Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 14
Laugardagur 24. október 1987 14 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT LUNDÚNIR - Yfirlýsing sú frá Reagan Bandaríkjaforseta þess efnis aö hann hygöist beita sér fyrir aö leiörétta fjár- \ laga- og viöskiptahalla Banda- ríkjanna virtist ekki ná eyrum' veröbréfamarkaöarins. Hlutabréf féllu í verði aö nýju þegar markaðir voru opnaöir í gær og í Lundúnum lækkaði veröbréfavísitalan meir en hún hefur gert alla þessa viku. WASHINGTON - Banda- ríkjastjórn hefur varaö írana viö aö bandarískir herir í Persaflóanum muni verja sig ef á þá er ráöist. Stjórnin i Washington gaf einnig í skyn i aö hún hygðist senda nýjar, eldflaugar til vinveittra ríkja viö Persaflóann. Alaeddin Bro- j ujerdi sendiherra írans í Kína sagöi Irana eiga miklu fleiri eldflaugar sem beitt er gegn skipum en bandaríski sjoher- inn á þessu svæöi hefði yfir aö ráöa. Broujerdi sagöi aö þess- ar eldflaugar gætu komið Bandaríkjamönnum í víti. MOSKVA - Fimm sovéskir hershöföingjar létust á mánudaginn er þyrla sem þeir voru farþeaar í hrapaöi til jarðar. Það var Krasnaya Zvezda, blað sovéska hersins, sem skýröi frá þessu i gær. COLOMBÓ - Skæruliöar tamíla sprengdu jarðsprengju undir indverskum flutningabíl á austurhluta Sri Lanka og létust fimm indverskir hermenn og sex særöust. Indverskar hersveitir héldu áfram sókn sinni á norðurhluta eyjunnar en skæruliðar tamíla neituöu aö gefast upp og böröust hatr- ammlega. TOKYO - Stjórnvöld í Norö- ur-Kóreu sögöu aö ef „harö- stjóraeinveldinu" yrði hnekkt í forsetakosningunum í Suöur- Kóreu gæti farið svo aö þjóö- irnar tvær stilltu upp samein- uöu liöi á Ólympíuleikunum áriö 1988 og þannig væri endi bundinn á deilur um skiptingu leikanna. BEIRÚT - Múslimar úr hópi! sjíta böröust viö Palestínu- menn í Beirút og Suður-Líban- on eftir aö tveir byssumenn Palestínumanna höföu verið felldir í bardögum í fyrrinótt. IPSWICH, Englandi - Lest- er Piggott, frægasti veöreið- aknapi Englendinga fyrr og síðar, viðurkenndi að hafa, svikið stórfelldar peningaupp- hæöir undan skatti. MANILA - Þingið á Filipps- eyjum samþykkti í flýti nokkur lög sem gera stjórnvöldum kleyft aö hækka kaup her- manna og refsa á ákveðinn hátt spilltum embættismönn- um. PEKÍNG — Kínversk stjórn- völd hafa síðustu daga’hert öryggisgæslu enn meir í Lhasa, höfuöborg Tíbets, og reynt að þrýsta á þá erlendu j feröamenn sem enn eru í land- j inu aö hverfa á brott. llllllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND George Shultz utanríkisráöherra Bandaríkjanna héltfrá Moskvu í gær: Viðræður án samkomulags Georgc Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á blaðamanna- fundi í Moskvu í gær að stórveldin tvö Bandaríkin og Sovétríkin hefðu ekki náð að draga upp lokalínunar að samkomulagi um eyðingu með- aldrægra og skammdrægari kjarn- orkuflauga. Shultz sagði einnig á fundi þessum, sem haldinn var eftir við- ræður hans við Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga, að ekki hefði tekist að ákveða dagsetningu á leiðtogaf- undi milli Reagans Bandaríkjafors- eta og Gorbatsjovs. Bandaríski utanríkisráðherrann hélt frá Moskvu í gær án þess að hafa fullklárað afvopnunarsamkomulag í hendi sér og án þess að ná að ákveða dagsetningu á leiðtogafundi í Banda- ríkjunum eins og hann hafði ætlað sér. „Við erum, ég held að báðir aðilar séu sammála, alveg að ná þessu,“ sagði Shultz er hann var spurður um meðaldrægu kjarnorkuflaugarnar. Hann bætti þó við að enn væru nokkur atriði óleyst og snérust þau aðallega um sannprófanir þ.e. hvernig aðilarnir gætu fylgst með að farið væri að samkomulaginu. Shultz gaf í skyn að mikið bæri enn á milli í viðræðum um langdræg- ar kjarnorkuflaugar og geimvopn. Vitað er að Sovétmenn vilja að að minnsta kosti einhvers konar upp- kast að samkomulagi um þessi mál liggi fyrir áður en leiðtogafundur verður haldinn. Utanríkisráðherrann bandaríski var heldur alvarlegur í bragði á blaðamannafundinum, sagði að Gorbatsjov væri enn ekki tilbúinn að fara til Washington „...þótt hann hefði fullvissað okkur um að hann vildi koma og hugsanlega á þessu ári“. Shultz sagðist hafa trú á leiðtoga- fundum og sagði að mikið hefði gerst eftir að Gorbatsjov og Reagan hittust í Reykjavík fyrir rúmu ári: „Ég held að fólk muni líta til baka til leiðtogafundarins í Reykjavík sem fundar þar sem meira gerðist en nokkru sinni áður,“ sagði utanríkis- ráðherrann bandaríski. Reuter/hb Breskir eiginmenn: Vansælir í hjónarúminu Þrír af hverjum fjórum breskum eiginmönnum eru óánægðir með kynlíf sitt og ástarleikir hafa ekki verið stundaðir í mörgum hjóna- rúmunum árum saman. Þessi fróðleikur birtist í skýrslu sem gefin var út af hjónabands- ráðgjöf Bretlands í gær. Könnunin sem gerð var sýndi að þrír af hverjum fjór- um eiginmönnum voru á því að hvorki þeir né konur þeirra nytu þess í raun að hafa samfarir. Hjónabandsráðgjöf þessi gefur hjónum, sem eiga í vandræðum með kynlíf sitt og tilfinningalíf, ýmis konar ráð og hefur árangurinn oft verið góður. í skýrslunni var t.d. getið um hjón sem höfðu ekkert aðhafst í rúminu í tuttugu ár en eftir ráðgjöf höfðu þau tekið upp mikla og góða kynlífsiðju eins og ekk- ert væri. Reuter/hb Jóskir f iskimenn mótmæla Frá Sumurlidu íslcifssyni frctturituru Tímuns í Dunmörku: Mælirinn er orðinn fullur hjá jósk- uin fiskimönnum. Sívaxandi meng- un í Norðursjónum hefurlengi verið þeim áhyggjuefni án þess þó að þeir hafi gripið til sinna ráða fyrr en nú. upp undir 50 jóskir fiskibátar, ásamt tveimur skipum frá náttúruverndar- samtökunum Greenpeace, hafa undanfarið reynt að stöðva brennslu á stórhættulegum eiturefnum í Norðursjó. Rúmlega 300 kílómetra undan ströndum Esbjerg er athafnasvæði „eiturskipanna". Seinustu daga hafa verið tvö skip á þessu svæði, annað bandarískt, hitt vesturþýskt. Banda- ríska skipið, Vulcanus II, er hlaðið eiturefnaúrgangi frá Spáni, Frakk- landi og Belgíu. Geta má þess að brennsla á eiturefnum er bönnuð úti fyrir ströndum Bandaríkjanna. Vulcanus II hefur farið undanfarið á þetta svæði aðra hverja viku, yfirleitt með um 3.000 tonn í hvert skipti. Reiknað er með að um 100.000 tonnum sé „eytt“ þarna árlega. „Eyðingin" fer þannig fram að eitur- efnunum er brennt. Hún skapar því hættulega loftmengun, auk mengun- ar í hafinu. Mestur hluti eiturefn- anna fellur í hafið á tiltölulega litlu svæði. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Fiskidauði á svæðinu er nánast alger. Reiði danskra fiskimanna er skiljanleg. mengunin er að verða þeirra stærsti ógnvaldur. Mengaður fiskur er ekki söluvara og sífellt fleiri kannanir sýna að ástandið í Norður- sjónum er ekki gott. Almenningur gerir líka stöðugt meiri kröfur um heilnæmar vörur og markaðurinn fyrir Norðursjávarfisk er því í hættu. Hið sama er að segja uin lífsgrund- völl fjölda fiskimanna á vesturströnd Jótlands. í fyrstu var ætlunin að neyða yfirmenn Vulcanus II til að slökkva á brennsluofnunum með því að sigla dönsku fiskibátunum inn í reykinn. ÚTLÖND UMSJÓN: Eiturefnum hent í Norðursjóinn. Síríus, skip Grænfriðunga, í baksýn. Heilsu fiskimannanna var hætta búin ef ekki var slökkt á brennslukötlun- um. Þessi aðferð reyndist ekki duga og fyrir tilstuðlan forustumanna Greenpeace sem voru með í för var ákveðið að breyta um baráttuaðferð. Næst var reynt að neyða skipið til að breyta um stefnu þannig að það yrði sjálft fyrir eigin eiturgufum. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir var einnig ákveðið að láta af þeirri baráttuaðferð enda sinnti „eiturskip- ið“, Vulcanus II, lítið um ferðir annarra skipa þannig að hætta var á stórslysi. Loks fannst ráð sem dugði, einn togaranna setti út trollið og innan skamms hafði tekist að veiða Vulcanus II. Hann fékk trollið í skrúfuna. Skipstjórinn neyddist til að láta drepa á vélunum og slökkt var á ofnunum sem brenndu eitur- efnin. Aðgerðir Greenpeace og danskra fiskimanna njóta víðtæks stuðnings, m.a. hafa sjómannasamböndin í Danmörku, Bretlandi og Hollandi lýst fullum stuðningi við þær. Hið sama hafa fjölmargir pólitískir flokkar í löndum sem liggja að Norðursjó gert. Og allt bendir til að sjómennirnir fái vilja sínum framgengt. Umhverfismálaráðherra Danmerkur stefnir að því á næstu dögum að reyna að ná samstöðu með kollegum sínum í Efnahags- bandalaginu um tafarlaust bann við eyðingu eiturefna í Norðursjó. Tölvurnar fá meira minni Einmenningstölvubyltingin ætlar engan endi að taka og nú eru óðum að ryðja sér braut á markaðinn nýjar tölvur sem eru helmingi öflugri en þær gömlu. Með almennri notkun þeirra verður enn eitt stórstökkið tekið fram á við í tölvuvæðingunni. Flestar einmenningstölvur sem nú eru notaðar hafa sextán-bita minni þ.e.a.s. þær geta unnið úr sextán upplýsingum samtímis. Nýju tölv- urnar hafa aftur á móti þrjátíu og tveggja-bita minni og geta því unnið úr miklu meira magni af upplýsing- um og gert það mun hraðar. Eins og svo oft voru það Banda- ríkjamenn sem þróuðu fyrstir þessar tölvur en Japanar hafa tekið upp tæknina og munu líklega hafa betur í öðrum hluta bardagans. Á meðan bíða svo ríki á borð við Suður-Kóreu, Tawain og Hong Kong eftir því að vélbúnaður og hugbúnaður verði orðinn nógu full- kontinn til að hægt sé að framleiða þessar tölvur á ódýran hátt. Það var bandaríska tölvufyrirtæk- ið COMPAO sem tók forystuna í þessari keppni á síðasta ári er það setti á markaðinn sína fyrstu 32-bita tölvu. Tölvurisinn IBM hefur svo fylgt á eftir, í síðasta mánuði hóf fyrirtækið að taka við pöntunum á sínum eigin 32-bita tölvum. En Japanarnir eru að koma. Flest helstu tölvufyrirtæki Japana hafa á síðustu vikum kynnt 32-bita tölvur sínar og þar er fremst í flokki Toshiba fyrirtækið sem hefur þegar hafið markaðssetningu á sinni tölvu í Vestur-Þýskalandi. „Það er ekki spurning hvort 32- bita tölvurnar taki yfir markaðinn heldur hversu hratt það gerist,“ sagði einn sérfræðingurinn um tölvu- markaðinn í samtali við Reuters fréttastofuna. Þessar tölvur eru ennþá mjög dýrar en verðið mun að líkindum lækka verulega þegar útbreiðsla eykst. Helsti ókosturinn nú er sá að lítið er um hugbúnað sem gerður er sérstaklega fyrir þessar tölvur. Microsoft tölvufyrirtækið banda- ríska er um þessar mundir að þróa nýtt MS-DOS stýrikerfi sem verður hannað fyrir nýju tölvurnar og hefur þetta stórfyrirtæki lofað að setja kerfi sitt á markaðinn í byrjun næsta árs. Víst er að ef nýja stýrikerfið reynist vel mun það örva geysilega sölu á 32-bita tölvunum.Gömlu 16- bita einmenningstölvurnar verða því kannski áður en langt um líður forngripir á markaðinum. Reuter/hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.