Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. október 1987 Tíminn 7 Alþjóða verslunarráðið snýst gegn fölsurum og svindlurum: Tölvuþjófnaður af krítar- kortaeigendum Eru eftirlíkingar á vörum og föls- uð banka-, flutninga- og trygginga- skjöl vandamál á Islandi? Þessari spurningu varpar landsnefnd Al- þjóða verslunarráðssins fram og hef- ur boðið hingað til lands Bretanum Eric Ellen, framkvæmdastjóra Co- unterfeiting Intelligence Bureau (CIB) og International Maritime Bureau (IMB) í London 28. til 30. október nk. til að kynna eftirlíkingar á vörum og skjalafals í milliríkjavið- skiptum. Eric á að baki margra ára störf með lögreglunni en er lögfræðingur að mennt. Hann tók við stjórnun IMB árið 1981 og síðar CIB sem sett var á laggirnar 1985. Starfsemi stofnan- anna felst í því að rannsaka eftirlík- ingar og skjalafals, halda forvarn- arnámskeið og vinna með lögreglu- og tollyfirvöldum í þeim löndum sem vitað er um að slík starfsemi fer fram í. Á kynningunni mun hann m.a. sýna ferli skjalafölsunar og sýnishorn af eftirlíkingum af vöru, auk þess sem hann mun fjalla um leiðir til að minnka áhættuna á eftirlíkingum og skjalafalsi, sem löngum hefur verið talin arðbær iðja sem breiðst hefur víða um heim. Auðvelt er að framleiða eftirlík- ingar margra vörutegunda. Talið er að eftirlíkingar á vörum séu um 3 til 9% af heildarvöruviðskiptum í heiminum, en það samsvarar allt að 60 milljörðum Bandaríkjadala ár- lega. Alvarlegast og nýjast af eftir- líkingum á markaðnum eru vara- hlutir í bíla og flugvélar og eftirlík- ingar á lyfjum og áfengum drykkjum, en þetta getur stofnað lífi og heilsu manna í hættu. Þegar vöruviðskipti eiga sér stað milli landa eru ýmis skjöl notuð sem brúa tímabilið frá því að kaupandi kaupir vöruna, seljandi sendir hana áleiðis til kaupanda og kaupandi fær hana í hendur. Hér er m.a. um að ræða bankaábyrgðir og flutningss- kjöl, sem eru meðhöndluð eins og ef um verslunarvöruna sjálfa væri að ræða. Fölsunin felur í sér að kaup- andinn gengur frá vörukaupunum, greiðir vöruna gegn móttöku skjala, en fær hana aldrei í hendur. Þetta gerist á þann hátt að á skjölin eru skrifuð nöfn ábyrgðaraðila sem ekki eru til í rauninni, varan er sett um borð en affermd annars staðar en á þeim stað sem tilgreindur er í fylgis- kjölum og ábyrgðum og seld öðrum. Eftir þetta eru þess dæmi að skipum sé sökkt eftir að vörunni hefur verið komið fyrir annars staðar. Oftast greiða tryggingafélögin skaðann. Tölvu og fjarskiptabyltingin hefur auðveldað mjög öll milliríkjavið- skipti en er um leið gósenland þeirra sem leggja sig niður við að misnota þessi auknu þægindi. Dæmi er um táninga sem komust inn á dreifingar- kerfi Pepsi Cola í New York og drógu sér ókeypis ropvatn um tíma. Annan alvarlegri glæp má nefna, svo sem þann er krítarkortaþjófar kom- ust inn í upplýsingakerfi sem hafði að geyma greiðslustöðu og úttektar- heimildir yfir 30% útivinnandi Bandaríkjamanna. Með þessum upplýsingum gátu þeir dregið sér fé og rólegir haldið úttektinni á stolnu kortunum innan leyfilegra marka. Til að vera á varðbergi gagnvart slíku er kynningu þessari komið á fót. Hún hefst klukkan 13:30 fimmtudaginn 29. október á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Kynningin er öllum opin en hún er þó einkum ætluð þeim sem fást við utanríkisvið- skipti og meðferð skjala þeim við- komandi. Þj Frá Bókaþingi: Hrafn Gunnlaugsson í ræðustól, en við borðið sitja Ástráður Eysteinsson þingforseti og Elín Garðarsdóttir þingritari. (Tímamynd: Pjetur) Bækur fyrir 6*800 milljónir Það kom fram í máli Eyjólfs Sigurðssonar útgefanda á Bókaþingi að í haust er gert ráð fyrir að heildarumsetning í bókaútgáfu hér á landi verði á bilinu 600 til 800 miljónir króna. Að því er hann sagði voru árin 1982 og 1983 mjög slæm í íslenskri bókaútgáfu, svo að segja megi að íslenski bókamarkaðurinn hafi hrunið í árslok 1983. Síðan hafi þetta þó farið batnandi, og 1986 hafi verið eitt allra besta ár í sögu bókaútgáfunnar. Eyjólfur vék einnig að minnkandi notkun almenningsbókasafna hér á landi og mótmælti því, sem fram kom í ræðu Birgis ísleifs Gunnars- sonar menntamálaráðherra á þing- inu, að sá samdráttur stafaði af aukinni bóksölu í landinu. Þvert á móti lagði hann áherslu á að hér á landi væru bókasöfnin svelt að því er varðaði kaup á bókum, og ætti það við jafnt þótt að í ljós hefði komið að ásókn barna og unglinga í skóla- bókasöfnin væri vaxandi. -esig VHtþú reyna eitdivaú nýtt am þér þekkíngar og reynslu... Á geðdeildum Landspítal- ans starfa um 600 manns við lækningar, hjúkrun, endur- hæfingu og aðstoð við sjúkl- ingaog aðstandendur jieirra. Starfsemin fer fram á nokkr- um stöðum á höfuðborgar- svæðinu, t.d. á Landspítalan- um, á Kleppi, á Vífilsstöðum og í Hátúni Starfl hjá Ríkisspítölum fylgja ýmis hlunnindi, svo sem ókeypis vinnufatnaður (eða fatapeningar), ódýrt fæði í matsölum á vinnustað, mikið atvinnuöryggi, öflugur lífeyrissjóður og launahækk- andi námskeið. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Hjúkrunarþjónusta geðdeilda er mjög fjölbreytt, allt frá bráðamóttöku til endurhæf- ingar. Geðhjúkrun er sérhæft hjúkr- unarsvið. Hjúkrunaraðgerðir geta snúist um einstaklinga, hópa eða fjölskyldu. Þær miða að því að fyrirbyggja geðsjúkdóma, styrkja heil- brigða aðlögun og stuðla að bættri heilsu og endurhæf- ingu. Hjúkrun tekur mið af heild- arástandi sjúklings og sam- spili ýmissa áhrifaþátta. Unn- ið er eftir ferli sem byggir á upplýsingaöflun, greiningu, áætlun, framkvæmd og end- urmati. Hjúkrunarfræðingar skipu- leggja, stjórna og bera ábyrgð á framkvæmd hjúkrunarþjón- ustu, þeir hafa sér til aðstoð- ar sjúkraliða og ófaglært starfsfólk og fer verkefhadreif- ing eftir aðstæðum hverju sinni. • Möguleiki er á fullu eða hluta- starfi, jafnvel sveigjanlegum vinnutíma, vetrarfríi og eins launaflokks hækkun á geð- deild. Meðallaun: (án aukavinnu) Mánaðarlaun eru 70.193 kr. með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 5.155 kr. Hlutastörf eru einnig í boði. Nánari upplýsingar eru veitt- ar í síma 38160 (hjúkrunar- fr amkvæmdast j óri). SJÚKRALIÐI Sjúkraliðar eru þátttakendur í hjúkrunarferli sjúklinga. Við bjóðum upp á skemmtilega samvinnu og tækifæri til að annast sjúklinga með mis- munandi þarfir og ólík hjúkr- unarvandamál. Þér bjóðast tækifæri til að bæta við þig þekkingu í formi námskeiða, auk reglubundinnar fræðslu sem er innan ákveðinna ein- inga. Meðallaun: Mánaðarlaun eru um óO.OOOkr.með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 3.982 kr. Hlutastörf eru einnig í boði. STARFSMAÐUR Á GEÐ- DEILD fæst við þjálfun, uppeldi og umönnun sjúklinga og vinn- ur í nánu samstarfi við hjúkr- unarfræðinga, sjúkra- og iðju- þjálfa, auk lækna og sálfræð- inga. Boðið verður upp á launa- hækkandi námskeið í þeim tilgangi að gera fólk hæfara og veita því meiri innsýn í starfíð. Meðallaun: Mánaðarlaun eru 45.665 kr. með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 3.235 kr. Nánari upplýsingar eru veitt- ar á Geðdeild í síma 38160. ... ogfá ínnsyn í inannleg samskipti á storum vinnustaó RÍKISSPÍTALAR GEDDEILD LANDSPÍTALANS im/SlA 19.05

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.