Tíminn - 03.10.1987, Page 15
Laugardagur 3. október 1987
Tíminn 15
FRÉTTASKÝRING
'
Argentína sekkur æ
dýpra í skuldafenið
„Gráttu mig ei Argentína“
segir í texta einum í víðfrægum
söngleik um Evitu Perón fyrr-
verandi eiginkonu Juan Peróns
fyrrum einvalds í Argentínu,
en kona þessi ávann sér feikn-
arhylli fátækra í landinu um
miðbik aldarinnar. En argen-
tínska þjóðin, sem telur 28
milljónir manna, hefur í dag
nægar aðrar ástæður til að fella
tár en út af goðsagnapersón-
um, því landið skuldar erlend-
um skuldunautum ógnarfjár-
hæðir og atvinnulífið á í basli.
Það hefur einnig reynst erfitt að
festa lýðræðið í sessi í Argentínu.
Herinn liefur oft velt lýðræðislega
kjörnum stjórnum úr valdastól og
þá fengu Argentínumenn langa
reynslu af einræðisstjórn Juan
Domingo Peróns.
Argentínska þjóðin hefur nú á
tiltölulega skömmum tíma þurft að
horfast í augu við smánarlegan
ósigur í stríði við Breta vegna
yfirráða á Falklandseyjum og sí-
fellt vaxandi félagsleg og efnahags-
leg vandamál.
Það er í raun þessi þróun sem
neyddi herinn til að samþykkja
kosningar 1983, þar sem Róttæki
flokkurinn undir forystu Raúl Al-
fonsín vann eftirminnilegan sigur.
Nú virðast valdadagar lýðræðis-
stjórnar Alfonsín fara fækkandi.
Ósigur Alfonsín
í kosningunum 6. september sl.
tapaði ríkisstjórn Róttæka flokks-
ins undir forystu Raoul Alfonsin
meirihluta sínum á argentínska
þinginu. Róttæki flokkurinn tapaði
alls 13 þingsætum og fengu 117
þingsæti (37,3%). Perónistar fengu
105 þingsæti (41,2%), fimm fleiri
en þeir höfðu. Til að hafa hreinan
meirihluta á argentínska þinginu
þarf 128 þingsæti af alls 254. Um
83% af 19,4 milljónum kjósenda
mætti á kjörstað, en það er skylda
að kjósa í Argentínu. Róttæki
flokkurinn hafði haft hreinan meiri
hluta í fulltrúadeild þingsins frá
því í kosningunum 1983, þegar
Alfonsin komst til valda eftir 8 ára
samfellda kúgunarstjórn hersins,
en nú verður Alfonsin að treysta á
losaralegt samband hægri flokka til
að koma fram efnahagsstefnu
sinni. íhaldsflokkar, sem margir
hafa náin tengsl við herinn, tvö-
földuðu fylgi sitt og fengu nú
samanlagt 20 þingsæti. Perónistar
hafa hins vegar haft meiri hluta í
öldungadeild þingsins.
Nú þegar hafa orðið umtalsverð-
ar breytingar á ríkisstjórn Alfons-
in.
Þá bendir margt til að Alfonsin
verði að endurskoða efnahags-
stefnu sína. Þá hefur hann sagt að
umbætur, þ.m.t. stofnsetning for-
sætisráðherraembættis og að-
skilnaður ríkis og kirkju séu fors-
enda þess að lýðræðið festi sig í
sessi í Argentínu.
Efnahagsvandræðin
í vikunni eftir kosningaósigurinn
sagði Alfonsin að stjórn hans
mundi verja hagsmuni landsins,
sem er á kafi í erlendum skuldum.
Stefnir hann að því að fá frysta
vexti á erlendum skuldum landsins
upp á 54 billjónir dollara, sem er
ekkert lítið mál þvf Argentína er
þriðji stærsti skuldarinn á alþjóða-
vettvangi, næst á eftir Brasilíu og
Mexíkó. Hann undirstrikaði að
hann mundi halda sömu efnahags-
stefnu áfram með því að halda
Stjórnarandstaðan
Helsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn, Réttlætisflokkurinn, sem oft-
ast eru kallaðir Perónistar, voru
sem fyrr segir sigurvegarar kosn-
inganna, en þeir byggja styrk sinn
einkunt á verkalýðshreyfingunni.
Perónistar sem kalla sig vinstri
sinnaðan miðjuflokk, unnu einnig
16 af 22 héraðsstjóraembættum í
landinu. Flokkur þessi cr eins kon-
ar „flokkur litla mannsins", sem
byggir einingu sína að mjög miklu
leyti á þjóðsagnakenndumorðstír
fyrrverandi leiðtoga hans, Juan
Domingo Peróns hershöfðingja,
sem lést 1974. Perón var forseti
landsins við mikla lýðhylli en reik-
ula efnahagsstjórn í Argentínu á
árununt 1946 til 1955, er honum
var sparkað frá völdum. Þá fór
Perón til Spánar og dvaldi þar í
útlegð til 1973, en stjórnaði engu
að síður hreyfingu Perónista
Evita Perón, fyrrí kona Juan
Perón. Hún varð að goðsagnaveru
í lifanda lífi, sem alþýðustúlkan
sem komst á toppinn. í hennar orð-
astað hcfur verið sungið: „Don't
cry for me, Argentina.“ Evita þótti
forkunnar fögur, og ekki er annað
að sjá en það hafi verið skoðun
þeirra heldrimanna sem hér snúast
í kringum hana.
fjármálaráðherra landsins og arki-
tekt efnahagssstefnunnar, yfirleitt
nefnd „Austral áætlunin", Juan
Sourrouille áfram í ráðuneyti sínu,
en hann samdi um skuldbreytingu
á 34 biljóna dala láni í ágústmán-
uði, þar sem öllurq, afborgunum er
frestað í 19 ár og engar vaxta-
greiðslur fyrr en eftir 1992. Alfons-
in hefur einnig heitið því að fá
viðskiptabankana til að útvega ný
lán. Váleg teikn eru þó á lofti, því
í ágúst náði verðbólgan sínu hæsta
stigi síðan í júní 1985 og fór í
80,5%, tvöfalt meira en spáð var
við fjárlagagerð. Þá réðist hann á
þau ströngu skilyrði, sem alþjóð-
legar lánastofnanir eins og
Alþjóðabankinn og Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn hafa sett landinu
varðandi efnahagsstefnu þess.
Juan Perón, sem naut ótrúlegra
vinsælda meðal þjóðar sinnar og
helsti stjórnarandstöðuflokkurínn
í Argentínu í dag, Perónistar kenna
sig við hann.
Raul Alfonsín. Ýmislegt bendir til að faríð sé að halla undan fæti lýðræðis-
stjórnar hans.
Frá auðlegð til örbirgðar
Argentína er auðlindaríkt land.
Þar til um 1960 var landið talið í
hópi þróaðra ríkja þar sem meðal-
tekjur á íbúa voru sambærilegar
við það sem gerðist í Vestur-Evr-
ópu. Vandamálið var þó að at-
vinnulífið var einhliða, afkoman
byggðist einkum á landbúnaðar-
framleiðslu, en kjöt og hveiti voru
og eru enn mjög stór þáttur útflutn-
ings landsins.
Hraðvaxandi matvælafram-
leiðsla Evrópulanda upp úr 1960
sviptu Argentínu miklu af hefð-
bundnum mörkuðum sínum bæði í
Evrópu sjálfri og víðar um heim.
Það var því svo komið þegar lýð-
ræðisstjórn Alfonsín tók við af
stjórn hersins þá var landið hartnær
gjaldþrota og verðbóigan náði 800
prósentustigum.
þaðan. í frjálsum kosningum 1973
náðu Perónistar undir forystu
Hector Campora forsetaembætt-
inu. Campora var trúr leiðtoga
sínum og vék úr forsetastóli 3
mánuðum síðar fyrir Juan Perón,
sem árið áður hafði fyrst snúið
aftur heim til Argentínu úr útlegð-
inni.En flokkurinn hafði verið ríkj-
andi afl í argentínskum stjórnmál-
um allt frá því upp úr 1940.
Það var síðan ekkja Peróns,
Maria Estela Martinez Perón sem
herforingjarnir spörkuðu úr valda-
stóli 1976.
Perónistar háðu kosningabar-
áttu sína með loforðum um að
frysta allar afborganir af erlendum
skuldum, aukið fjármagn til félags-
legrar aðstoðar og opinberrar starf-
semi. Vilja þeir fara eins að og
Brasilíumenn og frysta afborganir
af 2/3 hluta skuldanna og hætta að
fylgja áætlun Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Jafnframt ásökuðu þeir
Alfonsin um að borga erlendar
skuldir með því að skera laun
verkalýðsins og skerða sjálfstæði
landsins með að gangast undir
efnahagsformúlur Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
Róttæki flokkur Alfonsín
Þessi flokkur á sér enn lengri
sögu en Perónistahreyfingin og hélt
um valdataumana á árunum 1916
til 1930 og síðan í fácin ár milli
stjórna hershöfðingja á sjötta ára-
tugnum. Flokkurinn skiptist reynd-
ar í mismunandi fylkingar. Megin-
fylkingarnar eru þó tvær. Önnur
sver sig í ætt við kratisma þó
róttækari sé en t.d. Alþýðuflokkur-
inn boðar hér, en hin fylkingin ber
meiri keim af miðjupólitík, eins
konar millistéttarróttækni, sem á
sér helst samsvörun í Framsóknar-
flokknunt hér á landi.
Raúl Alfonsín, sem kemur upp-
haflega úr krataarminum, hefur
tekist ótrúlega vel að finna hinn
gullvæga meðalveg niilli megin-
fylkinganna í stefnumótun sinni.
Eftir kosningasigurinn gæti hins
vegar orðið erfitt að halda jafnvæg-
inu í Róttæka flokknum. Hins
vegar fór tilraun hans til að ná
stuðningi innan verkalýðshreyfing-
arinnar út um þúfur þegar vinnu-
málaráðherrann Alderete, sem
raunar er í flokki Pcrónista, sagði
af sér eftir kosningaósigur Róttæka
flokksins.
Hvert stefnir?
Það verður eftir tvö ár, þegar
forsetakosningar fara frant í Arg-
entínu, sem fyrst að marki verður
hægt að skera úr um hvort lýðræð-
isþróunin í landinu sé að skjóta
dýpri og varanlegri rótum. Saga
síðustu fimmtíu ára sannar að illa
hefur tekist til að byggja yfir þær
félagslegu gjár sem myndast hafa í
Argentínu í aldanna rás. Skiptir
þar litlu hvort borðalagðir herfor-
ingjar eða borgaralegir stjórnmála-
menn hafa setið við stjórnvölinn.
Sú lýðræðislega kjörna stjórn sem
nú situr er því prófsteinninn á
áframhald þess stjórnarfyrirkomu-
lags. Þrátt fyrir háðulega útkornu í
viðleitni til að ná undir sig Malvinas
eyjum eða Falklandseyjum öðru
nafni, bíður herinn átekta.
í dag á stjórn Alfonsíns, sem
samkvæmt kosningaáróðri Perón-
ista borgar erlendum bönkum 100
dollara á sekúndu, 6000 dollara á
mínútu, 360.000 dollara á klukku-
stund og 8.6 milljónir dollara á
sólarhring, undir högg að sækja.
Perónistar segja að sjálfsögðu að
tími sé kominn til að breyta, en þá
reynir á hvort næg eining er í
flokknum til að takast á við land-
stjórnina.
Það verður því erfitt fyrir Al-
fonsin að framfylgja stefnu sinni,
án meiri hluta í fulltrúadeild
þingsins, þau tvö ár sem hann á
eftir af sex ára kjörtímabili sínu í
forsetastól.
Um þessar mundir fer fram aðal-
fundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Alþjóðabankans þar sem rædd-
ar eru hugsanlegar leiðir varðandi
feiknarlegar skuldir sumra ríkja,
sem flest eru í Suður Ameríku.
Það er vafasamt að fulltrúar þess-
ara ríkja fari með einhvern fagnað-
arboðskap heim af fundinum í
Washington, þó svo að reynt hafi
verið að ná betri greiðsluskilmál-
um. Argentína, þaf sem allt virðist
stefna niður á við, á þar sannarlega
ekki von á góðu.