Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Sunnudagur 25. október 1987 Verðlækkun VETO ámoksturstæki á allar gerðir dráttarvéla. Dönsk gæðavara Vélaborg Bútækm ht. Sími 686655/686680 íbúar í Laugarnes-, | Laugarás-, Heima- og Voga- hverfum í Reykjavík Laugardaginn 31. október 1987 kl. 14.00, mun Borgarskipulag Reykjavíkurefnatil borgarafundar í safnaöarheimili Langholtssóknar viö Sólheima. Á fundinum veröa kynnt drög aö hverfaskipulagi fyrir borgarhluta 4 þ.e. Laugarnes-, Laugarás-, Heima- og Vogahverfi. Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju aðal- skipulagifyrirReykjavík. í því erfjallaðsérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð, þjónustu og íbúa- þróun og áhersla lögð á hvar breytinga er þörf og hvar þeirra er að vænta. Á fundínum verður óskað eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka íbúa er ein af forsendunum fyrir góðu skipulagi. Borgarskipulag Reykjavíkur ' ' J Tilboð óskast Ölfushreppur óskar eftir tilboðum í að steypa upp og gera fokheldar íbúðir aldraðra í Þorlákshöfn. Hér er um að ræða 8 íbúðir ásamt sameign. Fullfrágengið að utan. Samtals 929 fermetrar. Tilboðsgögn verða afhent gegn kr. 5.000.- skila- tryggingu á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, og á Teiknistofu Geirharðs Þor- steinssonar, Bergstaðastræti 14, Reykjavík, frá og með föstudeginum 23/10. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorláks- höfn þriðjudaginn 10. nóvember kl. 11 fyrir hádegi. Sveitarstjóri Ölfushrepps Ógreiddar eftir- stöðvar íþrótta- sjóðs 165 m.kr. Reynir G. Karlsson íþróttafulltrúi Menntamálaráðuneytis: „Hér er um endurgreiðslur að ræða vegna framkvæmda sem þegar hafa verið unnar.“ íþróttasjóður ríkisins fær ekki krónu í tillögum fjármálaráðherra að fjárlögum næsta árs til að greiða niður cftirstöðvar sínar og lögfestar skuldbindingar við íþróttafélög. Pessu hefur verið mótmælt víða og hefur Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, lagt á það áherslu að þetta verði leiðrétt. Bendir Steingrímur réttilega á að íþróttasjóöur hefur við fastar skuld- bindingar að standa. Liggur þetta í því að úr sjóðnum ekki greitt eftir áætlunum fram í tímann, heldur greiðir hann reikninga fyrir verk sem þegar er framkvæmt. Hann er að því marki hliðstæður félags- heimilasjóði, að honum er ætlaða að standa undir40% af byggingarkostn- aði íþróttamannvirkja. Vegna talsverðrar grósku í byggingarmál- um íþróttafélaganna, og einnig vcgna þess að í ár og í fyrra hefur verið ráðist í stóra verkþætti íþróttahúsa, eru skuldbindingar sjóðsins óvenju ntiklar. Þær nema nú um 165-170 milljónum. Áætlað hefur verið að greiða niður þcssar skuldir sjóðsins á næstu þremur áruni, en vegna nýjustu fjárlaga er ekki Ijóst hvernig málið leysist. íþróttafulltrúi bakkar í vörn Að sögn Rcynis G. Karlssonar, íþróttafulltrúa ríkisins hjá Menntamálaráðuneytinu, hafa fjár- veitingar Alþingis til íþróttasjóðs lengst af verið mun lægri en þær óskir, sem sjóðnunt hafa borist hverju sinni. „Fjárvcitingar úr sjóðnum til íþróttafélaga, -samtaka og sveitarfélaga hafa þó án efa stuðlað mjög aö því að efla íþrótta- starfið í landinu og hraða uppbygg- ingu íþróttamannvirkjanna," sagði Reynir. Taldi h:mn að tilvísun til jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga sé ekki sú lausn sent ætlað er. Þar væru á ferðinni mun lægri upphæðir en Iþróttasjóði einum nægði, en þó er það einnig ætlað í önnur verkefni. „Ef litið er til tveggja síðustu ára, þá veitti (þróttasjóður 34 milljónum kr. til 178 íþróttamannvirkja árið 1986. Árið 1987 veitti hann 44 millj. kr. til 185 íþróttamannvirkja. Við ákvörðun fjárveitinga til cin- stakra íþróttamannvirkja, er stuðst við byggingareikninga, en ckki áætl- anir. Má því segja að hér sé um endurgreiðslur að ræða vegna fram- kvæmda, sem þegar hafa verið unnar," sagði Reynir og lagði áherslu á þetta atriði. Þegar unnið hafi verið að undirbúningi fjárlaga- fruntvarps fyrir næsta ár, 1988, gerðu íþróttanefnd ríkisins og íþróttafull- trúi ráð fyrir því að ógreiddar eftir- stöðvar af því sem íþróttasjóður á að greiða, myndu nema um 165 milljónum kr. um næstu áramót. Líklegt er að þessi áætlun um hlut- deild íþróttasjóðs í byggingarkostn- aði íþróttamannvirkja muni standast að miklu leyti. „Það var tillaga íþróttanefndar ríkisins að veittar yrðu til íþrótta- sjóðs um 80 milljónum kr. á fjárlög- um næsta árs. Þannig mætti leggja áherslu á að greiða eldri eftirstöðvar og ljúka greiðslum til sem tfestra ntannvirkja, sent nú eru á lokastigi." Kemur mjög á óvart „Ég get aðeins sagt að það hefur komið bæði íþróttanefnd ríkisins og mér sem íþróttafulltrúa, mjög á óvart að þetta skref skyldi tekið nú. Að sjálfsögöu höfum við fylgst með umræðum um breytingar á skipan samstarfsins á milli ríkis og sveitar- félaga og kynnt okkur niöurstöður nefnda er fjallað hafa um þessi mál. En í þessu máli teljum við hins vegar að gripið hafi verið til úr- lausna, sent langt eigi í land og óvíst sé um samstöðu meðal sveitarfé- laga,” sagði Reynir ennfremur. „Við teljum mikinn vafa leika á því að tilhögun fjárveitinga með þessum hætti, eins og hún er sett fram í fjárlagafrumvarpinu, leiði til velfarnaðar þegar tekið er tillit til eflingar og framfara íþrótta hér á landi. Varðar þetta sérstaklega dreifðar byggðir landsins. Að lokum vil ég geta þess, þar sent við höfunt hér aðcins rætt um íþróttasjóð, að félagsheimilasjóður hefur verið skertur í lánsfjárlögum um hátt á annað hundrað milljónir króna frá 1981. Hann á samkvæmt lögum að hljóta innheimtan skemmtanaskatt. Það er því ekki að undra þótt staða hans sé veik. Það má gera ráð fyrir því að um næstu áramót verði ógreidd hlutdeild hans um 70 ntilljónir kr. til þeirra aðila sem þegar hefur verið samþykkt að styrkja." Þess má geta að íþróttasjóður var stofnaður með íþróttalögum frá 1940 og skyldi hann stuðla að því að bæta skilyrði til íþróttaiðkana í landinu. Gert var ráð fyrir því að Alþingi veitti árlega fé í sjóðinn, og að úr honum mætti veita styrki sem næmu allt að 40% af stofnkostnaði íþrótta- ntannvirkjanna. Það er íþróttanefnd ríkisins sem hefur verið gert að gera tillögur til stjórnvalda um þessar styrkveitingar. KB Stjórn Stúdentaráös átalin af minnihluta: Vaka vill halda pólítík utan dyra „Það er hið einkennilega í þessu' máli að hætta góðum samstarfsvilja í Stúdentaráði Háskóla íslands fyr- ir kaup á hlutabréfum fyrir aðeins 20 þúsund krónur," segir Sveinn Andri Sveinsson, oddviti minni- hlutans, um kaup ráðsins á hlutafé í útvarpsstöð félagshyggjumanna Rót hf. „Einnig misnotar ráðið gróflega aðstöðu sína þegar auglýst var að hlutabréf í útvarpsstöðina mátti kaupa á skrifstofu Stúdenta- ráðs.“ Félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, Vaka, sendi frá sérbókun um að Ijóst sé í kjölfar síðustu kosn- inga að það sé meirihlutavilji stúdenta fyrir því að SHÍ sé faglegt hagsmunatæki stúdenta og haldi utan dyra „fánýtri umræðu um landsmálapólítík og utanríkis- mál.“ Sveinn Andri segir að Félag umbótasinnaðra stúdenta hafi ver- ið stofnað í þessum anda en snúist með stuðningi sínum við hlutafjár- kaupin gegn upphaflegu markmiði, enda eigi útvarpsstöðin að vera mótvægi hægri miðlanna og mál- gagn vinstri afla í landinu. „Vaka snýst ekki gegn vinstri- sinnuðu útvarpi," segir Sveinn, „heldur þátttöku þess sem við viljum að sé hagsmunafélag allra stúdenta í slíku útvarpi." Stúdentaráð klofnaði í afstöðu sinni til hlutafjárkaupanna. Þrett- án sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði með kaupunum, þar af Theodór G. Guðmundsson, en at- kvæði hans réði úrslitum. Þessu mótmælir minnihlutinn og telur Theodór vanhæfan í málinu, en hann er einn stjórnarmanna útvarpsins. Hann hafi áður lýst því yfir að myndi ekki taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu. Theodór reyndist ekki viðlátinn í gær. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.