Tíminn - 17.09.1987, Síða 16

Tíminn - 17.09.1987, Síða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 17. september 1987 MINNING lllllllllll Magnús Gunnlaugsson bóndi og hreppstjóri, Ósi, Strandasýslu Fæddur 28. febrúar 1908 Dáinn 10. september 1987 „Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið. í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar líf og frið. 1 þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur Ibga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. “ D. Stef. Ekkert sannar betur þann dýrðar- Ijóma og himin, sem skáldið skynjar að baki þessu ljóði en kynni við menn eins og Magnús Gunnlaugs- son, sem hér skal minnst í vinar- kveðju nokkrum orðum. í fornum skáldamálum er spurt: „Hvernig skal manninn kenna?“ „Hann skal kenna við verk sín, það er hann veitir, það er hann þiggur, eða gerir. “ „Hann má og kenna til eignar sinnar, þeirrar er hann á, og svo, ef hann gaf, svo og við ættir þær, er hann kom af, svo og þær, er frá honum komu. “ Sé horft til baka um öxl og litið til áa Magnúsar Gunnlaugssonar og ætta, sést í baksýn traustur og ris- mikill frændgarður. í þeim hópi birtast bændahöfðingjar og búhöldar miklir og afrekskonur í húsfreyju- stétt. Þar eru einnig vígðir menn við kirkjuleg störf. Þar.eru einnig skáldmenni, tón- fróðir menn og sönggæfir, lögfróðir menn og dómarar, orðfærir menn og stílhagir, byggingamenn og prentar- ar. Fátt mun finnast kalviða eða lit- lausra greina á þeim mikla ættar- meiði. Þar skyldi ekki gleyma orðum hins snjalla Ijóðasmiðs, sem sagði: „Engin mannshönd eða ráð erfðahlekkinn brýtur. “ En það er fleira en ætt og uppruni, sem bregður ljóma um ævibraut Magnúsar frá Ósi, þar má einnig benda á störf hans um áratugi, þar sem hann birtist sem hinn snjallasti fulltrúi sinnar sveitar, jafnt utan sem innan takmarka héraðsins. Þar hefur hann ráðið málefnum sveitar sinnar og samfélags til úrslita á hinn virðu- legasta hátt með sanngirni og drengskap. Má hann því teljast sann- ur höfðingi sfns byggðarlags. Hann er og hefur verið fjárafla- maður með heiðri og sæmd, en um leið gjöfull höfðingi, góðviljaður og hjálpfús, gestrisinn og góðgerðasam- ur. Hann ann jafnan öðrum réttlætis á við sjálfan sig. Virðing hans og vinsældir eru honum gjafir af Guði veittar. Vel mætti nefna nokkur viðfang- sefna hans til að sanna að hér er ekki of mikið sagt: Oddviti, hreppstjóri, kaupfélags- formaður í Kaupfélagi Steingríms- fjarðar, Hólmavík, fulltrúi Bruna- bótafélags íslands og safnaðar síns um áratugi. Fleira þarf ekki um þessi viðfangs- efni að segja. Um slíkan persónuleika hljómar vel vitnisburður skáldsins Jónasar Hallgrímssonar, þegar hann lýsir í ljóði hornsteinum íslenskrar menningar: „Traustir skulu hornsteinar hárra sala. í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Því skal hann virður vel. “ En ógleymanlegastur er hann samt sem góður, traustur og einlæg- ur vinur og gestgjafi á sínu höfð- ingjasetri að ðsi. Hver gæti gleymt heimsókn þar í angan gróandans að vori eða þús- undlitum hausts. Allt brosir við af unaði og friði, aldrei gætt meira lífskrafti en þegar allt er að vakna eftir langan vetur norður stranda. Moldin og döggin mælast við töfraorðum, jörð og himinn fallast í faðma. Þar nýtur Guðstrú hans sín bést sem í Eden væri. En lítum svo aðeins í leiftursýn til baka langan æviveg hans, og sam- band upphafs og samfélags. Magnús Guðmundur Gunnlaugs- son fæddist 28. febrúar 1908 að Ósi í Hrófbergshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hans voru heiðurshjón- in Gunnlaugur Magnússon bóndi á Ósi og kona hans Marta Guðrún Magnúsdóttir. Hjá þeim ólst hann upp við faðm og störf íslenskrar sveitar í orðsins fyllstu merkingu. í æsku naut hann menntunar í Núpsskóla hjá séra Sigtryggi og Birni Guðmundssyni. Einnig var hann einn vetur á íþróttaskóla í Reykjavík og var einn þeirra ungu manna, sem valdir voru til þess að sýna íþróttir á Þjóðhátíðinni á Þing- völlum 1930. Hann kvæntist ungur hinni ágæt- ustu konu, Aðalheiði Þórarinsdótt- ur, alþingismanns á Hjaltabakka Jónssonar. Börn þeirra eru: Sigríður Þóra, Marta Gunnlaug, Nanna og Þórarinn. Öll hinir ágætustu þegnar sinnar samtíðar. Magnús hóf ævistarf sitt sem ís- lenskur bóndi að Stað í Steingríms- firði 1934-38. En hefur síðan búið að Ósi frá 1938 til 1980. Öllum, sem notið hafa gestrisni þeirra hjóna að Ósi verður koman þangað og dvöl þar ógleymanleg. Allt er umvafið friði og fegurð gróandi þjóðlífs. Trú þeirra á sigur lífsins í einu og öllu, vitsmunir þeirra, drengskapur og höfðingslund gefur þar öllu gildi. Vinátta Magnúsar og þeirra hjóna er mér góð gjöf, sem ég hef notið um áratugi og aldrei borið skugga á. Það á ég engin orð til að þakka, það er ofar öllum orðum, sem ég kann. Og nú, þegar komið er að hinstu kveðjustund, bið ég öllum vinum hans og ástvinum huggunar og styrks af hæðum og tek mér í munn orð listaskáldsins góða, Jónasar Hall- grímssonar, í fullri lífs og starfstrú hins sanna Islendings: Flýt þér vinur í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans. Fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Sigmundur Jónsson Frá spilakvöldi hjá Húnvetningafélaginu. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvctningafélagið hefur hafið vetrar-. in. Spilað verður í félagsheimilinu Skeif- starfsemi sína. Niestkomandi laugardag unni 17. Allir velkomnir. 19. sept. kl. 14:00 verðurfyrsta félagsvist- PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN við jarðsímalagnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nánari uppiýsingar veita verkstjórar jarðsíma- deildar, Suðurlandsbraut 28 og í síma 26000. Framsóknarfólk Austurlandi 28. kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 9. og 10. október nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar í síma 97-11584. KSFA Eitt af verkum Önnu S. Gunnlaugsdóttur á sýningunni Gallerí BORG á tveim stöðum: Sýning Önnu S. Gunnlaugsdóttur i Gallerí Borg í Pósthússtræti verður opn- uð í dag, fimmtud. 17. sept. Á sýningunni eru verk unnin með olíu á pappír og striga á síðastliðnu ári. Anna er fædd 1957 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands og útskrifaðist úr málara- deild 1978. Hún dvaldist í París við nám, en 1983 útskrifaðist hún á ný úr MHÍ úr augiýsingadeild skólans. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 29. september. Maðurinn og umhverfi hans - í Gallerí Borg í Austurstræti 10 Maðurinn og umhverfi hans er megin- viðfangsefni mynda. sem nú hafa verið hengdar upp hjá Gallerí Borg í Austur- stræti H) á annarri hæð. Meðal listamanna sem eiga verk þar eru: Jóhanna K. Yngvadóttir, Hringur Jóhannesson, Jóhannes Geir, Daði Guð- björnsson, Einar Hákonarson, Björg Atladóttir. Tryggvi Ólafsson. Elías B. Halldórsson, Baltasar, Eyjólfur Einars- son, Jón Þór Gíslason, Ágúst Petersen, Haukur Dór, Magnús Kjartansson, Gunnar Örn og Vignir Jóhannsson. Verkin hanga uppi frá 14. til 23. september og eru til sölu. Jazzvakning á Hótel Borg Haust-jazztónleikar verða Hjá Jazz- vakningu á Hótel Borg í kvöld, fimmtu- daginn 17. septcmber kl. 22:00-01:00. Þar koma fram: Tríó Carls Möller, Tríó Guðmundar Ingólfssonar, Rúnar Georgs (tenor), Tríó Steingríms Guð- mundssonar og söngkonan Andrea Gylfa- dóttir o.fl. Jazzvakning er nú að hcfja sitt 12. starfsár. Tónlistarskóli Rangæinga tekur til starfa Tónlistarskóli Rangæinga verðursettur 1, október n.k. Skólastarfið verður með svipuðum hætti og undanfarin ár. Breyt- ingar hafa orðið á kennaraliði skólans. Sigríður Sigurðardóttir, skólastjóri, Friðrik Þórleifsson og Margrét Tryggva- dóttir hafa látið af störfum, en ráðinn hefur verið nýr skólastjóri. Helgi Her- mannsson. Hann hefur verið kennari við skólann um árabil. Söngdeild verður við skólann í vetur eins og síðastliðinn vetur. Um hana mun sjá Kjartan Ólafson. „Skólastarfið hefur verið þróttmikið á undanförnum árum, oger stefnt að því að svo verði áfram, enda söng- og músíklíf blómlegt í héraði," segir fréttaritari Tím- ans á Hvolsvelli. Breyttur opnunartími sundlauga: Sundlaugar i Laugardal eru opnar mánud.-föstud. kl. 07:00-20:00, laugar- daga 07:30-17:30 og sunnudaga 08:00- 15:30. Sundlaug Vesturbæjar er opin mánu- dag-föstud. kl. 07:00-20:00, laugardaga 07:30-17:30 og sunnudaga 08:00-15:30. Sundhöll Reykjavíkur er opin mánud.- föstud. kl. 07:00-19:30, laugardaga 07:30- 17:30 og sunnudaga 08:00-13:30. Sundlaug Fjölbrautarskólans í Breið- holti er opin mánud.-föstud. kl. 07:20- 09:30 og 16:30-20:30, laugardaga 07:30- 17:30 og sunnudaga 08:00-15:30. Hugtækni og fyrri líf Þann 17.-20. sept. næstkomandi mun Þrídrangur standa fyrir tveimur nám- skeiðum. Á laugardeginum verður fjallað um áhrifamátt stýrðra hugsýna. Það er ný tækni til að nýta hugann betur og eykur m.a. sköpunarhæfni, minnisgetu og hæfi- leikann til að finna úrlausn vandamála. Á sunnudeginum verður kennt hvernig hægt er að upplifa fyrri- og komandi æviskeið. Þá verður einnig fjallað um hvernig ákveðnir einstalingar fylgjast að líf eftir líf og hvernig er hægt að þekkja þá. Kynningarkvöld verður haldið á Þrí- drangi fimmtud. 17. sept. kl. 19.30 og eru allir velkomnir. Leiðbeinandinn, Andrew Nevai hefur 24 ára reynslu í ástundun frumspeki „Mataphysics" og andlegrar iðkunar. Síðstliðin 10 ár hefur han kennt „Manif- estasion through visualization" (Raun- gerving með stýrðum hugsýnum) og hvernig má nota stýrðar hugsýnir, heilun og kristalla til aukinnar li'fsfyllingar. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Þrí- drangs milli kl. 17.00-19.00. Endurfundir orlofskvenna í Reykjavík Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík minnir á endurfundi orlofskvenna í Sókn- arsalnum, Skipholti 50, næstkomandi sunnudag, 20. september kl. 15:00. Vinsamlega takið með ykkur myndir úr orlofsdvölinni. Kaffiveitingar og gam- anmál. Sunnudagsferðir Útivistar 20. sept. Kl. 08:00 Þórsmörk - dagsferð - haust- litir (1000 kr.) Kl. 09:00 Línuvegurinn - öræfin heilla. Ekinn Línuvegurinn af Kaldadalsvegi norðan Skjaldbreiðar um Hlöðuvelli að Gullfossi.(1200 kr.) Kl. 13:00 Maríuhöfn - Búðasandur. Minjar um forna kauphöfn skoðaðar. Kræklingatínsla og létt ganga við Laxár- vog. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sunnudagsferðir F.í. Kl. 08:00 Þórsmörk - dagsferð í Þórsmörk. Viðdvöl þar 3 1/2 klst. Farnar gönguferðir. (1.000 kr.) Ki.09:00 Hlöðufell - Hlöðuvellir. Ekið um Þingvelli, á Kaldadalsveg og hjá Brunnum liggur leiðin eftir línuveginum að Hlöðufelli. (1.000 kr) Kl.13:00 Höskuldarvellir - Vigdísar- vcllir. Gengið frá Höskuldarvöllum um Sog að Djúpavatni og síðan um Móháls- adal að Vigdísarvöllum. (600 kr. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fyigd fullorðinna. Ath. að óskilamuna frá ferðum sumars- ins má vitja á skrifstofu F.l. Ferðafélag íslands Ný bók Bók um matvæli Iönskólaútgáfan hefur gefiö út bókina Matvæli, fersk eða feyruð. Þessi bók er þýdd úr dönsku og varö fyrir valinu af því aö hún gagnast byrjendum í námi, þeim sem lengra eru komnir og almenningi. Kaflarnir eru 14 og má heita aö hver kafli sé sjálfstæö heild. Paö er kostur sé bókin ekki lesin öll. Á frummálinu heitir bókin „Levn- edsmiddelhygiejne“ og er eftir Bertelsen, Rasch og Kirkegaard. Hún kom fyrst út áriö 1981 og önnur útgáfa endurskoðuð þremur árum síðar. Viö þýöinguna var stuöst viö báöar útgáfurnar og það valið er betur þótti eiga viö íslenskar aöstæöur. Efniö er staöfært á þann hátt aö þess er getið ef skaðlegar örverur hafa fundist hér eöa valdið matarsjúkdómum og gerö er grein fyrir kröfum sem gerðar eru hér á landi um meðferð og ástand matvæla. Bætt var viö fyllri upplýsingum, t.d. um pH og vöxt örvera, um sveppaeitur, nýmyndun efna og örverur í matvælaiön- aöi. í sem stystu máli þá er í bókinni margvíslegur fróðleikur um matarsjúk- dóma, greint er frá þeim umhverfisþátt- um sem ráöa starfsemi gerla og annarra örVera í matvælum, hvernig örverur ber- ast í matvæli og hvernig unnt er aö draga úr tjóni af völdum þeirra. Bókin er handa öllum þeim sem meðhöndla matvæli. Erling Ólafsson, dýrafræöingur, las yfir kaflann um meindýr í matvælum, Siguröur Richter, dýrafræðingur, um snýkjudýr og dr. Þorkell Jóhannesson um efnaeitrun.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.