Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 1
Rannsókn á orðum yfir■ ■ dýralæknis? # Blaðsíða 3 Nefnd um dagmæður stofnsett 0 Blaðsíða 6 Shultz náði ekkiaðsemja í Moskvuborg 0 Blaðsíða 14 i a : : Hefur boðað frjálslyndi og framfarír í sjötíu ár I K *' • ' í v’ ’ * ' <■ . LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987-236. TBL. 71. ÁRG. Berjast þeir um Þjóðar- bókhlöðuna? Harkaleg átök eiga sér nú stað á milli þeirra sem standa vilja fast við lög um tekjur Þjóðarbók- hlöðu af eignarskattsauka og þeirra sem nota vilja skattinn í önnur verkefni. Sverrir Hermanns- son stendur ekki einn í baráttunni við „rumm- ungana“, sem hann kallaði svo í Tímanum í gær. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, hefur háð grimman slag við fjármálaráð- herra um tekjur Þjóðarbókhlöðu að undanförnu og er sú rimma ekki útkljáð enn. Johannes Nordal, seðlabankastjóri, staðfestir að engin innistæða sé nú á reikningi Þjóðarbókhlöðu. Reikningur sá sem Sverrir stofnaði til í fyrra hef- ur því ekki ennþá skilað hlutverki því sem hon- um var ætlað. • Blaðsíða 3 Sverrir Hermannsson. Jón Baldvin Hannibalsson. íslendingar auka drykkju sína um 4% annað árið t röð Úr 50 centa glösum fáum við aldrei nó Áfengisneysla íslendinga í ár hefur aukist um 4% frá því í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem áfengisneysla eykst þetta mikið. Athyglisvert er að vodkaneysla Islendinga fram til septemberloka nam 565.000 lítrum sem er 80.000 lítra eða 15% aukning milli ára. Er nú svo komið að við erum að verða einhver mesta vodkadrykkjuþjóð í heimi og 37% af öllu alkóhóli sem við drekkum kemur úr vodka. • Bladsíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.