Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 24. október 1987 HUGMfNDA- SAMKBPPH! Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um ílát fyrir rusl og kjörorð (slagorð), sem hvetur til bættrar umgengni í borgarlandinu. Þátttaka Þátttaka í hugmyndasamkeppni þessari er öllum heim- il, bæði fagfólki í hönnum, sem og áhugafólki um bætta umgengni. Þátttaka er ekki bundin við einstaklinga heldur geta fleiri staðið saman að tillögu. Trúnaðarmaður Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, fram- kvæmdastjóri, Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, sími 29266 og gefur hann allar nánari upp- lýsingar. Keppnistillögur Eins og áður segir skiptist keppnin í tvo þætti og getur hver þátttakandi skilað inn tillögum um annan eða báða þættina. Þættirnireru: a) Gerð uppdrátta af ýmiskonar ílátum og staðsetningu þeirra. Trúnaðar- maður dómnefndar afhendir keppn- islýsingu vegna þessa liðar. b) Kjörorð (slagorð). Ennfremur er æskilegt vegna a) og b) liða að skilað sé hugmyndum um staðsetningu ílátanna víðsvegar í borgarlandinu en þó er það ekki skilyrði. Merking og afhending Tillögum að kjöroröi skal skila í arkarstærð A4, auð- kennt með 5 stafa tölu ásamt lokuðu, ógegnsæju umsl- agi merktu sama auðkenni, þar sem nafn höfundar eða höfunda er tilgreint. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns dómnefndar í síð- asta lagi miðvikudaginn 17. febrúar 1988, kl. 18:00 að íslenskum tíma. Verðlaun Verðlaun fyrir ruslaílát eru samtals kr. 200 þús. þar af verða veitt 1. verðlaun sem verða eigi lægri en kr. 100 þús. Verðlaun fyrir kjörorð verða kr. 100 þús., þar af verða 1. verðlaun eigi lægri en kr. 50 þús. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt ■ að kr. 100 þús. Heildarverðlaun verða því allt að kr. 400 þús. Dómnefnd Dómnefnd skipa Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfull- trúi, formaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfull- trúi og Pétur Hannesson, deildarstjóri. HHj Borgarstjórinn í RmP Reykjavík s_____________l___________________________/ Félag járniðnaðar- nanna Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. okt. kl. 8.00 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Önnur mál 3. Erindi: Um nýtt skattakerfi. Hólmgeir Jónsson flytur Mætið vel og stundvíslega Stjórn Félags járniðnaðarmanna Fjórhjól til sölu Suzuki 250 cc. 4WD árgerð 1987 Gott og vel með farið hjól Upplýsingar í síma 99-3963 eða 92-14836. Tíðindalítið bókaþing Þaö verður að segjast eins og er að það dró síður en svo til tíðinda á Bókaþinginu sem Bókasamband Is- lands hclt á fimmtudag. Bækur og fjölmiðlar var það meginefni þingsins, sem kynnt var, en því fór þó fjarri að til nokkurra deilna drægi á milli höfunda, útgefenda eða gagn- rýnenda. Þvert á nióti ræddu menn þar saman í sátt og samlyndi, allir á einu máli um að þeir þyrftu hver um sig á hinum að halda. Einna hclst má scgja að nýmæli hafi fólgist í þeirri tillögu Éráins Bertelssonar ritstjóra Þjóðviljans að sett skyldi upp bókmcnntadeild við ríkisútvarpið, í líkingu við leiklistar- dcild og tónlistardeild þeirrar virðu- legu stofnunar. Að því er Sigurður A. Magnússon upplýsti þó á þinginu er hér um gamalt baráttumál rithöf- undasamtakanna að ræða sem hefur ekki náð fram að ganga. Líka má segja að nokkurt nýja- bragð hafi verið af hugmynd, sem nokkrir viðruðu þarna á þinginu, og snérist um það að blöð og fréttastof- ur ættu að ráða til sín sérstaka bókafréttamenn, í líkingu við íþróttafréttamenn og þingfrétta- menn. Þeir gætu þá skrifað kynning- ar á nýjum bókum sem væru eins konar millistig á milli venjulcgra bókafrétta og gagnrýni. Morgunblaðið og Þjóðviljinn Ólafur Ragnarsson formaður Bókasambandsins setti þingið með ræðu. Athygli vakti að hann lýsti þar þeirri skoðun sinni að Morgunblaðið væri sá fjölmiðill hér á landi sem mest fjallaði um bækur, en í öðru sæti kæmi Þjóðviljinn. Síðan flutti Birgir Isleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra ávarp. Taldi hann að hér á landi hefði bókin styrkst í sessi þrátt fyrir aukna fjölmiðlun, sem best sæist af því að bóksala hcfði aukist hér á landi og sölumet verið slegin. Eyjólfur Sigurðsson útgefandi ræddi síðan um bókaútgefendur og fjölmiðla. í máli hans kom m.a. fram að eftir mjög slæm ár 1982 og 1983 hefði ástandið farið batnandi og 1986 hefði verið eitt allra besta ár íslenskrar bókaútgáfu, sem hann þakkaði m.a. aukinni umfjöllun um bækur í fjölmiðlunum. Þá ræddi Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans um kynningu bóka og gagnrýni í dagblöðum. Hann gat þess m.a. að samkvæmt bókmcnntaskrá Skírnis hefðu árið 1969 birst hér í blöðunum um það bil 90 ritdómar um 35 bækur, auk 15 viðtala við höfunda. Árið 1985 hefðu ritdómarnir hins vegar verið orðnir 185 urn 73 bækur, auk 44 viðtala við höfunda nýrra skáldverka. Árni gat þess einnig að sér sýndist það fara vaxandi að bækur seldust hér út á persónur höfunda sinna. Orðaði hann það á þá leið að við værum á leið inn í það ástand að höfundar metsölubóka yrðu annað hvort að vera aðalritarar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna eða að hafa sofið hjá forseta Banda- ríkjanna. Þá flutti Einar Már Guðmundsson rithöfundur þarna hressilegt erindi sem hann nefndi Tossabandalagið, en snérist um umfjöllun um bækur í fjölmiðlum. Heimir Pálsson deildar- stjóri íæddi skrif um fræðirit og kennslubækur í fjölmiðlum, sem hann taldi að gleymdust þar allt of oft. Pá flutti Þráinn Bertelsson erindi um bækur á öldum Ijósvakans, þar sem hann setti fram tillögu sína um að stofna bókmenntadeild við ríkis- útvarpið. Franskur sjónvarpsþáttur Sérstaka athygli má líka segja að vakið hafi þarna fróðlegt erindi Sig- urðar Pálssonar rithöfundar um sjónvarpsþáttinn Apostrophe, sem er fastur liður á hverju föstudags- kvöldi í franska sjónvarpinu undir stjórn Bernards Pivot. Rakti Sigurð- ur efni og fyrirkontulag þessara þátta, sem fjalla um bækur og njóta gífurlegra vinsælda meðal almenn- ings. Hins vegar kom fram á þinginu að vinsældir þessara þátta eru taldar byggjast fyrst og fremst á persónu stjórnandans, og að erfiðlega hafi gengið að gera sambærilega þætti fyrir sjónvarp í öðrum löndum. Þessu næst ræddi Hrafn Gunn- laugsson dagskrárstjóri um bækur í sjónvarpi og gat m.a. urn nokkur verkefni varðandi bækur og bók- menntatengt efni sem nú eru á döfinni hjá Sjónvarpinu. Loks ræddi Soffía Eygló Jónsdóttir húsmóðir spurninguna um það hvað lesendur segðu um bókaumfjöllun fjölmiðla. í þinglok voru svo pallborðsum- ræður undir stjórn Halldórs Guð- mundssonar útgáfustjóra Máls og menningar. Þátttakendur voru Björn Bjarnason, Einar Sigurðsson, Hans Kristján Árnason, Jóhann Páll Valdimarsson, Margrét Oddsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Þórdís Þorvaldsdóttir. Hvað þarf að bæta? Með því að Bókaþing Bókasam- bands Islands virðist vera á góðri leið með að verða að árlegum við- burði er því kannski ekki úr vegi að víkja hér að því hvað megi þar verða til bóta. Er þá sérstaklega átt við það hvernig slíkar samkomur gætu orðið jafnt fjölmiðlamönnum, bókaútgef- endum og rithöfundum vettvangur til að viðra sjónarmið sín og prófa þau á skoðunum annarra. Þar er fyrst til að nefna að á þessu þingi gafst allt of lítill tími fyrir umræður. Til dæmis má nefna að Hilmar Jónsson bókavörður setti þarna fram þá frumlegu hugmynd að bækur ætti ekki að útlista, heldur ættu þær að gera það sjálfar. Þess vegna væri nægilegt að koma þeim á framfæri, lesa úr þeim og kynna þær. Með þessa athugasemd komst Hilm- ar ekki að fyrr en seint á þinginu, þegar farið var að líða að boði menntamálaráðherra fyrir þinggesti, og f stuttu máli sagt þá var ekki minnst á hana einu orði þar af öðrum. Þá má einnig setja út á það að þarna var nánast ekki í neinu vikið að því klassíska deiluefni hvert eigi að vera hlutverk gagnrýnenda, eða hvers eðlis sú bókagagnrýni sé sem best þjóni lesendum. Viðkomandi framsögumaður sleppti þessu, og helst má segja að umræðan kæmist í snertingu við þetta þegar vikið var að því undir lokin hvort bókaum- fjöllunin í fyrra hefði snúist of mikið um persónur höfundanna, en of lítið um bækur þeirra. Meðal annars var því haldið fram að þar hefðu menn frekar verið að selja höfunda cn bækur, sem þyrfti að breytast, en þetta stafaði e.t.v. af auknu vægi Íjósvakamiðlanna og áherslu þeirra á persónur. Þetta hvortveggja kann þó að hafa stafað af því að bæði var tími þingsins naumur og framsögumenn margir. Ef Bókasambandið ætlar að halda árangursrík þing um bækurnar á komandi árum eru þarna komin tvö atriði sem þarf að hyggja að. Fjölmennar samkomur, þar sem hver mínúta er fyrirfram njörvuð niður, cru sem sagt ekki rétta formið. Líklega yrði árangursríkara að gefa sér meiri tíma. leyfa fleirum að komast að, og umfram allt að reyna að ýta undir þá almennu umræðu allra hlutaðeigandi sem hvað sem öðru Iíður er líklegust til að leiða fram nýjar hugmyndir, allri bókagerðinni til framdráttar. I I aumnálin sf. Fataviðgerðir og breytingar Tökum að okkur viðgerðir og breytingar á fatnaði. Gerum einnig Við leður- og mokkafatnaö Sendum í póstkröfu um allt land Grettisgötu 46 — Sími 2-85-14 Opið virka daga frá kl. 13.00-18.00 -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.