Tíminn - 03.10.1987, Side 5

Tíminn - 03.10.1987, Side 5
Laugardagur 3. október 1987 Tíminn 5 Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra um aukafjárveitingar: Einungis tvær fjárveitingar kunna að vera umdeilanlegar Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra er nýkominn til landsins og var ekki fyrr búinn að lesa Tímann en hann hringdi í okkur og gerði athugasemdir við fréttaflutning af aukafjárveiting- um. Jón Baldvin telur ýmislegt gagnrýnisvert að því er varðar meðhöndlun ríkisstjórnar og fjármálaráöherra eða því kerfl sem við styðjumst við í sambandi við aukafjárveitingar. Nefnir Jón Baldvin til sögunnar fjáraukalög sem hann telur að ætti að gefa út tíðar en gert er, eða í lok hvers þings. Hann vill þó ekki að óígrunduðu máli fullyrða hvort hann muni beita sér fyrir því að settar verði reglur um meðferð aukafjárveit- inga, á komandi þingi. Jón hefur bent á að hægt hefði verið að fara kostnaðarminni leiðir í ýmsu því sem hann erfði frá síðustu ríkisstjórn og nefndi sem dæmi að hann hefði heyrt kammer- sveit flytja „Sísí fríkar út“ með miklum ágætum og nær hefði verið að senda hana til Grænlands heldur en að kosta tveimur og hálfri milljón upp á sinfóníuna. Munur- inn hefði m.a. verið sá að kammer- sveitin hefði komist í flugvél Land- helgisgæslunnar. Stríðsuppsláttur Tímans “Vegna stríðsuppláttar Tímans um aukafjárveitingar í skammri fjármálaráðherratíð minni vil ég taka eftirfarandi fram. í fyrsta lagi: Aukafjárveitingar á tæplega þriggja mánaða tímabili, frá 8. júlí til 1. október nema alls 63 milljón- um króna. Pessar aukafjárveiting- ar flokkast með eftirfarandi hætti. A. Vegna ákvarðana fyrri ríkis- stjórnar 15,1 milljón. B. Uppgjör á mörkuðum tekjustofnum (skipu- lagsstjóri ríkisins vegna áranna 1985 til 1986) 21,2 milljónir. C. Vegna ákvæða samninga (leigu- og verksamninga) 3,6 milljónir. D. Vegna ákvörðunar núverandi ríkisstjórnar (iðnaðarrannsóknir vegna stækkunar álversins) 5 mill- jónir. Samtals 44,9 milljónir. Sex milljónir á mánuði Staðreyndir um aukafjárveiting- ar í minni tíð eru því þessar: Heildartalan er 63 milljónir en ef frá eru dregnar 45 milljónir vegna ákvarðana fyrri ríkisstjórnar, mar- kaðra tekjustofna frá fyrri tíð, samningsbundinna ákvæða og ák- vörðunar ríkisstjórnar þá standa eftir átján milljónir eða sex mill- jónir á mánuði." Hvernig flokkar þú þessar átján milljónir? „Samtals hefur um fjörutíu er- indum frá ráðuneytum og ríkis- stofnunum, um aukafjárveitingar á þessu þriggja mánaða tímabili, verið synjað. Flokkunin á þessum átján milljón er síðan með þessum hætti: 1. Menntaskólinn við Ham- rahlíð. Kaup á tveimur færanlegum kennslustofum, ófyrirséð útgjöld vegna nemendafjölgunar - 3 mill- jónir. 2. Styrkur vegna námskeiðs í íslenskum fræðum fyrir banda- rískra stúdenta. - 155 þúsund. Brotabrot af því sem bandarísk stjórnvöld leggja fram til styrktar íslenskum námsmönnum þar í landi.“ En aukafjárveiting engu að síður? „Já. 3. Fornleifarannsóknir á Bessastöðum. -500 þúsund. 4. Leikfélag Akureyrar. Framlag til Leikfélagsins samkvæmt samningi frá 28. ágúst 1987 gegn jafnháu mótframlagi Akureyrarbæjar. - 1 milljón. 5. Félagsheimilasjóður. Framlag vegna félagsheimilisins að Klifi á Ólafsvík í tengslum við 300 ára afmæli Ólafsvíkurskaupstaðar. -2 milljónir. 6. Framlag vegna Norðurlandamóts unglinga í skák. - 140 þúsund. 7. Framlag vegna olympíuleika í eðlisfræði. - 100 þúsund. 8. Sendiráð í Moskvu. Endurbætur á íbúð sendifulltrúa. - 2 milljónir. 9. Söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar. Vegna rekstrarerfið- leika frá árinu 1986. - 600 þúsund. 10. Félagsmálaráðuneytið. Sér- fræðivinna vegna húsnæðismála á þessu sumri. -600 þúsund. 11. Málefni fatlaðra í Reykjavík. Út- gáfa handbókar Svæðisstjórnar. - 214 þúsund. 12. Málefni fatlaðra Norðurlandi eystra. Framlag vegna aukinnar húsaleigu. - 150 þúsund. 13. Málefni fatlaðra á Suðurlandi. 14. Sólheimar í Grímsnesi. Fram- lag til endurbóta á hitaveitu. - 800 þúsund. 15. Heilbrigðis og trygg- ingamálaráðuneyti. Aðalskrifstofa vegna rekstrarerfiðleika á árinu 1987. - 4 milljónir. Aðeins tvær umdeilanlegar Af þessum aukafjárveitingum lít ég svo á að aðeins tvær kunni hugsanlega að vera umdeilanlegar. Það er tveggja milljóna króna framlagið til félagsheimilisins í Ól- afsvík. Það er að vísu flýtigreiðsla, samkvæmt ótal fordæmum, til fél- agsheimilasjóðs og var auðvitað fjárlagaliður en jafnframt safnlið- ur, þ.e. verkefni sem Alþingi hefur veitt fé til. í því efni eru mín rök þessi: Menn skyldu aðgæta líka hvað þetta fámenn sjávarútvegs- pláss hefur lagt í þjóðarbúið. Ég er þeirrar skoðunar að menn þurfi ekki að deila um að þetta framlag til Ólafsvíkur er réttlætanlegt. Að því er varðar L.A. þá er gerður samningur og forsendurnar eru þær að Leikfélagið hefur safn- að upp skuldum á mörgum umliðn- um árum sem mér voru gefnar upp sem sjö milljónir króna. Samning- urinn er gerður í samráði við forsætisráðherra og ekki var fallist á að yfirtaka skuldir heldur tók forsætisráðherra að sér að leysa það með öðrum hætti. Það hefði verið sjálfsagður hlutur að hafa samráð um þetta tvennt sem ég hef nefnt við fjárveitinganefnd, nema fyrir þá sök að fjáveitinganefnd er ókjörin og ekki starfandi. Andmælir fréttaflutningi Fréttaflutningur Stöðvar 2 og að hluta til í Tímanum hefur að mínu mati vakið upp grunsemdir um að hér hafi verið um að ræða fjármál- aráðherra sem eys úr ríkissjóði í því skyni að hygla einhverjum pólitískum aðilum. Hafi einhver skilið þennan fréttaflutning á þann veg, andmæli ég honum harðlega. Ef litið er yfir þessar aukafjár- veitingar í heild sinni yfir árið þá er fljótséð, ef maður flokkar þær á hefðbundinn hátt, hvar stærstu lið- irnir eru. Éj> vil nefna nokkra. í fyrsta lagi: Akvarðanir ríkisstjórn- ar, þá ræði ég um tímabil fyrirrenn- ara míns, 235,5 milljónir. Uppgjör vegna ársins 1986, 78,5 milljónir. Heimildir samkvæmt 6. grein fjár- laga, 40 milljónir. Ákvæði samn- inga, 16 milljónir. Lagafyrirmæli og þingsályktanir, 17 milljónir. Áhrif kjarasamninga, 17 milljónir. Ónotaðar fjárveitingar fyrri ára, 4 milljónir. Tjónagreiðslur. Ríkið tryggir ekki hjá tryggingarfélögum heldur verður að taka á sig tjón, 700 þúsund. Síðan eru ófyrirséð útgjöld á árinu 1987 sem ekki voru séð fyrir eða áætluð á fjárlögum, 51 milljón. Þetta eru helstu þætt- imir. Fjáraukalög oftar Ég vil taka fram að fjárlög eru áætlun og byggð á ákveðnum for- sendum og ef ekki væri heimild til að breyta út frá þeim tölum sem þar em settar á blað þá þýddu kjarasamningar á fjárlagaárinu að ekki væri heimilt að greiða mönn- um kaup samkvæmt kjarasamning- um. Ef verðhækkanir verða, sem eru helst til miklar núna þá þýddi það t.d. að tekjur ríkissjóðs af mörkuðum tekjustofnum, svo sem söluskatti mættu ekki hækka, þannig að menn sjá það af þessum rökum sem sjaldan eru nefnd að út af fyrir sig er það misskilningur að fjárlög séu svo bundin að út frá þeim tölum megi ekki hverfa. Dæmið hlýtur þó að snúast um annað þ.e.a.s. um heimildirnar til þess yfirleitt að víkja frá því hvort heldur er á tekju- eða gjaldahlið. Það sem ég tel fyrst og fremst gagnrýnisvert að því er varðar meðhöndlun ríkisstjórnar eða fjármálaráðherra á aukafjárveit- ingum eða því kerfi sem við styðj- umst við, er þetta: I fyrsta lagi ætti að gefa út fjáraukalög þ.e.a.s. þegar heimilda er aflað hjá Alþingi fyrir slíkum breytingum og frávik- um frá fjárlögum tíðar en gert hefur verið, helst í lok hvers þings. I annan stað. Það væri eðlilegur hlutur a.m.k. meðan Alþingi er starfandi að það væri haft fullt samráð um slíka hluti við formenn fjárveitingarnefndar og það er eðli- legt og sjálfsagt að gera þegar hún er starfandi," sagði Jón Baldvin. Ertu með þessu að segja að þú munir jafnvel beita þér fyrir því að einhverjar slíkar reglur verði settar? „Ég vil ekki fullyrða neitt, sem ég get ekki staðið við um það efni því ég hef útaf fyrir sig ekki haft tíma til að leiða hugann að þessu máli.“ En þér finnst samt ástæða til þess? „Mér finnst alveg ástæða til þess að skoða það hvort setja þarf fastari reglur um beitingu á hei- mildum til slíkra fjárveitinga." Utanríkisráðherra reifaði hug- myndir um það að setja reglur í þessu sambandi. „Já. Ég vek athygli á því að stór liður, næststærsti liðurinn í þeim fjárveitingabeiðnum sem ég hef orðið að verða við eru vegna fyrri ríkisstjórnar sem sá ágæti maður veitti forstöðu“. „Sísí fríkar út“ Þú tókst út tvær sérstakar fjár- veitingar og gerðir grein fyrir því. Hvað með styrk upp á 2,5 milljónir til Sinfóníuhljómsveitarinnar vegna Grænlandsferðar? „Það er ein af ákvörðunum frá- farandi ríkisstjórnar. Hún sam- þykkti aðild okkar íslendinga að norrænni hátíð á Grænlandi. Ég stóð frammi fyrir því að Sinfóní- hljómsveitin skyldi verða okkar framlag þar. Ég minnist þess að þetta var tekið upp á ríkisstjórnar- fundi og ég lagði til að send yrði kammersveit en sú tillaga fékk ekki hljómgrunn. f sjónvarpsfrétt- um tók ég eftir því að hún hafði spilað með miklum ágætum „Sísí fríkar út“ við feikilega góðar undir- tektir. Hún átti að fara með minni tilkostnaði með Landhelgisgæsl- unni, en af einhverjum ástæðum sem mér eru ókunnar þá fór hún ekki þá leiðina.“ Verður þetta til þess að við munum Jæsa ríkiskassanum næstu mánuði? Hvaða dilk mun þetta mál draga á eftir sér? „Það er ekki hægt, eðli málsins samkvæmt. Þær aukafjárveitingar sem ég hef heimilað í raun og veru á þessum þremur mánuðum, sex milljónir á mánuði, sú staðreynd sýnir að það hefur verið gætt eins mikils aðhalds í þessu eins og ég tel mér frekast unnt. Ég er t.d. sann- færður um það að þó ég hafi hafnað um fjörutíu beiðnum þá er svo harður aðgangur einmitt frá þeim ráðuneytum sem einmitt sækja þetta mál fyrir annaðhvort sig eða sína undirstofnanir, að ég þykist vita að mér verði ekki stætt á því að halda þeim úti algerlega. Niðurstaða málsins er einmitt sú að það hefur í reynd, öfugt við það sem þessi fréttaflutningur virðist hafa gefið til kynna, verið haldið eins fast á þessu og hægt er.“ En er ekki jákvætt að fjölmiðlar skuli fjalla um slík mál sem þetta? „Það er mjög jákvætt ef um- fjöllunin er hlutlæg og ef hún verður ekki til þess að draga upp villandi mynd af því gerst hefur,“ sagði Jón Baldvin. - ES Átti að senda kammersveit í þeirra stað?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.