Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 17
Sunnudagur 25. október 1987 Tíminn 17 lagði undirstöðuna að auði þeirra. Hann hafði getið af sér 15 börn með 3 konum þegar hann féll frá 1974. Bunker, Herbert og Lamar, ásamt tveim systrum, Margaret og Caroline og þroskaheftum bróður, Haroldson, tilheyra því, sem í Dallas er kallað „fyrsta fjölskylda" H.L., úr hjónabandi hans og ungr- ar kennslukonu frá Arkansas, Lyda Bunker að nafni. Eftir dauða Lydu giftist H.L. Ruth Ray frá Louisiana, en þegar þau giftust 1957 hafði Lyda, sem var fyrrv. einkaritari í fyrirtæki Hunts, alið honum fjögur börn. H.L. stóð líka í sambandi við konu frá Florida, Frania Tye, sem heldur því fram að þau hafi verið gift. Eftir dauða hans komu í ljós 4 börn úr því sambandi. Eftirfarandi frásögn á eingöngu við börn hans af fyrsta hjónabandi. H.L. örvaði syni sína til að sýna eins mikið sjálfstæði og hann gerði sjálfur. Skólaganga Bunkers náði aldrei lengra en til fyrsta árs í menntaskóla, en Herbert og Lam- ar náðu að útskrifast úr háskóla. „Ég man eftir því að ég kom heim í frí og sagði honum að ég vildi hætta í skóla. Hann sagði bara: Allt í lagi, gerðu það sem þú vilt,“ segir Herbert en lauk þó prófi í jarðfræði á endanum. 1 Dallas berst ríkt fólk oft mikið á, en þeir Hunt bræður hafa lagt sig fram um að láta fólk halda að þeir séu hinir mestu, en um leið elskulegustu nirflar. Þeir aka göml- um bílum, fljúga á venjulegu far- rými og láta lögfræðingana dýru, sem þeir krækja sér í utan Dallas, dúsa tvo og tvo í smáíbúðum, sem þeir eiga sjálfir í borginni. En þeir standast ekki alveg freistinguna að sýna að þeir eru ekki á nástrái. Allir bræðurnir þrír og börn þeirra búa í stórhýsum í fínustu hverfum Dallas. En þó að Hunt fjölskyldan sé nánast samgróin borginni, fara þeir sínar eigin leiðir og láta enga segja sér fyrir verkum. „Herbert og Bunker eru okkur jafnmikil ráðgáta og öðrum," segir einn Dallasbúi. „Sjálfsagt finnst mörgu fólki við vera sérvitringar, en þá er á það að líta að flestum öðrum finnst Texas- búar sérvitringar" segir Lamar,’ yngsti bróðirinn, sem ekki er eins nákominn fjölskyldufyrirtækjun- um og hinir tveir. Og synir hans tveir hafa valið sér aðra lífsbraut, annar leikur á flautu í Sinfóníu- hljómsveit Kansas City og hinn er í læri til fjárfestingarbankamanns í New York. Tómstundagaman Bunkers - og ástríða - er hreinræktun hesta. Hann á yfir 300 slíka og á síðasta ári skilaði þessi ræktun hans meiri gróða en nokkurt annað fyrirtæki sömu tegundar í Bandaríkjunum. Hann á heljarstóran búgarð í grennd flugvallarins Dallas-Fort Worth og verðgildi jarðarinnar eykst stöðugt því að þar í grennd er I.B.M. að byggja risastóra skrif- stofubyggingu, hraðbraut er á leið- inni og iðnjöfurinn H. Ross Perot hefur keypt land handan við hrað- brautina. Herbert, miðbróðirinn, hefur lagt fé í stórverslanir, skrifstofu- byggingar og skemmti- og heilsu- svæði í Arizona. Nú, á tímum þegar þeir bræður berjast fyrir fjárhagslegu lífi sínu, er allt þeirra líf og fjárreiður skoð- að gegnum smásjá, bæði af lög- fræðingum og fréttamönnum. Hér er gripið ofan í grein eftir einn fréttamannanna, John A. Jenkins, sem var tekið opnum örmum af einum lögfræðingi fjölskyldunnar - og fjölskyldunni sjálfri. Lög- fræðingurinn hafði komið fjöl- skyldunni í skilning um að miklu máli skipti að hægt væri að sýna fram á að þau séu bara venjulegt fólk sem hefur lent í fjárhagslegum ógöngum vegna þess að bankarnir hafa teymt það á asnaeyrunum, lánað þeim meira fé en nokkrar líkur séu til að þau geti nokkurn tíma borgað. Á því byggist máls- vörnin. Herbert Hunt er farinn að hjóla í stað þess að skokka. Hér er hann á ferð um verslanahverfi sem hann á í Dallas Ekki af baki dottnir í fjármálabraskinu Þeir eru margir sem álíta að raunverulegur tilgangur Hunts bræðranna með þessum mála- rekstri sé sá að hindra bankana í að ganga frá málum á meðan þeir eru sjálfir að eltast við enn ein viðskiptin í Texas stærð. Áætlun þeirra er að hefja olíuleit í Mexfk- óflóa, 80 mílur út af strönd Louisi- ana í svonefndu Green Canyon, í árslok og styðjast þar við ósannað- ar tæknilegar kenningar. Þeir eru sannfærðir um að þeim eigi eftir að takast ætlunarverk sitt og græði þar með nóg fé til að réttaúr kútnum. En það eru mörg Ijón í veginum. Þó að rannsóknarboranir á oliuleit- arsvæðinu gefi vonir um að í þrem holum af sex sé að finna olíu og gas, hafa mörg tæknileg vandamál skotið upp kollinum. Þar sem eng- Bunker Hunt hreinræktar hesta með frábærum árangri inn útbúnaður er til sem hægt er að notast við við aðstæðurnar á þess- um stað urðu Hunt bræður að hanna nýjari. Og þegar skipin gátu ekki lagt olíuleiðslurnar síðustu 10 mílurnar vegna of mikils dýpis, tóku þeir bræður á leigu heila eyju, Matagorda, og logsuðu saman 10 mílna langa pípu á ströndinni. Þaðan verður hún dregin 585 mílna vegalengd eftir 1000 mílna breiðri rás á botni flóans á ákvörðunar- stað. Þetta er mikið og dýrt verk, auk þess sem tvísýnt þykir að það beri árangur. En Hunt bræður hugsa stórt og víla ekki fyrir sér að greiða tryggingafélaginu Lloyd’s í London 4.5 milljónir dollara ið- gjald ef svo skyldi fara að þetta mannvirki gæfist upp á fyrsta ári. Enginn getur ábyrgst hversu mikla olíu verður unnt að framleiða á þessu svæði, þegar framleiðslan hefst í desember. „Hvað gæti tafið áætlanir okkar?“ spyr Herbert. „Kannski fellibylur," svarar háttsettur starfsmaður hans í hógværð, en Mexíkóflói er alræmt fellibyljabæli. „Verður enginn,“ segir Herbert með áherslu. „Ég hef ráðfært mig við langtímaveðurgúrúinn minn og hann er búinn að spá í vestan háloftavindana og sólblettina. Hann segir að það verði engir fellibyljir á flóanum í ár.“ Bankarnir setja sig upp á móti þessari framkvæmd og lýsa því yfir að ef Hunt fjölskyldan ráði yfir einhverju fé ætti hún að endur- greiða lánin sín en ekki hætta því í vafasöm fyrirtæki. En bræðurnir halda því fram að þeir eigi ekkert í þessum peningum, aðrir hafi lagt þá fram. Því fer víðs fjarri að olíuævintýr- ið í Green Canyon sé eina stór- brotna fyrirtækið sem bræðurnir eru nú með á prjónunum. Nýlega sat fjölskyldan á fundi með tveim jarðfræðingum sem gáfu skýrslu um jarðfræði fleiri svæða sem til greina koma til olíu- oggasvinnslu. Hunt bræðurnir eru nefnilega sannfærðir um að orkuverð sé búið að ná botninum og nú fari olíuverð aftur að stíga. Þeir ætla að vera viðbúnir og þurfa þess vegna að byrja nú þegar að leita meiri olíu svo að þeir geti verið með frá upphafi þegar verðið rýkur upp. En það eru fleiri olíukóngar um hituna og þá er um að gera að „komast að samkomulagi". Það má leita eftir endurgjaldi á greiða hjá keppinautunum. Öll fjölskyldan tekur þátt í ákvarðanatökum og samheldnin vekur athygli blaðamannsins. Líka hvað er gengið óformlega til verks. Þó er verið að ræða hundruð milljóna dollara viðskipti. Nokkr- um sinnum í hverri viku fer hópur Hunt manna saman út að borða í hádeginu og yfir borðum skiptast á gamanyrði og harðar viðskipta- ákvarðanir. Þeir þrasa kannski um 1000 dollara á pund megrunar- veðmál milli Herberts og sonar hans. En þar á milli ræða þeir horfurnar fyrir 20 milljón dollara verkefnið sitt sem þeir eru að hefjast handa um í Zambíu. Bunk- er trúir því að í Zambíu séu einhver síðustu ókönnuðu olíusvæðin í heiminum, og hann lætur ekki telja úr sér kjark þá staðreynd að sá olíubrunnur þar í landi, sem síðast fannst og fram- leiðir olíu, er í 1700 mílna fjarlægð frá leitarsvæði bræðranna. Upphafið að ógöngunum: Ætluðu að leggja undir sig silfurmarkaðinn Olíuverðfallið, sem hófst 1983, magnaði erfiða skuldastöðu Hunt bræðranna, en upphafið að ógöng- um þeirra er að finna 10 árum fyrr, og á rætur að rekja til annarra dýrmætra náttúruauðæfa, silfurs. Þegar þeir bræður fengu þá flugu í höfuðið að kaupa dýra málma til að verjast gegn verðbólgu 1973, máttu einstaklingar ekki kaupa gull. Bræðurnir urðu að láta sér nægja silfur. Um skeið gekk þeim með ein- dæmum vel í þeim viðskiptum. Silfurverð rauk upp úr 1.94 dollara únsan 1973 í 50.35 dollara únsan í janúar 1980. En þá var mönnum á kauphöllum farið að lítast alvar- lega á blikuna og nýjar reglur voru settar í þeim tilgangi að koma stjórn á silfurmarkaðinn. Silfur- verð féll niður úr öllu valdi. Þeir bræður höfðu tekið 1.3 milljarð dollara að láni til að braska með í silfrinu og að leikslokum stóðu þeir uppi með inneign sem var margfalt minna virðj. Þeir lögðu dýrmætasta fjölskyldufyrir- tækið að veði. í olíuhungruðum heimi á árunum upp úr 1980 voru eigur þessa fyrirtækis a.m.k. 2.2 milljarða dollara virði, næstum því tvisvar sinnum meira en lánið sem bræðurnir höfðu tekið í silfur- braskið. En með þessu veði höfðu bræðurnir dregið hin systkin sín með inn í viðskiptaáhættuna. Þá fór olíumarkaðurinn að gefa sig. Ef fjölskyldufyrirtækið stæði ekki við lánaskuldbindingarnar, gátu bankarnir yfirtekið það og síðan haldið áfram að ganga að einkaeignum systkinanna. í tilraun til að hindra það skipti fjölskyldan eignum sínum 1983, þar sem bræð- urnir Herbert, Lamar og Bunkcr fengu fyrrnefnt fjölskyldufyrir- tæki, ásamt silfurskuidinni, í sinn hlut, en hin systkinin fengu dýr- mætar fasteignir og olíu- og gas- leigumála. Þessi skipting eignanna, afleiðing af silfurævintýrinu, svo og árangur Hunt systra á fjármála- sviðinu hefur skilið eftir ör á annars nánu samstarfi og vináttu systkin- anna. En þar sem sjaldan er ein báran stök, gerðist það einmitt um það leyti sem systkinin skiptu með sér eignunum að bræðurnir lögðu ann- að eftirlætisfyrirtæki sitt líka að veði. Penrod Drilling Company er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegund- ar í heiminum og er í einkaeign þeirra bræðra. Þegar komið var um mitt ár 1985 leit því helst út fyrir að þeir misstu bæði stærstu fyrirtækin sín. Auk þess sóttu 3 sykurfyrirtæki þeirra þá um greiðslustöðvun. Síðan hefur bar- áttan geisað milli lögfræðinga Hunt fjölskyldunnar annars vegar og lög- fræðinga bankanna, lánardrottna þeirra, hins vegar. Viðskiptin ekki í helgarfríi Á meðan þeir bræður bíða úr- skurðar dómstóla sitja þeir ekki auðum höndum. Áður hefur hér verið sagt frá ýmsum framkvæmd- um sem þeir standa í og gera sér góðar vonir um að skili góðum gróða í skuldahítina. Þeir láta ekki smávegis fjárhagslegar þrengingar eyðileggja fyrir sér frístundirnar og tómstundagamanið. Blaðamað- urinn segir frá ferðum þeirra og gerðum einn venjulegan laugar- dagsmorgun. Bunker flaug til Kaliforníu til að fylgjast með einunt hestinum sín- urn í kappreiðum. Lamar var í Kansas City til að fylgjast með fótboltaliðinu sínu. Herbert fór ekki langt. Eins og venjulega lagði hann af stað í 20 mílna hjólatúr, sem átti að liggja víðs vegar um norðurhluta Dallas. Hann hefur bætt á sig 8 kílóum á síðasta ári, „afleiðing af þessum lagiiflækjum," segir hann. Nú segist hann orðinn of þungur á fæti til að skokka og þetta sé þá eina ráðið til að halda sér í formi. En í þetta sinn fór heilsuræktin ekki sem skyldi. Eftir aðeins 5 mílna hjólatúr sprakk á afturhjól- inu. svo að hann varð að hringja í konuna sína og biðja hana að sækja sig. Nancy og Herbert hafa verið gift í 36 ár og þekkja hvort annað út og inn. Þau ávarpa hvort annað “mamma" og „pabbi" og fer ekkert milli mála að hjónaband þeirra cr hið besta. Að öðru leyti eyddu þeir bræður helginni eins og öðrum dögum, viðskiptin voru ekki í neinu helg- arfríi og það má engan tíma missa við að græða, græða. Það er ekki enn útséð hvaða afgreiðslu fær skuldamál þeirra gagnvart bönkun- um, sem voru svo ábyrgðarlausir að lána þeim meiri peninga en nokkrar líkur eru til að þeir geti nokkurn tíma borgað. Happdrætti Hjartaverndar 1987 Vinningaskrá Greiðsla upp í íbúð kr. 1.000.000 26892 Jeppabifr. Patjero 1988 kr. 900.000 31860 Bifreið Chevrol. Monza 1988 kr. 560.000 89878 Greiðsla upp í íbúð hvor á kr. 500.000 50651 117040 Ferðavinningar hver á kr. 150.000 15501 54573 86524 114703 Ferðavinningar hver á kr. 100.000 1104 53546 103367 144273 11079 57448 105153 148710 33478 101218 107439 Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð Þakkir til stuðningsmanna um land allt. Útboð Snjómokstur 1987-1988 Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í snjómokst- urmeð vörubifreiðum í Húnavatnssýslum veturinn 1987-1988. Um er að ræða tvö útboð: 1. Blönduós - Skagaströnd - Blönduvirkjun, (67 km). 2. Blönduós - Hvammstangi, (52 km). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. október n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. nóvember 1987. Vegamálastjóri Stys gera ekki boð á undan sér! iiarD,H OKUM IMt OO UWNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.