn var sá að Baddi var með sprungið í hringtorginu og Valdi blokkaði umferðina. Valdi lét það ekki á sig fá, en þegar hinir bílstjór- arnir voru farnir að flauta nokkuð lengi, bauðst hann til að taka kerr- una hans Badda. Jú, það var í lagi, en hann bað Valda að muna að merkja stálstengurnar sem sköguðu út fyrir kerruna. Það gerði Valdi að sjálfsögðu ekki. Hann hlóð stálstöngunum á kerruna, þangað til hún svignaði. Síðan ók hann af stað. Löggan stoppaði hann þegar stálstangirnar byrjuðu að hrynja af ofhlaðinni kerrunni. Kerran var 10% ofhlaðin miðað við öxulþunga, það var 4.000 kall, auk þess var kerran ekki auðkennd réttilega og það var 1.000 kall. Valdi hafði ekki gefið stefnuljós í hring- torginu, það var 1.000 kall, 1.000 krónur kostaði að leggja í hringtorg- inu og almennur umferðarréttur var brotinn og það voru 2.000 krónur. Valdi hafði nú eytt 50.000 krónum í sektir á tveimur tímum, og geri aðrir betur. Þetta stórfenglega og mjög svo raunhæfa dæmi, sýnir hvað smávægi- leg brot geta kostað þig. Hér eru engar ökuleyfissviptingar settar inn í, engir sjúkrahúsreikningar, ekkert samviskubit og engin heilsa. Það er allt fyrir utan peningaeyðsluna. í töflunni sem fylgir með, eru sýndar helstu sektirnar. Hafðu þær hugfastar, og reyndu að keyra var- legar. -SÓL 50.000 kr. í sektir að heiman til vinnu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.