Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.10.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn Rangæingar Aöalfundur Framsóknarfélags Rangæinga veröur haldinn I Kaffistofu K.f. Rangæinga, Hvolsvelli, miövikudaginn 28. október kl. 21.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosníng fulltrúa á kjördæmisþing. Önnur mál Jón Helgason ráöherra, Guðni Ágústsson alþingismaður, Ólafía Ingólfsdóttir starfsm. KSFS koma á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin Ólafía Jón Guðni Konur Árnessýslu Aðalfundur félags framsóknarkvenna I Árnes- sýslu verður haldinn að Eyrarvegi 15 Selfossi, mánudagskvöldið 26. október n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Gestur fundarins verður Valgerður Sverris- dóttir alþingismaður. fyfætum eldhressar í byrjun vetrarstarfs. Stjórnin Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Brautar- holti á Skeiðum sunnudaginn 25. október nk. kl. 21.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Kynntar verða tillögur að breytingum á lögum kjördæmissambandsins. Stjórnin Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin Framsoknarfólk Suðurlandi 28. Kjördæmisþing Framsóknarfólaganna á Suðurlandi verður haldið helgina 7.-8. nóv. n.k. á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 14 laugardag. Nánar auglýst síðar. KSFS Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17 sími 2547. Heimasími starfsmanns er 6388. Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafa samband. Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28.kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, sem vera átti á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 9. og 10. október nk. verður frestað 'til 30. og 31. október nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar í síma 97-11584. KSFA ............. ■* Austfirðingar - Árshátíð Árshátíð KSFA verður haldin á Hótel Höfn laugardaginn 31. október og hefst kl. 20. Fjölbreytt skemmtiatriði. fyieðal þeirra er fram koma eru Jóhann Már Jóhannsson, Jóhannes Kristjánsson og Karlakórinn Jökull, auk ýmiss • konar heimalagaðra atriða. Borðapantanir á Höfn í síma 81446 - Kristín - og í síma 81787 - Sverrir - eða á skrifstofu KSFA, Egilsstöðum I síma 11584. KSFA Árnesingar Hin árlega framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstu- daginn 23. október kl. 21.00 I Aratungu, föstudaginn 30. okt. í Félagslundi og lýkur 13. nóvember að Flúðum. - Aðalvinningur er ferðavinningur frá Samvinnuferðum-Landsýn. Heild- arverðmæti vinninga 75.000 kr. Allir velkomnir : Stjórnin Laugardagur 24. október 1987 Mæður með nýfædd börn sín á einni fæðingardeildinni. Sjúkrahús í Eritreu eru byggð úr leir eða grjóti og gerð ósýnileg úr lofti með alls kyns dulbúnaði ERITREA - landið sem hefur barist fyrir sjálfstæði í 25 ár Issayas Afewerki er kosinn foringi frelsishers Eritreu samkvæmt kosninga- kerfi þar sein sérhver fullvaxinn Eritreumaður hefur kosningarétt Yfirleitt er hljótt í alþjóðlegum fjölmiðlum um hið hrjáða land Eritreu, þar sem aðskilnaðarsinnar hafa barist fyrir frelsi lands síns undan oki stjórnar Eþíópíu undan- farin 25 ár og orðið að horfast í augu við hungur og annað harð- ræði. í vor dvaldist ástralski rit- höfundurinn Thomas Keneally í Eritreu í fjórar vikur og skrifaði um dvöl sína þar fróðlega grein sem birtist nýlega í The New York Times Magazine. Útdráttur úr henni fer hér á eftir og verða lesendur vonandi nokkru fróðari um ástandið í Eritreu og orsakir þess á eftir. Það eru ekki aðeins þurrkar sem valda hungursneyð - þar koma líka styrjaldir við sögu í sérhverju sjúkrahúsi í Eritreu, en þau eru öll byggð úr leir, sá ég hanga á vegg sama veggspjaldið. Það sýnir tvö börn, annað þeirra vannært og hitt ber merki eggja- hvítuskortssjúkdómsins kwashi- orkor, sem veldur hinu dæmigerða útliti fórnarlambs hungursneyðar, útblásna kviðinn. Textinn á þess- um myndum, sem alls staðar voru nálægar, var yfirleitt á tigrinya eða tigre, aðalmálunum í Eritreu, landsvæði sem liggur meðfram strönd Rauðahafsins og tilheyrir nú Eþíópíu. Um alla Eritreu er sterk tilfinning um að það sé jafn- vel óhjákvæmilegt að hungursneyð bíði eins og ræningi í næsta dal, eða handan við hornið, á næsta regntíma, sem aldrei má treysta. í hvert skipti sem hungursneyð ríkir í Afríku sjáum við líka van- næringu og kwashiorkor á sjón- varpsskjánum okkar. Við sáum slíkar myndir í hungursneyðinni miklu 1984-1985 og nú lítur út fyrir að okkur verði sýndar slíkar mynd- ir aftur á komandi ári, vegna þurrka og engisprettuplágu á svæð- inu. Myndirnar, og oft textinn sem fylgir, gefa okkur þá hugmynd að Afríku sé ekki viðbjargandi: En það eru ekki aðeins þurrkar sem valda hungursneyð; þar koma líka styrjaldir við sögu. í 25 ár hafa íbúar Eritreu staðið í styrjöld í þeim tilgangi að vinna frelsi frá Eþíópíumönnum. Markmið Eþí- ópíumanna í þeirri styrjöld hefur verið að útrýma aðskilnaðarsinn- um í Eritreu. Það er styttra síðan Rússar komu til sögunnar á svæð- inu, þar sem þeir styðja tilraunir marxistastjórnar Eþíópíu í því að leggja Eritreumenn að velli. Þegar rætt er um hungursneyð á þessu svæði leitum við skýringa á því hvort eigi meiri sök á henni heitur blær stríðsátaka eða glóð- heitur gusturinn frá Sahara. Blaða- menn og starfsmenn hjálparstofn- ana í Eritreu sögðu mér að þar mætti sjá afleiðingar allra þátta, hörkulegrar stjórnmálabaráttu á svæðinu, afskipta risaveldis, lang- varandi stríðsátaka. Vel skipulögð hjálpar- starfsemi Eritreumanna sjálfra - fer fram að næturlagi Til að komast til „frjálsrar" Er- itreu varð að koma norðan að, um Súdan. Þar lá bylting í loftinu og var mikill órói og kviksögur á kreiki. Fluginu, sem ég ætlaði með til Port Súdan, í grennd landamæra Eritreu, var aflýst vegna óvissunn- ar, en engar skýringar voru gefnar. Þegar ég loks komst til Port Sudan og hafði mín fyrstu kynni af skipulagi Eritreumanna, hvarf hugmyndin um hina stríðshrjáðu og hjálparvana Afrikumenn út í veður og vind. Eritreumenn höfðu komið á fót sínu eigin kerfi til að útdeila að- stoðinni. Það kerfi var starfrækt að næturlagi - til að forðast sprengju- árásir Eþíópíumanna - og var dreift matvælum og öðrum nauð- synjum til Eritreumanna báðum megin víglínunnar. Hún var í formi 200 mílna langrar styrktrar skot- grafar sem skilur að svæði sem Eritreumenn ráða yfir og það sem Eþíópíumenn eru allsráðandi á. Árangur þeirra sem þessu kerfi stjórna er enn athyglisverðari þeg- ar haft er í huga að þeir stjórna aðgerðum úr sprengjuskýlum og steinkofum neðanjarðar, beint undir skotmörkum MIG sprengju- flugvéla eþíópiska flughersins. I niðurníddu hafnarborginni Su- akin, sunnan við Port Sudan, sem er stórt samsafn af upphrófuðum kofum úr spýtum og bárujárni, eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.