Tíminn - 24.10.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 24.10.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Stjórnarsamstarfið Úrslit síðustu alþingiskosninga, sem fram fóru 25. apríl sl., urðu ekki til þess að auðvelda stjórnarmyndun. Fráfarandi ríkisstjórn, sem haft hafði rífan meirihluta á þingi, missti meirihluta sinn vegna fylgistaps Sjálfstæðisflokksins og klofn- ings þess flokks eins og fram kom með stofnun Borgaraflokksins, sem að allri uppistöðu er frá Sjálfstæðisflokknum kominn. Niðurstaða síðustu kosninga varð til þess að fjölga flokkum og efla smáflokka og flokksbrot. Tveir hinna gömlu stjórnmálaflokka náðu þó góðum árangri í kosningunum, Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn. Fótt mikið hafi borið á milli þessara flokka síðustu áratugi, þá fóru menn í alvöru eftir kosningarnar að kanna niöguleika á því að þessir tveir félagssinnuðu miðjuflokkar reyndu að nálgast svo hvor annan að þeir gætu starfað saman í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, ef svo vildi verkast, eða öðrum flokkum, ef þannig stæði á. M.ö.o.: Það var reynt að finna leið út úr því fari að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn ummynduðust í algera erfðafjendur til eilífðarnóns. Fyrir hvorugan flokkinn gat það verið fýsilegur kostur. í viðræðum um stjórnarmyndun eftir kosningar kom það smám saman í ljós að ekkert óbrúanlegt bil þurfti að vera milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Á þeim grundvelli m.a. byggist núverandi stjórnarsamstarf. Stjórnarsáttmálinn geymir ítarlegar leiðbeining- ar um það að hverju núverandi ríkisstjórn ætlar að vinna á kjörtímabilinu. Stjórnarsáttmálinn er samstarfssamningur, að sjálfsögðu málamiðlunarplagg, en í honum á ekki að vera neitt sem brýtur í bága við stefnumið þeirra flokka, sem að honum standa. í stjórnarsáttmálan- um á að vera það hald sem heldur ríkisstjórninni saman - þessari sem öðrum. En allt seni í honum stendur getur orðið að engu ef einn samstarfsaðil- inn eða einstakir ráðhcrrar í ríkisstjórninni túlka efni og inntak samstarfsins samkvæmt þrengstu eiginskoðun eða valdagleði í tilteknum málum. Ef stjórnarsáttmálinn sem texti og samstarfs- grundvöllur er málamiðlunarplagg, þá er augljóst að framkvæmd hans verður einnig að byggjast á málamiðlun, ekki síst frumvörp sem lögð eru fram í nafni ríkisstjórnarinnar og með stuðningi stjórn- arflokkanna. Vandi ráðherra í samsteypustjórninni er m.a. fólginn í undirbúningi þingmála og hvernig þeir leitast við að vinna hugmyndum sínum fylgi meðal þingmanna. í hvaða ríkisstjórn sem er eru samráð um þingmál höfuðnauðsyn, en þó aldrei fremur en í margflokkastjórnum. Almenningur í landinu er hliðhollur núverandi ríkisstjórn. Ríkisstjórnin hefur traustan þingmeiri- hluta á bak við sig. Ágreiningur um einstök þingmál getur alltaf komið upp, en hann verður að leysa með samkomulagi. AÐ gengur heldur erfiðlega hjá Alþýðubandalaginu um þessar mundir vegna væntanlegs kjörs á formanni. Eigast þar við tvær fylkingar, eins og kunnugt er. Önnur fylkingin hefur orðið til vegna liðssafnaðar í kringum Ólaf Ragnar Grímsson. Hann hefur sýnilega ákveðið að nú væri kominn tími til að slást, enda væri hann nógu lengi búinn að vera vonbiðill æðstu metorða í flokki, þar sem hann ætlaði sér stórt hlutverk. Þrátt fyrir mikil tilþrif og ómæld ferðalög í þágu friðar hefur hann ekki náð lengra en á varamannabekk að undangenginni nokkurri þing- setu. Hin fylkingin samanstend- ur af gömlum flokkskjarna, sem hélt norður til Akureyrar til að sækja sér formannsefni. Hið ak- ureyrska formannsefni heitir Sigríður Stefánsdóttir og hefur próf í þjóðfélagsfræði frá Há- skóla íslands, þar sem Ólafur Ragnar kenndi henni, og einnig próf í uppeldis og kennslufræði. Hún hefur verið kennari við Skútustaðaskóla og Mennta- skólann í Reykjavík, en hefur lengi unnið fyrir Alþýðubanda- lagið, verið starfsmaður Sam- taka herstöðvaandstæðinga og bæjarfulltrúi á Akureyri. Maður hennar er einnig kennari frá Grænavatni í Mývatnssvcit. í báðum tilfellum er um að ræða fulltrúa kennara, heilbrigðis- stétta og fóstra, sem Alþýðu- bandalagið bindur sig við um þessar mundir og Guðmundur J. hefur kallað „gáfumannafé- Iagið“ í flokknum. Samkvæmt þessum framboðum tveimur virðist gáfumannaliðið hafa náð yfirhöndinni til frambúðar. Verkalýðshreyfingunni, að lág- launahópunum meðtöldum, hefur samkvæmt kosningum á fulltrúum á landsfund flokksins, vcrið að mestu ýtt til hliðar. Banameinið stjórnarsamstarf Þótt deilt sé um formanns- kjörið hafa báðir frambjóðend- ur hin sjálfsögðu einkenni hins dæmigerða meðlims í Alþýðu- bandalaginu, eins og hann þyk- ir heppilegastur um þessar- mundir. Þjóðfélagsfræðin, eins og hún er kennd í háskólanum á sinn fulltrúa. Og kennarastaðan vegna viljans til að upplýsa og benda á rétta vegi er líka mikils metin. Það eina sem vekur þó sérstaka athygli er aðformanns- efni gamla flokkskjarnans skuli hafa lotið leiðsögn Ólafs Ragn- ars í þjóðfélagsfræðum. Kemur þá að gömlu máltæki, þar sem talað er um að eggið kenni hænunni. Aðferðir Ólafs Ragnars við fulltrúakjör á landsfund flokks- ins í nóvember hefur sætt nokkr- unt andmælum og hefur Svavar Gestsson látið hafa eftir sér að þær hafi verið grófari en áður hefur þekkst í pólitík. Ekki er alveg víst að þetta sé rétt mat, enda er talið að gamli flokks- kjarninn hafi tapað stórt fyrir Olafi Ragnari. Aftur 4 móti sýna svona yfirlýsingar, að Al- þýðubandalagið er ekki lengur flokkur í þeint skilningi, að hann sé samstæð heild, heldur er hann orðinn að „regnhlífarsamtök- um“ sundurleitra flokksmanna, sem vegna langvarandi óánægju er að leysast upp í frumeindir sínar. Þessa djúpstæðu óánægju má annars vegar rekja til þátt- töku flokks eins og Alþýðrn bandalagsins í ríkisstjórnum og hins vegar til þess að Ólafur Ragnar Grímsson er í flokknum. Getur Svavar litið með nokkurri öfund til vinstri sósíalista í Danmörku, sem eiga formann fastan í sessi eftir ný- legan kosningasigur. Ávinning þess flokks ber að þakka þeirri staðreynd að vinstri sósíalistar hafa ekki setið í ríkisstjórnum, og kæra sig líklega ekki um það. Hér hefur Alþýðubandalagið hvað eftir annað fallerast á því að sitja í ríkisstjórnum. Það getur svo verið athugunarefni fyrir flokksmenn í hvernig flokki þeir eru, þegar ljóst er að helsti ávinningur hans er að sitja ævin- lega utan stjórnar. Hin stóru tök sýniglímunnar hljóta samkvæmt því að þurfa að fara fram utan sviðsins. Það heitir að dæma sig úr leik, pólitískt. List hins ómögulega Pólitík hefur verið kölluð list hins mögulega. Það þýðir að hún nær aðeins fram að ganga með samkomulagi milli aðila og hópa eða samvinnu á milli þeirra. Ólafur Ragnar rekur pólitík eins og list hins ómögu- lega. Má það furðulegt telja um mann, sem hefur atvinnu sína af því að kenna stjórnmálafræði við æðstu menntastofnun þjóð- arinnar, og mun vera doktor í þessum fræðum. Sem kennslu og kjaftafag getur stjórnmála- fræði beinst að því að innræta nemendum list hins ómögulega, en það er við því að búast að kennarinn eigi að vita betur. Um langa hríð hafa ákveðnir hópar í þjóðfélaginu, og þá einkum þeir sem tengjast Alþýðu- bandalaginu, rekið pólitík sína undir kjörorðum um list hins ómögulega. Hvaða þátt Ólafur Ragnar Grímsson á í því með kennslu sinni og pólitísku starfi skal ósagt látið. Hitt er stað- reynd, að list hins ómögulega hefur nú leikið Alþýðubanda- lagið það grátt, að flokkurinn er að leysast í sundur. Hann getur ekki setið í ríkisstjórnum öðru- vísi en tapa trúnaði við fylgjend- ur sína, vegna þess að í ríkis- stjórnum verður að reka pólitík hins mögulega. Kjósendur flokksins kusu hann ekki til þess. Ólafur Ragnar Grímsson er um margt glæsilegur stjórnmála- maður. Það gustar af þessum glókolli kommanna. Hitt getur orkað tvímælis hver mannvinur hann er þrátt fyrir allt friðartal- ið. Umgengni hans við menn á borð við Svavar Gestsson og Ásmund Stefánsson, bendir ekki til þess að þar sé friðar og samningamaður á ferð, og varla maður sem geti leitt flokk til samstarfs við aðra flokka svo að með nokkrum heilindum sé. Kaldhyggjan í Ólafi Ragnari Grímssyni og hið skilyrðislausa viðhorf, að hann geti rekið póli- tík hins ómögulega, gerir hann í rauninni lítt hæfan á þeim stærðargrunni, þar sem hann hefur helgað sér starfsgrundvöll. Þetta er því miður erfið stað- reynd um annars glæsilegan, ung- an mann, sem er bæði vel máli farinn og uppfinningasamur. Slóð hans í pólitík er yfirleitt ekki gæfuleg. Hann hefur geist um flokka eins og hvítur storm- sveipur og þotið úr þeim jafn- harðan næðist ekki nægur byr í seglin á stundinni. Það sem gerir að hann situr enn í Alþýðu- bandalaginu er sú staðreynd, að um það bil sem hann tók þar til starfa voru komnir í það brestir, sem gerðu Ólafi Ragnari fært að komast fljótt til metorða. Nú er hann að velta þeim út sem sáu í honum ljósið án þess að sjáist að honum takist að halda flokknum saman verði hann kjörinn formaður. Fer þá fyrir honum eins og öðru glæsimenni, Haraldi Guðinasyni, sem eftir nokkra gistivináttu hjá Vil- hjálmi bastarði bauð konung- dóm sinn fyrir hest. „Kjaranefnd þjóðarinnar“ Alþýðubandalagið hefur löngum verið iðið við að vekja umtal um sig og athygli langt um efni fram. Hinar sérkennilegu fréttastofur Ríkisútvarps, en önnur þeirra hefur af þekktum atvinnurekanda verið nefnd „kjaranefnd þjóðarinnar“, hafa lengi þann steininn klappað að allt væri merkilegast í Alþýðu- bandalaginu og hafa átt það sammerkt með listsnobbum Sjálfstæðisflokksins, sem leita stundum til frambjóðenda á landsfund Alþýðubandalagsins, vanti að skrifa um bók eða geta leikverks. Má í því efni minna á númer 139, Örn Ólafsson, sem Dagblaðið Vísir hefur hafið til vegs sem gagnrýnanda. Hann. fékk að vísu ekki nema 58 atkvæði í Ólafsbyl fulltrúakjörs- ins. En það hlýtur að vera nóg fyrir DV. Umtalið hefur að nokkru skapað flokknum þá ímynd, að þótt hann hafi litlu ráðið, nema á tímabili óðaverðbólgunnar, hafi áhrif flokksins á hina póli- tísku tísku í landinu verið ómæld. Má kannski leita þar skýringa á þeirri allsherjar upp- lausn, sem nú tröllríður sam- félaginu. En umræðan heldur áfram löngu eftir að fréttastofur og forkólfar Alþýðubandalags- ins vildu að henni linnti. Nú er hún allt í einu orðin óæskileg og flokkur tískunnar er að liðast sundur fyrir tilverknað sjálfs tískukóngsins, þessa Diors ís- lenskra stjórnmála, sem alltaf var kallaður til að segja álit sitt á mönnum og málefnum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, hvenær sem köttur leysti vind. Þannig tókst starfsfólki „Kjaranefndar þjóðarinnar“ að gera þennan málvin Gandis og annarra Bof- ors-höfðingja að eins konar heimilishanga á borð við Hall- grím Pétursson og Jón Sigurðs- son. Þá linnti ekki fréttum af Ólafi Ragnari Grímssyni á al- þjóðlegum vettvangi meðal stór- menna á borð við Yoko Ono og þjóðarleiðtoga austan hafs og vestan. Eftir slíka meðferð er ekki nema von að nokkrir út- skagamenn í Alþýðubandalag- inu verði að lúta í gras, þegar hinn nýi Messías vinstri manna gengur í salinn til að láta kjósa sig. Hin mikla fréttavirkjun, sem

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.