Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 25. september 1987
Jón Baldvin segir Leifsstöð frysta á lánsfjáráætlun:
Lántökur ríkissjóðs
skornar niður um %
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra sagði í viðtali við
Tímann í gær að mjög yrði dregið
úr lántökum ríkissjóðs, til að jafna
halla fjárlaga. „Við keyrum mjög
niður lántökur ríkissjóðs sjálfs.
Þær eru núna u.þ.b. þriðjungur
þess sem var í áætlunum yfirstand-
andi árs,“ sagði Jón Baldvin.
Sagði Jón þetta skýrast aðallega
af einum þætti, hætt verði við allar
frekari framkvæmdir við flugstöð-
ina í Keflavík. Það kosti ríkissjóð
hins vegar um 820 milljónir króna
í erlendum lánum á næsta ári, að
fjármagna þær framkvæmdir sem
þegar hefur verið lokið við á þessu
ári. „Að öðru leyti byggir þessi
áætlun á því að frekari fram-
kvæmdir við þessa stöð verði stöðv-
aðar. Húsið er nothæft í núverandi
ástandi og við eigum ekki aur fyrir
meiru,“ sagði Jón.
Að sögn Jóns þýðir þessi láns-
fjáráætlun að lántökur ríkisjóðs
eru minni en afborganir af fyrri
lánum, þannig að „þar er um að
ræða skuldalækkun".
Erlendum lántökum verði haldið
í skefjum þannig að þær minnki að
raungildi, en það þýði um leið
aukið álag á innlendan lánamark-
að. Það sé áhyggjuefni að aukin
samkeppni opinbera geirans og
atvinnulifsins leiði til hækkandi
vaxta, en það sé hins vegar reynt
að taka mið af því, eftir því sem
tök séu á.
Aðspurður hvort útgáfa ríkis-
skuldabréfa yrði aukin, sagði Jón
Baldvin að þar korni upp syndir
fortíðarinnar. „Áætlaðar innlausn-
ir eldri spariskírteina á næsta ári
eru miklu mun meiri en í ár og er
áætlunartalan um 2,7 milljarðar
króna. Það er gert ráð fyrir spari-
skírteinaútgáfu til að dekka þann
útgjaldsauka," sagði Jón Baldvin.
„En ef menn eru að spyrja um
aðrar heildarstærðir, þ.e.a.s. hlut-
fallið milli skulda í árslok 1988
samkvæmt þessari áætlun og svo
landsframleiðslu, þá lækkar það
hlutfall verulega eða úr 47% niður
í 35,5%,“ sagði Jón Baldvin Hann-
ibalsson. -ph
Ráðstefna um illa
meðferð á börnum
111 meðferð og vanræksla á börn-
um verður efni samnorrænnar ráð-
stefnu sem haldin er þessa dagana í
Sandefjord í Noregi. Fjallað verður
um hvort lög landanna verndi
börnin, hvort samfélagið stuðli að
illri meðferð, hvernig hægt sé að
skipuleggja forvarnir og hvernig
hægt er að standa að meðferð á
börnum sem verða fyrir illri meðferð
eða eru vanrækt. Um 60 aðilar halda
erindi á ráðstefnunni um rannsóknir
sínar og reynslu af svona málum.
Að ráðstefnunni stendur starfs-
hópur í samvinnu við barnageð-
verndarsamtökin á Norðurlöndun-
um. Norska félagsmálaráðuneytið
hcfur einnig stutt þessa þriðju sam-
norrænu ráðstefu sem haldin er um
þessi mál.
Ráðstefnur þessar eru haldnar
annað hvert ár, hinar tvær hafa verið
haldnar í Danmörku og Svíþjóð.
Þátttakendur að þessu sinni eru 430,
aðallega fagfólk sem hefur unnið að
fyrirbyggjandi aðgerðum, meðferð
eða rannsóknum á þessu sviði. Það
eru því heilsugæsluhjúkrunar-
fræðingar, uppeldisfræðingar, fél-
agsráðgjafar, læknar, sálfræðingar,
kennarar, fóstrur, þroskaþjálfar,
lögfræðingar, lögreglan, blaðamenn
og stjórnmálamenn. ABS
Skákþing íslands
á Akureyri
Nú stendur yfir á Akureyri
Skákþing íslands í landsliðsflokki
hið 73. í röðinni. Fjórtán keppend-
ur taka þátt í mótinu og hafa þeir
allir hlotið yfir 2000 Elo stig og ku
þetta vera sterkasta skákmót sem
haldið hefur verið á Akureyri. Það
er skákfélag Akureyrar sem hefur
veg og vanda af framkvæmd móts-
ins og er það að hluta til haldið af
tilefni 125 ára afmælis Akureyrar-
bæjar og styrkir Akureyrarbær
mótshaldið. Reyndar virðist komin
ákveðin hefð á að halda Islandsmót
á Akureyri á 30 ára fresti, það var
fyrst gert 1927 þá 1957 og nú loks
1987.
Kostnaður við mótið er áætlaður
um 800 þúsund krónur og þar af
nemur verðlaunafé 250 þúsund
krónum og mun Akureyrarbær
gefa verðlaunaféð.
Staðan í mótinu í gær að sex
umferðum loknum var sú að
Margeir Pétursson var efstur með
5 vinninga, Helgi Ólafsson og
Davíð Ólafsson með 4 !ó vinning
og þá Karl Þorsteins og Þröstur
Þórhallson með 3 Vi vinning. Sjö-
unda umferð var tefld í gærkvöldi,
en skákum var ekki lokið þegar
Tíminn fór í prentun.
Mótinu lýkur föstudaginn 2. okt-
óber. Þess má geta að laugardaginn
27. september er frí hjá skák-
mönnunum. Þá kemur Jóhann
Hjartarson og teflir fjöltefli í Al-
þýðuhúsinu klukkan 13.30.
Þorsteinn Pálsson í
Berlín og Briissel
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra situr þessa dagana ráðstefnu
alþjóðlegra samtaka lýðræðislegra
hægri flokka sem haldin er í Berlín.
Þorsteini var boðið til ráðstefnunnar
sem áheyrnarfulltrúi.
Þorsteinn er ekki væntanlegur til
landsins fyrr en á miðvikudag í
næstu viku, því að ráðstefnunni í
Berlín lokinni, heimsækir hann aðal-
stöðvar Atlantshafsbandalagsins í
Brússel og mun þar eiga viðræður
við aðalframkvæmdastjóra Nato.
Aðeins einn ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins, Birgir ísleifur Gunnars-
son, sinnir nú öllum ráðherraem-
bættum flokksins. Friðrik Sophus-
son iðnaðarráðherra verður við-
staddur útför Einars Gerhardsen
fyrrverandi forsætisráðherra Noregs
í dag og Matthías Á. Mathiesen er á
sjúkrahúsi um þessar mundir.
Starfsmenn Gallerís Borgar að raða gömlum kortum og myndum frá íslandi í uppboðspakka,
Listaverkauppboð í Gallerí Borg:
Skrautleg mannamót
og góð stemmning
Olíumálverk af Hvítá og Hafnarfjalli frá 1932 eftir Gísla Jónsson. Gísli var
fyrsti maðurínn sem Kjarval sá vinna með liti, en á uppboðinu verða fimm
„Það eru nokkur eintök af þessari
þjóð sem bjóða þvílíkar formúur í
verk erlendis, sambærileg þeim sem
hérna verða boðin upp, að það tekur
engu tali. Nú síðast var slíkt uppboð
í Danmörku. Þetta uppboð gæti
orðið prófsteinn. Það verður for-
vitnilegt að vita hvort þessi eintök
eru til í að borga hér heima það sama
og úti.“ Þetta voru orð Úlfars Þor-
móðssonar þegar Tímamenn litu inn
í Gallerí Borg að berja þau verk
augum sem boðin verða þar upp nú
á sunnudag.
Þetta uppboð er fyrsta uppboðið
sem haldið er eftir að hið háa
Alþingi samþykkti að fella niður
söluskatt af málverkum og listmun-
um og setti þess í stað lög um að 10%
gjald bættist ofan á uppboðsverðið.
Gjald þetta mun renna ýmist til
handhafa höfundarréttar eða í
starfslaunasjóð myndlistarmanna.
Úlfar sagði að ef bærilega tækist til
með þetta uppboð yrði það til þess
að uppboð yrðu haldin reglulega á
sex til átta vikna fresti í framtíðinni.
Afnám söluskatts gerði það að verk-
um að seljendur fengju meira fyrir
sinn snúð og kaupendur meira fyrir
peningana. Feimnum listunnendum
sem ekki vilja láta uppi að þeir bjóði
í listaverkin er gert kleift að bjóða í
einstök verk fyrir sýninguna. Þá geta
þeir haft samband við aðstandendur
Gallerís Borgar sem birta þá nafn-
laus boð þegar að uppboði kemur.
„Þetta eru skrautleg mannamót
verk eftir Kjarval.
og góð stemmning. Það eru oft þrjú
til fjögurhundruð manns á uppboð-
unum. Menn ganga oft á tíðum út af
uppboðum með kúnst á alla veggi í
húsi sínu og það fyrir lítinn pening.
Jafnvel þó veggpláss sé gott.“ Þetta
hafði Úlfar að segja um listaverk-
auppboðin almennt.
Uppboðið á sunnudag er á margan
hátt merkilegt. Ekki aðeins sökum
afnáms söluskatts, heldur eru tutt-
ugu uppboðsnúmer þar sem finna
má gamlar koparstungur af kortum
og myndum frá íslandi. Kortin og
myndirnar hafa ýmist birst í erlend-
um kortabókum, tímaritum eða dag-
blöðum frá 1522 til 1890 og eru hinar
merkustu heimildir um búnaðar-
háttu og fleira frá íslandi þátfðarinn-
ar. Þá er að finna ein fimm verk eftir
meistara Kjarval, þrjár myndir eftir
Svavar Guðnason, æskuverk eftir
Þorvald Skúlason, Þingvallamynd
eftir Blöndal, textílverk eftir Bar-
böru Árnason og olíumálverk eftir
Jóhann Briem og Jón Stefánsson
auk gifsafsteypu af „Fæðingu sálar“
eftir Einar Jónsson. Þá eru verk
ýmissa listamanna sem nú ber mest
á í myndlist og skúlptúr. -HM