Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Frá fundi í Alþýðubandalaginu. átti að koma Alþýðubandalag- inu til góða, varð að mestu til að auglýsa Ólaf Ragnar. Svo springur hann Og nú er komið að því að Alþýðubandalagið springi. Þrautaganga vindmilluriddara flokksins hefur allt í einu tekið enda. Baráttaog heitstrengingar eru gleymdar. Verkalýðshreyf- ingunni hefur verið ýtt til hliðar. Guðmundi J. Guðmunds- syni hefur verið sparkað út af þingi fyrir málamyndasakir og Ásmundur Stefánsson hefur verið felldur í þingkosningum og fær ekki að sitja landsfund. Af verkalýðsforingjum stendur Þröstur Ólafsson einn eftir fyrir utan einn eða tvo smákalla, og var hann þó saklaus og óspurður drifinn í þann hóp sem hefur ákveðið að styðja málvin þjóð- höfðingja í fjörrum heimsálfum til formennsku í sprungnum ■ flokki. Hann er eins og Skarp- héðinn í brennunni: „Stendur við gaflak og glottir við tönn.“ Verkalýðshreyfingin áleit um tíma, að Álþýðubandalagið myndi seint og um síðir koma fram vinsælustu kjarastefnu á íslandi: Hærri laun handa öllum allan tímann. En svo falleraðist þessi flokkur listar hins ómögu- lega. Honum varð það á í ríkis- stjórn að standa að fjórtán kjara- skerðingum á einu og sama stjórnartímabili. Verkalýðshreyfingin var vön stórum loforðum og hún var lamin fram til kjarabaráttu hvað eftir annað til að koma fram því andrúmi upplausnar, sem Al- þýðubandalaginu þótti svo æski- Íegt. Þegar Ioksins var farið að tala af skynsemi og spyrja um kaupmátt og hvernig bjarga mætti hagsmunum launþega til frambúðar dugði ekkert minna en mannfórnir til að gjalda fyrir þau „svik". Það er eftirtektar- vert ísamskiptum Ólafs Ragnars og Ásmundar Stefánssonar, að Ólafur hefur kosið að víkja Ásmundi þangað sem skuggsýnt er í höllinni. Gagnslausir og fáráðir hirðmenn kneyfa öl sitt nær hásætinu. Þar situr líka í ljósi hásætisins þingmaðurinn Guðrún Helgadóttir, og veit enginn hvernig hún er þangað komin. Ekki er það sakir ástar á Ólafi Ragnari heldur vegna þess klaufadóms að láta ekki Guð- rúnu vita af ráðagerð flokks- kjarnans um konu að norðan. Það gerist nú tíðara að forystu- menn flokka virðast ekki kunna einföldustu atriði stjórnmáia, eins og þau að tala við fólk. Er þetta einkum áberandi meöal þeirra, sem eru á .aldur við Svavar og þaðanaf yngri í stjórn- málastarfi. En Alþýðubandalagið á enn kosti þrátt fyrir allt. Það getur sprungið á tvo vegu. Nái Ólafur Ragnar kjöri formanns verður sprengingin stór. Á þrjú hundr- uð manna landsfundi flokksins þarf hann ekki nema 160 at- kvæði. Hann þarf ekki endilega að eiga mikið fleiri atkvæði í öilum flokknum. Það þýðir aö stærstur hluti flokksins situr ann- ars staðar. Nái hins vegar frú Sigríður Stefánsdóttir kjöri verður sprengingin lítil. Þá hverfa sárafáir úr flokknum. Flokksmenn sitja kyrrir og una sæmilega við sitt. Þeir munu heyra í fréttum „Kjaranefndar þjóðarinnar", af Ólafi Ragnari þar sem hann fer með himin- skautum á milli þjóðhöfðingja í leit að friði og sprengingum. „Reiknað er með.., I forystugrein Þjóðviljans á þriðjudag er sagt að kapp sé best með forsjá, og hefði mátt skrifa Ólafi Ragnari það bréf fyrr. Nú er of seint að skrifa honum eitt eða neitt af því að hann er kominn yfir þann punkt þaðan sem snúið er aftur. Þjóðviljinn á auðvitað í töluverðum sárum út af þeirri uppákomu að engar sættir eru um næsta formann flokksins. Þeir Þjóðviljamenn bera jafnvel við að verða gáfaðir í raunum sínum. „Séu margir í framboði, verða allir undir nema einn,“ segja þeir og láta líta svo út að mönnum hafi jafnvel dott- ið í hug að kjósa tvo formenn í sáttaskyni. Og Þjóðviljanum eru Ijósar þær hættur sem steðja að fíokknum. Hann gæti klofnað. En blaðið bendir á ieið vonar- innar og segir: „Reiknað er með að þeir, sem undir verða, taki áfram þátt í flokksstarfi af full- um krafti.“ Þetta er merkiieg yfirlýsing. Hún bendir til að fararsnið kunni að vera á ein- hverjum hluta flokksins. Þannig búa menn á þeim bæ í skugga skelfingar um óvænt niðurlag formannskjörs. í Þjóð- viljanum er haft eftir Sigríði Stefánsdóttur, að „margir innan flokksins teldu að aldrei gæti orðið sameining um Ólaf Ragn- ar í forustu." Hins vegar kveðst Ólafur hvergi hræddur um klofning, og segist ekki mundu hafa gefið kost á sér ef hann hefði talið það skapa hættu á klofningi. Þannig heldur hann sig fast við það stefnumið og aðalinntak í lífinu að iðka póli- 1 tík sem er list hins ómögulega. Hinn stóri geispi Á haustdögum byrjar hin stóra vertíð í leikhúsunum. Að- sókn að þeim er eindæma góð miðað við fólksfjölda, enda eru leikhúsmiðar niðurgreiddir eins og lambakjöt. Að vísu virðist enginn hafa á móti þeirri niður- greiðslu, vegna þess að fyrir einhvern misskilning telja menn öll leikhúsverk til listar, þótt þau geti á stundum orkað á áhorfendur eins og atvinnubóta- vinna eða stofuleikahús frá fyrstu tugum aldarinnar. Um langa hríð hefur verið reynt að koma við einskonar raunsæis- stefnu í leikhúsum til að sýna frumsýningargestum, sem marg- ir hverjir hafa alist upp við hin meiri hægindi, hvernig Iáglauna- hóparnir í þjóðfélaginu hafa þaö. Þetta er góðra gjalda vert, en alvaran er slík að jafnvel áhugasamasta fólk á erfitt með að verjast geispa. Leikhúshlýtur öðrum þræði aðvera til skemmt unar, og niðurgreidd skemmtun er auðvitað eftirsóknarverðari er niðurgreiddir geispar. Gífur- legur fjöldi fólks stundar nú leiklist eða er tengt leikhúsum sem starfslið. Það mundi líka vera heimsmet miðað við mann- fjölda. Engu af þessum leikhúsum er ætlaö að bcra sig. Það hvarflar yfirleitt ekki að neinum að þau þurfi að gera það. Svo bætist við skuldug ópera og hugmynd að tónlistar- höll. Þctta eru allt fallegar hug- sjónir, sem enda einhvers staðar í ríkinu eða utan á því. Fólk hefur verið að fárast yfir niður- greiðslum og talið þær af því vonda. Vel má vera að niður- greidd matvæli komi ekki að miklu gagni, þótt með þeim sé verið að jafna á milli þjóðfélags- þegna. Hægt er að stunda slíkan jöfnuð í gegnum almannatrygg- ingar. Um niðurgreidd leikhús gegnir öðru máli. Þar mundi verða er.fitt að jafna fyrir milli- göngu almannatrygginga. Nið- urgreiðslur halda því eflaust áfram í óbreyttri mynd í þágu menningarinnar. Aftur á móti er sauðkindin til aðeins í þágu magans. Gaman er að koma í leikhús og virða fyrir sér aldrað- ar hetjur frumsýninganna líða út af í sætum sínum og sofna niðurgreiddum svefni hinna rétt- látu áhugamanna um listir. Nú á miklum niðurskurðar- tímum, þegar fjármálaráðherra er svo brátt að skera niður og skattleggja, að hann gleymir að láta samstarfsmenn sína í ríkis- stjórn vita hvort hann er að fara upp eða niður skattlagningar- þrepin, er huggulegt til þess að vita að leikhúsmiðar skuli halda sínum niðurgreiðslum. Það má skera niður við þjóðarbókhlöðu og minnka við Kvikmyndasjóð. Það má leggja á matarskatt og skerða eitt og annað sem kann að vera mikilsvert fyrir menn- inguna. En leikhúsmiðann verð- ur ríkið að borga að stærstum hluta svo áhorfendur fái að geispa í friði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.